Morgunblaðið - 02.08.1990, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 02.08.1990, Qupperneq 48
iÍBETLáNO gáUaJaaaH FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Forsætisráðherra setur Alþýðubandalagi tvo kosti Búizt við ákvörðun á ríkisstjórnarfundi í dag ALÞÝÐUBANDALAGIÐ stendur frammi fyrir tveimur kostum varðandi setningu bráðabirgðalaga á 4,5% launahækkun sem Fé- lagsdómur dæmdi Bandalagi háskólamenntaðra ríksistarfsmanna frá 1. júlí, sem fela það í sér að markmið kjarasamningana frá því í febrúar halda. Gangi þeir ekki að öðrum hvorum kostinum má samkvæmt heimildum Morgunblaðsins búast við því, að Steingrím- ur Hermannsson, forsætisráðherra, íhugi þingrof og kosningar. Þetta var ljóst að loknum þriggja tíma ríkisljórnarfundi í gær, en endanlegri ákvörðun var frestað að beiðni Alþýðubandalagsins til ríkissljórnarfundar sem boðað hefur verið til klukkan 15 í dag. Að fundinum loknum fundaði forsætisráðsherra sérstaklega með öllum ráðherrum Alþýðubandalagsins og stóð sá fundur í um fimmt- án minútur. 20-30 staðn- ir að veiði- þjófnaði ÖRY GGIS VERÐIR Securitas hafa í sumar staðið um 20-30 manns, aðallega unglinga, að til- raunum til veiðiþjófnaðar í Ell- iðaánum. Að sögn Hannesar Guðmunds- sonar framkvæmdastjóra Securitas hefur náðst til flestra áður en þeim hefur tekist að veiða lax en nokkr- um hefur tekist að forða sér á hlaupum. í fyrrinótt komu öryggisverðir að tveimur ungum mönnum á bíl, sem voru byijaðir að veiða í ánum, með allan nauðsynlegan útbúnað, stangir, hjól og hvaðeina. Securitas hefur nú eins og und- anfarin ár eftirlit með Elliðaánum allt fram í október og eru nokkrir öryggisverðir stöðugt á ferli í ná- grenni árinnar. Drög að báðabirgðalögum lágu fyrir í gærmorgun. Þar var gert ráð fyrir að almennu kjarasamn- ingarnir yrðu lögfestir fyrir alla launþega og launahækkanir um- fram þá yrðu afnumdar frá 1. sept- ember. I því fólst jafnframt, að ákvæði kjarasamninganna um endurskoðun miðað við verðlags- þróun og heildarendurskoðun þeirra í nóvember, héldu gildi sínu. Þessi lagatexti var lagður fyrir þingflokk Alþýðubandalagsins í gærmorgun, sem hafnaði honum, á þeirri forsendu m.a., að verið væri að hefta samningsrétt félaga sem hefðu lausa samninga. En að mati lögfræðinga eru betri líkur á, að lögin haldi fyrir dómstólum, eftir því sem þau eru almennari. Alþýðubandalagið kom síðan fram með tillögur um að fresta, með einhveijum hætti, launahækk- un BHMR fram yfir gildistíma al- mennu samninganna. Einnig lagði flokkurinn til að sáttasemjari kall- aði samtök launafólks saman og reyndi að ná fram sameiginlegri niðurstöðu, um það hvernig þjóðar- sáttin verði best varin, og síðan yrðu greidd atkvæði um þá niður- stöðu. Þessar tillögur voru ræddar á ríkisstjórnarfundi síðdegis, en þar lagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra til tvær leiðir til lagasetningar. Annars vegar að sett verði lög sem gildi fyrir alla launþega, en hins vegar að lög verði sett sem afnemi launahækk- un BHMR og þá launahækkun sem fylgi í kjölfarið hjá ASÍ og BSRB. Olafur Ragnar Grímsson sagði eft- ir þingflokksfund Alþýðubanda- lagsins síðdegis, að síðarnefnda tillagan væri í samræmi við það sjónarmið, sem Alþýðubandalagið hefði kynnt og haldið yrði áfram viðræðum á þeim grundvelli. Það mun vera mat flestra þing- manna Alþýðubandalagsins, að gera verði ráðstafanir til að bjarga því sem bjargað verður eftir að launahækkun BHMR varð að veru- leika. Því séu hins vegar takmörk sett hvað löggjafinn geti gripið freklega inn í samninga. Þingmenn annarra stjórnarflokka vilja hins vegar að sett verði lög sem bindi alla launþega, þar á meðal þá hópa, sem ekki hafa enn samið. Bent er á að sú staðreynd, að þeir hafi ekki enn samið, sýni að þeir vilji hvort eð er ekki fella sig við for- sendur almennu kjarasamning- anna. Þá munu hafa verið efasemdir hjá ýmsum, um að ASÍ muni í raun fá 4,5% kauphækkun í kjölfar hækkunar BHMR, en ráðherrar, sem Morgunblaðið ræddi við, segj- ast ekki vera í neinum vafa um að það myndi gerast, og því séu lögin óhjákvæmileg. Sjá fréttir á miðsíðu. V erslunarmannahelgin: KR og Valur leika til úrslita í Bikarkeppni KSÍ 26. ágúst. Þau unnu andstæðinga sína, ÍBK og Víking, í undanúrslitum í gærkvöldi. Þessi lið hafa ekki mæst í úrslitum síðan 1966. Á myndinni kljást Ámundi Sigmundsson Val og Aðalsteinn Aðalsteins- son Víkingi um boltann. Sjá nánar á íþróttasíðu. Morgunblaðið/Einar Falur Erkifjéndur í úrslitum Heimilt að veiða 600 hreindýr í ár Fyrirvari um 100 dýra aukningu Umhverfismálaráðuneytið ákvað í gær veiðikvóta á hreindýr fyrir komandi veiðitímabil sem hefst 10. ágúst. Ákveðið var að veidd skyldu 600 dýr, en veiðistjóra veitt heimild til að auka kvó- tann um 100 dýr. Þetta er veruleg aukning frá því i fyrra. Þau hundrað dýr sem ætlunin er að bæta við kvótann mun ráðu- neytið ekki ætla að úthluta hrepp- um á Héraði og í Borgarfirði, held- ur halda fyrir sig til fjármögnunar á vísindarannsóknum á hreindýra- stofninum. Þetta eru hreppsstjórn- armenn eystra ekki alls kostar sáttir við og sendu oddvitar við- komandi hreppa ráðuneytinu ályktun vegna þessa. Oddvitarnir telja eðlilegra að hreppunum yrði gert að greiða kostnað af rannsóknunum ef þeirra væri þörf, í stað þess að ráðuneytið væri með beina íhlutun í veiðar dýranna. Sparískírteini seld fyrír 4 milljarða ALLS hafa selst spariskírteini fyrir um fjóra milljarða króna á einum mánuði í kjölfar sérs- taks tímabundins tilboðs Þjón- ustumiðstöðvar ríkisverðbréfa til stærri kaupenda. Vegna þessarar miklu sölu vantar lítið upp á að markmið lánsfjáráætl- unar í þessu efni náist en það hljóðar upp á 6,7 milljarða sölu. Fyrr á árinu höfðu selst spa- riskírteini fyrir 2,3 milljarða. Þórsmerkurferðir að seljast upp Sala ferða til Eyja svipuð og í fyrra ÚTLIT ER fyrir að hætt verði að selja Þórsmerkurferðir um versl- unarmannahelgina á vegum Aust- urleiða fyrir hádegi í dag. I gær- kvöldi höfðu þegar yfir 1.300 manns pantað í þessar ferðir, en að sögn Ómars Óskarssonar hjá Austurleiðum verður sala stöðvuð þegar um 1.500 miðar yerða seld- ir. Hjá BSÍ hefur einnig verið nokkur ásókn í ferðir í Húnaver og í Galtalæk. Flugleiðir segja að sala ferða til Vestmannaeyja gangi svipað og undanfarin ár, en hjá Arnarflugi er að verða fullt í allar ferðir þangað. Hjá BSÍ fengust þær upplýsingar að langmesf ásókn væri í ferðir í Þórsmörk um helgina. Þá mun nokkuð hafa verið sóst eftir Galta- lækjar- og Húnaversferðum. Hins vegar hefur minna verið falast eftir ferðum með rútum og Herjólfi á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, en þannig pakki kostar 9.000 krónur með aðgangseyri í Herjólfsdal. Flugpakki með aðgöngumiða á Þjóðhátíð kostar hins vegar 10.990 krónur, hvort sem flogið er með Flugleiðum eða Arnarflugi. Hjá Flugleiðum fengust þær upplýsing- ar að svipuð ásókn væri í ferðir félagsins til Eyja um helgina og undanfarin ár. Hjá Arnarflugi sögð- ust menn hins vegar nánast geta talið laus sæti á Þjóðhátíð á fingrum annarrar handar. Þá hefur verið spurst fyrir um ferðir félagsins til Blönduóss í tengslum við Rokkhá- tíðina í Húnaveri. Lífeyrissjóðir hafa að undan- förnu keypt spariskírteini fyrir rúman einn milljarð króna með talsvert hærri vöxtum en verið hafa í boði á almennum markaði. Samkomulag tókst milli Þjónustu- miðstöðvar ríkisverðbréfa, Sam- bands almennra lífeyrissjóða og Landssambands lífeyrisjóða um 7,05% raunávöxtun af spariskír- teinum til 10 ára ef kaupin næðu 800 milljónum. Skráðir vextir á spariskírteinum til 5 ára eru nú 6-6,2% eftir því hvort þau eru seld í áskrift eða ekki. Sjá nánar viðskiptablað bl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.