Morgunblaðið - 04.08.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.08.1990, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1990 Eftirspurn á laxi vex hraðar en framboð: Búist er við að verð á laxi hækki verulega á næsta ári VONIR standa til að verð á laxi muni hækka verulega á næsta ári. Eftirspum vex um þessar mundir mun hraðar en framboð og er búist við framhaldi á þeirri þróun. í haust er von á töluverðu magni af laxi á markaðinn en þá verður slátrað nýrri kynslóð í löndum á borð við Noreg, Skot- land og Kanada þar sem kvíaeldi er stundað. Viðbrögðum markað- arins við þeirri framboðsaukn- ingu er beðið með eftirvæntingu enda munu þau gefa vísbendingu um hversu stöðugt verð á laxi er. Friðrik Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Islandslax, sagði að gjaldþrot laxeldisstöðva í Noregi, Skotlandi og íslandi væri ein af ástæðunum fyrir þvf að framboðið af laxi yxi ekki eins hratt og áður. Á árunum 1987-1990 hefði orðið að meðaltali 70% framleiðsluaukn- ing, nú væri þessi framleiðsluaukn- ing um 15% árlega og árið 1992 væri reiknað með að hún yrði kom- Akranes: Banaslys við Sements- verksmiðjuna 58 ÁRA gamall maður beið bana er hann varð fyrir flutningabil á athafnasvæði Sementsverksmiðj- unnar á Akranesi í gærmorgun. Maðurinn gekk yfir Faxabraut, milli athafnasvæðis verksmiðjunnar og hafnarinnar og varð fyrir bílnum sem verið var að leggja að sements- afgreiðslu. Taiið er að maðurinn, sem var starfsmaður Sementsverksmiðjunn- ar, hafí látist samstundis. in niður í 5-7%. Á sama tíma væri neysla á laxi að aukast um að með- altali 20% á ári. Það myndi því ein- hvem tímann koma að því að neysl- an ykist meira en framboðið sem myndi óhjákvæmilega leiða til verð- hækkunar. „Við töldum til skamms tíma ekki vera tímabært að gera ráð fyrir miklum hækkunum fyrr en á næsta ári. Það varð 25-30% verð- lækkun á síðasta ári en á þessu ári hefur verð hækkað það mikið á ný að búið er að vinna lækkunina upp. Við trúum því að verð muni áfram fara hækkandi. Það er að minnsta kosti ekkert sem bendir til að verð- hækkun geti ekki orðið.“ Friðrik sagði að nú væri erfítt tímabil að ganga yfír en reikna mætti með að þeir sem lifðu þetta ár af mættu eiga von á betri tíð þegar fram í sækir. „Ég held hins vegar að menn verði að taka upp meira samstarf sín á milli hvort sem að það samstarf felist í samruna eða einhveiju öðru.“ Ólína geng- ur í Alþýðu- flokkinn ÓLÍNA Þorvarðardóttir, borg- arfulltrúi Nýs vettvangs, hefur gengið í Alþýðuflokkinn. Ólína segist hafa tekið ákvörðun um þetta vegna þess að hún hefði mikið álit á Alþýðuflokknum. Hann hafi stigið það skref í síðustu kosn- ingum, með aðild að Nýjum vett- vangi, að hún treysti sér til að ganga til liðs við hann. Hún segir, að þessi ákvörðun sín hafi engin áhrif á tilvist Nýs vett- vangs, enda eigi Alþýðuflokkurinn aðild að honum. Hins vegar sjái hún ekki betur, en Alþýðuflokkur- inn uppskeri nú árangur þátttöku sinnar í Nýjum vettvangi, enda streymi fólk nú til hans, 5 milljarða fjárfesting' í sjávarútvegi árið 1989 FJÁRFESTING í íslenskum sjávarútvegi var 4,9 milljarðar króna árið 1989, eða 8,9% af heildarfjárfestingu íslendinga árið 1989. Þetta hlutfall var hins vegar 15,2% árið 1988. Fjár- munaeign í fískiskipum var rúmlega 49 milljarðar króna í árslok 1989 en rúmlega 24 millj- arðar króna í byggingum og tækjum til fiskvinnslu, sam- kvæmt upplýsingum frá Fiskifé- lagi íslands. Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir að fjárfesting í fiskveiðum verði minni í ár en í fyrra og líkur benda til að fjárfestingin verði minni í ár en hún hefur verið síðastliðin 15 ár. Fjárfesting í fiskveiðum var 3,4 milljarðar króna árið 1989, eða tæpum 2,5 milljörðum króna minni en árið áður, en íslendingar áttu 19. stærsta fiskveiðiflota í heimin- um í fyrra, miðað við brúttórúm- lestatölu skipa, sem eru stærri en 100 brúttórúmlestir. Fjárfesting í fískvinnslu var hins vegar um 1,5 milljarðar króna árið 1989, sem er svipuð fjárfesting og árið áður í krónum talið. Árið 1989 flölgaði skipum í íslenska fiskiskipaflotanum þriðja árið í röð og þau voru 965 talsins í lok ársins, þar af voru 112 togar- ar í notkun. Smábátum, 10 lestum og minni, fjölgaði um 19 í fyrra en stærri skipum fækkaði um 10 og fískiskipastóllinn var um 121 þúsund brúttórúmlestir í árslok. Alls höfðu 12,7% af heildarfjölda starfandi manna á íslandi árið 1987 atvinnu sína af veiðum og vinnslu, eða 1,3% færri en 1983. Reykhólasveit: Velþroskuð aðalbláber farin að sjást „ Miðhúsum, Reykhólasveit. UTLIT er fyrir mjög góða beijauppskeru í sumar. Þegar eru farin að sjást vel þroskuð aðalbláber hér í íjallinu. Blómgun lyngsins tókst sérstak- lega vel í vor. Bendir margt til þess að óhemjugóð berjaspretta verði í sumar á öllum þeim stöðum á Vestfjörðum sem fréttaritari hef- ur heyrt af. Ætti að vera hægt að fara að tína eftir hálfan mánuð, þó nokkru fyrr en undanfarin sum- ur. Sveinn. Landsmótið í golfí: Úlfar og Ragn- hildur eru efst SPENNA ríkir á Landsmótinu í golfí á Akureyri fyrir síðasta dag mótsins í dag. Úlfar Jonsson heldur forystunni í meistaraflokki karla, með tveggja högga forskot á Ragnar Ólafsson og Sig- uijón Arnarsson. Úlfar lék á 74 höggum en Ragn- ar á 73. Sigurður Sigurðsson náði besta árangri dagsins, lék á 72 höggum, einu yfír pari, og komst í 4. sætið. Ragnhildur Sigurðardóttir vann upp sex högga forskot Karenar Sævarsdóttur og hef- ur þriggja högga forskot. Morgunblaðið/KGA Ragnhildur Sigurðardóttir fagnar glæsilegu pútti á 17. holu. Hún er efst i kvennaflokki eft- ir þriðja daginn. Keppni efstu manna í meistara- flokki karla var mjög jöfn. Úlfar, Ragnar og Siguijón léku saman í hópi og skiptust á forystunni, en Úlfar náði góðum leik á síðustu holunum. „Þetta gekk vel og ég vona að ég nái að halda mínu striki á morgun," sagði Úlfar. „Ég á von á harðri keppni, en vona að veðrið verði betra," sagði Úlfar. Ragnhildur lék mjög vel, á 79 höggum, en Karen var langt frá sínu besta, notaði 88 högg. „Ég fann mig betur í dag og sló mjög vel. Það er gott að hafa þijú högg í nesti en það getur allt gerst,“ sagði Ragnhildur. „A morgun stefni ég að því að gera mitt besta og halda taugunum í lagi.“ Keppni í dag hefst kl. 7 í 1. flokki kvenna. Keppni í meistara- flokki kvenna hefst kl. 12.30 og kl. 13.10 í meistaraflokki karla en kl. 15.10 fer síðasti hópurinn út. Staðan fyrir síðasta dag Lands- mótsins: Meistaraflokkur karla: 216 Úlfar Jónsson, GK.........70-72-74 218 Ragnar Ólafsson, GR.......75-70-73 Siguijón Amarsson, GR....73-70-73 224 Sigurður Sigurðsson, GS...77-75-72 Guðmundur Sveinbjömsson, GK 226 227 ............................76-74-74 Tryggvi Traustason, GK.....77-75-74 Amar Már Ólafsson, GK......73-75-79 Björgvin Sigurbergsson, GK.77-75-75 Meistaraflokkur kvenna: 238 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR ..................................80-79-79 241 Karen Sævarsdóttir, GS......77-76-88 253 Kristín Pétursdóttir, GK....87-83-83 Þórdís Geirsdóttir, GK.....86-80-87 1. flokkur karla: 228 Ólafur A. Gylfason, GA.....76-78-74 232 Þorleifur Karlsson, GA......78-80-74 233 Helgi A. Eiríksson, GR......80-78-75 1. flokkur kvenna: 264 Rakel Þorsteinsdóttir, GS..88-87-89 270 Jónína Pálsdóttir, GA......86-92-92 274 Áslaug Stefánsdóttir, G A..91 -92-92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.