Morgunblaðið - 04.08.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.08.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1990 25 ATVIN N tf A UGL YSINGAR Háskólinn á Akureyri Laus er til umsóknar staða tölvunarfræðings/kerfisfræðings við Háskól- ann á Akureyri. Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra < starfsmanna. Umsóknarfrestur er til 10. september og skal umsóknum skilað á skrifstofu skólans ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf. Upplýsingar um starfið gefur skrifstofustjóri í síma 96-27855. Háskólirm á Akureyri. Skólastjóri - organisti Skólastjóra og kennara vantar við Tónskóla Patreksfjarðar. Jafnframt þarf viðkomandi að geta tekið að sér starf organista og kór- stjórn við Patreksfjarðarkirkju. í kirkjunni er nýuppgert Bradda Walcker pípuorgel. Umsóknum skal skilað fyrir 10. ágúst nk. til neðanritaðra sem gefa nánari upplýsingar: Sigurður Jónsson, sóknarprestur, Aðalstræti 57, í síma 94-1324 og Sigurður Viggósson, formaður skólanefndar, Sigtúni 5, í síma 94-1389 á Patreksfirði. LANDSPÍTALINN Sérfræðingur Staða sérfræðings við bæklunarskurðdeild er laus til umsóknar. Um er að ræða 100% stöðu. Til greina kemur að ráða í hlutastarf, ráðningartími fer eftir samkomulagi. Skilyrði er að umsækjandi sé viðurkenndur sérfræð- ingur í bæklunarskurðlækningum á íslandi. Umsóknarfrestur er til 21. september 1990. Upplýsingar gefur Stefán Haraldsson, yfir- læknir bæklunarskurðdeilda, í síma 601000. Umsóknir á umsóknareyðublaði lækna ásamt prófskírteini, upplýsingum um starfsferil og meðmælum sendist Stjórnarnefnd Ríkisspít- ala, Rauðarárstíg 31, 105 Reykjavík. Hjúkrunarfræðingar - dagvinna í kjölfar skipulagsbreytinga á skurðdeild Landspítala vantar okkur hjúkrunarfræðinga til starfa á hausti komandi. Æskilegt er að viðkomandi hafi lokið sérnámi í skurðhjúkr- un. Að öðrum kosti er eins árs starfsreynsla skilyrði. Skipulögð aðlögun og starfsþjálfun er í boði í a.m.k. þrjá mánuði og tekið mið af þörfum hvers og eins. Þeir, sem vilja kynna sér þetta starf frekar hafi samband við Bergdísi Kristjánsdóttur eða Ástu B. Þor- steinsdóttur, hjúkrunarframkvæmdarstjóra, í símum 601300 eða 601000. Umsóknum fylgi upplýsingar um nám og fyrri störf og berist skrifstofu hjúkrunarforstjóra. Sjúkraliðar Laus er staða sjúkraliða á handlækingadeild 4 (13d). Um er að ræða 80% stöðu og þrískiptar vaktir. Deildin er 25 sjúkrarúma almenn- og þvagfæraskurðdeild. í boði er aðlögun. Upplýsingar um þessa stöðu veitir Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í símum 601366 eða 601300. Umsóknir, er greini nám og fyrri störf berist skrifstofu hjúkrunarforstjóra. Reykjavík, 3. ágúst 1990. Skipstjóri Útgerðarfyrirtæki vill ráða skipstjóra á lítinn skuttogara. Byrjunartími er samningsatriði. Einhver skipstjórnarreynsla er skilyrði. Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar. Gtjðni Tónsson RÁÐCJÓF & RÁÐNI NCARNÓN LISTA TIARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI 62 13 22 Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Hjúkrunarfræðingar Á FSA eru lausar stöður hjúkrunarfræðinga um lengri eða skemmri tíma á eftirtöldum deildum: Skurðdeild, svæfingadeild, lyfjadeild, bamadeild, kvensjúkdómadeild, geðdeild. Hjúkrun á FSA er veitt í formi hóphjúkrunar og byggir á markvissri upplýsingasöfnun, áætlanagerð, framkvæmd og mati. Lausar eru K1 og K2 stöður á deildunum til kennslu og verkefnavinnslu. Boðið er upp á skipulagða aðlögun á öllum deildum. Upplýsingar gefa Svava Aradóttir og Sonja Sveinsdóttir hjúkrunarframkvæmdastjórar í síma 96-22100. LANDSPITALINN Hjúkrunarfræðingur Hjúkrunarfræðingar athugið! Laus er staða á næturvöktum á bæklunarlækn- ingadeild í (12G). Um er að ræða 60% starf. Ekki er nauðsynlegt að vinna nema 4. hverja helgi. Aðlögun með vönum hjúkrunarfræðingi eftir þörfum. Upplýsingar veitir Anna Stefánsdóttir, hjúkr- unarframkvæmdastjóri, í síma 601366 eða 601300. Umsóknir, er greini nám og fyrri störf, berist til skrifstofu hjúkrunarforstjóra. Reykjavík, 3. ágúst 1990. ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI Dagvistarheimili Landakots óskar eftir fóstrum eða uppeldismenntuðu starfsfólki í eftirtalin störf: Dagheimilið Brekkukot, 50-100% stöður, sími 604357. Dagheimilið Öldukot, 80% afleysingastaða, sími 604365. Skóladagheimilið Brekkukot, 50% staða vegna stuðnings, sími 604357. Dagheimilið Litlakot, 80-100% stöður, og einnig staða forstöðumanns nú í hagst, sími 604364. Nánari upplýsingar veita forstöðumenn dag- vistarheimilanna og dagvistarfulltrúi , í síma 604364 fyrir hádegi. rS ríkisspítalar Fóstra eða starfsmaður Fóstra eða starfsmaður óskast til starfa á skóladagheimilið Litluhlíð við Eiríksgötu frá 15. ágúst nk. Um er að ræða 50% starf, vinnutími frá 13.00-17.00. Nánari upplýsingar veitir Margrét Þorvalds- dóttir, forstöðumaður, í síma 601591 eða 38815 utan vinnutíma. Sjúkraliðar Sjúkraliðar óskast nú þegar til starfa til fram- búðar og afleysinga við hjúkrunardeild Vífilsstaðaspítala. Starfshlutfall er sam- komulagsatriði, vaktavinna. Góð aðlögun í boði. Nánari upplýsingar veitir Bjarney Tryggva- dóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 602800. Reykjavík, 3. ágúst 1990. Raftækjaverslun - framtíðarstarf Óskum eftir að ráða, nú þegar eða eftir nán- ara samkomulagi, starfskraft með rafvirkja- menntun eða sambærilega menntun til starfa í raftækjaverslun okkar. Starfið er aðallega fólgið í sölu heimilistækja, hita- tækja og varahlutum til þessara tækja. Enn- fremur ráðgjöf um rafmagnstæknileg við- fangsefni. Við leitum að úrræðagóðum manni með hald- góða þekkingu á þessu sviði og nokkra reynslu í sölu raftækja. Málakunnátta er æskileg. Boðið er uppá gott vinnuumhverfi í verslun okkar í Hafnarfirði og hæfilega langan vinnu- tíma með nokkrum sveigjanleika. Hafir þú áhuga á ofangreindu starfi, biðjum við þig að rita nokkrar línur um þig og fyrri störf, ásamt meðmælanda, og leggja inná auglýsingadeild Mbl., merktar: „L - 9257“, fyrir 20. ágúst nk. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál og öllum bréfum verður svarað. Laus störf við Háskóla íslands 1. Tannlæknadeild. 100% staða sérhæfðs aðstoðarmanns. Starfið felst í aðstoð á klíník, sótthreinsun o.fl. Starfið er veitt frá 1. sept. 1990 til 31. maí 1991. 2. Starfsmannasvið. Fulltrúa vantar til starfa frá 1. sept. nk. Óskað er eftir liprum starfs- manni, sem hefur góða íslenskukunnáttu og reynslu af tölvuinnslætti. Starfið getur verið eitt 100% starf eða tvö 50% störf. Laun eru skv. kjarasamningi BSRB og fjár- málaráðherra. Umsóknir er greini frá menntun, aldri og fyrri störfum sendist til: Háskóli íslands, starfsmannasvið, v/Suðurgötu, fyrir 15. ágúst nk. 3. Endurmenntunarnefnd. í haust verður ráðið í fullt starf deildarstjóra hjá endur- menntunarnefnd Háskóla íslands. Krafist er góðrar, almennrar menntunar, reynslu af skrifstofustörfum, auk skipulags- og stjórn- ' unarhæfileika. Starfið verður nánar auglýst 12. ágúst nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.