Morgunblaðið - 02.08.1990, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 02.08.1990, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1990 15 Heimilisiðnaður - at- vinnuvegur - söluvara eftir Málmfríði Sigurðardóttur Á nokkrum síðustu árum hafa verið umræður um að við værum að glata niður ýmsum þáttum þjóð- legrar menningar, ekki síst í verk- legu tilliti. Breyttir þjóðfélagshættir kalla á annars konar vinnubrögð. En allt um það hefur þjóð sem stendur jafn djúpum rótum í for- tíðinni og við ekki efni á að týna niður verkkunáttu sem var forsenda þess að komast af í harðbýlu landi. Konur fyrri tíma létu sér ekki nægja að fæða og klæða þá sem í þeirra umsjá voru. Sköpunarþrá þeirra varð að fá útrás og fékk hana í list- rænni meðferð á hversdagslegum hlutum. Sama gilti um karla, þeim var ekki nóg að smíða. Amboð, áhöld og aðrir nytjahlutir urðu oft á tíðum listasmíði í þeirra höndum. Þessi sköpunarþrá og þörf fyrir list- ræna túlkun er alltaf fyrir hendi en liggur þó oft á tíðum í láginni, þegar menn sjá ekki þörf fyrir það, sem þeir kjósa að gera og fáir hafa efni á að sinna slíkum hlutum ef þeir bera ekkert úr býtum. Hverjir sjá um kennslu í listiðnaði? í merkri ræðu sem Björn Th. Björnsson hélt í tilefni afmælis Myndlista- og handíðaskóla íslands þann 3. febrúar síðastliðinn riíjaði hann upp sögu skólans, það hlut- verk sem honum var í upphafi ætl- að og þá hugsjón sem vakti fyrir stofnendum hans, handmennta- og listiðnaðarskóli. Björn taldi að breyttir tímar hefðu orsakað það að hann varð fyrst og fremst mynd- listarskóli. Slíkur skóli hefði verið og væri að vísu sjálfsagður en þar með hefði listiðnin glatast, ekki ein- ungis skólanum heldur og allri íslenskri menningu. Nú er að vísu kennsla í þessum þáttum en engin ein stofnun hýsir þá kennslu og lítið um bein tengsl milii hönnunar og handverks. Heimilisiðnaður sem tekjulind Áður fyrr var þessi iðnaður á flestum heimilum, tóvinna, vefnað- ur, tréskurður, beinvinna o.s.frv. I gróðaflóði stríðsáranna og tækni- byltingunni sem í kjölfar þeirra gekk yfir þjóðina varð mönnum gjarnt að kasta frá sér öllu sem minnti á vaðmál, sauðskinn og ómálað tré, sömuleiðis gamalli verk- kunnáttu og verkþekkingu. Gildis- matið varð annað og almenningur taldi þessa hluti nánast púkalega. Afleiðingin er að við erum að týna niður þjóðlegri verkmenningu. Allt of fáir kunna til listræns tóskapar. Ullin okkar, það dýrlega hráefni, er blönduð með erlendri ull og not- uð í verksmiðjuframleiðslu, þar sem gæði hennar koma ekki nógu ljós- lega fram. Þar má þó undanskilja lopapeysurnar. íslenskur vefnaður sem er til sölu í verslunum ber eng- in séríslensk einkenni. Hann gæti verið frá hverju Norðurlandanna sem er. Fremur erfitt er að fá íslenska útskorna trémuni, en það eru þó helst þeir sem hafa á sér þjóðlegt yfirbragð. Víravirkissmíðin okkar stendur enn fyrir sínu en draga má í efa að aðrir skartmunir séu hér á boðstólum sem ekki gætu eins verið smíðaðir einhvers staðar annars staðar. Frændur okkar á Norðurlöndum, Svíar, Finnar og þó einkum Danir, hafa getið sér orð fyrir hönnun sem hefur gert vörur frá þeim eftirsókn- arverðar um allan heim og orðið þeim þjóðum stórkostleg tekjulind. Þeir, einkum þó Svíar og Finnar, byggja sína hönnun að miklu leyti á þjóðlegum hefðum í heimilisiðn- aði. Þetta gætum við líka gert. Efling þjóðlegrar hönnunar En nú kann einhver að spyija: Hvað höfum við að gera með heim- ilisiðnað eða vöruframleiðslu sem tengist honum á einhvern hátt? Er einhver markaður fyrir slíkt? Er slík íslensk hönnun til í dag? Neist- inn er ennþá til en það þarf að blása að honum og glæða hann í loga. Við höfum fulla þörf fyrir vörufram- leiðslu sem byggist einmitt á íslenskri hönnun sem tengist þjóð- legum íslenskum heimilisiðnaði. Með vaxandi ferðamannastraumi hefur komið í ljós hve átakanlegur skortur er á söluvarningi sem er þess eðlis að hann beri sérkenni lands okkar og þjóðlegrar verk- menningar. Aðrar þjóðir hafa löngu lært að ferðamenn sem þar koma vilja hafa með sér þaðan eitthvað sértækt sem minnir á hvaða land þeir hafa gist. Hjá þessu fólki er markaðurinn. En hvað höfum við að bjóða? Fátt annað en lopapeys- urnar. Við þurfum að endurvekja tóskap, vefnaðinn, íslenska glit- vefnaðinn, sem hvergi þekkist ann- ars staðar. Við þurfum að endur- vekja jurtalitunina, beinvinnuna, tréskurðinn og íslenska útsauminn með sínum sérkennum. Við þurfum að leggja meiri alúð við vinnuna úr íslenskum steinum. Við þurfum að hvetja þá sem fást við listiðnað, hveiju nafni sem hann nefnist, til að hafa séríslensk þjóðleg einkenni í huga við listsköpunina. Það er ef til vill það eina sem við getum gert betur en aðrir. Islenskir minjagripir verða að vera sértækir fyrir land og þjóð Séum við að hugsa um einhvers konar listiðnað sem söluvöru fyrir ferðamann — minjagripi — þá verð- ur að koma til góð og samræmd hönnun. Menn verða að leggja fram hugmyndir sem síðan eru teknar til skoðunar og athugunar um fram- leiðslu. Félög og samtök verða að leggjast á eitt í þessum efnum, til dæmis má nefna heimilisiðnaðarfé- lagið, kvenfélagasamböndin, Ferða- þjónustu bænda, Ferðamálaráð og vafalaust koma fleiri til greina. Við getum lært nokkuð af Svíum. í þessum efnum. Þeir hafa ráðunaut um framleiðslu og sölu heimilisiðn- aðar í dreifbýli og á vegum þess embættis fer fram gæðamat, hvað sé góð, söluhæf vara og hvað ekki. Einnig metur hann þær hugmyndir sem koma fram um framleiðslu, hvort þær eru líklegar til árangurs. Vítt um landið eru blómleg þorp sem byggja afkomu sína að meira og minna leyti á margs konar iðn- aði sem fram fer á heimilunum. Þar má nefna Dalahestinn — litla tré- hestinn — sem er kunnur um allan heim sem táknrænn sænskur minja- gripur. Því ekki að fara að dæmi Svía, efla með ráðum og dáð fram- leiðslu heimilanna? Fólk í strjálbýli getur tekið upp samvinnu um ýmsa af þeim þáttum sem hafa verið taldir upp, útskurð, vefna o.s.frv. en það verður að vita Málmfríður Sigurðardóttir „ Yið erum að týna nið- ur þjóðlegri verkmenn- ingu.“ skil á því hvað er söluhæft, það verður að fá staðfestingu á að það sem að vill gera sé hæft til fram- leiðslu, fá fyrirmyndir og leiðbein- ingar um ýmsa þætti í hönnun og framleiðslu. Það verður að koma upp verkstæðum eða vinnuaðstöðu þar sem menn geta komið saman og unnið hver að sínu eða fleiri saman. Víða úti um land er til hús- næði sem hentar til þess konar starfsemi. VESTFJARÐAMÓT 1990 í skák fór fram í Bolungarvík nýlega. Efstur á mótinu varð Björgvin Jóns- son Reykjavík með sex vinninga af sjö. Vestfjarðameistari 1990 varð Agúst Sindri Karlsson ísafirði, sem hlaut 5,5 vinninga. í þriðja til fimmta sæti með 4,5 vinninga urðu Unnsteinn Siguijónsson Bolung- arvík, Ásgeir Överby ísafirði, og Árni Á Árnason Reykjavík. Næstir með 4 vinninga urðu Guðmundur Nauðsyn á aðila sem hannar og samræmir minjagripi Halldóra Bjarnadóttir var um árabil ráðunautur um heimilisiðnað, ferðaðist um landið ár eftir ár til að hvetja konur til aukinnar fram- leiðslu á heimilunum, hlúa að sínu og samræma söluvöru. I þeim efn- um lyfti hún Grettistaki. Er ekki orðið tímabært að taka upp á ný starf ráðunautar í heimilisiðnaði og þá ekki síst minjagripaframleiðslu? I þeim efnum verður að vera bæði samræming og gæðamat sem nauð- synlegt er að sé í höndum ákveð- inna aðila. Það mætti hugsa sér að þessi ráðunautur væri á vegum heimilisiðnaðarfélagsins en til þess að svo verði þarf að efla félagið fjárhagslega. Þar geta komið til þeir aðilar sem ég áður nefndi, Kvenfélagasamband Islands, Ferðaþjónusta bænda og Ferða- málaráð og eðlilegt væri að slíkt starf nyti ríkisstyrks. Þessari hug- mynd er hér varpað fram. í dreifðum byggðum þessa lands er víða atvinnuskortur. Allt sem getur stuðlað að því að fólk skapi sér atvinnu, jafnvel þótt í litlum mæli sé, er til bóta. Sérhvert sveit- arfélag í stijálbýlinu munar um hveija þá fjölskyldu sem tryggir afkomu sína á einhvern hátt, ekk- ert er svo smátt að í þessu sam- bandi geti það ekki orðið að liði. Þessar hugleiðingar vöknuðu hjá mér í framhaldi af því að hlusta á fyrrnefnt erindi Björns, en fjöl- margt annað umhugsunarvert kom fram í því erindi sem vonandi gefst tími til að fjalla um þótt seinna verði. Höfundur er þingmadur Kvennalistans. Gíslason ísafirði, Arinbjörn Gunn arsson ísafirði og Björn Freyr Björnsson Hafnarfírði. Kerppendur voru fímmtán. Vestfjarðameistari í hraðskák varð Guðmundur Gíslason. Hann sigraði Guðmund Halldórsson 2-1 í einvígi um titilinn, en þeir urðu efstir í mótinu með 13 vinninga af 16 mögulegum. Næstir með 12,5 vinninga urðu Ágúst Sindri Karls- son og Unnsteinn Sigurjónsson. Sautján kepptu í hraðskákmótinu. * Agúst Sindri Karlsson Vestfjarðameistari í skák 3|V|UKtOlAK í nýjum 125 gr umbúðum. Sex bragðtegundir MUNDU EFTIR OSTINUM CjfejD

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.