Morgunblaðið - 04.08.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.08.1990, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1990 Ast er__ . • . að drekkja henni í blóm- um. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved © 1990 Los Angeles Times Syndicate y ijzppr ir 7j7 Kunningi. Við reykjum ekki hér ... HÖGNI HREKKVÍSI ÍSLENSKU TRÖLLIN HAFA FENGIÐ FRAMANDIUTLIT Til Velvakanda. Við sem höfum lesið íslenskar þjóðsögur frá blautu barnsbeini höfum ákveðnar skoðanir um útlit á íslensku tröllunum og íslenska huldufólkinu. Ég geri mér ekki grein fyrir hvort það eru teikningar sem fylgt hafa sögunum sem hafa mótað skoðun mína (og minna jafn- aldra) eða hvort um er að ræða Okeypis að- gang að sund- stöðum fyrir atvinnulausa Til Velvakanda. Við erum þrjár atvinnulausar stúlkur og langar til að koma eftir- farandi á framfæri: Okkur langar að koma því á framfæri, hvort ekki væri hægt að gefa atvinnulausum ókeypis aðgang að sundstöðum og við hvaða aðila ætti að tala í því sambandi til að fá þessu framgengt. Einnig langar okkur að vita hvort hvergi í Reykjavík er til „bað- hús“, t.d. fyrir þá sem leigja sér herbergi með engu baði og hafa ekki kunningja til að leita til með slíka þjónustu. Þijár atvinnulausar (og baðlausar). áhrif frá íslensku landslagi og nátt- úru. Ég man eftir því að hafa sem barn lesið norsk ævintýri um tröll og þau skipuðu ósjálfrátt allt annan sess í huga mér af því að þau litu allt öðru vísi út en þau íslensku, enda af allt öðru sauðahúsi. Á undanförnum árum hafa kom- ið út sögur um íslensk tröll með teikningum eftir erlenda listamenn sem ég veit ekki hvort búa hér eða hafa bara verið fengnir til að teikna íslensk tröll. Og viti menn. íslensku tröllin hafa allt í einu fengið fram- andi útlit. Andlitsdrættirnir sem voru skarpir og tröllslegir eru horfnir, en í staðinn eru komnar skvapkenndar fígúrur með erlent yfirbragð. Ennið sem var hátt og tignarlegt er orðið lágt og hrukk- ótt. Skarpmótaða nefið sem skagaði fram eins og tígulegt íslenskt fjall er orðið að kringlóttu kartöflunefi. Andlitið sem var fastmótað og svip- mikið er orðið eins og útflattur svampur með hangandi og hrukk- óttar kinnar. Ég hef borið mig saman við margt fólk á mínum aldri og ívið yngra og þeim ber öllum saman um að íslensku tröllin hafi breyst í út- liti með þessum nýju útgáfum. Við höfum verið að grínast með hvort mataræði tröllanna hafi eitthvað breyst í tímans rás, en í alvöru erum við sammála um að rekja megi or- sökina til teiknaranna, sem hafa sennilega ekki alist upp hér á landi og hafa því ekki drukkið í sig íslen- skar þjóðsögur með móðurmjólk- inni. Islenskir bókaútgefendur sem ætla að gefa út íslenskar tröllasög- ur þyrftu að leiðbeina teiknurunum um einkenni íslenskra trölla því að þeim megum við ekki glata. Þau eru séríslensk og fyrirfinnast hvergi annars staðar í heiminum. Sömu sögu er að segja um ís- lenska huldufólkið. Það er líka séris- lenskt fyrirbæri sem ekki fyrirf- innst meðal annarra þjóða og hefur því séríslenskt útlit. Ekki þetta er- lenda „fairy-útlit eins og mjónefja álfadrottningar með stjörnugljáandi töfrasprota. Fróðlegt væri að heyra álit þeirra sem gæddir eru þeim hæfileika að sjá meira en almenn- ingi er gefið og hafa því ef til vill séð huldufólk með eigin augum. Mér datt í hug að nefna þetta þegar ég frétti að Sólarfilma hefði fengið þekktan amerískan teiknara, Daniel Kirk, til að teikna íslenska jólasveina á jólakort. Vonandi skemmir hann ekki ímynd íslenskra jólasveina og gerir þá alþjóðlega í útliti. Tröllin, huldufólkið og jóla- sveinarnir eru hluti af okkar ís- lensku menningu sem okkur ber skylda til að varðveita fyrir kom- andi kynslóðir. Fimmtug amma TÝNDUR KÖTTUR Þessi köttur heitir Steingrímur og hvarf hann frá heimili sínu Miðtúni 76. Þeir sem hafa séð Steingrím hafi samband í síma 628578. Átti að auglýsa að vatnið væri lokað Til Velvakanda. Sunnudaginn 29. júlí lagði ég leið mína að Hvammsvík í Hvalfirði þar sem ég hugðist veiða regnboga- silung. Þegar þangað var komið bað ég eins og lög gera ráð fyrir um veiðileyfi, en var sagt að það væri útilokað þar sem Slippfélaginu hefði verið Ieigður dagurinn. Mér þótti þetta hálfundarlegt þar sem ég vissi ekki til að stangafjöldi væri takmarkaður, og helgina áður hafði verið sá ijöldi við veiðar þarna að maður varð að gæta sín þegar maður kastaði. Það sem mér þótti hins vegar mest fyrir, er sá dónaskapur sem þeim er sýndur sem vilja njóta lífs- ins við veiðar þarna með því að auglýsa þá ekki að vatnið væri lok- að þennan dag. Það hefði sparað manni ferðina sem varð til einskis og maður hefði getað lagt leið sína annað. Það hefði verið sáraeinfalt að koma stuttri tilkynningu í útvarp t.d., annað eins hefur verið gert. ísólfur Pálmarsson Víkveiji skrifar Rúllubindivélar hafa verið Vík- verja umræðuefni í sumar og síðastliðin sumur. Sérstaklega þó hvernig bændur geti fjármagnað tækjakaupin. Hitt er alveg ljóst, að þessi nýja tækni hefur gert hey- verkun hér á landi mun auðveldari og bændum reynist heyskapurinn mun léttari með þessum tækjum. Veðurfarið hefur minna að segja og færri hendur þurfa að koma nálægt vinnunni — auk þess sem heyið verður oftast betra fóður en með eldri aðferðum. Hitt er svo ánnað mál að þessar hvítu gorkúlur út um öll tún stinga a.m.k. í augu kaupstaðarfólksins sem ekur um sveitir landsins á sumrin. Svo mætti einnig spyija hvort allt þetta plast sem notað er til að pakka rúllunum valdi ekki mikilli umhverf- ismengnn? Víkverji veit að margir bændur hafa áhyggjur af þeirri loftmengun sem brennsla umbúð- anna veldur. XXX í Skagafírði í nokkra daga og ók um sveitir þar. Þá vakti það at- hygli hversu umgengni var góð og fallegt að sjá heim að mörgum bæjum þar sem margir virtust leggja metnað sinn í að hafa nán- asta umhverfi sitt snyrtilegt. Á síð- astliðnum árum hafa verið stofn- aðar fegrunarnefndir í nokkrum hreppum Skagafjarðar til að sporna gegn slæmri umgegni við landið. Þetta átak hefur greinilega tekist með miklum ágætum. Fyrir nokkr- um árum var ekki með nokkru móti hægt að benda á Skagfirðinga sem fyrirmynd annarra í umgengni um bújarðir. Þeir höfðu orð á sér fyrir að hugsa meira um gleðskap og útreiðar_ en búskap og snyrti- mennsku. Áfram eru þeir miklir gleðskaparmenn en hafa algjörlega snúið við blaðinu í umgengni sinni við landið. XXX Ivikunni gerði Víkverji slæma umgengni í sveitum að umræðu- efni. Fyrir skömmu dvaldi Víkveiji Afram liggur leið Víkveija og nú yfir Öxnadalsheiði og á veg í Hörgárdal með bundnu slitlagi. Þessi vegur var lagður fyrir nokkru, en Vegagerðin hefur ekki enn séð sóma sinn í því að ganga frá vegköntum, heldur skilið eftir ljót sár á landslagið. Yfirleitt er Vegagerðin fljót að laga til eftir sig, en þarna virðast menn hafa gleymt sér. xxx * AAkureyri vakti það helst at- hygli Víkveija að hús við Glerárgötu standa að meirihluta til tóm, en þarna var fyrir nokkrum árum blómleg atvinnustarfsemi og h'fæð atvinnulífs í bænum þarna í kring. Tómir salir og yfirgefin fyrir- tæki bera núna vitni um slæmt at- vinnuástand. Akureyringar sem Víkveiji ræddi við töldu að á næst- unni myndi þó enn síga á ógæfuhlið- ina ef nýtt álver risi á Reykjanesi en ekki á Akureyri. Þá fyrst kæmi til verulegs fólksflótta frá Akur- eyri. Margar fjölskyldur hreinlega biðu eftir því að eitthvað færi að gerast fyrir norðan og vonleysið myndi ná tökum á fólki ef ákvörðun um staðsetningu álvers yrði þeim ekki í hag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.