Morgunblaðið - 28.07.1990, Side 36
íHinmmi
FLUGLEIDIRU
gefur lífinu iit!
LAUGARDAGUR 28. JULI 1990
VERÐ I LAUSASOLU 90 KR.
Reykjavík:
Hlýjasti dag-
urinn í áratug
DAGURINN í gær var sá hlýj-
asti í Reykjavík í 10 ár. Hitinn
komst í rétt rúmar 20 gráður í
gær, en hlýtt og mehgað loft frá
meginlandi Evrópu liggur nú
yfir landinu. Það var þann 30.
júlí 1980 að hitinn varð síðast
hærri en þetta, 23,7 gráður, við
mjög svipaðar aðstæður og nú
ríkja.
Samkvæmt upplýsingum frá
Veðurstofu íslands hefur hitinn í
Reykjavík mestur þann 9. júlí
1977, frá því mælingar hófust,
24,3 gráður. Þessi tvö skipti, 1977
og 1980, eru einu skiptin í 30 ár
sem hitinn hefur orðið meiri en
hann var í gær.
Veðurstofan gerir ráð fyrir svip-
uðu veðri í dag, og nái sólin að
skína sé ekki útilokað að hitinn
verði jafn mikill eða jafnvel meiri
en í gær. Aukist hins vegar meng-
unin í loftinu, sem einnig getur
gerst, verði ekki eins hlýtt og í
gær.
, , , t
Hraðbanka-
kerfin tvö
verða sam-
einuð í haust
HRAÐBANKAKERFIN sem
bankarnir og sparisjóðirnir
reka verða sameinuð í septem-
ber. Hingað til hafa tvö kerfi
verið í gangi, annað rekið af
íslandsbanka og þar áður Iðnað-
arbankanum en hitt af öðrum
bönkum og sparisjóðum.
Ekki hefur verið hægt að nota
sömu bankakortin í þessum tveim-
ur hraðbankakerfum, en frá og
með haustinu verður það hægt.
Að sögn Þórðar Sigurðssonar,
forstöðumanns Reiknistofu bank-
anna, var fyrst rætt um að sam-
eina kerfin upp úr síðustu áramót-
um en undirbúningur sameining-
arinnar hefur nú tekið rúma þrjá
mánuði.
Viðskiptavinir Alþýðubanka,
Verslunarbanka og Útvegsbanka
fengu aðgang að kerfi Iðnaðar-
banka við sameiningu þessara
fjögurra banka í íslandsbanka en
höfðu áður aðgang að hinu kerf-
inu.
Engin breyting verður gagnvart
notendum að öðru leyti en því að
þeir hafa um fleiri hraðbanka að
velja.
Nú eru 24 hraðbankar á
landinu, tólf tilheyra hvoru kerfi.
Morgunblaðið/Einar Falur
Svanirnir þrír spókuðu sig í Húsdýragarðinum í Laugardal í gær, en nú eru þeir á leið til Færeyja.
íslenskir svanir fluttir út:
Vantar steggi til Færeyja
ÞRÍR svanir eru í dag á leið til Færeyja fljúgandi, en ekki þó á
eigin vængjum heldur með flugvél. Svanirnir, sém allir eru karl-
kyns, eiga að gleðja þrjár íslenzkar svanadömur, sem urðu
strandaglópar í fyrra á tjörninni í skemmtigarði Þórshafharbúa
í Færeyjum.
íslenzki svanastofninn er að
mestu leyti farfuglar. Svanirnir
fljúga meðal annars yfir Færeyjar
á leið sinni til og frá íslandi, en
hafa 'aldrei ílenzt þar á eyjunum.
Færeyingum hefur þótt þetta
slæmt og þeir hafa viljað hafa
sína svani eins og aðrir. Það vakti
því mikla lukku þegar þrír svanir
millilentu í Færeyjum á leið til
íslands, og ákváðu að setjast að
á pollinum í Þórshöfn, sennilega
vegna þess að þeir voru orðnir
leiðir á langfluginu. Hafa þeir
notið mikilla vinsælda Þórshafn-
arbúa.
Fljótlega kom hins vegar í ljós
að allir svanirnir voru kvenkyns,
og þess vegna ekki við því að
búast að svanastofninn á pollinum
yrði langlífur. Brugðið var á það
ráð að leita til íslendinga, nánar
tiltekið til garðyrkjustjórans í
Reykjavík, um að taka að sér
nokkurs konar hjónabandsmiðlun
fyrir svanastúlkurnar í Þórshöfn.
Jóhann Pálsson garðyrkjustjóri
sagði í samtali við Morgunblaðið
að leitað hefði verið til fuglafrið-
unarnefndar, sem gefið hefði sam-
þykki sitt fyrir því að þrír ungir
svanaherrar yrðu fundnir handa
dömunum og sendir til Færeyja.
Svanirnir voru handsamaðir í
gær og eru nú á leið úr landi með
Flugleiðavél. Ekki á að væsa um
þá á leiðinni, þar sem sérstakur
kassi var smíðaður handa þeim.
Þórshafnarbúar munu væntan-
lega taka þeim opnum örmum,
en eftir er að sjá hvort svanastúlk-
unum lízt á félagsskapinn og
hvort fjölgar í svanastofninum
færeyska.
Álafoss:
Sovétmenn
vilja greiða
ull með gnlli
SÚ HUGMYND hefúr verið
rædd við forráðamenn Álafoss
að fyrirtækið selji lopapeysur
til Síberíu í skiptum fyrir gull.
Þessi fatnaður er mjög eftirsótt-
ur á þessum slóðum, að sögn
Kolbeins Sigurbjörnssonar
markaðsfúlltrúa. Fyrir lopa-
peysu fást á svörtum markaði
500 rúblur, sem eru tvöföld
mánaðarlaun verkamanns. Nú
eru tveir þriðju hlutar af við-
skiptum Álafoss við Sovétmenn
í líki vöruskipta.
Álafoss hefur þegar samið við
Sovétmenn um að taka við olíuvör-
um, eplaþykkni, hunangi, stígvél-
um, haglabyssum, slaghörpum,
naglaefni og trébrúðum gegn
greiðslu í lopapeysum.
Stærsti samningurinn er um
viðskipti með nefras, sem er hrá-
efni úr olíu. Hljóðar hann upp á
10.000 lestir, að verðmæti 60
milljónir íslenskra króna. Þá mun
Álafoss veita viðtöku um 500 lest-
um af hunangi, 17 lestum af epla-
þykkni og 5.000 stígvélum, svo
fátt eitt sé nefnt.
Álafoss hefur nú hafið sölu á
handmáluðum rússneskum tré-
brúðum með víkingamyndum, sem
smíðaðar eru í líki „matijoshka“.
Brúðurnar eru ætlaðar útlending-
um til minja um dvöl á íslandi.
Fékk Kaupfélag verkamanna, sem
annast viðskiptin af hálfu Sovét-
manna, lopapeysur að launum.
Sjá frétt á Akureyrarsíðu, bls. 2.
Ríkissljónim gerir BHMR til-
boð um að breyta samningnum
Leggjum ekki í vana okkar að semja um kauplækkun segir formaður BHMR
RÍKISSTJÓRNIN gerði BHMR í gærkvöldi tilboð um nýjan kjara-
samning, þar sem 4,5% launahækkun verði frestað frá og með 1.
september, launaleiðréttingum verði frestað þar til eftir 15. septem-
ber 1991 þegar almennir kjarasamningar renna út, og 15. grein
samninga BHMR og ríkisins verði felld niður. Sú grein kveður á um
að BHMR geti krafist þeirra launahækkana sem aðrir launþegar fá.
Gefinn er frestur til 31. júlí til
að fullreyna hvort samkomulag
næst um breytingar á kjarasamn-
ingnum. Páll Halldórsson formaður
BHMR sagði að ríkinu yrði gert
gagntilboð, en sagði einnig, að
BHMR hefði ekki lagt það í vana
sinn að semja um kauplækkun, eins
Þjóðarþotan fer utan
„Þjóðarþotan" svonefnda fer
í dag til viðgerðar. Arngrímur
Atlanta, sem á flugvélina, segir
hana á næstu dögum.
Flugvélin hefur staðið á
Keflavíkurflugvelli, frá því Atlanta
keypti hana af ríkissjóði í janúar,
vegna þess að bandarískt fjár-
mögnunarfyrirtæki, sem ætlaði að
lána Atlanta fé til kaupanna,
krafðist þess að fá öll skoðunar
og viðhaldsgögn um vélina, en hluti
þeirra fannst ekki.
frá Keflavíkurflugvelli til London
Jóhannsson forstjóri flugfélagsins
að gengið verði frá greiðslu fyrir
Arngrímur sagði að þessi plögg
hefðu enn ekki furtdist, en tekist
hefði að afla upplýsinga um feril
vélarinnar, sem fjármögnunarfyr-
irtækið sætti sig við.
Flugvélin fer til viðgerðar í Bret-
landi og tekur viðgerðin mánuð.
Arngrímur sagði, að drátturinn á
afhendingu vélarinnar hefði haft
mikla erfiðleika og kostnað í för
með sér. Atlanta keypti flugvélina
á 7,1 mílljón bandaríkjadala, eða
rúmlega 420 milljónir íslenskra
króna. 9 milljónir króna voru
greiddar við undirskrift samnings-
ins í janúar, en gefinn var tveggja
mánaða frestur til að ganga frá
endanlegri greiðslu. Vegna taf-
anna var fresturinn framlengdur
en Atlanta greiddi ríkissjóði rúmar
7 milljónir króna á mánuði í leigu.
o g fælist í tilboði ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra sagði, að ef ekki
næðist samkomulag óttaðist hann
að bráðabirgðalög væru eina lausn-
in. Miðað við viðbrögð formanns
BHMR benda því enn allar líkur til
þess að bráðabirgðalög verði sett,
sem nemi úr gildi kjarasamning
BHMR, eftir að uppsögn ríkisstjórn-
arinnar á honum tekur gildi 1. nóv-
ember. Er það vegna þess að sam-
kvæmt lögum um samninga opin-
berra starfsmanna gildir samningur
eftir uppsögn þar til annar hefur
verið gerður. BHMR muni þó fá
4,5% launahækkunina fram að þeim
tíma.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins var það mat lögfræði-
legra ráðunauta ríkisstjórnarinnar,
að tilboð ríkisstjórnarinnar í gær
væri nauðsynlegt til að styrkja
grundvöll lagasetningar. Lögfræð-
inga hefur greint á um, hvort lög
á samninginn haldi yfirleitt, m.a.
vegna þess að í þeim fælist kaup-
lækkun hjá afmörkuðum hópi, sem
geti brotið í bága við eignarréttar-
ákvæði stjórnarskárinnar.
Skiptar skoðanir eru einnig innan
ríkisstjórnarinnar um hvort rétt sé
að afnema kauphækkun og samn-
ing BHMR með öllu. Jón Sigurðsson
viðskiptaráðherra sagði við Morg-
unblaðið, að hann teldi að enn hefði
ekki fundist rétta leiðin til að
tryggja þann árangur sem að væri
stefnt, að sneiða hjá víxlhækkun
og verðbólgu í kjölfar félagsdóms-
ins og um leið að láta standast
þann grundvöll sem lagður var með
þjóðarsáttarsamningunum. „Það er
enginn ágreiningur um markmiðið
en menn eru enn að leita að leið-
inni, og verða að skiptast á skoðun-
um til að finna farsæla málamiðl-
un,“ sagði Jón. Hann vildi ekki
segja hvaða leið hann teldi að ætti
að fara.
Alþýðusamband Islands og
vinnuveitendur hafa ákveðið fund
31. júlí þar sem afstaða verður tek-
in til kröfu ASÍ um sömu launaþró-
un og hjá BHMR. Ásmundur Stef-
ánsson forseti ASÍ segir að eina
skynsamlega lausnin sé, að BHMR
taki samning sinn til endurskoðunar
og gangi inn á þá línu sem ASI
hafi markað í kjarasamningum.
Sjá liréttir bls. 14.