Morgunblaðið - 02.08.1990, Síða 19

Morgunblaðið - 02.08.1990, Síða 19
F MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1990 19 Sæbrautarmissir á Seltjarnarnesi eftir Ernu Guðmundsdóttur Ekki býð ég mikið í ritverk Hrafns Jökulssonar, sem titlar sig rithöfund, ef þau líkjast skrifum hans „Paradísarmissir á Seltjarnar- nesi“ í Morgunblaðinu 31. júlí. „Vangaveltur áhorfandans", Hrafns, gefa ímyndunarafli hans einhliða innsæi í málefni sem virð- ist honum gjörsamlega framandi. Hefur hann ekkert fram að færa nema rangtúlkanir og útúrsnúninga á grein minni. Háðungin er hans, — ekki mín. Vil ég benda rithöfundinum á að „bernskuár" teljast árin upp að 12 ára aldri og engar slíkar „hjart- næmar myndir af Sæbraut bernsku rninnar" finnast í grein minni. Bernskuár mín bjó ég við allt aðra götu. Hrafn talar um sælgætisát og stjórnarskrárbrot í sömu setningu. Pilturinn, sem talað er um að „hafi látið greipar sópa um sælgætis- birgðir fjölskyldu" minnar, var næstum því kafnaður, þar sem hann tróð sælgætinu látlaust upp í sig og kúgaðist. „Einhverf börn eru ekki kynferð- islegir öfuguggar,“ segir Hrafn. Það er víst eitt af fáum atriðum sem ég get verið sammála honum um. En nú skulum við hætta að tala um börn í þessu máli. Einstakling- arnir, sem um ræðir, eru ekki ein- hverf böm heldur líkamlega full- þroska einhverfir unglingar. Kyn- ferðislegar athafnir hjá þeim eru sama athæfið og hjá öðrum óheil- brigðum mönnum, sem eru teknir, ef til þeirra næst. Svo er einnig um „striplinga“. Greinarhöfundur virð- ist ekki skilja, að kynferðislegar athafnir eru jafn skemmandi fyrir ung börn að horfa á, hvort heldur það er einhverfur unglingur eða annar óheilbrigður maður sem framkvæmir verknaðinn. Hvað varðar flutning einhverfra unglinga í „óbyggðir“ eða sveit, get ég ekki dæmt um og voru það hvorki orð mín né uppástunga. Hitt er annað mál, að ég er ekki sam- þykk staðsetningu meðferðarheim- ilisins inni í íbúðarhverfi. Engin grein hefur birst um „Sæ- brautarmálið“ nema að notaðir hafa verið kaflar úr blaðagrein móður minnar, Guðrúnar Sverrisdóttur. Erna Guðmundsdóttir „Hvað varðar flutning einhverfra unglinga í „óbyggðir“ eða sveit, get ég ekki dæmt um og voru það hvorki orð mín né uppástunga. Hitt er annað mál, að ég er ekki samþykk staðsetningu meðferð- arheimilisins inni í íbúðarhverfi.“ Eftirfarandi ummæli hennar eru kannski kjarni málsins, a.m.k. fyr- ir þá sem eitthvert innsæi hafa í málefni heilbrigðra eða veikra barna og unglinga. „Er það ekki virðingarleysi gagnvart þessum skertu unglingum, að láta þau í umhverfi þar sem ungir og aldnir horfa á þetta sorglega, niðurlægj- andi atferli þeirra? Það fyndist mér ef ég ætti svona ólánsaman, veikan ungling. Hver er lítilmagninn í þessu máli? Eru það „einhverfu unglingarnir, sem ekkert breytast og eru ekki ábyrgir gerða sinna? Eða eru það heilbrigðu börnin sem eiga að horfa upp á þetta síendur- tekna hegðunarmynstur sjúkra unglinga mánuð eftir mánuð? Höfundur er nemi í sjtjórnmálafræðum við Háskóla tslands. VILLEROY & BOCH Petite Fleur, smáblómuð matar- og kaffistell i fr S* ? f ...»i 1 JÓHANN ÓLAFSSON &C0.HF 43 SUNDABORG 13 104 REYKJAVÍK ICELAND TELEX 2210 heild is REF43 TELEPHONE: TELEFAX: (1)40644 HamhorQ BÚSÁHÖLD S GJAFAVÖRUR LAUGAVEGI 22 • S 12527 & 19801 Hafnarstræti 1 • S 12527 ekkinóg að hafa fengið góðaávöxtun 1989. ÞúvOtllka KJARABRÉF eru lausnin. KJARABRÉF-5 ára örugg reynsla. * KJARABRÉF-19% áreávöxtun. * KJARABRÉF- 8,1% raunávöxlun. * Miðað við 6 fyrstu mánuði þessa árs. 02> VERÐBRÉFAMARKAÐUR FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF - Löggilt verðbréfafyrirtæki - HAFNARSTRÆTI28566 • KRINGLUNNI689700 • AKUREYR111100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.