Morgunblaðið - 04.08.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1990
17
Stefán H. Svavars-
son — Minning
Fæddur 27. apríl 1963
Dáinn 28. júlí 1990
Vígvellir nútímans eru ekki þar
sem menn beijast og fórna lífi sínu
í þágu misgóðs málstaðar. Nútím-
ans vígvellir eru vegir og stræti og
vopnin farartæki, hraðskreið og
öflug svo þau geti á sem skemmst-
um tíma og á þægilegan hátt kom-
ið manni milli staða, ef allt gengur
að óskum. Því miður er það ekki
alltaf þannig. Fórnarlömb umferð-
arinnar eru alltof mörg og eins og
stríðshetjurnar sem féllu á vígvöll-
unum eru þau oft ungt, heilbrigt
og hæfileikaríkt fólk. Stefán Her-
bert Svavarsson hefur nú bæst í
þennan hóp, en hann fórst í bifreið-
arslysi 28. júlí.
Hann hafði búið á Akranesi und-
anfarin ár en hafði nú fengið starf
í Reykjavík og var að flytjast þang-
að. Þetta kvöld þurfti hann að
skreppa að sinna erindum á Akra-
nesi, m.a. sækja sparifötin en á
sunnudaginn stóð mikið til. Þá ætl-
aði hann að fara með vinkonu sína
austur í Hveragerði og kynna hana
fyrir foreldrum sínum.
Á einu augnabliki breytist allt. í
stað bjartra framtíðaráforma kem-
ur dauði og ómæld sorg.
Stefán var mjög hæfur og reynd-
ur ökumaður. I rúmt ár ók hann
alltaf vikulega milli Akraness og
Hveragerðis, oft í misjöfnum veðr-
um og við erfið akstursskilyrði. Nú
síðustu þrjú árin eftir að hann hóf
störf hér á Akranesi ók hann þessa
leið mjög oft, því í Hveragerði
bjuggu foreldrar hans og þar átti
hann skráða búsetu. Aldrei kom
neitt fyrir hann á þessum ferðum.
Fyrir tveimur árum fórum við fjög-
ur saman í ógleymanlega ökuferð
um Suður-Evrópu. Stefán hafði
ekki áður ekið erlendis, samt kom
það strax í ljós að hann reyndist
okkar langsamlega hæfastur til
þess og ók hann allan tímann, og
af miklu öryggi.
Kynni okkar af Stefáni hófust
fyrir tæpum sex árum, er hann og
eldri dóttir okkar felldu hugi sam-
an. Hún var þá að ljúka grunnskóla
en hann langt kominn í rafvirkja-
námi. Þó okkur fyndist hún fullung
til að heija fast samband og hann
talsvert eldri, þá felldum við okkur
fljótt mjög vel við samband þeirra.
Var það einkum vegna þess, hve
vel okkur geðjaðist að Stefáni. Þau
virtust einnig hafa góð og hvetjandi
áhrif hvort á annað. Hófu þau til-
raunasambúð, fyrst tvö sumur í
Hveragerði og síðan í kjallaranum
hjá okkur, þar sem þau bjuggu í
nánu sambýli við okkur í þijú ár.
Stefán var ákaflega þægilegur
maður í samskiptum. Hann var
snyrtimenni í umgengni, hógvær í
framkomu, lundgóður og gaman-
samur og svaraði óréttmætum að-
finnslum með glettni og gamanyrð-
um. Hann var þó fastur fyrir og
ákveðinn ef því var að skipta. Hann
var fljótur að átta sig á hlutunum,
var vel að sér í allri tækni og nýj-
ungum og var mikill bílaáhugamað-
ur. Veiðimennska var eitt áf hans
aðaláhugamálum, bæði stangveiði
en þó einkum fuglaveiði. Fór hann
oft í veiðiferðir og þá gjarnan með
föður sínum eða afa. Við feðgarnir
hér á heimilinu fengum einnig að
njóta kunnáttu hans í veiðiskap að
ógleymdum heimlilishundinum, en
þeir Stefán voru miklir mátar.
Rafvirkjanámi lauk Stefán íy
Hveragerði þar sem hann var
fæddur og uppalinn. Að námstíma
loknum hóf hann störf hér á Akra-
nesi og starfaði sem rafvirki hjá
Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts
hf. Meðan hann starfaði þar lauk
hann meistaraprófi rafiðnaðar frá
Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akr-
anesi vorið 1989.
Sambúðartilraun dóttur okkar og
Stefáns virtist því miður ekki stand-
ast tímans tönn. Þau uxu einhvern
veginn hvort frá öðru og slitu sam-
búðinni fyrir rúmu hálfu ári. Við
hjónin tókum þetta ákaflega nærri
okkur því tilfinningar okkar til Stef-
áns styrktust stöðugt eftir því sem
kynnin urðu lengri.
Sama má segja um bömin okk-
ar. Öllum þótti orðið ákaflega vænt
um Stefán. Hann var orðinn einn
af fjölskyldunni. Þegar hann flutti
frá okkur síðastliðið haust og er
við vorum sem aumust yfir að vera
missa hann frá okkur, þá benti Stef-
án á að hann væri aðeins að flytja,
hann væri ekki dáinn. Við sættum
okkur við það, því að vináttuna við
hann mátum við mikils og hana
mundum við rækja.
Stefán átti fleiri vini. Hann átti
góða vini. Öll höfum við nú misst
mikið og tregum hann sárt. Sárast-
ur er þó harmur fjölskyldu hans.
Stefán átti góða qg samheldna fjöl-
skyldu. Afi hans og amma búa hér
á Ákranesi, en Stefán hafði eignast
íbúð í húsinu þeirra og hafði ákaf-
lega gott og náið samband við þau.
Mestur er þó missir foreldra hans
og systkina í Hveragerði. Öllu þessu
góða fólki sendum við og fjölskylda
okkar dýpstu samúðarkveðjur og
biðjum Guð að styrkja þau í þeirra
miklu sorg.
Stefáni þökkum við einstaklega
ljúf óg góð kynni.
Blessuð sé minning hans.
Ingibjörg Jóna Jónsdóttir
og Ingjaldur Bogason
Við félagarnir stöndum eftir orð-
lausir þegar við hugsum til baka
um þau ár sem við höfum þekkt
Stefán og reynum að fá einhvern
skilning á því hvers vegna hann var
numinn á brott svo skyndilega, að-
eins 27 ára aldri, frá fjölskyldu
sinni og vinum. Annar okkar hafði
ætlað að fá Stefán með í veiðiferð
árla þessa góðviðrisdags sem fregn-
in barst um að Stefán hefði látist
í umferðarslysi.
Stefáni kynntumst við fyrir rúm-
um 10 árum þegar hann hóf nám
við Fjölbrautaskólann á Akranesi,
en hann hafði alla sína tíð búið í
Hveragerði. Uppi á Skaga dvaldi
hann í góðu yfirlæti næstu árin hjá
afa sínum, Ólafi Þórðarsyni, og
ömmu, Guðríði Svavarsdóttur, að
Sandgerði. Urðum við þar óaðskilj-
anlegir félagar allt frá fyrstu kynn-
um og voru áhugamálin margvísleg.
Stefán hafði mikið yndi af hvers
konar íþróttum og tók þátt í þeim
sér til skemmtunar frekar en af
keppnismóð. Sitja eftir góðar minn-
ingar um skemmtilegar stundir með
Stefáni frá þessum árum.
Nú þegar við rifjum upp kynni
okkar af honum situr eftir minning
um rólegan og jákvæðan dreng,
sem ávallt hafði vilja til að taka á
þeim vandamálum sem upp komu
með æðruleysi. Var góða skapið
aldrei langt undan þegar hann var
í góðum hóp á góðri stundu. Einnig
munum við minnast hans sem
trausts tilfinningaríks pilts er
reyndist okkur sem besti bróðir ef
á reyndi.
Fyrir tveimur árum skildu leiðir
okkar þegar við tveir vorum komn-
ir til náms í Reykjavík en Stefán
sökkti sér í vinnu. Hann var útlærð-
ur rafyirkjameistari og starfaði sem
rafvirki við virkjunarframkvæmdir
að Nesjavöllum sl. vetur. Þrátt fyr-
ir miklar annir lét hann alltaf heyra
frá sér og lagði á ráðin hvenær
best væri að hittast. Fyrir réttum
fjórum vikum sátum við þrír saman
heima hjá einum okkar og sam-
glöddumst yfir nýfæddum einstakl-
ingi, var Stefán þá nýkominn úr
sumarleyfi erlendis, sólbrúnn og
sæll með lífið. Hafði hann kynnst
góðri stúlku sem hafði verið í sömu
ferð og virtist okkur sem samband
þeirra hefði blásið nýju lífi í Stefán.
Hann var nýlega búinn að festa
kaup á íbúð á Akranesi en var samt
klár í að breyta til og flytja í bæ-
inn. Var hann einnig u.þ.b. að
heíja störf hjá fyrirtæki í Reykja-
vík, svo loksins vorum við allir flutt-
ir „suður“.
Fyrir nákvæmlega ári um þessa
mestu ferðahelgi ársins vorum við
þrír í sumarbústað í góðum hóp
uppi í Borgarfirði. Ekkert okkar
sem þar dvaldi hefði grunað að einu
ári síðar um sömu helgi yrði Stefán
borinn til grafar, kvaddur í hinsta
sinn. Við erum harmi slegnir að
kveðja svo kæran vin sem hann var
okkur og þurfa að lifa áfram við
þá staðreynd að Stefáns njóti ekki
lengur við. En minningin um svo
góðan dreng sem hann var mun lifa
áfram og á þessari sorgarstundu
vottum við ástvinum hans öllum
okkar dýpstu samúð.
Gunnar og Erling
Hinn 28. júlí fengum við þær
hörmulegu fréttir að hann Stebbi
hefði látist í umferðarslysi um nótt-
ina. Maður fyllist óhug við slíka
frétt og manni verður orðfall.
Öll getum við verið sammála um
það að hann Stebbi sé einn sá trygg-
asti drengur sem við höfum
kynnst, hvort sem var í leik eða
starfi.
Stebbi hóf störf hjá Rafmagns-
verkstæði Sölva haustið 1985 og
vann þar alveg þangað til hann
ákvað að flytjast búferlum uppá
Akranes og byija að búa. Það geisl-
aði af honum gleðin og ánægjan
yfir þessum breytingum sem hann
var að gera á lífi sínu. Við sem
íslenzka álfélagið:
Opinber gjöld ISAL nema
370 milljónum króna
Morgunblaðinu hefur borist eft-
irfarandi athugasemd frá Islenska
álfélaginu hf.:
„Álagningarskrár skattumdæma
landsins hafa verið til umfjöllunar
síðustu daga. í Morgunblaðinu 1.
ágúst er m.a. birt röð gjaldahæstu
fyrirtækja og einstaklinga í Reykja-
nesumdæmi. Þar má lesa, að íslenska
álfélagið hf. greiði að þessu sinni um
31,5 milljónir króna í opinber gjöld
og sé áttunda í röð fyrirtækja í
umdæminu. Þessi upphæð er rétt svo
langt sem hún nær, en þó er ekki
öll sagan sögð. ÍSAL greiðir í raun
einn skatt samkvæmt samningi
Alusuisse og íslenska ríkisins, fram-
leiðslugjald á hvert framleitt tonn
af áli. Vegna síðasta árs greiddi
ÍSAL framleiðslugjáld að upphæð
338,8 milljónir króna. Það er skatt-
greiðsla ÍSAL á árinu 1989. Til við-
bótar framleiðslugjaldi greiðir ÍSAL
svokölluð atvinnurekendagjöld eins
og önnur fyrirtæki í landinu. Þau
gjöld nema rúmlega 31,5 milljónum
króna og er það sú upphæð sem
nefnd er í umijöllun um álögð gjöld
1990. Eðlilegra og réttara telst því
að opinber gjöld ÍSAL í ár séu 370,3
milljónir króna, en ekki 31,5 milljón-
ir króna. ÍSAL virðist því vera næst
hæsti gjaldandi opinberra gjalda á
landinu vegna ársins 1989.“
eftir sátum kvörtuðum sáran yfir
þessum brottflutningi en Stebbi
bara hló að okkur og lofaði að koma
í heimsókn til okkar við hvert tæki-
færi og ekki sveik hann það frekar
en annað sem hann lofaði. Oft var
haft á orði eftir heimsókn Stebba
hvað hann væri sérstaklega trygg-
lyndur drengur, alltaf skyldi hann
líta inn og gæða gömlu kaffistofuna
okkar lífi með glaðlegum hlátri sín-
um og léttum húmor.
Og nú síðast í sumar rétt eftir
að hann kom heim frá Spáni, þar
sem hann hafði fyrir heppni og
eflaust sína prúðu framkomu fengið
miða á hljómleika með hljómsveit-
inni Rolling Stones og sagði okkur
svo skemmtilega og eftirminnilega
frá. Hvarflaði það ekki að manni
að þetta væri í síðasta sinn sem við
sætum öll þarna saman og mösuð-
um. Því að venju kvöddumst við
með því að segja „sjáumst“. Það
væri lengi hægt að telja upp kosti
þessa ljúfa drengs sem hann Stebbi
var.
Honum hlýtur að vera ætlað eitt-
hvað mikilvægara annars staðar,
það eitt getur maður haldið í þegar
ungur maður hverfur á brott svo
skyndilega.
Um leið og við viljum þakka fyr-
ir að hafa fengið að njóta starfs-
hæfni hans og nærveru viljum við
votta foreldrum og systkinum hans
dýpstu samúð okkar og biðja góðan
guð að hjálpa þeim og styðja þau
í þessari miklu sorg.
Samstarfsfólk á Rafmagns-
verkstæði Sölva
1 1 1 1 1 1 1 1 1 ■ I ■
— •! 1 | 1 1 | ípcioork
|-
Gólfk orkfl ísar + filr na
Nú eru | | TT1 1 1
— •! 1 1 1 M LlÐCM30.Pkl
og
\E7
Wicanders
JSL Kork- o -Plast
korkflísamerkin komin
undirsama þak.
Núframleidd ísömu
verksmiðju af
::.l 1111111 LX ípoeork
S.A. ÍPortúgal.
Verða seldar í verslunum
víða um land bráðlega.
Einkaumboðfyrir
& Ármúla 29, Múlatorgi, simi 38640
Þ. ÞORGRÍMSSON & CO
ÚTSALJ VN
hefst þriðjudaginn 7. ágúst kl .9.00.
bTmmmm
v/Laugalæk, s. 33755.
. ÍUaíi^ tm i ifh&ÍA f 11