Morgunblaðið - 28.07.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.07.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1990 Páll Halldórsson, formaður BHMR: Leggjum fram gagntilboð Þjóðarsáttin sátt um að halda taxtakjörum niðri „VIÐ teljum tilboð ríkisstjórnarinnar ekki fullnægjandi og munum leggja fram gagntilboð,“ sagði Páll Halldórsson, formaður Banda- lags háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna eftir fund forsvarsmanna BHMR með Qármálaráðherra í gær, þar sem tilboð ríkisstjórnarinn- ar var Iagt fram. Aðspurður sagði hann að það væri ekki hægt að fresta þeirri kauphækkun sem Félagsdómur hefði dæmt BHMR, hún væri veru- leiki og það væri því verið að tala um tæplega 4,5% kauplækkun. „Við höfum yfirleitt ekki samið um kauplækkanir. Hins vegar þegar við tókum við þessu tilboði frá þeim þá tókum við það til umræðu í heild sinni og svörum því í heild sinni,“ sagði Páll. Hann sagði að tilboð ríkisins varðandi 15. grein samningsins, sem samninganefndin bauð upp á viðræður um í fyrradag, væri alls ekki fullnægjandi heldur og BHMR myndi setja fram gagntilboð hvað það varðaði. Hann sagði að þegar það yrði lagt fram kæmi í ljós hvort umræðugrundvöllur væri fýr- ir hendi eða ekki. Samninganefnd BHMR yrði kölluð saman á næst- unni og afstaða tekin til tilboðsins. Hann sagðist ekki geta sagt að hann hefði orðið standandi hissa yfir þessu tilboði. Aðspurður hvort ríkisstjómin hefði gert grein fyrir til hvaða aðgerða hún myndi grípa ef samkomulag tækist ekki, sagði Páll: „Hún hefur ekki gert okkur grein fyrir því að öðru Ieyti en því að það er alltaf verið að tala um bráðabirgðalög og það er auðvittað ekki eðlilegt samningaumhverfí að semja undir hótunum." Hann sagði að á fundinum hefði komið fram að talað hefði verið um bráðabirgðalög í herbúðum ríkis- stjómarinnar, en ekki hefði komið fram hvemig það yrði framkvæmt í smáatriðum. „Það er hins vegar alveg klárt að þessi 4,5% hækkun kom á laun 1. júlí. Hún er raunveru- leiki og það að breyta því er launa- lækkun. Það hefur verið farið fram á launalækkun og ég á bágt með að sjá samninganefnd okkar fallast á það.“ Páll sagði að málið væri komið í erfiðari stöðu en ella úr því ekki var reynt að semja um hlutina fyrir 1. júlí, það hefðu verið margir möguleikar á því þá. Aðspurður hvort það hefði verið hugsanlegt að BHMR hefði gengið inn í þjóðar- sáttina sagði hann: „Þjóðarsáttin er eins og ég hef oft sagt sátt um það að halda taxtakjörum niðri. Ef farið hefði verið inn í hana hefði töxtum ríkisstarfsmanna verið haldið niðri og hún hefði einnig orðið til þess að við hefðum orðið að hlaupa frá þeim leiðréttingum sem við höfum verið að beijast fyr- ir ámm saman. Ég held nefnilega að það sé dálítið holur hljómur í þessu þjóðarsáttartali vegna þess að þeir sem eru ekki inni í þessum taxtakerfum eru ekkert inni í þess- ari þjóðarsátt." Fjármálaráðherra lagði fram tilboð á fundi með fulltrúum BHMR Skynsamlegast fyrir BHMR að taka tilboði ríkissljórnarinnar segir Ölafiir Ragnar Grímsson flármálaráðherra ÓLAFUR Ragnar Grimsson fjármálaráðherra segir að skynsamleg- ast sé fyrir BHMR, í þágu þjóðarinnar allrar, að taka tílboði því sem ríkisstjórnin gerði BHMR í gær um endurskoðun á kjarasamningi. „Þetta er tilboð sem við ákváðum að setja fram eftir að BHMR sam- þykkti að ræða breytingar á samn- ingnum. Við töldum rétt að leggja fram tilboð, sem fæli í sér breyting- ar, sem samræmast markmiðunum í efnahagsmálum og efnahagsþró- uninni í landinu. En gera jafnframt kleyft að halda áfram vinnunni við kjarasamninginn sem gerður var fyrir ári síðan,“ sagði Ólafur Ragn- ar. Þegar hann var spurður hvort ríkisstjómin myndi setja lög á samninga BHMR, yrði þessu tilboði hafnað, sagði hann það ekki vana, þegar tilboð væru sett fram í samn- ingum, að segja hvað gerðist ef þeim væru hafnað. Ólafur Ragnar neitaði þvf að ríkisstjómin hefði þegar ákveðið að setja lög. „Við ræddum þetta tilboð ýtar- lega við BHMR og þeir ákváðu að kynna það sínum félögum. Síðan munum við koma saman til viðræðu aftur um helgina," sagði Ólafur Ragnar. Breytingartillögur ríkisstjómar- innar við samning BHMR eru svo- hljóðandi: 1. Frá og með 1. september 1990 verði frestað 4,5% kauphækkun sem Félagsdómur hefur dæmt að- ildarfélögum BHMR. Hækkunin greiðist í áföngum, þannig að 2% hækkun verði 1. desember 1990, og 2,5% hækkun 1. mars 1991. 2. Við bætist 2% hækkun hinn 1. júní 1991. 3. Breytingar á kjöram aðilarfé- laga BHMR hliðstæðar þeim sem hugsanlega hefðu orðið á grand- velli 5. gr. núgildandi kjarasamn- inga aðila frá 18. og 19. maí 1989 komi ekki til framkvæmda fyrr en eftir 15. september 1991. 4. Félagsmenn í BHMR fái greidda orlofsuppbót í júní 1991 með sama hætti og í júní 1990. 5. 15. gr. samninga BHMR og ríkisins falli niður en þess í stað njóti BHMR sambærilegrar kaup- tryggingar þeirri sem er í kjara- samningum ríkisins og annarra op- inberra starfsmanna. Þegar Morgunblaðið spurði fjár- málaráðherra hvort þetta væra ekki frekar úrslitakostir er tilboð svaraði hann: „Þetta er ítarlegt og efnislegt tilboð sem við höfum sett fram að vandlega yfirveguðu ráði, og sem við teljum skynsamlegt fyrir BHMR, fyrir þjóðina alla og fyrir hagsmuni launafólks í landinu, að sé skoðað í mikilli alvöra." Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambands íslands: Getur komið til þess að lagasetning verði nauðsyn Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra: Bráðabirgðalög verða sett ef samkomulag tekst ekki RÍKISSTJÓRNIN ákvað á fundi sínum í gær að gera BHMR til- boð um leiðir til lausnar deilu ríkisins og BHMR. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, segir að frestur til að viðræðurn- ar skili niðurstöðu hafi verið gefinn til 31. júlí og ef ekki náist samkomulag óttist hann að bráðabirgðalög verði eina lausn- in sem eftir sé. Steingrímur sagði að í tilboði BHMR fælist önnur trygging kaup- máttar launa, en það þyrfti miklu meira til að ná því efnahagsmark- miði sem ríkistjórnin væri ákveðin í að tryggja. Hann sagði að samráð hefði ver- ið haft við Alþýðusamband íslands og vinnveitendur og þeir ekki út af fyrir sig gert athugasemd við að svona tilraun verði gerð. Ef þetta leystist með samkomulagi eins og tillagan gerði ráð fyrir þyrfti engin bráðabirgðalög. Hann vildi ekki tjá sig um efni tillögunn- ar en sagði að hún yrði væntanlega rædd um helgina. Markmiðið væri að þjóðarsáttinn yrði varin en ákveðið hefði verið að gefa frest til viðræðnanna yfír helgina til 31. júlí. Ef þær skiluðu ekki ásættan- legri niðurstöðu fyrir þann tíma óttaðist hann að eina leiðin til að leysa málið væri lagasetning. Eðlilegt að BHMR gangi inn á þá línu sem mörkuð var með kjarasamningi ASÍ „Eina skynsamlega iausnin í stöðunni er að BHMR taki sinn samn- ing til endurskoðunar. Ég treysti því að heilbrigð skynsemi verði látin ráða,“ sagði Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambands íslands, aðspurður um stöðuna í kjaramálum eftir tilboð ríkissljómar- innar til BHMR. „Samningur BHMR byggir á gangi yfir fjögurra og hálfs árs þeirri óraunhæfu forsendu að það tímabil að þeir taki sérstakar hækk- anir til hliðar við það sem aðrir megi fá. Og eftir að háskólamaður- inn hafði hækkað um 10-20-30-40% og launabilið þar með aukið þá fái hann svo síðar nákvæmlega sama og aðrir hlutfallslega allt þetta tímabil, til viðbótar svonefndri íeið- réttingu. Þannig kerfi gengur ekki upp og það hafa háskólamenn út af fyrir sig viðurkennt með því að lýsa vilja sínum að ræða um annað fyrirkomulag," sagði Ásmundur. „Eftir stendur þessi víxlgangur eins og málið er í pottinn búið í dag. Hversu miklum skaða hann veldur fer eftir hvort hann fær að leika Iausum hala. Bara það að all- ir launþegar hækki um 4,5% mun auka verðbólguna í 10-12% í stað 6-7%, hækka vextina í yfír 20% og verða til þess að verðtryggðu lánin Aðspurður hvort hann bindi von- ir við að viðræðumar skiluðu ár- angri, sagði hann: „Ég vona það. Ég ræddi við formann BHMR áðan og lagði áherslu á það við hann að reynt yrði að fara þessa leið, en ég veit að það era áreiðanlega margir erfiðleikar á því.“ taka stökk upp. Þannig mun þetta verða, ekki fyrst og fremst vegna þess að það sé eitthvert beint hag- rænt samhengi milli launa og verð- Iags, heldur vegna þess að við eram að semja á miðju samningstímabili og það er ljóst að atvinnurekendur muni ekki samþykkja launahækk- anir nema að verðlagsforsendunum verði breytt um leið. Af þessum ástæðum er það aug- ljóst, að eini skynsamlegi kosturinn er að BHMR taki samning sinn til endurskoðunar, til að þessi hringrás verði ekki sett af stað, og gangist inn á þá almennu línu sem mörkuð er í okkar kjarasamningi. En. ef þessi hringrás verður sett af stað, þannig að enginn gefí eftir, er bein krafa um lagasetningu óhjákvæmi- leg,“ sagði Ásmundur. Hann bætti við, að þegar samn- ingarnir hefðu verið gerðir í vetur hefði ASÍ rætt við BHMR og óskað eftir því að BHMR tæki samning sinn til endurskoðunar með hliðsjón af samningi ASÍ með tilvísun til þess að allir njóti ávinningsins af lægri nafnvöxtum, óbreyttu bú- vöraverði og stöðugu gengi. „Sú krafa stendur enn,“ sagði Ásmund- ur Stefánsson. Þing* KFUM og KFUK í Kópavogi LANDSSAMBAND KFUM og KFUK hélt sambandsþing sitt fyrir skömmu í Kópavogi og sóttu þingið um 30 fúlltrúar hinna ýmsu KFUM og KFUK-félaga á landinu. Á fyrri degi þingsins fóra fram venjuleg aðalfundarstörf. Þá greindi Sigursteinn Hersveinsson, kennari, sérstaklega frá upphafí starfs KFUM og KFUK í Kópa- vogi. Tilefnið var að í ár era 40 ár liðin frá því að Sigursteinn hóf starfíð í Kópavogi. Félögin eiga þar nú sitt eigið félagsheimili við Lyngheiði 21.- Síðari dagur þingsins hófst með kynnisferð í nýjar aðalstöðvar KFUM og KFUK við Holtaveg og þátttöku í guðsþjónustu í Hjalla- sókn þar sem framkvæmdastjóri landssambandsihs, Þórarinn Bjömsson, prédikaði. Að hádegisverði loknum héldu þingstörf áfram og var þá rætt um hlutverk landssambandsins og tengsl aðildarfélaga við það í fram- tíðinni. Jóhannes Ingibjartsson, úr stjóm landssambandsins, og Anna Hilmarsdóttir, úr stjóm KFUK í Reykjavík, fluttu stutt inngangser- indi um málið en síðan fóra fram umræður í hópum. Var það sam- dóma mál manna að mikil og brýn þörf væri á auknum stuðningi við starf sjálfboðaliða í félögunum sem bera uppi starfíð í þeim 50 félags- deildum sem starfa á vetuma. í lok þings fór fram kosning. Sr. Jónas Gíslason, vígslubiskup, sem verið hefur formaður lands- sambandsins síðustu árin, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Til for- mennsku í stað Jónasar var kosinn Jóhannes Ingibjartsson, bygging- arverkfræðingur, búsettur á Akra- nesi. Aðrir í stjóm til tveggja ára era: Málfríður Finnbogadóttir, var- aformaður, Guðbjörn Egilsson, rit- ari, Jón Oddgeir Guðmundsson, gjaldkeri, Emilía Guðjónsdóttir, meðstjórnandi. (Úr fréttatilkynningu)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.