Morgunblaðið - 28.07.1990, Side 24

Morgunblaðið - 28.07.1990, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1990 Minninff: Sjöfh Ólafsdóttir, Vestmannaeyjum Fædd 7. október 1938 Dáin 24. júlí 1990 Sjöfn Ólafsdóttir er látin. Við sem þekktum hana vitum að þar fór óvenjulega sterk og mikil kona. Eg varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast henni fyrir um það bil 15 árum, og þá í gegnum síma. Ég man ennþá hvað mér fannst rödd hennar geðþekk og hljómfögur, enda beitti hún henni af snilld. Ógleymanlegt er þegar hún kom í heimsókn. Þá var hún vön að renna í stofuna orðunum: Hæ, ég er kom- in. Er ekki gaman að sjá mig? Víst var það gaman. Alveg ótrú- lega gaman. Hún bar með sér gleði og léttleika sem strax bjó um sig í okkur öllum sem þekktum hana. Mikil tónlist held ég að hafi búið í henni Sjöfn okkar. Miklu meiri en margur vissi. Hún hafði gaman af alls konar tónlist og var næm að sama skapi. Þetta'fann ég sjálfur er við ræddum um tónlist. í Sjöfn fór gagnrýnandi með góðan smekk, sem samtímis lét í ljós skoðanir sínar hispurslaust. Þetta var mér ómetanlegt á sínum tíma. Dagur líður inn í kvöld og kvöld- ið rennur inn í nóttina. Nú er nótt- in hljómfögur og björt hér á norður- hveli jarðar. Það sortnar þó fyrir augum um stund. En nóttin fæðir nýjan dag og við neitum því ekki að hún kann sitt fag. Við sem trúum því að dauðinn sé bæði endir og upphaf vitum að Sjöfn er í góðum höndum. Við biðjum góðan guð að blessa elsku Trausta og strákana sem kveðja í bili elskandi eiginkonu og móður. Eydís og stelpurnar biðja fyrir hinstu kveðju til systur og frænku. Bergur Þórðarson Þokan grúfði yfir Heimaey að morgni hins 24. júlí sl., er ég fékk þær fréttir að hún Sjöfn mín væri dáin. Eftirfarandi ljóðlínur Jóns Thoroddsens hafa ekki farið úr huga mínum síðan: Sortnar þú,ský, suðrinu í, og síga brúnir lætur, eitthvað að þér eins og að mér amar, ég sé þú grætur. Og ég er búin að gráta með skýj- unum, ef til vill af eigingirni þess sem ekki vill missa það góða sem gefst í lífinu. Við Sjöfn hófum störf hjá Hrað- frystistöð Vestmannaeyja fyrir um það bil sex árum og frá þeim tíma hef ég verið heimagangur á heimili hennar. Við urðum samferða í og úr vinnu, við unnum saman á borði, á loðnuvöktum og í síld. Að aflokn- um vinnudegi var svo sest niður í eldhúsinu hennar og drukkið kaffi um leið og við spjölluðum um lífið og tilveruna og auðvitað bónusinn líka, þetta eilífa umræðuefni fisk- yerkakvenna. Sem sagt ósköp venjulegar húsmæður og verkakon- ur, sem áttum svo ótal margt sam- eiginlegt og batt okkur þeim vin- áttuböndum, sem aldrei bar skugga á. Það var gott að vinna með Sjöfn og hennar var saknað, er hún varð að hætta vinnu vegna veikinda. Ég veit líka, að vinnufélagar hennar fylgdust náið með líðan hennar og studdu hana heilshugar í baráttunni við hinn illvíga sjúkdóm. Fyrir þeirra hönd flyt ég einlægar kveðj- ur og þakkir fyrir samstarfið. Við hjónin heimsóttum Sjöfn á Landspítalann til að kveðja hana áður en við fórum í sumarfrí. Hún kvaddi mig með þessum ógleyman- legu orðum: „Jóhanna mín, mér þykir svo óskaplega vænt um þig.“ Þetta var í síðasta sinn sem við sáum hana. Hún var þá að leggja af stað í sína úrslitabaráttu, dyggi- lega studd af eiginmanni og fjöl- skyldu. Af fádæma dugnaði og kjarki barðist hún fyrir lífi sínu en varð að lúta í lægra haldi, „hvunndagshetjan“ mín tapaði orr- ustunni. Mér er aðeins efst í huga þakk- læti fyrir að hafa kynnst Sjöfn Ól- afsdóttur og fá að vera henni sam- ferða um stund. Trausti minn, við Georg sendum þér, öllum ættingjum og vinum, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Tími Rómeó og Júlíu kemur fyrr en varir og þá verður siglt til sólar- strandar með alla innanborðs. Við kveðjumst að sinni. Jóhanna Jensdóttir Mig langar með örfáum orðum að minnast Sjafnar, sem nú er horf- in á braut, langt um aldur fram. Kynni okkar hófust fyrir nokkr- um árum, þar sem ég kynntist syni hennar Marinó, og hefur heimili hennar ætíð staðið mér opið. Hafa þau hjónin Sjöfn og Trausti alltaf reynst mér vel og verið mér góðir vinir, en þessi kynni mín við Sjöfn voru því miður alltof stutt, en vegir guðs eru órannsakanlegir. Hún háði erfiða baráttu við sjúk- dóm sem læknavísindin hafa ekki getað unnið á, en að lokum var hún sigruð í þessum erfiðu veikindum sem hún háði af svo miklum lífsvilja og kjark, en allt kom fyrir ekki. Henni hefur verið ætlað eitthvað meira og betra. Á þessum erfiða tíma sem hún átti í harðri baráttu skiptust oft á skin og skúrir og studd eiginmaður hennar og börn hana af heilum hug. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka Sjöfn fyrir góðar sam- verustundir sem við áttum saman og mjög góða vináttu. Ég bið góðan guð að styrkja Trausta, Marinó, Öla, Möttu, Ómar, Svövu og börn þeirra, einnig móður Sjafnar sem öll hafa misst mikið, en eftir lifir í huga okkar minning um góða eigin- konu, móður og vin. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Útför Sjafnar fer fram í dag frá Landakirkju. Lilja Birgisdóttir Guð gefi mér æðruleysi til þess að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt... kjark til að breyta því sem ég get breytt... og vit til að greina þar á milli. (AA-bænin) Síminn hringir. Er það vinur okk- ar Trausti, að tilkynna okkur að maðurinn með ljáinn hafi haft bet- ur, því Sjöfn vinkona okkar sé dá- in, eftir hetjulega baráttu við þann sjúkdóm, sem leggur svo marga að velli í dag. Fyrir fimm árum greindist Sjöfn með þennan sjúkdóm. Fór hún þá í mikla og erfiða aðgerð og í fram- haldi af því í lyfjameðferð. Kraftverk gerðist, allt virtist vera bjart. Var það mikil gleðistund fyr- ir okkur að fá að hafa hana lengur með okkur. Fyrir ári skyggði aftur er sjúkdómurinn tók sig upp aftur. Við, sem fyrir utan stöndum og fyigdumst með gangi mála, hljótum að vera agndofa, að sjá hvílíkt hug- rekki og þrek þeir sýna, sem verða fyrir þessari holskeflu. Við heyrðum orðin „ég skal, ég skal,“ þrátt fyrir þjáningu og erfiða lyfjagjöf. Sjöfn var gift Trausta Marinós- syni. Þau eignuðust ijóra drengi, hvern öðrum betri og myndarlegri. Þau misstu elsta soninn í blóma lífsins og var það þeim mikið áfall. Sjöfn var fædd og uppalin í Vest- mannaeyjum. Var hún alla tíð mik- ill Eyjaunnandi, enda mikil föndur- kona. Hafði áhuga og unun af öllu sem listrænt og fagurt er. Þau lentu í miklum þrengingum á sínum tíma og hefur verið gaman að fylgjast með þeim takast á við þau vandamál, sem þau leystu með miklum myndarbrag, eins og þeirra var von og vísa. Nú þegar Sjöfn okkar fellur frá er liðinn einn ára- tugur síðan tók að birta. Við höfum fylgst með þeim hjónum og glaðst yfir, hvernig þeim hefur gengið. Margar góðar stundir erum við búin að eiga saman á ferðalögum og inni á heimilum hvors annars, yfir kaffisopa og kexi, þegar ekki var til annað. Oft var slegið á létta strengi og ýmislegt látið fjúka, bæði í gríni og alvöru. Einnig áttum við erfiðar sorgarstundir saman, því lífið hefur ekki alltaf leikið við þau, frekar en aðra. Okkur fannst þau hafa fengið sinn skerf og meira til. Alltaf hafa þau samt staðið upp keik og sterk. Sjöfn var mikil amma og missa barnabörnin mikið. Alltaf var hún tilbúin að rétta þeim hjálparhönd. Þau eiga fagrar og góðar minning- ar um hana ömrnu sína. Trausti, eiginmaður Sjafnar, stóð við hlið hennar eins og „Heimaklett- ur“ í þessum veikindum. Þá er ekki síður aðdáunarvert hvernig dren- girnir og tengdadætur hafa staðið sem drangar við hlið þeirra og stutt í einu og öllu. Með þessum fátæklegu orðum viljum við hjónin heiðra minningu elsku vinkonu okkar og þakka henni samfylgdina. Við sendum Trausta, Ómari, Marinó og Óla samúðar- kveðjur. Einnig tengdadætrum, barnabörnum, móður, systkinum og öðrum ættingjum og þiðjum þeim Guðs blessunar. Minningin, um góða konu mun lifa. Sigurborg Björnsdóttir, Ólafur Kunólfsson. + KRISTÍN Þ. ÁSGEIRSDÓTTIR frá Fróðá, áður til heimilis f Samtúni 2, andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 26. júlí. Einar Stefánsson, Halla Jónatansdóttir, Soffía Stefánsdóttir Carlander, Ólafur Stefánsson, og fjölskyldur. t Eiginmaður minn og faðir okkar, SIGURÐUR SVEINN SIGURJÓNSSON frá Hellissandi, lést á Hrafnistu 26. júlí. Ósk Dagóbertsdóttir og börn. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, VALGERÐUR ÞORLEIFSDÓTTIR, Skuggahlið, Norðfirði, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu, Neskaupstað, 22. júlí. Útförin fer fram frá Norðjarðarkirkju þriðjudaginn 31. júlí kl. 14.00. Guðgeir Guðjónsson, Herdís V. Guðjónsdóttir, Steinþór Þórðarson, Sigrún Guðjónsdóttir, Sigurþór Valdimarsson og barnabörn. + Minningarathöfn um hjónin GUÐBJÖRN GUÐBERGSSON, f. 19.3 1923, d. 3.6 1990, og JUTTU DEVULDER GUÐBERGSSON, F.26.7 1931 D.19.7 1971 fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 30. júlí kl. 13.30 Edda Marfa Guðbjörnsdóttir, Agnar Ásgrímsson, Anna Marie Guðbjörnsdóttir Ganci, Emanuele Ganci og barnabörn. + Við þökkum öllum þeim, sem vottuðu samúð og heiðruðu minn- ingu eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, JÓHANNS GUÐMUNDSSONAR, bæklunarlæknis. Sigríður Árnadóttir, Guðmundur Jóhannsson, Yrsa B. Sverrisdóttir, Helena Margrét Jóhannsdóttir, Valdimar Helgason, Ásta Vala Jóhannsdóttir, Jóhann Jóhannsson og barnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR REYNIS ANTONSSONAR, Einilundi 8A, Akureyri. Arnina Guðjónsdóttir, Þorbjörg Guðmundsdóttir, Óskar Sigurpálsson, Hallur Guðmundsson, Sólveig Ingibergsdóttir, Jóna M. Guðmundsdóttir, Björn Stefánsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Ingi Hauksson, og barnabörn. + Alúðarþakkir færum við öllum þeim, sem með einum eða öðrum hætti vottuðu okkur samúð sína og vináttu við fráfall PÁLS H. JÓNSSONAR frá Laugum. Sérstakar þakkir flytjum við hjúkrunarfólki og læknum Sjúkrahúss Húsavíkur. Fanney Sigtryggsdóttir, Sigríður Pálsdóttir, Þórhallur Hermannsson, Aðalbjörg Pálsdóttir, Þórsteinn Glúmsson, Disa Pálsdóttir, Heimir Pálsson, Guðbjörg Sigmundsdóttir, Páll Þ. Pálsson, Jóhanna Magnúsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. + Innilegar þakkir til ykkar allra, nær og fjær, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför JÓHANNESAR KRISTINSSONAR, skipstjóra, Bröttugötu 9, Vestmannaeyjum. Þökkum jafnframt alla aðstoð í veikind- um hans. Geirrún Tómasdóttir, börn og tendgadóttir, Helga Jóhannesdóttir, Dagný Ingimundardóttir, Tómas Geirsson og systikini hins látna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.