Morgunblaðið - 02.08.1990, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 02.08.1990, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1990 SKOTFIMI 45 ( I ( { { Morgunblaðið/Aðalbjörg Hafsteinsdóttir Frjálsíþróttalið HSK að loknum frækilegum sigri í Bikarkeppni FRÍ í Mosfellsbæ um síðustu helgi. Ann Helen þjálfari er lengst til hægri í fremri röð. Héraðssambandið Skarphéðinn: Langþráðum sigrí náð í Bikarkeppni FRÍ ÞAÐ var langþráður sigur sem frjálsíþróttalið Héraðssam- bandsins Skarphéðins náði í bikarkeppninni á dögunum. Skarphéðinsmenn hafa mörg undanfarin ár verið nærri því að sigra og stundum verið komnir með aðra höndina á bikarinn en orðið að láta í minni pokann undirlokin. Eftir hverja einustu bikarkeppni hefur fijálsíþróttafólk HSK heitið því að gera'betur næsta ár Sigurður Jónsson skrifarfrá Selfossi og alltaf stefnt að því að vinna þennan langþráða bikar. Loksins, loks- ins voru orðin sem forystumenn HSK létu falla eftir keppnina og nú hétu menn og konur í liðinu því að halda bikarn- um eins lengi og mögulegt væri. Mikill fijálsíþróttaáhugi er á sambandssvæði HSK, í Ames- og Rangárvallasýslu. Þar er það keppikefli að hafa góða þjálfara í starfi og í sumar hefur norsk stúlka, Ann Helen, þjálfað, liðið. Sambandið vann stærsta sigur sem unninn hefur verið í fijáls- íþróttakeppni á Landsmóti ung- mennafélaganna í Mosfellsbæ á dögunum. Þar kepptu þrír í hverri grein og engin vandkvæði voru við að manna allar greinar og þar voru tveir til þrír í úrslitum í mörgum greinum. Breyttar reglur um stiga- gjöf í greinum urðu til þess að sambandið hafnaði í öðru sæti í heildarstigakeppninni. En megin- reglan þar var sú að félögin fengu ekki heildarstig með sér úr ein- stökum greinum heldur var föst stigatala gefín fyrir hveija grein eftir ákveðnum reglum. , „Þessi áfangi verður okkur mik- il hvatning í þessu starfi. Það er fyrst og fremst liðsheildin sem skapað hefur þennan árangur," sagði Valgerður Auðunsdóttir, formaður fijálsíþróttanefndar HSK. Bjöm Sveinsson skrifarfra Egilsstöðum' Fyrsta form- lega veiði- rifflakeppnin Fyrsta formlega keppnin á ís- landi í skotfimi með veiðiriffl- um fór fram fyrir skömmu á svæð skotfélágs Austurlands við Þránd- arstaði í nánd vic Egilsstaði. Keppt var í tveimur flokk- L um eftir alþjóðleg- um reglum IBS sem eru alþjóðleg samtök veiðiriffil- skytta. Unnið er að því að fá keppnina viðurkennda sem lið í Is- landsmeistakeppninni og fari fram árlega. Að þessu sinni var keppt í tveim- ur þyngdarflokkum, þ.e. með riffl- um yfir 10,5 pund og undir 10,£ pundum. Skotið var á mark í 100 m fjarlægð og geta menn mest öðlast 250 stig. Verði stig jöfn ræður úrslitum hversu oft menr. hitta í miðju skotmarksins í 25 skotum. í þyngri flokknum svo- ikölluðum „varmint class“ sigraði Jóhannes F. Jóhannesson, Þing- eyri, neð 249 stig af 250 möguleg- um og 14X en það þýðir að hanr hafi hitt miðjupunktinn 14 sinnum^' í 25 skotum. Annar varð Jón Árni Þórisson, Seltjarnarnesi, með 246 stig og 7X. í þriðja sæti Aðalsteinn Hákonarson, Jökuldal, með 245 stig og 7X. Fjórði Þórhallur Borg- arsson, Eiðum, með 244 stig og 7X. Fimmti varð Úlfar Jónsson varð- stjóri frá Egilsstöðum með 241 stig og 9X. I léttari flokknum „huntei class“ sigraði Ingvar Oskarsson Höfn, með 248 stig og 6X. Annai varð Jón Árni Þórarinsson, Selt- ^ jarnarnesi, með 245 stig og 5X Þriðji Jóhannes F. Jóhannesson Þingeyri, með 245 stig og 3X Fjórði varð Hjalti Stefánsson Hjaltastaðaþinghá, með 240 stig og 5X og fimmti Skúli Magnús- son, Egilsstöðum, 228 stig og 2X. Að keppni lokinni snæddu þátt- takendur villibráð í Samkvæmis- páfanum Fellabæ þar sem verð launaafhending fór fram. { I ( { ( B KÚBA sigraði Italíu í blaki karla í gær. Leikurinn var jafn og spennandi og þurfti að leika fimm hrinur áður en úrslit fengust. Kúba var sterkari á lokasprettin- um og vann síðustu hrinuna 15:12. „Italir eru með eitt besta lið í heimi. Þeir léku vel en við erum líkamlega sterkari,“ sagði Samuels Blackwood þjálfari Kúbu. B LEIKUR Bandaríkjaima og Sovétríkjanna var ekki síður spennandi, en þar fóru þeir fyrr- nefndu með sigur af hólmi, sigruðu 3:2. Holland vann Argentínu auð- veldlega 3:0 og Frakkland sigraði Brasilíu með sama mun. M / körfuknattleik kvenna sigruðu Bandarikin Suður-Kóreu örugg- lega 94:70 og Sovétríkin sigruðu Ástralíu 72:60. Jfl ÞAÐ gekk ekki átakalaust fyr- ir kínversku stúlkuna og Ólympíu- meistarann Gao Min að tryggja sér gullverðlaun í dýfingum af þriggja metra bretti. Min var með örugga forystu eftir átta dýfur, en í þeirri níundu brást henni bogalistin þegar hún rak tærnar í stökkbrettið á leiðinni niður. Min slapp þó við meiðsli og tryggði sér sigur með frábærri frammistöðu í tíundu og_ síðustu dýfunni. ■ SOVÉSKA stúlkan Irina Lashko sem er aðal keppinautur Gao Min tókst ekki að nýta sér tækifærið sem hún fékk þegar Min mistókst dýfan. Hún náði henni að stigum, en tíunda dýfa Lashko þótti ekki nógu erfið að mati dómara og hún varð að láta sér lynda annað sætið. „Ég er ekki vonsvikin vegna þess að mér þykja úrslitin sanngjörn. Markmið mitt er að verða jafngóð og Mao,“ sagði Lashko eftir keppnina. ■ ÞAÐ taka ekki allir tapi jafn vel og Lashko. Hnefaleikarinn Roberto Balado frá Kúbu sem er heimsmeistari áhugamanna, tapaði fyrir Sovétmanninum Yevgeni Belousov. Dómari dæmdi Belo- usov sigurinn strax í fyrstu lotu þarsem honum þótti áverkar Balado vera orðnir alvarlegir. „Ég trúi því ekki meiðslin hafi verið það mikil að réttlætanlegt hafi verið að stoppa leikinn. Þetta getur gert mann bijálaðan,“ sagði Balado. ■ BALADO varð þarmeð annar kúbanski heimsmeistarinn í hnefa- leikum sem mistókst að komast í undanúrslit á Friðarleikunum. Enrique Carrion tapaði naumlega á mánudag. „Maður gæti haldið að þetta væru samantekin ráð til þess að koma okkur út,“ sagði Balado sár og svekktur. ■ JÚGÓSLAVAR sigruðu í körfuknattleikskeppni Friðarleik- anna, ekki Tékkar eins og sagt var í þriðjudagsblaðinu. Júgóslavar unnu Bandaríkjamenn í úrslitum. Beðist er velvirðingar á mistökun- um. Þegar kemur að vali á veiði- vörum er Abu Garcia merki sem æ fleiri treysta á Hafnarstræti 5 • Símar 1 67 60 og 1 48 00 Nú er einmitt rétti tíminn til að huga að endurnýjun eða kaupum á veiðibúnaði. Sértu að gera klárt fyrir væntanlegar veiði- ferðir skaltu kynna þér hið góða úrval Abu Garcia veiðivara því Abu Garcia hefur í áratugi verið leiðandi í tækniþróun veiðibúnaðar. ÆAbu Garcia Það kemur meðal annars fram í aukinni notkun á fisléttum en sérlega sterkum efnum ásamt nýjung sem stóreykur langdrægni hjólanna (ULTRA CAST). Þetta er meðal annars ástæðan til þess að æ fleiri veiðimenn treysta á Abu Garcia.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.