Morgunblaðið - 28.07.1990, Side 18

Morgunblaðið - 28.07.1990, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1990 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1990 19 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson', Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Heimsókn frá Evr- ópubandalaginu Frans Andriessen, sem fer með utanríkismál í fram- kvæmdastjórn Evrópubanda- lagsins (EB), kemur ekki hing- að til lands með neinn sér- stakan boðskap til íslendinga heldur til þess að kynnast íslenskum sjónarmiðum. I Morgunblaðssamtali í gær leggur hann áherslu k, að nú sé rætt um samskipti íslands og EB í fjölþjóðaviðræðum á vegum Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) og EB um evrópskt efnahagssvæði (EES). Andriessen vill að árangur þeirra viðræðna liggi fyrir, áður'en tekið sé til við að leysa tvíhliða mál íslands og EB. Hann telur þó eðlilegt að haldið sé uppi tvíhliða sam- ráði og skipst sé á skoðunum, einmitt þess vegna hefur hann þegið boð um að koma hingað. Viðræður EFTA og EB eru ákaflega víðtækar og má til sanns vegar færa það sem Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra sagði í Morgun- blaðsviðtali í fyrradag að ís- lendingar hefðu ekki tekist á við stærra verkefni í utanríkis- málum. Vegna þess hve mikið er í húfi er nauðsynlegt að vel sé hugað að öllum þáttum. Koma Andriessens hingað er eðlilegur þáttur í þróun sam- skipta okkar við EB. Hann ætti að halda héðan fróðari um sérstöðu okkar varðandi fiskveiðar, fisksölu og yfirráð yfir fiskveiðilögsögunni. Frá því að samskipti EFTA og EB tóku að snúast um evr- ópska efnahagssvæðið hefur margt breyst í Evrópu. Fyrir fáeinum árum neituðu komm- únistaríkin í Austur-Evrópu að viðurkenna tilvist Evrópu- bandalagsins. Að frumkvæði Kremlverja var litið á banda- lagið sem óvinveitt afl í al- þjóðamálum og vettvang, þar sem Þjóðveijar fengju skjól til að koma ár sinni fyrir borð líklega í því skyni að koma fram hefndum gagnvart Sov- étmönnum vegna ósigursins í síðari heimsstyrjöldinni. Arum saman glumdi áróður af þessu tagi á íbúum Vesturlanda. Skömmu áður en Andriess- en kom hingað til lands var hann í Moskvu. Hann var ekki að tala máli Evrópubandalags- ins og reyna að fá Kremlveija til að falla frá andstöðu sinni við það. Hann fór til að svara beiðni Mikhaíls Gorbatsjovs Sovétforseta um efnahagsað- stoð frá EB og til að segja sovéskum ráðamönnum frá því, hvaða skilyrði þeir yrðu að uppfylla til að geta fengið slíka aðstoð. Skilyrðin snerta bæði stjórn sovéskra efna- hagsmála og lýðrættindi Sov- étborgara. Leiðtogar EB-land- anna hafa tekið pólitíska ákvörðun um að styðja breyt- ingar í Sovétríkjunum fjár- hagslega og Gorbatsjov segir að í byijun september geti menn vænst ákvarðana í Moskvu er komi til móts við þessi skilyrði eða fullnægi þeim. Gagnvart ríkjum Austur- Evrópu, nema Rúmeníu, hefur EB mótað þá stefnu, að þeim skuli veitt aðstoð og samið verði við þau með hliðsjón af hagsmunum hvers og eins. Austur-Þýskaland. verður sjálfkrafa aðili að EB með sameiningu við V-Þýskaland. Öll ríkin í A-Evrópu vilja kom- ast í sem mest tengsl við EB og helst fá aðild að bandalag- inu sé þess kostur. Andriessen starfar sam- kvæmt því umboði frá leið-, togaráði EB, að stofnað skuli til sérstaks samstarfs við Bandaríkin á næstu mánuðum, er auðveldi náin samskipti um utanríkismál. Innan EB eru uppi hugmyndir um að sam- starf þjóðanna um utanríkis- mál hljóti fyrr en síðar að ná til öryggismála. ' Af þessari upptalningu má ráða að utanríkismáladeild Andriessens hafi nóg á sinni könnu um þessar mundir. Má fullyrða, að aldrei hafi Evrópu- bandalagið staðið frammi fyrir sambærilegum verkefnum á þessu sviði. Það er ekki lengur í skammarkróknum hjá ríkjun- um í Austur-Evrópu heldur eftirsóttur samstarfs- og styrktaraðili. Við þessar aðstæður eiga íslendingar, sem eru á ystu mörkum Evrópu í vestri og búa einir þjóða við að eiga svo til allt sitt undir fískveiðum, á hættu að þeir falli niður á milli eða týnist. Heimsókn Andriessens hingað sýnir að sú hætta er ekki mikil, ef rétt er á málum haldið. Hljómsveitin Súld á tónleikum þar sem mættu rúmlega fímmtíu þúsund manns. Á daginn var stanslaus lifandi tónlist ásamt annarri skemmtun, eins og sjá má. SÚLD á alþjóðlegri jass- hátíð í Montréal TEXTI: Sigrún Harðardóttir Við góðar undirtektir jassunn- enda og aðdáenda frá fyrri heim- sóknum þeirra til Montréal, hélt hljómsveitin Súld tvenna tónleika á „Festival International de Jazz de Montreal". Súld er eina íslenska hljómsveitin sem hefúr leikið á þessari stærstu jasshátíð heims, og í þessari þriðju heim- sókn sinni hingað hafa þeir náð að skapa sér þann sess að vera stillt upp með tónleika á laugar- dagskvöldi á stærstu útisenu há- tíðarinnar. í ellefu ár hefur Alþjóðlega jass- hátíðin í Montréal sífellt vaxið að umfangi og fjölda tónleika og er þessi jasshátíð sú stærsta í heimi. Fjöldi tónleika sem eru áhorfendum að kostnaðarlausu hefur að sama skapi aukist og dregur hátíðin til sín áhorfendafjölda sem á sér ekki hlið- stæðu annars staðar. Að þessu sinni tóku 2.000 lista- menn frá 17 löndum þátt í hátíðinni og léku á um 200 tónleikum innan- og utanhúss sem voru áhorfendum að kostnaðarlausu auk rúmlega 50 innanhússtónleika þar sem verð að- göngumiða var frá 10$ upp í 35$. Meðal listamanna sem komu fram á hátíðinni má nefna Jack de Jo- hnette’s Paraller Realities, Ray And- erson Quartet, Chick Corea Electric Áhorfendur voru afar líflegir og virkaði það sem vítamínsprauta á meðlimi Súldarinnar. Band, Ralph Towner, John Aberc- rombie, Art Blakey And The Jazz Messengers, Joe Zawinul Syndicate, Wayne Shorter Quintet, Keith Jar- rett Solo Standards, Archie Shepp, Lionel Hampton And His Orchestra og íslenska hljómsveitin Súld. Þetta er í þriðja sinn sem Súld sækir þessa Gítarleikari hljómsveitarinnar og kynnir þetta kvöld, kom áhorfendum sífellt skemmtiega á óvart með hnyttnum orðatiltækj- um og skemmtilegri framkomu. hátíð heim, en að þessu sinni er hún skipuð eftirfarandi: Steingrími Guð- mundssyni, trommur, Ttyggva Húb- ner, gítar, Lárusi Halldóri Grímssyni, hljómborð og flautu, og Páli E. Pálssyni, bassa. Súld hélt tvenna tónleika á þess- ari jasshátíð, þá fyrri um hádegi fimmtudags á innisenu og þá síðari á laugardagskvöldi á stærstu útisenu hátíðarinnar, og var sú tíma- og staðsetning mikil viðurkenning fyrir hljómsveitina sem þegar hefur með fyrri heimsóknum sínum eignast aðdáendahóp meðal jassunnenda Montréal-borgar. Voru þessir kvöld- tónleikar þeirra liður í svokallaðri stjörnu-hljómleikaseríu sem Alcan- álfélagið stóð fyrir en það fyrirtæki er einn helsti styrktaraðili þessarar jasshátíðar ásamt bjórframleiðand- anum Labatt. Mikil stemmning ríkti meðal áhorfenda sem fylltu áheyrenda- palla, svalir, og Place des Arts-torg- ið í miðbæ Montréal þann 7. júlí og létu þeir óspart í ljós hrifningu sína með klappi, blístri og bravóhrópum. Sá jass sem Súld lék hér fyrir áheyr- endur sína er blanda af jass-rokki, eða bræðingur eins og þeir kalla sjálfir, með áhrifum frá Indverskri ragatónlist, baltneskri, latneskri (samba) og nútímatónlist. „Þetta er sú tónlist sem Montréal-áheyrendur vilja,“ sagði sviðstjóri tónleikanna við undirritaða og hélt áfram í hrifn- ingu inni, „Ég yrði ekki hissa þó þeim yrði boðið að spila í innisal að ári, það yrði örugglega húsfyllir hjá þeim, ef aðgangseyrinum yrði stillt í hóf.“ Að þessum laugardagskvöldtón- leikum loknum kom aðstoðarfram- kvæmdastjóri hátíðarinnar David Jobin að máli við þá félaga og bauð þeim á hátíðina að ári auk þess að skipuleggja með þeim tónleikaferða- lag á jasshátíðir víðs vegar um Kanada sem haldnar eru á tímabili fyrir og eftir þessa hátíð hér í Mont- réal. I viðtali við greinarhöfund kváð- ust Súldarmenn ánægðir með mót- tökurnar og þetta hljómleikaferða- lagstilboð. Einnig telja þeir skemmti- lega stemmningu yfir festivalinu, margir ókeypis konsertar dragi að yngra fólk og stemmningin verður léttari. Alls kyns amatörar dragi fram trompettinn og saxafónana og spila á götuhornum sem gerir þessa hátíð að svo miklu partíi. „Það er þess vegna sem er svo gaman að spila hér,“ segir Tryggvi gítarleikari. Hljómsveitin Súld sem stofnuð var af trommuleikaranum Steingrími Guðmundssyni árið 1986 hóf göngu sína sem tríó, með hljóðfæraskipun- ina bassi, trommur og fiðla. Þeir bættu þó fljótlega við sig gítar og komu þannig skipaðir í fyrstu hljóin- leikaferð sína á Montréal-jasshá- tíðina 1987. í þeirri ferð léku þeir einnig á tvennum tónleikum í Tor- ontó í tengslum við þessa hátíð. Súld sló í gegn með þessum fyrstu hljómleikum sínum í Montréal, þeir þóttu óvenjuleg grúppa og voru út- nefndir „surprise“ 1987-hátíðarinn- ar. Áhugi hátíðagesta á Súld var þá ekki síst að þakka fiðluleikaranum Szymon Kuran, sem fékk hér mikla umfjöllun í blöðum og eru jassunn- endur hér enn að minnast þessara fyrstu tónleika hljómsveitarinnar. Súld var boðið að koma aftur á Jasshátíð Montréal árið eftir og héldu þeir 6 tónleika í þeirri ferð í Montréal, Torontó og Calgary. Að- spurðir sögðust þeir einnig hafa átt að halda tónleika í Gimli en þeim tónleikum hafi verið aflýst vegna slæmrar þátttöku og hvirfilbyls, þess mesta sem komið hafði þar um slóð- ir í eina öld. Hljóðfæraskipunin var örlítið breytt í þessari ferð, þeir höfðu bætt við sig hljómborði og slagverki og fylgdu tónleikunum eft- ir með nýútkominni plötu. Þeir félagar halda ekki marga tónleika á ári. Meðlimir hljómsveit- arinnar eru flestir atvinnuhljómlist- armenn sem leika með öðrum hljóm- sveitum annars konar tónlist, þar sem þeir segja áheyrendahóp þessar- ar tegundar tónlistar of þröngan á fslandi. í því sambandi sagði Tryggvi í viðtali við greinarhöfund „Við æf- um eins og skepnur allt árið og för- um svo í eina tónleikaferð. Það væri gaman ef það væri meiri áhugi á þessari tónlist heima.“ Hins vegar leika meðlimir Súldar einnig annars konar tónlist saman sem grúppa þar sem þeir hafa flutt verk eftir fyrrum meðlim hljómsveitarinnar Szymon Kuran fyrir Musica Nova. Til stend- ur að þeir flytji annað verk eftir hann með Sinfóníuhljómsveit íslands á næsta ári. Súld lék í fyrsta skipti úti á íslenskri landsbyggð nú í vor og voru mjög ánægðir með undirtektir. Einnig tóku þeir þátt í nýafstaðinni Jasshátíð í Reykjavík og fengu því góða upphitun fyrir þessa hljóm- leikaferð á „Festival International de Jazz de Montréal", þar sem áætl- aður fjöldi áheyrenda á laugardags- kvöldtónleikum þeirra var um 50 þúsund. Segja strákarnir slíkan áheyrendafjölda vera erfiðisins virði. Það var talsvert um í þessari ferð þeirra hingað að falast væri eftir plötum með hljómsveitinni, en súld- armeðlimir urðu að vísa aðdáendum frá þar sem ný plata með grúppunni er ekki væntanleg fyrr en í haust. Mun sú plata (diskur) fylgja þeim eða þeir henni eftir á fyrirhuguðu tónleikaferðalagi um jasshátíðir hér vestanhafs að ári, en væntanléga fá íslenskir jassunnendur að heyra ár- angurinn fyrir jól. Þegar Jóhannes bæjarfógeti bjargaði Alþingishátíðinni eftir Þórarin Þórarinsson Ég kom fyrst til Reykjavíkur vor- ið 1927, þá 12 ára, og dvaldist þar í 2-3 vikur. Ég minnist þessa nú sem eins eftirminnilegasta tíma í lífi mínu. Margs er að minnast frá þess- um dögum, en sennilega er mér það minnisstæðast að ég sat í nokkra daga niðri á Alþingi og fylgdist með umræðum í Efri deild. Ástæðan var sú, að meðan ég dvaldist í Reykjavík var ég í umsjón Jóhanns Hjörleifs- sonar frá Hofsstöðum, en hann var þá vegavinnuverkstjóri á sumrin en þingskrifari á veturna. Ég fékk einu sinni að fara með Jóhanni niður á þing og útvegaði hann mér sæti í svonefndri Suðurstofu, sem er til hliðar við sal Efri deildar. Þaðan gat ég fylgst með því sem gerðist í deild- inni. Mér fannst það vera ævintýra- legast að fylgjast með stjórnmála- mönnum, sem ég hafði lesið um í Tímanum, Verði og Lögréttu, en ég var þá farinn að lesa þau blöð. Svo vel féll mér setan í Suðurstofu að ég held ég hafi komið þangað næst- um alla dagana sem ég var í Reykjavík. I Efri deild áttu þá sæti 14 þing- menn og vissi ég hvaðan þeir voru og þekkti nokkuð til þingstarfa þeirra. Ráðherrar voru þá Jón Þor- láksson, forsætis- og fjármálaráð- herra, og Magnús Guðmundsson at- vinnumálaráðherra. Fleiri voru ráð- herrar þá ekki. Jón Magnússon for- sætisráðherra hafði látist nokkru áður og tók Jón Þorláksson þá við embættinu og hélt einnig áfram embætti fjármálaráðherra. Þeir Jón Þorláksson og Magnús Guðmunds- son sátu innst í sömu sætaröð og ráðherrar gera nú, en næst þeim sat þáverandi forseti Alþingis, Jóhannes Jóhannesson bæjarfógeti. Þeir voru allir í hátíðarbúningi að mínu mati þá, dökkum jökkum og röndóttum buxum. Forseti deildarinnar, Halldór Steinsen, var einnig þannig búinn en ekki man ég hvort skrifarar deild- arinnar, Jóhann Jósefsson og Einar Árnason, voru þannig búnir, eða fleiri þingmenn. Állir voru þingmenn smekklega klæddir, en mér fannst snyrtimennsku þingmanna heldur hafa hrakað þegar ég kom næst á Alþingi nokkrum árum seinna, og að þar ríkti ekki eins virðulegur og hefðbundinn stíll og var 1927. Aðrir þingmenn, sem sátu þá í Efri deild, voru þeir Jónás Jónsson, Magnús Kristjánsson, Bernharð Stefánsson, Ingvar Pálmason, Jón Baldvinsson, Guðmundur Ólafsson, Björn Kristjánsson, Ingibjörg H. Bjarnason, Einar Jónsson og Jónas Kristjánsson. Margt er mér eftirminnilegt frá þinginu 1927, en einna fastast í minni mínu er sú virðulega sjón, er ég horfði úr Suðurstofu yfir Efri deild og sá þá ráðherrana tvo og Jóhannes Jóhannesson sitja prúð- búna hinum megin í deildinni. Það fannst mér virðuleg sjón. Ég hafði líka oft augu á þingmanni er sat sömu megin og þeir en það var Jón- as Jónsson. Hann virtist oft hlusta lítið á þingræður, heldur stóð upp Þórarinn Þórarinsson „ Alþingishátíðin er í vitund þjóðarinnar mesta og glæsilegasta hátíð, sem haldin hefur verið á landi hér og átti Alþingishátíðar- nefndin undir for- mennsku Jóhannesar bæjarfógeta góðan þátt í því hversu vel hún tókst.“ og gekk milli þingmanna og hvíslaði í eyru þeirra. Einkum virtist hann eiga erindi við þá Magnús Kristjáns- son og Ingvar Pálmason, sem voru flokksbræður hans. Oft kom hann yfir deildina og átti hljóðskraf við Ingibjörgu H. Bjarnason, sem sat suðurstofumegin í deildinni og gat ég því veitt þeim athygli. Einnig hvíslaði Jónas oft í eyru Jóhannesar Jóhannessonar, en skammt var á milli þeirra. Ég spurði Jónas síðar að því hvers vegna hann hefði rætt svona mikið við Ingibjörgu og Jóhannes. Jónas sagði að þau Ingibjörg hefðu verið í eins konar bandalagi. Ég studdi hana eindregið í Landspítalamálinu, sagði Jónas, en það var þá aðalmál kvenna og hún átti kosningasigur sinn mikið því máli að þakka. I stað- inn studdi hún mig I ýmsum skóla- málum. Landspítalamálið átti lítinn stuðning hjá Jóni Þorlákssyni fjár- málaráðherra, sem þurfti að hugsa um fjármálin. Konur voru stórhuga og höfðu komið með hugmyndir um miklu stærri spítala en Landspítalinn endanlega varð. Jónas varð heilbrigðismálaráð- herra sumarið 1927 og mótaði bygg- inguna endanlega með aðstoð þeirra Guðmundar Björnssonar landlæknis og Guðjóns Samúelssonar húsa- meistara. Landspítalinn, sem var vígður 1930, þótti þá vegleg bygging og var því ekki undarlegt þótt Jón Þorláksson væri tregur til að ráðast í miklu stærri byggingu. Ástæðan til þess að ég talaði oft við Jóhannes Jóhannesson, sagði Jónas, var í fyrsta lagi sú, að við höfðum verið kosnir í nefnd sem átti að undirbúa Alþingishátíðina, sem búið var að ákveða að yrði hald- in 1930 og má jafnvel segja að Jóhannes hafi bjargað Alþingishá- tíðinni. Þetta fannst mér nokkuð sterkt til orða tekið, en við eftirgrennslan komst ég að raun um, að þau höfðu við viss rök að styðjast. Árið áður, eða 1926, hafði verið hörð deila á Alþingi um kosningu undirbúnings-' nefndarinnar og Jón Þorláksson beð- ið í þeirri deilu mesta ósigur sinn á þingi meðan hann var forsætisráð- herra. Tildrögin voru þau, að þegar Al- þingi kom saman veturinn 1926, barst Framsóknarflokknum, sem var þá í stjórnarandstöðu, vitneskja um að ríkisstjórnin væri farin að und- irbúa Alþingishátíðina án samráðs við Alþingi og ætlaði að hafa undir- búninginn alveg í eigin höndum. Þetta þótti Framsóknarmönnum ekki rétt, heldur ætti undirbúningur að vera í höndum Alþingis, þar sem verið var að minnast 1000 ára af- mælis þess. Staðan á Alþingi var þá sú, að íhaldsflokkurinn hafði ekki meirihluta og varð allt kjörtíma- bilið 1924-1927 að notast við ótraustan stuðning þingmanna sem tilheyrðu Sjálfstæðisflokknum gamla, en voru um þessar mundir að vinna að stofnun nýs flokks, Fijálslynda flokksins. Það var jafn- framt upplýst, að stjórnin hefði farið að undirbúa Alþingishátíðina án samráðs við þá. Því var ákveðið af Framsóknarflokknum að leita sam- vinnu við þessa þingmenn um kosn- ingu nefndar til að undirbúa há- tfðina. Það varð niðurstaðan úr þess- um viðræðum Framsóknarflokksins og Fijálslynda flokksins, að þeir Jakob Möller og Ásgeir Ásgeirsson legðu fram tillögu um að Alþingi kysi sex manna nefnd, sem sæi um undirbúninginn. Jón Þorláksson tók þessari tillögu illa og taldi hana vantraust á ríkis- stjórnina sem væri búin að tilnefna Jóhannes Jóhannesson menn til að undirbúa hátíðina. Hann snerist því gegn tillögunni óbreyttri og bar fram breytingartillögu þess efnis að fjölgað væri í nefndinni og tækju til viðbótar sæti í henni þeir menn, sem stjórnin hafði falið undir- búning. Þessu mótmæltu flutnings- menn, sem töldu það óráð að blanda saman þingkjörnum mönnum og stjórnskipuðum. Breytingartillaga Jóns var felld. Tillaga þeirra Ásgeirs og Jakobs var síðan samþykkt með 20 gegn 17 atkvæðum. Allir við- staddir þingmenn íhaldsflokksins greiddu atkvæði gegn henni nema Olafur Thors og Árni frá Múla, sem sátu hjá. Þegar til þess kom að kjósa nefnd- ina, ákváðu fylgismenn hennar að tilnefna aðeins þrjá í hana, eða þá Ásgeir Ásgeirsson, Jónas Jónsson og Sigurð Eggerts. Reiknað var með því að Ihaldsflokkurinn tilnefndi aðra þijá og yrði nefndin þannig fullskipuð. Rétt fyrir kosninguna bárust þær fréttir að íhaldsflokkur- inn ætlaði að láta kosninguna af- skiptalausa og myndi nefndin þannig gerð óstarfhæf, aðeins skipuð þrem- ur mönnum í stað sex. Þessum frétt- um ákváðu Framsóknarmenn og frjálslyndir að svara með því að bæta nöfnum þriggja íhaldsmanna á sinn lista og yrði nefndin þannig fullskipuð. Þeir settu á listann nöfn þeirra Jóhannesar Jóhannessonar, Magnúsar Jónssonar og Ólafs Thors. Þannig skipaður hlaut listinn 20 at- kvæði, en þingmenn íhaldsflokksins sátu hjá. Þegar þessi úrslit lágu fyrir, brást Jón Þorláksson illa við og sagði hér unnið mikið sundrungarstarf og hefðu engin samráð verið höfð við íhaldsflokkinn. Mátti á honum skilja að íhaldsflokkurinn myndi engin frekari afskipti hafa af málinu. Við þetta bættist, að Ólafur Thors hafði tilkynnt Ásgeiri, að hann myndi ekki taka sæti í nefridinni, enda aldrei lofað því. Þeir Ásgeir, Jónas og Sig- urður voru þannig komnir í meiri- hluta í nefndinni. Þegar hér var komið hittust þeir Asgeir, Jónas og Sigurður ásamt Tryggva Þórhallssyni og ræddu um hvernig^ helst mætti afstýra sundr- ungu. Álit þeirra allra var það, að nú væri helst til ráða að fara þess á leit við Jóhannes Jóhannesson að hann tæki að sér formennsku í nefndinni. Jón Þorláksson myndi sætta sig við formennsku hans, enda væri hann forseti Alþingis og sá flokksbræðra Jóns sem hann mat mest. Jóhannes varð strax við þessum tilmælum, enda ljóst að formannskjör hans yrði besta leiðin tii sátta. Það reyndist líka rétt, því eftir að hann var kjörinn formaður, lét Jón Þorláksson allan ágreining niður falla og nefndin vann í sátt og samlyndi undir formennsku Jó- hannesar. Engan mann tilnefndi íhaldsflokkurinn þó í nefndina í stað Ólafs Thors. Síðan var þó bætt tveimur mönnum í hana, þeim Tryggva Þórhallssyni og Pétri Guð- mundssyni, sem, Alþýðuflokkurinn tilnefndi. Það sem Jónas átti við, þegar hann sagði Jóhannes bæjarfógeta hafa bjargað Alþingishátíðinni, var það, að fullar sættir tókust um nefndina þegar Jóhannes féllst á að taka að sér formennsku hennar. • Annars hefði getað orðið hið mesta sundurþykki, sem hefði spillt fyrir hátíðinni. Jóhannes Jóhannesson átti eftir að koma meira við sögu Alþingishá- tíðarinnar áð dómi Jónasar Jónsson- ar. í bók sinni Nýtt og gamalt segir hann frá því, að rétt áður en hátíðar- þingið á Þingvöllum átti að koma saman hafi Jón Þorláksson lagt fram á skrifstofu Alþingis prentaða tillögu þess efnis að ræða skuli málefni Helga Tómassonar á hátíðarþinginu. Síðan segir Jónas orðrétt: „Sumir af leiðtogum Sjálfstæðis- manna, svo sem Jóhannes Jóhannes- son og Ólafur Thors, létu sér annt um að tillögunni yrði stungið undir' stól. Skorti þessa menn þó ekki móthygð við mig.“ Svo fór líka að Jón Þorláksson fór að ráðum þess- ara flokksbræðra sinna og dró tillög- una til baka og kom hún því ekki opinberlega á hátíðarþingið. Eins og áður segir, gegndi Jóhannes Jóhannesson bæjarfógeti formennsku í Alþingishátíðarnefnd- inni frá því hann var kosinn í hana 1926 og þangað til hátíðinni lauk 1930. Þótt andstæðingar hans kæmu í ríkisstjórn sumarið 1927, breytti það engu um að þeir töldu best ráðið að hann gegndi formenns- kunni áfram. Alþingishátíðin er í vitund þjóðarinnar mesta og glæsi- legasta hátíð, sem haldin hefur verið á landi hér og átti Alþingishátíðar- nefndin undir formennsku Jóhannes- ar bæjarfógeta góðan þátt í því hversu vel hún tókst. Höfundur er fyrrum ritstjóri Tímans.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.