Morgunblaðið - 04.08.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.08.1990, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1990 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir KRISTÓFER M. KRISTINSSON Húsakynni dómstóls Evrópubandalagsins í Lúxemborg. Þar er útkljáður ágreiningur um túlkun á lögum og reglugerðum bandalagsins. Hlé á sammngaviðræðum EB og EFTA til hausts f SÍÐUSTU viku var gert hlé á samningaviðræðum Fríverslun- arbandalags Evrópu (EFTA) og Evrópubandalagsins (EB) en viðræðurnar hófust í júní sl. Samningaviðræðurnar sem snúast um liið svokallaða evrópska efnahagssvæði (EES) munu heljast að nýju í byrjun september. Að lokinni fyrstu samningalotunni er Ijóst að helsta viðfangsefni samninganna verður að finna viðunandi lausnir á meginágreiningsefnum EFTA og EB, þ.e. annars vegar varðandi stjórn EES og jafnræði bandalaganna við setningu nýrra reglna um svæðið og hins vegar kröfur EFTA-ríkjanna um undanþágur frá hluta þeirra reglna EB sem gilda eiga um EES. Gert hefur verið hlé á samn- ingaviðræðum EFTA við EB fram í september. Fyrstu samningalotunni lauk með sam- eiginlegum fundi yfirsamninga- nefnda beggja aðila. Á þeim fundi sátu jafnframt áheyrnar- fulltrúar frá aðildarríkjum EB en þeir sitja einnig fundi samn- ingahópanna fimm. Við venju- legar aðstæður sitja því 60-80 fulltrúar samningafundina. Af fréttum af fundi yfirnefnd- arinnar er ljóst að samningarnir koma til með að snúast fyrst og fremst um stjóm EES og undan- þágur EFTA-ríkjanna. Fram- kvæmdastjórn EB situr fast við sinn keip og neitar á þessu stigi að ræða efnisatriði stjórnar og ákvarðana sem varða EES. Enn sem komið er hefur umræðan á fundum því snúist um óskil- greindar og oft óljósar hugmynd- ir um þessi efni. Framkvæmda- stjórnin hefur hins vegar tekið afdráttarlausa afstöðu til krafna EFTA um undanþágur vegna yfirgnæfandi þjóðarhagsmuna. Hún vísar á bug öllum hugmynd- um um undanþágur vegna bú- setu og atvinnufrelsis á þeirri forsendu að slíkar undanþágur eigi sér pólitískar forsendur sem geti ekki talist yfirgnæfandi efnahagshagsmunir. Talsmaður framkvæmda- stjórnarinnar sagði að yrði geng- ið að skilyrðum Sviss og Liec- htensteins gætu þessi ríki ekki talist aðilar að EES að fullu. Svisslendingar hafa bent á að hvað snertir vinnumarkaðinn hafi þeir mikla sérstöðu og til hennar verði að taka tillit. Full- trúar framkvæmdastjórnar EB hafa sömuleiðis lýst efasemdum um ágæti þess að Svisslendingar og Austurríkismenn semji sér- staklega við EB um umferð vöru- flutningabíla um löndin en bæði þessi ríki hafa litið á það mál sem sína bestu skiptimynt í tví- hliða samskiptum við EB. Fram- kvæmdastjórnin krefst þess hins vegar að þetta mál verði hluti af samningum um EES þegar í haust hafi samkomulag ekki náðst. Um fyrirvara íslendinga hefur ekki verið fjallað efnislega a.m.k. ekki hvað varðar hömlur á rétt útlendinga til atvinnurekstrar í sjávarútvegi. Fátt bendir þó til þess að mikill ágreiningur verði um að þar séu með vissu á ferð- inni yfirgnæfandi hagsmunir. Á fundi yfimefndarinnar höfnuðu fulltrúar EB hugmynd- um EFTA um sérstakan samn- ingahóp sem hefði það hlutverk að undirbúa eftir hendinni uppk- ast að endanlegum samningi. Slíkur hópur hefur verið mynd- aður innan EFTA en fram- kvæmdastjórn EB telur það ekki tímabært. Samningurinn er prófsteinn Samningurinn við EFTA um Evrópska efnahagssvæðið er umfangsmesti samningur sem EB hefur tekið sér fyrir hendur við ríki utan EB. Innan banda- lagsins er litið svo á að þessi samningur sé prófsteinn á mögu- leika EB til náinna samsk.ipta við ríki utan bandalagsins án þess að skerða á nokkurn hátt sjálfstæða stefnumörkun á veg- um þess. Líklegt er að ríkjunum í Austur-Evrópu verði í framtíð- inni boðið upp á sams konar samninga eða jafnvel aðild að EES. Það er þess vegna mikill áhugi á því innan EB að vel tak- ist til með þessa samninga án þess að markmiðum EB sé fórn- að eða sjálfstæði þess skert. í samningaviðræðunum er mikill aðstöðumunur á EFTA og EB. Framkvæmdastjóm EB semur fyrir hönd aðildarríkjanna á grundvelli samningsumboðs sem ráðherrafundur samþykkti. Að samningaviðræðunum lokn- um kemur síðan til kasta aðild- arríkjanna, annars vegar kjör- inna fulltrúa á Evrópuþinginu og hins vegar ríkisstjórna og embættismanna í höfuðborgum. Innan EFTA hefur framkvæmd- astjórn bandalagsins hins vegar ekki umboð til eins eða neins. Fulltrúar EFTA í samningun- um em fulltrúar aðildarríkjanna sex auk fulltrúa frá Liechten- stein. Fyrir sérhvern fund verða þessir fulltrúar að samræma af- stöðu sína til einstakra efnisað- triða sem fulltrúi þess aðildarrík- is er situr í forsæti hveiju sinni kynnir á samningafundum. Þess- ar innbyrðis samningaviðræður innan EFTA hafa á tíðum verið erfiðar og í síðustu viku sauð upp úr þegar Svisslendingar gerðu grein fyrir nýrri túlkun á samþykktinni um fríverslun með fisk og aðrar sjávarafurðir. Sam- kvæmt skilningi Svisslendinga átti fríverslun einungis að ná til fisks, frysts, þurrkaðs, saltaðs eða fersks; aðrar afurðir, s.s. fiskimjöl, skyldu háðar innflutn- ingstakmörkunum sem áður. Svisslendingum var tvennt í huga, annars vegar er fískimjöl notað sem skepnufóður í Sviss og hins vegar telja Svisslending- ar sig ekki fá neitt í sinn hlut með fríversluninni þar sem út- flutningur á sjávarfangi þaðan er enginn. Á sama hátt og á íslandi hafa Svisslendingar beitt innflutningsgjöldum á skepnu- fóður sem stjórntæki í landbún- aði. Með fríverslun með t.d. fiski- mjöl yrðu möguleikar stjórnvalda til að stjórna framleiðslu í land- búnaði minni en áður. Reuter Hitamet í Evrópu Hitamet frá 1911 var slegið í Englandi í gær þegar hitinn í Mið-Eng- landi fór í 37°C. Jámbrautateinar þöndust út og lestaáætlanir fóru úr skorðum vegna hraðatakmarkana. Þá var ekki hægt að nota aðal- flugbraut Heathrow-flugvallar því þar bráðnaði nýtt malbik. Big Ben-klukkan á þinghúsinu í London stöðvaðist á fimmtudag og föstu- dag á sama tíma vegna hitans. í dýragarði í Rotterdam í Hollandi blómstraði Amazon-vatnalilja í 30 stiga hita í fyrsta skipti í 11 ár. Á myndinni sjást íbúar í Frankfurt kæla sig niður í gosbrunni í skemmtigarði í borginni í rúmlega 35 stiga hita. Getur lungnakrabba- mein verið arfgengt? Flórída. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. NIÐURSTÖÐUR nýrra rannsókna benda til þess að lungnakrabba- mein geti gengið að erfðum. Yísindamenn hafa fundið það gen sem gæti valdið slíkum erfðum. Niðurstöður rannsóknanna eru birtar í bandaríska ritinu Journal of the Natíonal Cancer Institute. í annarri rannsókninni varð niður- staðan sú, að móttækileiki fyrir Iungnakrabba snemma á lífsleiðinni — sem venjulega gerir vart við sig þegar sjúklingar eru 38 til 60 ára — geti hafa erfst frá foreldrum á sama hátt og augna- og háralitur. Thomas Sellers, sem stjórnaði rannsóknum sem gerðar voru á veg- um ríkisháskólans í Louisiana, segir að móttækilegt fólk sem jafnframt reyki sé í margfalt meiri hættu held- 33 myrtir í Noregi til þessa í ár Ósló. Frá Helge Sörensen, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞAÐ sem af er þessu ári hafa 33 morð verið framin í Noregi. Karl- ar á aldrinum 21 til 30 ára hafa framið 29 morðanna. í flestum tilvikum hefur morðvopnið verið hnífur. Þessar tölur eru byggðar á upplýs- ingum lögregluyfirvalda en þær ná ekki til svonefndra gáleysismorða. Hér er aðeins um það að ræða, að morðinginn hafi hlotið refsingu á grundvelli lagaákvæða um morð af ásettu ráði. Almennt má segja, að fjöldi morða i Noregi hafi verið svipaður undan- farin ár. í byijun júlí 1989 höfðu 34 verið myrtir. Að meðaltali falla um 50 manns árlega fyrir hendi morðingja í Noregi. ur en reykingafólk sem ekki sé mót- tækilegt. Við sextugsaldur eru þeir sem erfðagenið bera í 55 sinnum meiri hættu en reykingafólk, sem ekki hefur genið. Við fimmtugsaldur er hættan 325 sinnum meiri, að sögn Sellers. Þetta er í fyrsta sinn sem niðurstöður rannsókna sýna að sam- band geti verið á milli erfðra gena og umhverfis-aðstæðna eins og reykinga. Niðurstöðurnar leiddu í ljós, að við fimmtugsaldur má rekja 27% lungnakrabbatilvika beint tii erfða- eiginleika, 42% má rekja til sam- blands af reykingum og erfðagens- ins_ og 27% eingöngu til reykinga. í hinni rannsókninni fundu sér- fræðingar bandarísku krabba- meins-stofnunarinnar sérstakt erfðagen sem veldur sexfalt meiri hættu á lungna-krabbameini hjá þeim er það bera. Dr. Neil Caporaso, talsmaður krabbameinsstofnunarinnar, segir að við venjulegar aðstæður auðveldi þetta gen líkamanum að losna við úrgangsefni. En þegar þeir, sem erfðagenið bera, eru berskjaldaðir fyrir áhrifum eiturefna gerðum af mannavöldum, eins og t.d. tóbaks- reyk, þá getur genið breytt þessum efnum í krabbameinsvaldandi efni. Unnt er að greina þá sem genið bera vegna þess að viðbrögð þeirra við ýmsum efnum eru öðruvísi en hinna sem ekki hafa það. Ef frekari rannsóknir munu leiða til þess að erfðagenið geti valdið lungna- krabbameini, má búast við að fundin verði auðveld aðferð til að finna þá sem erft hafa þetta gen. Reuter Stúdentaleið- togi látinn laus Rúmenski stúdentaleiðtoginn Mar- ian Munteanu var látinn laus úr fangelsissjúkrahúsi í gær eftir að hafa verið meira en sex vikur í haldi. Hann sagði að stúdentar myndu halda áfram að beijast gegn andlýðræðislegum aðgerðum — stjórnvalda sem annarra. Munte- anu var handtekinn í kjölfar þriggja daga óeirða í júní þar sem sex manns létu lífið og hundruð manna særðust en fjöldi námamanna, sem kallaðir voru til Búkarest, beittu mikilli hörku og ofbeldi í átökunum. Á myndinni fagnar Munteanu frels- inu ásamt konu sinni, Claudiu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.