Morgunblaðið - 04.08.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1990
21
INNRAS IRAKA I KUVÆT
„Slátrarinn í Bagdad er að
hræða úr þeim líftóruna“
—segir breskur olíusérfræðingur um Persaflóaríkin
London, Tókíó. Reuter, Daily Telegraph.
VESTRÆN stjórnvöld eiga úr vöndu að ráða vegna innrásar íraka
í Kúvæt. Hernaðaríhlutun Bandaríkjamanna með einum eða öðrum
hætti hefur ekki verið útilokuð en fyrstu skrefin hafa verið efnahags-
legar refsiaðgerðir; öll viðskipti Bandaríkjanna við íraka hafa verið
stöðvuð. Inneignir þeirra og Kúvæta á Vesturlöndum frystar, þ. á m.
í Japan og Vestur-Þýskalandi. Ljóst er að margir nágrannar íraka
eru felmtri slegnir vegna framferðis Saddams Husseins íraksforseta
og telja sérfræðingar að önnur Persaflóaríki geri allt til að ögra
ekki forsetanum. Verulegur hluti íraskrar olíu er fluttur með leiðsl-
um frá Kirkuk-svæðinu til tyrknesku hafnarinnar Yumurtalik við
Miðjarðarhaf. Tyrkland er aðili að Atiantshafsbandalaginu en þar-
lendir embættismenn segja að ekki hafi verið farið fram á að þeir
loki leiðslunum.
Tyrkir og fleiri nágrannaþjóðir
íraka hafa árum saman haft þung-
ar áhyggjur af vaxandi herstyrk
íraka en yrði leiðslunum lokað
gætu afleiðingarnar orðið ófyrirsjá-
anlegar, viðbrögð Husseins gætu
hleypt öllu í bál og brand á svæðinu.
Um 30% af olíu á heimsmarkaði
kemur frá löndum við Persaflóa.
Mögulegt er að framboð á olíu á
heimsmarkaði geti minnkað um
10% vegna mögulegs viðskipta-
banns gegn Hussein forseta. Vest-
rænir sérfræðingar telja þó ekki
verulega hættu á miklum umbrot-
um í olíuviðskiptum. „Dæmin sýna
að erfitt er að framfylgja viðskipta-
banni,“ sagði breskur hagfræðing-
ur.
Er fréttin um innrásina barst út
hækkaði Brent-olía, sem helst er
miðað við, þegar um fimfntán af
hundraði, í um 24 Bandaríkjadoll-
ara fatið, en verð á dollara og
gulli, sem einnig hækkaði fyrst í
stað, lækkaði aftur í gær. Sumir
heimildarmenn óttast þó að kaup-
æði geti gripið um sig og benda á
að 1979 hafi því verið spáð að verð-
hækkanir Samtaka olíutflutningd-
ríkja, OPEC, myndu ekki standast.
Raunin varð önnur; Japanir hófu
að safna olíubirgðum af slíku of-
forsi að verðið tók stökk upp á við.
Önnur ríki OPEC gætu e.t.v.
reynt að mæta aukinni eftirspurn
vegna viðskiptabanns með því að
auka framleiðsluna. Einkum er
rætt um Venezúela og Nígeríu en
einnig gætu Norðmenn, sem ekki
eru í OPEC fremur en mesta olíu-
framleiðslulandið, Sovétríkin, séð
sér leik á borði. En sérfræðingur í
London telja fráleitt að önnur lönd
við Persaflóa myndu reyna slíkt.
yÞeir er allir smeykir við að styggja
Iraka. Slátrarinn í Bagdad er nærri
búinn að hræða úr þeim líftóruna,"
sagði einn þeirra. Saddam Hussein
tókst fyrir skömmu að nota hernað-
armátt sinn til að þvinga Saudi-
Araba og Arabísku furstadæmin til
að minnka framleiðslu sína og
hækka lágmarksverð upp í 21 doll-
ara fatið. Hann hrifsaði til sín for-
ystuna í OPEC frá Saudi-Aröbum
og olíumarkaðurinn, þar sem lög-
mál framboðs og eftirspurnar hafa
ráðið ríkjum í áratug, er nú aftur
orðinn vígvöllur pólitískra átaka.
Gífurlegar eignir Kúvæta:
Tekjumar af íjárfestingum
erlendis litlu minni en af olíu
Lundúnum. Reutcr, Daily Telegraph.
VESTUR-Þjóðverjar og Japanir
gengu í gær til liðs við Banda-
ríkjamenn í baráttu þeirra fyrir
efnahagslegum refsiaðgerðum
gegn Irökum vegna innrásar
þeirra í Kúvæt og sögðust ætla
að frysta eignir Kúvæta til að
koma í veg fyrir að Irakar gætu
sölsað þær undir sig. Eignir Kú-
ÍRAKAR réðust inn í Kúvæt, hið
ríka og smáa nágrannaríki sitt,
aðeins tveimur árum eftir að endi
var bundinn á átta ára stríð þeirra
og írana. íbúar íraks eru rúmlega
17 milljónir, þar af eru Kúrdar,
sem löngum hafa verið ofsóttir í
landinu, rúmlega 2,5 milljónir.
Landið er 434.924 ferkílómetrar
að stærð. Það á landamæri í austri
að íran, í suðri að Saudí-Arabíu
og Kúvæt, vestri að Jórdaníu og
Sýrlandi og í norðri að Tyrkl-
andi. Strandlengja þess við Pers-
aflóa er afar stutt.
írakar eru háðir olíuútflutningi
sínum því gjaldeyristekjur sínar fá
þeir nær eingöngu af honum. Annar
iðnaður er námugröftur, mann-
virkjagerð, fiskiðnaður, skógrækt og
landbúnaður. Erlendar skuldir íraka
um mitt síðasta ár voru áætlaðar
um 65 milljarðir Bandaríkjadala,
fyrst og fremst vegna Persaflóa-
stríðsins.
írak var til forna þekkt sem Me-
sópótamía. Síðar var það hluti ottó-
mannaríkis Tyrkja ásamt fleiri lönd-
um fram til heimsstyijaldarinnar
fyrri þegar írak komst undir breska
stjórn. Faisal ibn Hussein fursti varð
konungur árið 1921 og landið hlaut
fullt sjálfstæði árið 1932.
Herinn gerði valdarán árið 1958
og hófst þá tímabil pólitísks óstöðug-
leika. Abdul Karim Kassem, vinstri-
sinnaður liðsforingi úr einræðis-
stjórn þjóðernissinna, komst til valda
og batt þar með enda á vinsamlegt
samband við Vesturlönd. Aftur var
gert vopnað valdarán árið 1963 og
enn aftur árið 1968. Ofsóknir á
hendur pólitískum andstæðingum
væts utan arabaheimsins eru
gífurlegar, metnar á um 50 millj-
arða punda, 5.325 miHjarða ÍSK.
Áætlað er að tekjurnar í ár af
þessum fjárfestingum verði um
2,2 milljarðar punda, 234 miHj-
arðar ÍSK, en tekjur ríkisins af
olíuútflutningi eru litlu meiri,
eða 3,64 miHjarðar punda, 389
valdhafa breiddust út. Saddam Hus-
sein tók við forsetaembætti árið
1.979.
írakar réðust inn i íran árið 1980
og gerðu kröfur til Shatt-al-Arab
skipaskurðsins. Innrásin hratt Pers-
aflóastríðinu af stað. Það stóð í átta
ár og varð lengsta og blóðugasta
deila síðari ára í Miðausturlöndum.
írakar fengu vopn frá Sovétríkjun-
um og fjármagn frá öðrum Persaf-
lóaríkjum, sem hræddust yfirráð Ír-
ana og ofstækisfulla bókstafstúlkun
þeirra á lögmálum kóransins.
milljarðar ÍSK. Það kæmi sér því
vel fýrir Irak, er skuldar 80 millj-
arða dollara, nær 4.800 miiijarða
ÍSK, að klófesta slikar Ijárhæðir.
Kúvæt á meðal annars 9,9% hlut
í olíufyrirtækinu BP og 'er hann
metinn á um 1,8 milljarða punda,
192 milljarða ÍSK. Ríkið á einnig
fyrirtæki eins og Q8, sem rekur um
5.000 bensínstöðvar út um allan
heim, einkum í Evrópu. Talið er að
tekjurnar af þessum fjárfestingum
ríkisins verði meiri en tekjurnar af
olíuútflutninginum eftir nokkur ár.
Bandaríkjamenn, Bretar og
Frakkar ákváðu í fyrradag að frysta
eignir Kúvæts og gær baettust
Vestur-Þjóðveijar, Japanir, Italir,
Belgar og Svisslendingar í þennan
hóp. Utanríkisráðherrar Evrópu-
bandalagsins (EB) koma saman í
dag til að ræða hvort grípa eigi til
efnahagslegra refsiaðgerða banda-
lagsins gegn írökum.
Eignir Kúvæta í þessum löndum
eru miklar. Til að mynda sagði tals-
maður japanska utanríkisráðuneyt-
isins í gær að fjárfestingar þeirra
í Japan næmu 20 milljörðum dala,
1.160 milljörðum ÍSK. Þá eiga þeir
14% hlut í stærsta fyrirtæki
Vestur-Þýskalands, Daimler-Benz.
Tjöld og svefnpoka þarf aö
hreinsa reglulega - ekki síst
fyrir haustiö þegar útilegu-
búnaðurinn fer f geymslu.
Auk þess sem viö hreinsum
svefnpokann og tjaldið
gerum viö tjaldiö vatnshelt.
Þú rúllar upp svefnpokanum,
tekur stögin úr tjaldinu og viö
sjáum um restina. Viö skilum
öllu hreinu, ilmandi og tilbúnu
í næstu útilegu.
Skeifunni 11, sími 82220
Persaflóastríðið
varð Irökum dýrt
Reuter.
MANEX
HÁRVÖKVINN
Jóhannes S. Jóhannesson:
„Ég hafði í gegnum árin reynt
allt til að losna við flösuna en
ekkert dugði. Ég hélt ég yrði
bara að sætta mig við þetta.
En nú veit ég betur. Vökvinn
virkilega virkar".
Elín Sigurbergsdóttir:
„MANEX hárvökvinn hefur
virkað með ólikindum vel fyrir
mig. Ég var því sem næst að
missa allt hárið. Það datt af i
flygsum og ég var komin með
hárkollu. Fljótlega eftir að ég
þyrjaði að nota MANEX hætti
hárlosið og í dag er ég laus
við hárkolluna og komin með
mikið og fallegt hár. Læknirinn
minn og kunningjar minir eru
hreint undrandi á þessum ár-
angri".
Sigríður Adólfsdóttir:
„Fyrir 15 árum varð ég fyrir
því óhappi i Bandarikjunum að
lenda i gassprengingu og
missti við það augabrúnirnar,
sem uxu aldrei aftur. Ég fór
að nota MANEX vökvann fyrir
4 mánuðum og í dag er ég
komin með fullkomnar auga-
brúnir. Hárgreiðslumeistarinn
minn, Þórunh Jóhannesdóttir i
Keflavík, segir þetta vera
hreint kraftaverk".
Jóna Björk Grétarsdóttir:
Ég missti megnið af hárinu
1987 vegna veikinda. Árið
1989 byrjaði hárið fyrst að
vaxa aftur, en það var mjög
lélegt, svo þurrt og dautt og
vildi detta af. Siðan kynntist
ég MANEX. Eftir 3ja mánaða
notkun á MANEX próteininu,
vítamininu og sjampóinu er hár
mitt orðið gott og enn í dag
finn ég nýtt hár vera að vaxa “.
Fæst í tlestum apotekum,
öároreiðslu- og rakarastofum
um land allt.
Dreifing:
anTíiwiía
S. 680630.