Morgunblaðið - 04.08.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.08.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. AGUST 1990 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1990 23 Jltargttiitrlftfrife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Bráðabirgðalögin Sú niðurstaða ríkisstjómar- innar að afnema 4,5% launa- hækkun félagsmanna BHMR frá 1. sept. nk. er rétt. í forystu- grein Morgunblaðsins hinn 15. júní sl. sagði m.a.: „Um það verður ekki deilt, að við núver- andi aðstæður mundi það hafa skaðleg áhrif á framvindu efna- hagsmála og atvinnumála, að launaflokkahækkanir BHMR kæmu til framkvæmda á þessu stigi málsins." Og í forystugrein Morgunblaðsins hinn 26. júlí sl. sagði m.a.: „Nú skiptir höfuð- máli að festa í sessi þann árang- ur, sem náðst hefur í verðbólgu- baráttunni." Út frá þessum for- sendum varð ekki hjá því komizt að afnema þessa kauphækkun. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar nú skapar tækifæri til að verja þann árangur, sem náðst hefur í verð- bólgubaráttunni og er mikilvæg- ari en flest annað, sem gerzt hefur í efnahagsmálum okkar síðustu árin. Hins vegar er umhugsunar- efni, hvernig þessi ákvörðun var tekin. Morgunblaðið hefur áður fjallað um það hvernig ríkis- stjóminni tókst með ótrúlegum hætti að klúðra þessu máli, sem fyrirsjáanlegt var í febrúar sl. að taka þyrfti afstöðu til og febrúarsamningarnir byggðu raunar á þeirri forsendu, að kauphækkanir BHMR-félaga umfram aðra launþegahópa kæmu ekki til framkvæmda. Staðreynd er hins vegar, að Fé- lagsdómur féll í hag félagsmönn- um BHMR. Við slíkar aðstæður verður ríkisstjórn að fara varlega í útgáfu bráðabirgðalaga. Raun- ar má færa sterk rök fyrir því, að útgáfa bráðabirgðalaga sé úrelt fyrirbæri. Við nútíma að- stæður er auðvelt að kalla Al- þingi saman með 1-2 sólarhringa fyrirvara. Þess vegna á að vera óþarfi að veita ríkisstjórnum nokkum rétt til útgáfu bráða- birgðalaga. Ef Alþingi hefði ver- ið kallað saman til að setja þessi lög hefði enginn grundvöllur verið fyrir því að telja siðferði- legar forsendur skorta fyrir setningu laganna. Ástæða er til að taka til alvarlegrar umræðu að afnema rétt ríkisstjórna til útgáfu bráðabirgðalaga. Til þess er þingið að setja lög. Þótt sú ákvörðun ríkisstjórn- arinnar að afnema kauphækkun BHMR-félaga sé tvímælalaust rétt, er hætt við, að stjórnin eigi eftir að lenda í miklum erfiðleik- um vegna þessa máls. Veruleg hætta er á því, að BHMR haldi uppi slíku andófi í haust og vet- ur að umtalsverður ófriður skap- ist af. Slíkur órói getur haft neikvæð áhrif á verðbólgubar- áttuna og stuðlað að lausung í stað aga í efnahagsmálum. Þess vegna er alls ekki víst, að þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar dugi til þess að veija árangurinn í verðbólgubaráttunni. Um þetta sagði í Morgunblaðinu í forystu- grein hinn 26. júlí sl.: „Þess vegna á ríkisstjórnin að gera nauðsynlegar bráðabirgðaráð- stafanir til þess að koma í veg fyrir nýja kollsteypu í efnahags- málum en tilkynna jafnframt, að kosningar til Alþingis fari fram í haust en ekki næsta vor. Með því einu móti verður sú óheillaþróun, sem nú er að heíj- ast, stöðvuð. Þá verður komið í veg fyrir, að stöðug átök um kjaramál og ný verðbólgualda einkenni stjórnmálabaráttuna í haust og vetur og áreiðanlega vaxandi óeining innan ríkis- stjórnarinnar sjálfrar." Morgun- blaðið vill hvetja stjórnarflokk- ana til að íhuga alvarlega þessa leið. Þeir hafa nú hrint í fram- kvæmd nauðsynlegum bráða- birgðaaðgerðum en meira þarf til að koma. Ríkisstjórnir þurfa oft að taka erfiðar ákvarðanir og þá reynir á ábyrgð stjórnmálamanna, bæði í stjórn og stjómarandstöðu. Fyrir tólf áram þurfti sú ríkis- stjóm, sem þá sat að taka erfiða ákvörðun í því skyni að koma í veg fyrir nýja verðbólguöldu og tryggja kaupmátt launþega. Þá lagði ríkisstjórn Geirs Hallgríms- sonar fram lagafrumvarp á Al- þingi, sem byggði m.a. á því að skerða að hluta til verðbætur á laun. Alþingi setti þau lög en þeirri löggjöf var svarað með ólöglegum verkfallsaðgerðum og pólitísku bandalagi Alþýðuflokks og Alþýðubandalags, Alþýðu- sambands íslands og Verka- mannasambands íslands, sem hófu stríð á hendur þáverandi ríkisstjórn undir kjörorðinu: Samningana í gildi. Nú hafa Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag staðið að út- gáfu bráðabirgðalaga um að taka samninga úr gildi og það fer ekkert á milli mála, að sú lagasetning nýtur velvildar for- ystumanna Alþýðusambands ís- lands og Verkamannasambands íslands. Þessi saga er ekki rifjuð upp til þess að hella salti í sár þessara aðila, heldur ti! þess að láta í ljósi von um, að þeir muni í framtíðinni verða ábyrgari í stjórnarandstöðu og verkalýðs- baráttu eftir þá reynslu, sem þeir hafa gengið í gegnum síðustu daga og vikur, en þeir voru veturinn og vorið 1978. Samningaviðræður í vondu andrúmslofti eftir Birgi ísleif Gunnarsson Allt frá því að Friðrik Sophus- son iðnaðarráðherra Sjálfstæðis- flokksins náði samningum um að stofna svonefndan Atlantal-hóp um byggingu nýs álvers á íslandi hafa staðið yfir samningaviðræður við hina erlendu aðila um þau mál. Bakslag Bakslag kom í málið við mynd- un þessarar ríkisstjórnar og yfír- iýsingar ýmissa ráðherra í upphafi stjórnarsamstarfsins báru ekki vott um mikinn áhuga á málinu. Minnisvert er t.d. sjónvarpsviðtal við Steingrím Hermannsson for- sætisráðherra, þegar hann var spurður um hug sinn til þessa máls. Hann svaraði út í hött éins og honum er einum lagið: „Ekki vildi ég vinna í álveri.“ Svarið benti auðvitað til lítils áhuga. Ráð- herrar Alþýðubandalagsins voru og tregir í taumi og lýstu yfír því að samkomulag yrði að nást milli allra flokka ríkisstjórnarinnar til að mál þetta kæmist í höfn. Þeir myndu ekki sætta sig við að mynd- aður yrði nýr meirihluti á Alþingi um nýtt álver. Núverandi iðanðarráðherra virt- ist þó fljótlega fá áhuga á að nýta sér þá vinnu sem forveri hans hafði sett í gang í þessum efnuni- Breyting varð á málinu þegar Alusuisse gekk út úr Atlantal og bandaríska fyrirtækið Alumax kom inn í staðinn. Á sl. vori var málið komið á þann rekspöl að sett voru heimildarlög um nýjar virkjanir og reglulegir samninga- fundir eru haldnir með aðilum. Málinu spillt Það fer ekkert á milli mála að íslensku samningamennirnir starfa í vondu pólitísku andrúms- lofti að þessum samningum. Ég er ekki í neinum vafa um það að hinn yfirlýsti og opinberi klofning- ur í ríkisstjórninni um þessa samn- inga hefur tafið fyrir málinu og spillt því. Við hvert skref sem reynt er að stíga í átt til samninga gjósa upp yfirlýsingar af hálfu ráðherra, sem eru afar óheppileg- ar. Ég nefndi hér að framan yfir- lýsingar í upphafi stjórnarsam- starfsins. Fleiri dæmi mætti nefna. Þegar iðnaðarráðherrra reifaði á sl. hausti hugmyndir sínar um nýja stóriðju á Islandi virtist for- sætisráðherra ekkert yfir sig hrif- inn. Hann sagði að þetta yrði að koma eftir því hvernig þetta félli inn í okkar eigin efnahags- og atvinnuástand. Ekki viljum við ofþenslu af þessum sökum — sagði hann og var ekki reiðubúinn að tjá sig frekar. Steingrímur J. Sig- fússon sagði að þetta væri einka- áhugamál Jóns Sigurðssonar og Svavar Gestsson talaði um loft- kastala ráðherra. Ekki traustvekjandi Meðferð frumvarpsins um raf- orkuver og ákvörðun um að heíja undirbúningsframkvæmdir í sum- ar er ekki traustvekjandi fyrir málið. í umræðum á Alþingi um frumvarpið um raforkuverð gerði Svavar Gestsson sérstaka grein fyrir samþykkt þingflokks Alþýðu- bandalagsins þar sem m.a. kom fram, að enn væru engar forsend- ur fyrir hendi til að unnt væri að meta hvort hagkvæmt væri fyrir íslendinga að ganga til samninga við erlenda aðila um byggingu 200 þús. tonna álvers hér á landi. Taldi hann það óráðlegt og að það mundi veikja samningsstöðu Islendinga að binda nokkur hundruð milljóna króna í nýjum virkjanafram- kvæmdum án þess að álver hafi verið ákveðið. Þrátt fyrir þessi orð samþykkti Alþýðubandalagið frumvarpið um raforkuver og Alþýðubandalagið hefur nú einnig samþykkt að hefja undirbúningsframkvæmdir við nýjar virkjanir. Þessi afstaða Al- þýðubandalagsins ber auðvitað vott um mikla tvöfeldni. Ráðherrar Alþýðubandalagsins munu auðvit- að samþykkja allt sem nauðsyn- legt er að gera í þessu máli á meðan þeir sitja í ríkisstjórn því að þeir vilja umfram allt ekki setja ríkisstjórnarsamstarfíð í hættu. Þeir haga sér hins vegar þannig að á þeirri stundu sem þessi ríkis- stjórn mun fara frá eru þeir í stöðu til að snúast af heift gegn frekari uppbyggingu áliðnaðar á íslandi og það munu þeir gera í stjórnar- andstöðu. Öll meðferð stjórnarflokkana á þessu mikilvæga hagsmunamáli Islendinga er mjög ámælisverð. Einstaka ráðherrar hafa með yfír- lýsingum sínum gert málið mjög tortryggilegt í augum okkar er- íslenska óperan Birgir ísleifur Gunnarsson „Ráðherrar Alþýðu- bandalagsins munu auðvitað samþykkja allt sem nauðsynlegt er að gera í þessu máli á meðan þeir sitja í ríkis- sljórn því að þeir vilja umfram allt ekki setja ríkisslj órnarsamstar fið í hættu.“ lendu viðsemjenda, sem auðvitað skynja nákvæmlega hver staða iðnaðarráðherra er í þessu efni. Samningsstöðu okkar hefur auð- vitað verið stórspillt og nú bíða menn í ofvæni eftir því hvort ríkis- stjórninni takist að klúðra þessu máli. Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisílokks fyrir Rcykja víkurkjördæmi. eftir Sigurð Demetz Fransson Á þessu ári eru 35 ár liðin síðan höfundur þessarar greinar flutti til íslands og hóf söngkennslu og störf í sönglífi íslendinga. Sem gamalreyndur óperusöngv- ari og söngkennari er ég stoltur af því starfi sem hér hefur verið unnið. Mér finnst einnig, að íslenska þjóðin eigi að vera stolt yfir því að eiga nú fjölda frábærra söngv- ara, sem hafa náð því marki að hafa hlotið viðurkenningu á alþjóð- legum vettvangi. íslendingar hafa áður átt söngv- ara sem gerðu garðinn frægan meðal annarra þjóða. Má þar nefna fólk eins og Pétur Á. Jónsson, Sigurð Skagfield, Maríu Markan, Stefán íslandi, Einar Kristjánsson og Þorstein Hannesson. Segja má, að þetta hafi verið fyrsta kynslóð alþjóð- legra íslenskra söngvara. Síðan kom önnur kynslóð söngvara sem að mestu leyti starf- aði hér heima eftir að flutningur á óperum hófst í Þjóðleikhúsinu. í þeim hópi eru m.a.^ Guðmunda Elíasdóttir, Guðrún Á. Símonar, Þuríður Pálsdóttir, Siguraeig Hjaltested, Ingveldur Hjaltested, Svala Nielsen, Elísabet Erlings- dóttir, Eygló Viktorsdóttir, Guð- mundur Jónsson, Jón Sigurbjörns- son, Kristinn Hallsson, Einar Sturluson, Magnús Jónsson, Guð- mundur Guðjónsson, Sigurður Björnsson, Sieglinde Kahmann, Elín Sigurvinsdottir, Rut L. Magn- ússon, Hjálmar Kjartansson, Ketill Jensson, Ólafur Þ. Jónsson og Erlingur Vigfússon, svo að ein- hveijir séu nefndir. Nú hefur ný kynslóð ungra söngvara tekið við. Stærsti hluti þessara söngvara hefur stigið sín fyrstu skref hér heima og fengið tækifæri til þess vegna þess að Islenska óperan varð til. Sú saga er ævintýri líkust og kunn öllum sem unna óperum. Stórkostleg gjöf Sigurliða Krist- jánssonar og Helgu konu hans gerði þann draum að veruleika að Islenska óperan eignaðist eigið óperuhús. Ég sagði að þessi saga væri ævintýri líkust, en hún er líka eins og draumur sem varð að veruleika. Enginn einn maður á stærri þátt í því að þessi draumur varð að veruleika en Garðar Cortez, óperasöngvari, stjórnandi og söng- kennari sem með óbilandi bjart- sýni og dugnaði stofnaðj Söng- skólann í Reykjavík og íslensku óperuna. Meðal söngvara sem telja má til hinnar nýju kynslóðar eru: Ólöf Kolbrún Harðardóttur, Sigríður Ella Magnúsdóttir, Anna Júlíana Sveinsdóttir, Elísabet Waage, Signý Sæmundsdóttir, Elísabet Eiríksdóttir, Hrönn Hafliðadóttir, Sigríður Gröndal, Sólrún Braga- dóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Elín Ósk Óskarsdóttir, Rannveig Bragadóttir, Kristján Jóhannsson, Garðar Cortez, Halldór Vilhelms- son, Jón Þorsteinsson, Kristinn Sigmundsson, Bergþór Pálsson, Eiður Á. Gunnarsson, Sigurður P. Bragason, Viðar Gunnarsson, Kolbeinn Ketilsson, Gunnar og Sigurður Demetz Fransson „Mér hefur verið tjáð að starf Islensku óper- unnar sé í stórhættu vegna fjárhag'slegra örðugleika.“ Guðbjörn Guðbjörnssynir, Guðjón Óskarsson, Ólafur Bjarnason og JúHus Vífill Ingvarsson. íslenska þjóðin er stolt af sögu sinni og menningu. í hennar huga gnæfa eflaust hæst menn eins og Snorri Sturlu- son, nóbelsverðlaunahafinn Hall- dór Laxness, málararnir Jóhannes Kjarval og Ásgrímur Jónsson og tónskáldin Páll ísólfsson og Jón Leifs og fleiri og fleiri. Hvergi á byggðu bóli er eins fjölskrúðugt sönglíf og á íslandi og hveri eins mikið til af kórum miðað við fólksfyölda. Hér á landi eru uni 60 tónlistar- skólar starfandi með mörg hundr- uð nemenda sem sýnir hve áhugi fólks er mikill. Nú spyr e.t.v. einhver: „Hvers vegna er verið að telja allt þetta upp?“ Því skal ég svara. Ég hef fengið upplýsingar sem valda mér þungum áhyggjum sem söngkennara. Mér hefur Verið tjáð að starf íslensku óperunnar sé í stórhættu vegna fjárhagslegra örðugleika. Jafnvel sé málið svo alvarlegt að hún hefji ekki störf í haust. í ljósi alls þess sem ég hef nefnt hér að framan og með framtíð allra ungii söngvaranna í huga yrði það stórslys að mínum dómi ef Islenska óperan gæti ekki hald- ið áfram starfsemi sinni. Fjöldi söngvara og starfsfólk óperunnar hefur lagt fram ómælda vinnu, oft á mjög lágum launum og við erfiða aðstöðu. Mér finnst að ráðamenn þjóðar- innar, bæði Alþingi og ríkisstjórn, eigi að rétta Íslensku óperunni hjálparhönd í þessurn erfíðleikum. íslenska óperan er þrátt fyrir alla erfiðleika komin svo vel á legg að hún er orðin þjóðareign og það má ekki gerast að henni verði lok- að núna. Það væri eins og að ætla að byggja hús en gleyma að reisa þakið. Ég leyfi mér hér með að snúa máli mínu til þjóðarinnar, Alþing- is, ríkisstjórnar, óperuunnenda og annarra. Rétturn hjálparhönd til að ís- lenska óperan geti lifað. Höfundur er söngkennari í Reykja vík. Villandi yfírlýsingar og rang- færslur I slendinga um hvalamálið eftir Sidney Holt, D.Sc. VINIR mínir hafa sent mér úrklippur og enskar þýðingar á gi-ein- um, sem birtar hafa verið í íslenskum blöðum frá því ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins lauk í Noordwijk í Hollandi í síðasta mán- uði. Ég hef einnig lesið afrit af fréttum útvarps og sjónvarps um þetta efni. Þessi fréttaflutningur veldur mér áhyggjum vegna þess að félagar í íslensku sendinefndinni á fundinum hafa gefíð islensku þjóðinni mjög svo villandi mynd af honum. Þetta kemur þeim ekk- ert á óvart, sem sátu alla fundina í Noordwijk - fundi vísindanefnd- arinnar, sljórnunarnefndar, tækninefndar og svo allsherjarfund- inn. Það er mjög dapurlegt að Gunn- laugur Konráðsson, sjómaður á Árskógssandi, skuli taka undir hótanir fulltrúa íslenska sjávarút- vegsráðuneytisins á ársfundi Al- þjóðahvalveiðiráðsins (IWC) um að Islendingar myndu ganga úr ráð- inu vegna þess að tillögum þeirra, um að hrefnuveiðar yrðu heimilað- ar að nýju, var hafnað [Morgun- blaðið, 11. júlfj. Svo virðist sem rangfærslurnar í yfirlýsingum ýmissa félaga í íslensku sendi- nefndinni hafi villt um fyrir Gunn- laugi og mörgum öðrum íslending- um. Þá bitu þeir höfuðið af skömm- inni er helsti vísindamaðurinn í nefndinni, Jóhann Siguijónsson sjávarlíffræðingur, gerðist af ásettu ráði brotlegur við reglur IWC með því að skýra fjölmiðlum á Islandi frá starfí vísindanefndar- innar áður en fundur hvalveiði- ráðsins hafði verið settur og reynd- ar áður en gengið hafði verið frá drögum að skýrslu nefndarinnar ag sendinefndir aðildarríkjanna höfðu fengið þau. Frásögn Jóhanns, eins og hún birtist í íslenskum dagblöðum, út- varpi og sjónvarpi, var gróflega villandi og farið var rangt með staðreyndir í ýmsum mikilvægum atnðum. Ég ætla mér ekki að færa hér rök með eða á móti því að taka upp hvalveiðar að nýju, heldur aðeins varpa ljósi á gang fundarins með hliðsjón af yfirlýsingum íslensku fulltrúanna. Bannið gildir í óákveðinn tíma í fyrsta lági hélt fulltrúi íslands því fram á ársfundi IWC að ákvörð- un ráðsins frá 1982 um að banna hvalveiðar í atvinnuskyni frá 1986 félli sjálfkrafa úr gildi 1990. Þessi túlkun hans fékk aðeins hljóm- grunn hjá Norðmönnum, aðrar þjóðir voru þeirrar skoðunar að bannið gilti í óákveðinn tlma eða þar til því yrði aflétt með þremur fjórðu atkvæða. í öðru lagi hafa íslendingaiý Norðmenn og Japanir lagt fram kröfur um að hvalveiðiráðið úthluti hrefnukvótum tafarlaust og í sér- stöku tilteknu augnamiði. Þessar kröfur fengu ekki einu sinni hljóm- grunn hjá þjóðum, sem hafa gert hlé á hvalveiðum í samræmi við ákvörðun ráðsins um bann við þeim: Brasilíumönnum, Chile- mönnum, Spánveijum, Suður- Kóreumönnum og Sovétmönnum. Yfirgnæfandi meirihluti (fjórir fimmtu aðildarríkjanna) er fylgj- andi áframhaldandi hvalveiðibanni að minnsta kosti þar til hvalveiði- ráðið hefur samþykkt nýtt stjórn- unarkerfi fyrir hvalveiðar. Slíks samkomulags er ekki að vænta fyrr en í fyrsta lagi 1991. í þriðja lagi voru kvótakröfur íslendinga, Norðmanna og Japana byggðar á þeirri forsendu að þar til nýtt stjórnunarkerfi hefur verið samþykkt bæri að nota áfram þær stjórnunaraðferðir, sem samþykkt- ar voru I ráðinu 1975 (og nefnast „nýjar stjórnunaraðferðir", NMP, þótt þær séu ekki nýjar lengur) og eru enn í gildandi reglugerðum ráðsins. Það að NMP sé enn í gildi er aðeins hálfur sannleikurinn, ef lögin eru skoðuð nánar. Ákvörðun- inni um hvalveiðibannið 1982 var komið í framkvæmd með mikil- vægri breytingu á NMP, því bætt var við grein 10E í reglugerðina, sem setur NMP í biðstöðu þar til greinin verður felld úr gildi. Enn- fremur hefur vísindanefndin sýnt fram á að „nýju stjórnunaraðferð- irnar“ eru ónothæfar, geta ekki afstýrt frekari minnkun hvala- stofna, komið þeim í nýtanlega stærð, eða komið í veg fyrir miklar sveiflur á veiðikvótum, en þetta þrennt felur í sér grundvallarmark- mið hvalveiðiráðsins. Helsta ástæða þess að hvalveiðibannið var samþykkt var að menn vöknuðu til vitundar um þessa galla á NMP. Vísindanefndin samþykkti ekki endurflokkun á hrefnum í fjórða lagi hafa félagar í íslensku nefndinni ítrekað haldið því fram að vísindanefndin hafi á árinu samþykkt að flokka skuli hrefnustofninn við ísland með stofnum, sem lítið eða ekkert hafa minnkað frá því atvinnuveiðar hóf- ust. Þetta er einfaldlega ósatt. Það sem vísindanefndin samþykkti í raun var að ef rétt væri að nota visst reiknilíkan (sem nefnt er HITTER-líkanið í skýrslu nefndar- innar) þá bæri að fylgja ofan- greindri flokkun. Hins vegar voru aðeins íslendingar og fylgismenn þeirra frá Noregi og Japan á þeirri skoðun að rétt væri að nota þetta líkan í þessu tilviki. Vísindamenn frá öðrum löndum (og ekki aðeins þeir, sem hægt væri að vefengja vegna þess að íslenska nefndin kallar þá „umhverfisverndar- sinna“) töldu að slíkt líkan væri algjörlega óviðeigandi miðað við þær tæknilegu aðstæður sem voru fyrir hendi þegar stofnmælingar íslendinga og Norðmanna fóru fram. Mikill meirihluti vísinda- nefndarinnar hafnaði gögnum ís- lendinga og Norðmanna um hval- veiðar á Mið-Atlantshafssvæðinu vegna þessara tæknilegu að- stæðna. íslenska nefndin hefur þannig kynnt skoðanir vísindamanna frá íslandi og tveimur öðrum löndum sem álit allrar vísindanefndarinn- ar, en það er reginfirra. Þær yfirlýsingar, sem á eftir Sidney Holt komu frá fulltrúum íslands, þess efnis að hvalveiðiráðið hefði fórnað „viðurkenndum" niðurstöðum vísindamanna á altari náttúru- verndarsinna, sem kærðu sig ekki um vísindalegar staðreyndir, eru einnig algjörlega tilhæfulausar. Slíkar yfirlýsingar boða ekki gott fyrir alþjóðlega samvinnu á öðrum sviðum náttúruverndar. [Þeir sem vilja sannreyna ofan- greindar fullyrðingar geta fengið eintak af Skýrslu vísindanefndar- innar, með viðaukum, frá skrif- stofu hvalveiðiráðsins í Cambridge í Englandi. Þeim skal bent á bls. 28 í aðalskýrslunni, undir fyrir- sögninni CENTRAL STOCK (Mið- stofninn) og viðauka F, þ.e. skýrslu undirnefndar um hrefnur í Norður-Atlantshafi. Einnig bls. 14 undir CENTRAL STOCK. Islenska nefndin beitti þeirri aðferð, er hún reyndi að renna stoðum undir vill- andi túlkun sína á skýrslu vísinda- nefndarinnar, að gefa engan gaum að tveimur skilgreiningum í máls- greinunum, sem hér er vísað til. Fulltrúar tveggja ríkja bentu nefndinni á þetta á ársfundinum, en í lokaræðu sinni - sem formað- ur bandarísku sendinefndarinnar lýsti réttilega sem „æsingaræðu“ (sjá orðrétta fundargerð frá alls- heijarfundinum sem einnig er hægt að fá frá skrifstofunni) - hélt talsmaður íslensku nefndar- innar rangtúlkuninni til streitu, fulltrúm nokkurra annarra ríkja augljóslega til mikillar skapraun- ar.] Áhrif hrefnuveiða Að lokum vil ég minnast á kvört- un Gunnlaugs Konráðssonar vegna viðbragða hvalveiðiráðsins við skriflegri spurningu íslensku nefndarinnar um hvaða áhrif veið- ar á 200, 300 eða 400 hrefnum á ári hefðu. Vísindamennimir voru almennt þeirrar skoðunar að þetta væri léttvæg spurning, sem verð- skuldaði léttvægt svar. Því gæti svarið aðeins verið á þann veg að hvölunum myndi fækka sem þess- um tölum nemur. Margir þeirra, sem sæti eiga í nefndinni, létu bóka að slíkar spurningar, sem hefðu ekkert með stjórnunarað- ferðir að gera, væru ekki rétta leið- in til að nálgast viðfangsefnið. Aðrir sögðu það áhyggjuefni að nefndin skyldi beðin að svara slíkri spurningu þegar hún væri að reyna að leggja víðtækt mat á ástand hrefnustofna. Vísindanefndin reyndi þó að svara spurningunni betur með frekar einföldum útreikningum. Hluti svarsins var að ef 1.000 eða fleiri hvalir yrðu drepnir á næstu fimm árum myndi stofninn minnka allt tímabilið. Nokkrir nefndar- menn létu þó einnig í ljós þá skoð- un að það, hvort hægt væri að svara spurningunni, væri háð því hvort Mið-Atlantshafshrefnan (á svæðinu milli Austur-Grænlands, íslands og Jan Mayen) væri af ein- um stofni, sem er öldungis óvíst eins og skýrt er tekið fram í skýrslu vísindanefndarinnar. Þessi ráðgjöf vísindanefndarinn- ar hafði áhrif á þá ákvörðun hval- veiðiráðsins að ganga ekki að æ háværari kröfum Islendinga um tafarlausan hrefnukvóta. Helsta ástæðan var þó, að öll aðildarríkin nema ísland, Japan og Noregur, eru þeirrar skoðunar að hvalveiðar í atvinnuskyni geti aðeins hafist að nýju ef og þegar öruggar stjórn- unarreglur hafa verið samþykktar eftir viðamikla rannsókn með tölvureiknilíkönum. Norska sendinefndin á ársfund- inum sakaði nokkur aðildarríki og vísindamenn þeirra á æsifenginn hátt um að hafa af ásettu ráði tafið fyrir því að slíkt gæti orðið í samræmi við þá pólitísku stefnu þeirra að koma í veg fyrir að hval- veiðar hæfust nokkurn tíma aftur. Þetta eru ekki aðeins hróplega til- hæfulausar ásakanir, heldur er slík móðursýki á fundi milliríkjastofn- unar fyrirlitleg. Það sætir einnig furðu að þessar ásakanir skuli koma úr þessari átt. Hægt er að tilfæra margar skjallegar heimildir fyrir því að Norðmenn hafa í fimmtán ár reynt á skipulegan hátt innan hvalveiðiráðsins að tryggja að hvalveiðar lúti ekki trú- verðugum og raunhæfum reglum, einkum á Norður-Atlantshafi. Norska stjórnin er því sjálf útfarin í því að tefja framgang málsins. Það sómir ekki íslendingum nú að tengjast svo náið slíkum aðferðum. „Svæðisbundin“ hvalveiðistofnun út í hött Formaður norsku sendinefndar- innar skýrði einnig frá því á fundi hvalveiðiráðsins að Norðmenn, ís- lendingar, Grænlendingar og Fær- eyingar hefðu undirritað óformlega yfirlýsingu um samvinnu um rann- sóknir, verndun og nýtingu hvala og sela á Norður-Atlantshafi. Þetta væri undanfari úrsagnar úr hval- veiðiráðinu og nýrrar stofnunar er fengi lögsögu yfír hvalveiðar á hafsvæðinu. Ef þetta væri rétt og trúverðugt, myndi það vekja mikil- vægar spurningar um alþjóðalög, einkum í tengslum við ríki eins og ísland, sem eiga þegar aðild að hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna, þar sem hvalir eru flokk- aðir með fardýrum, sem skuli heyra undir sérstaka stofnun. Sátt- málinn kveður greinilega á um að alheimsstofnun skuli annast stjórnun hvalveiða og verndun hvalastofna og Alþjóðahvalveiðir- áðið er sú stofnun á meðan það starfar. Hvað sem því líður er ljóst að óhugsandi er að „svæðisbundin“ stofnun tveggja ríkja (íslands og Noregs; Grænland og Færeyjar hafa ekki enn að minnsta kosti öðlast sjálfstæði og eru ekki háð milliríkjasamningum sem sjálfstæð ríki) geti orðið yfirvald í alþjóðleg- um hafréttarmálum - án aðildar allra hinna ríkjanna við Atlantshaf og fleiri ríkja, sem geta með rétti gert tilkall til þess að vera með í ráðum um auðlindirnar í úthöfun- um. Litið yrði á þjóð, sem hæfí hvalveiðar í atvinnuskyni undir vernd slíkrar stofnunar, sem sjó- ræningja og önnur ríki heimsins myndu veita henni verðuga ráðn- ingu. Höfundur hefurátt sæti í vísindanefnd Alþjóðahvalveiði- ráðsins frá 1960. Þar var hann lengst affulltrúi Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) tilársins 1979, einnig Umhverfisáætlunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP) og Sameinuðu þjóðanna sjálfra. Frá þvi hann lét af störfum hjá FAO árið 1980 hefur hann verið vísindaráðgjafi sendinefndar Seychelles-eyja. Hann er menntaður í stærðfra'ðilegri líffræði, hefur sérhæft sig í rannsóknum á fiskveiðum og stjórnun þeirra og hefur skrifað í meira en 200 vísindarit. Sameinuðu þjóðirnar heiðruðu hann í fyrra fyrir starfhans í þágu náttúruverndar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.