Morgunblaðið - 28.07.1990, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JUU 1990
Englandsferð III
Rósagöng í Kew-garðinum.
Blóm vikunnar
Umsjón: Ágústa Bjömsdóttir
175. þáttur
Enn erum við með hugann við
Englandsferð Garðyrkjufélagsins,
sem þegar hefur verið fjallað um
í tveimur greinum, en nú kemur
sú síðasta.
Sunnudeginum 24. júní vörðum
við í héraðinu Kent, sem oft er
kallað Aldingarður Englands.
Fyrst skoðum við einkagarð sem
við fyrsta yfirlit virtist vera algjör
flækja, en þegar grannt var skoð-
að reyndist hann hrein perla og
hverri plöntu valinn staður af
ástúð og skilningi. Ýmist var leik-
ið sér að litbrigðum eða spilað á
andstæður, eins og þégar
mjallhvít rós hjúfraði sig upp að
purpurarauðri bergsóley. I þess-
um garði voru hátt í 100 tegund-
ir rósa, margar mjög sjaldgæfar
eins og Himalayarósin.
Héraðið Kent er frægt fyrir
humalræktun, en blóm humalsins
þykja mjög góð við bjórgerð og
víða voru við bóndabæi sérkenni-
legir tumar, sem okkur var sagt
að væru „súrheystumar" frá
Elísabetartímanum, til að geyma
í humalblómin. En Englendingar
em líka mjög stoltir af vínfram-
ieiðslu sinni. I Kent eru framleidd
bæði hvítvín og rósavín og til að
auka á fjölbreytni ferðarinnar
heimsóttum við vínframleiðanda í
bænum Tenterden í Kent. Þegar
til kastanna kom höfðum við
minnstan áhuga á vínverksmiðj-
unni, þótt enska hvítvínið bragð-
aðist vel, því tvennt annað vakti
athygli okkar. Þarna var stórkost-
legur garður, sem í voru eingöngu
krydd- og lækningajurtir. Þar
kenndi margra grasa, bæði
þekktra og óþekktra og gamlir
kunningjar, eins og blóðberg,
maríustakkur, kúmen, hvönn og
morgunfrú kinkuðu til okkar kolli.
Ekki má gleyma skrautlega fing-
urbjargarblóminu, en það var ein-
mitt ensk grasakerling sem vissi
um lækningamátt þess og enn eru
notuð hjartalyf unnin úr því. En
það sem kom verulega á óvart var
lítið safn landbúnaðartækja frá
því í upphafi vélvæðingarinnar. í
ljós kom að 70% karlanna okkar
voru „vélvirkjar", hinir með dulda
tækjadeilu og öll höfðum við verið
í sveit á okkar sokkabandsárum
svo það var dæst og stunið ekki
síður en yfir fallegum blómagarði.
Síðdegis heimsóttum við Chart-
well, sveitasetur Sir Winstons
Churchills í Kent. Churchill keypti
setrið 1922 og það var aðsetur
hans til hinsta dags. Húsið er
gamalt og fallegt en það var land-
areignin sjálf sem vakti áhuga
Churchills. Hann var mikill
áhugamaður um ræktun og sá
þarna tækifærið til að móta sitt
eigið umvherfi sem hann gerði á
svo sérstæðan hátt að meðan lo-
fárásir Þjóðveija á England stóðu
sem hæst varð að „fela“ tjarnim-
ar á Chartwell, svo auðþekktar
voru þær út lofti. Á tímabili varð
Churcill einfari í breskum stjóm-
málum og honum fannst glíman
við steina og hellur í Chartwell
mun léttari en stjómmálaglíman,
en hann lagði stéttar og hlóð veggi
af svo mikilli list að hann fékk
sveinsbréf fyrir „stéttvísina".
Húsið er að langmestu leyti eins
og meðan Churchill bjó í því og
ósjálfrátt fannst mér að hann
sæti í næsta herbergi og þungur
vindlailmurinn fyllti nasirnar, andi
hans sem sveif þama yfir vötnun-
um fyllti hugann lotningu fyrir
manninum, orðum hans og gjörð-
um. Og við litlu fiskatjömina stóð
enn ljósgræni stóllinn hans með
kistlinum við hliðina þar sem hann
sat löngum stundum á efri ámm.
í London gistum við tvær næt-
ur. Þar gáfum við okkur lausan
tauminn og hver gerði það sem
hugurinn girntist. En þótt ótrú-
legt megi virðast höfðum við ekki
fengið nóg af görðum því síðasta
daginn fórum við í Kew-garðinn,
hinn konunglega, breska grasa-
garð, sem er frægur um víða ver-
öld. Garðurinn, semer 120 hekt-
arar, liggur á bökkum Thames-
árinnar. Ágústa prinsessa af Wa-
les, móðir Georgs III. stofnaði
þarna lítinn grasagarð 1759 en
garðurinn var gefinn bresku þjóð-
inni 1840, en þess atburðar hefur
verið minnst í ár með útgáfu
frímerkis til hfeiðurs Kew-garðin-
um. Eins og geta má nærri er
útilokað að skoða allt þetta svæði
á einum degi og lét ég mér nægja
ða skoða rósagarðinn, steinhæða-
garðinn, safn fjölæringa og eitt
gróðurhúsanna, tempraða húsið,
sem var byggt á ámnum eftir
1860 og var á sínum tíma stærsta
gróðurhús í heimi og alveg ein-
staklega falleg bygging. Það hýs-
ir líklega stærstu gróðurskálap-
löntu heims, sem er jubaea chi-
lensis, vínpálmi frá Chile, sem var
alinn upp af fræi sem sáð var
1846. I rósagarðinum var lita-
dýrðin slík að við lá að mig sundl-
aði og ilmurinn ólýsanlegur, en
mest hreifst ég þó af einföldu,
gömlu mnnarósunum, en þær ilm-
uðu líklega allra best. Steinhæða-
garðurinn er fallegastur að vor-
lagi, en auðvitað kunna meistarar
garðsins þá list að hafa eitthvað
sem gleður augað allt sumarið. í
íjölæringasafninu er plöntunum
raðað upp eftir skyldleika, sem
er mjög hagstætt, sé verið að leita
að ákveðinni plöntu eða bera sam-
an skyldar tegundir. Þetta safn
er ómetanlegt frá grasafræðilegu
sjónarmiði og margt sem gleður
augað þarna auk stóm „laufskála-
ganganna“ sem vom þakin klifur-
rósum. Ég ráðlegg hveijum þeim
sem hefur yndi af gróðri og á
dagstund aflögu í London að veija
þeim degi í Kew, hvort heldur á
sumri eða vetri. Ganga um garð-
inn í þeirri kyrrð og fegurð sem
þar ríkir hvílir hugann og færir
manni orku til að takast á við
skarkala stórborgarinnar að nýju.
Ath. Skrifstofa Garðyrkjufálgs-
ins er lokuð vegna sumarleyfa í
ágúst en félagsheimilið opið á
fimmtudagskvöldum frá 20-22.
. f-. .
iRfóöur PP • HJíl
f
a tttflt*lYtttY ybÉplg
uiuiyuii
Guðspjall dagsins:
Jesús mettar 4 þús.
manna. (Mark. 8.)
ÁRBÆJARPRESTAKALL:
Guðsþjónusta kl. 11 árdeg-
is. Organleikari Jón Mýrdal.
Sr. Guðmundur Þorsteins-
son.
ÁSPRESTAKALL: Lagt upp
frá Áskirkju kl. 8.30 sunnu-
dag í árlega safnaðarferð.
Messa í Skarðskirkju, Land-
sveit kl. 11. Sjá nánar í dag-
bók. Árni Bergur Sigur-
björnsson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 11. Fermdur
verður Egill Karlsson, Urð-
arstekk 4. Organisti Guðni
Þ. Guðmundsson. Guðrún
Jónsdóttir syngur einsöng.
Sr. Pálmi Matthíasson.
DÓMKIRKJAN: Messa með
altarisgöngu kl. 11. Organ-
leikari Marteinn Hunger
Friðriksson. Sr. Jakob Ágúst
Hjálmarsson.
VIÐEYJARKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 14. Organleikari
Marteinn Hunger Friðriks-
son. Sr. Jakob Agúst Hjálm-
arsson. Bátsferð verður úr
Sundahöfn kl. 13.30.
ELLIHEIMILIÐ Grund:
Messa kl. 10. Sr. Guðmund-
ur Óskar Ólafsson.
FELLA- og Hólakirkja:
Guðsþjónusta með léttum
söng kl. 20.30. Prestur sr.
Guðmundur Karl Ágústs-
son. Þorvaldur Halldórsson
og félagar sjá um tónlist og
söng.
HALLGRÍMSKIRKJA:
Messa kl. 11. Sr. Ragnar
Fjalar Lárusson. Jón Hrönn
Bolladóttir, guðfræðinemi,
prédikar. Hershey-kórinn
frá Pennsylvaníu syngur í
messunni. Stjórnandi James
Hoffmann. Þriðjudag: Fyrir-
bænaguðsþjónusta kl.
10.30. Beðið fyrir sjúkum.
Miðvikudag: Samvera Ind-
landsvina í safnaðarsal kl.
20.30.
LANDSPÍTALINN: Messa
kl. 10. Sr. Bragi Skúlason.
HÁTEIGSKIRKJA: Há-
messa kl. 11. Sr. Arngrímur
Jónsson. Kvöldbænir og fyr-
irbænir eru í kirkjunni á mið-
vikudögum kl. 18. Prestarn-
ir.
KÓPAVOGSKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 11. Organisti
Guðmundur Gilsson. Ægir
Fr. Sigurgeirsson.
LANGHOLTSKIRKJA:
Kirkja Guðbrands biskups.
Guðsþjónusta kl. 11. Prest-
ur sr. Sigurður Haukur Guð-
jónsson. Organisti Jón Stef-
ánsson. Kór Langholtskirkju
syngur. Molakaffi eftir
stundina. Sóknarnefnd.
LAUGARNESKIRKJA:
Laugardag 28. júlí: Messa í
Hátúni 10B, 9. hæð, kl. 11.
Sóknarprestur.
NESKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11. Sr. Guðmundur
Óskar Ólafsson. Organisti
Reynir Jónasson. Miðviku-
dag: Fyrirbænamessa kl.
18.20. Sr. Guðmundur
Óskar Ólafsson.
SEUAKIRKJA: Kvöldguðs-
þjónusta er í kirkjunni kl. 20.
Síðasta guðsþjónusta fyrir
sumarleyfi starfsfólks.
Marta Halldórsdóttir syngur
einsöng. Altarisganga.
Kaffisopi eftir guðsþjón-
ustuna. Sóknarprestur.
SELTJARNARNESKIRKJA:
Guðsþjónusta kl. 11 í umsjá
Þorvaldar Halldórssonar.
Sóknarnefndin.
SAFNKIRKJAN, Árbæ:
Guðsþjónusta kl. 14. Prest-
ur sr. Kristinn Agúst Frið-
finnsson.
KRISTSKIRKJA, Landakoti:
Lágmessa kl. 8.30, stund-
um lesin á ensku. Hámessa
kl. 10.30. Lágmessa kl. 14.
Rúmhelga daga er lág-
messa kl. 18 nema á laugar-
dögum, þá kl. 14. Á laugar-
dögum er ensk messa kl.
20.
MARÍUKIRKJA, Breiðholti:
Hámessa kl. 11. Rúmhelga
daga er lágmessa kl. 18
nema á fimmtudögum, þá
kl. 19.30.
KFUM & KFUK: Almenn
samkoma í Kristniboðssaln-
um, Háaleitisbr. 58, kl.
20.30. Ræðumaðursr. Guð-
mundur Guðmundsson.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Úti-
samkoma á Lækjartorgi kl.
16. Fagnaðarsamkoma kl.
20.30 fyrir Sigmund Dale-
haug.
GARÐAKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Svala Nielsen
syngur. Organisti Kjartan
Sigurjónsson. Sr. Bragi
Friðriksson.
KAPELLA St. Jósefssystra,
Garðabæ: Hámessa kl. 10.
VÍÐISTAÐASÓKN: Sjá
Garðakirkja.
KAPELLA St. Jósefsspít-
ala: Hámessa kl. 10.30.
Rúmhelga daga lágmessa
kl. 18.
KARMELKLAUSTUR: Há-
messa kl. 8.30. Rúmhelga
daga messa kl. 8.
HVALSNESKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 14. Börn verða
borin til skírnar. í prédikun
verður fjallað um safnaðar-
heimilisbyggingu í Sand-
gerði. Allir þeir sem láta það
brýna verkefni sig varða eru
hvattir til að mæta. Að lok-
inni guðsþjónustu verður
aðalsafnaðarfundur haldinn
í kirkjunni. Á Garðvangi,
dvalarheimili aldraðra í
.Garði, verður guðsþjónusta
haldin kl. 11. Kirkjukór
Hvalsneskirkju syngur. Org-
anisti Ester Ólafsdóttir. Sr.
Hjörtur Magni Jóhannsson.
KEFLAVÍKURKIRKJA:
Guðsþjónusta kl. 9.30.
Ræðuefni: Andlegir straum-
ar í samtímanum. Kór
Keflavíkurkirkju syngur.
Organisti Örn Falkner. At-
hugið breyttan messutíma.
Sóknarprestur.
INNRI-NJRÐVÍKURKIRKJA:
Guðsþjónusta kl. 11. Ræðu-
efni: Andlegir straumar í
samtímanum. Kór Keflavík-
urkirkju syngur. Organisti
Örn Falkner. Ólafur Oddur
Jónsson.
GRINDAVÍKURKIRKJA:
Messa kl. 14. Sr. Örn Bárð-
ur Jónsson kveður söfnuð-
inn. Kirkjukaffi að • messu
lokinni í safnaðarheimilinu.
Sóknarnefnd.
KAÞÓLSKA kapellan i
Keflavík, Hafnarg. 71:
Messað á sunnudögum kl.
16. ~
ÞORLÁKSKIRKJA: Messa
kl. 11. Sr. Jónas Gíslason
vígslubiskup prédikar og
prófastur þjónar fyrir altari.
Organleikarar _ Karl Sig-
hvatsson og Hilmar Örn
Agnarsson. Sóknarnefnd.
ÞINGVALLAKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 14. Sr. Ingólfur
Guðmundsson prédikar og
þjónar fyrir altari. Ræðuefni:
Réttlæti manna og réttlæti
Guðs. Organleikari Einar
Sigurðsson. Sóknarprestur.
LEIRÁRKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Sr. Jón Einars-
son.
INNRA-Hólmskirkja: Kvöld-
messa kl. 21. Sr. Jón Einars-
son.
Frítt inntil kl. 24
Konungleg skemmtun
á konunglegum staá
Konungar kokteiltónlistarinnar
Ulfar Sigmar, André Bachmann,
Gunnar Bernburg
Hljómsveit André
Baehmann
á 2. hæð um helgina.
Þar hitta þeir prinsessuna
frá Súðavík,
Aslaugu Fjólu,
sem sló svo rækilega igegn í
þáttunum hjá Hemma Gunn ífyrra.
Halli Gísla
hinn Ijúfi Bylgjumaður kemur í heimsókn
Lif og f jör i diskótekinu.
Húsió opnad kl. 23.00
Verd kr. 750,- eftir kl. 24
Fritt inntilkl. 24
RESTAURANTy/^\ DISKOTEK
PÓRS||CAFÉ
BRAUTARHOLTI 20.
Símar23333 - 23334