Morgunblaðið - 11.08.1990, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1990
7
Eldsvoðinn í Hafnarstræti 11 ánð 1941:
Frækilegt bj örgunarafrek
riflað upp eftír nær hálfa öld
Hafnarstræti ellefu, hægra megin á myndinni, eins og húsið er
núna. Búið er að fjarlægja kvistglugga sem voru á þakinu en
sams konar gluggar eru enn á húsinu nr. níu. Eldurinn kom í
veg fyrir að fólkið í risíbúð Elísabetar Foss kæmist allt niður á
svalirnar sem sjást fyrir miðju.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hér sjást þeir Kristján Vattnes (t.v.) og Olafur Guðmundsson
með Hilmar Foss Poulton á milli sín. Arið 1941 björguðu lögreglu-
þjónarnir tveir Hilmari, er þá var sjö ára gamall, og fleira fólki
úr eldsvoða í Reykjavík.
Um siðustu helgi varð fagnað-
arfundur á heimili Hilmars
Foss skjalaþýðanda í
Reykjavík. Þar hittust þeir
Ólafur Guðmundsson og Kristj-
án Vattnes, báðir lögreglumenn
á eftirlaunum, og Hilmar Foss
Poulton, 56 ára gamall skip-
sljóri frá Perth í Astralíu. Fyr-
ir tæplega hálfri öld björguðu
lögreglumennirnir hinum
síðastnefnda og yngri bróður
hans ásamt fimm fullorðnum
úr eldsvoða sem varð í húsinu
nr. ellefu við Hafnarstræti.
Hilmar Poulton fluttist frá Is-
landi 1946 og hafði ekki séð
þá Ólaf og Kristján síðan þá.
Morgunblaðið skýrði frá at-
burðinum í desember 1941. Hús-
ið, sem enn stendur, er steinhús
og voru verslanir á neðstu hæð-
inni, þar sem eldurinn kom upp,
skrifstofur á næstu tveim hæðum
en í risinu var íbúð. „Lagði
slökkviliðið í fyrstu kapp á að
bjarga fólkinu sem bjó á efstu hæð
hússins en þar virtist eldurinn
aðallega geysa. Bjó þar frú Elísa-
bet Foss og tvö dótturbörn henn-
ar, 5 og 8 ára, o. fl. — Hafði fólk-
ið flúið upp á þak hússins og tókst
nauðulega að bjarga því, börnun-
um á náttklæðunum. Var fólkinu
bjargað með þeim hætti að
slökkviliðið lagði stiga upp að
þakskeggi hússins og var fólkið
borið niður þá. Skömmu eftir að
fólkið var komið niður, lagði iog-
ana út um gluggana á íbúðinni
upp undir þakskeggið. Var það
þannig mesta mildi að fólkið
skyldi bjargast úr brunanum."
Nokkrum dögum síðar birtist
mun ítarlegri frásögn en eldsvoð-
inn þótti merkilegur fyrir ýmsar
sakir. í ljós kom að upptökin voru
á neðstu hæð, sennilega í ein-
hveijum efnum, annaðhvort í
Hattabúðinni eða Lífstykkjabúð-
inni. Eldsins varð vart skömmu
eftir miðnætti. Starfsstúlka í
Lífstykkjabúðinni hljóp út á lög-
reglustöðina, sem þá var við göt-
una, til að kaila á hjálp. Þeir Olaf-
ur og Kristján héldu þegar á stað-
inn en nokkur bið varð á því að
íslenskt slökkvilið og breskt frá
hernámsliðinu kæmi á vettvang.
Er lögregluþjónarnir tveir komu
stóðu logablossar út um dyrnar á
vinnustofu Lífstykkjabúðarinnar.
Elísabet Foss, eigandi verslunar-
innar, var þá farin upp í íbúð sína
í risinu og lokaði á eftir sér til
að reyna að teija fyrir eldinum.
Þeir Ólafur og Kristján hlupu upp
stigann og áttu fótum ijör að
launa. Svo virðist sem myndast
hafi mikill súgur því að eldtung-
urnar fóru upp um stigaganginn
án þess að kviknaði í næstu tveim
hæðum en náðu loks taki á ris-
hæðinni.
Nokkrum mínútum eftir að
Ólafur og Kristján voru komnir
inn í íbúðina fylltist hún af reyk
og varð fólkinu þá ljóst að
lífshætta var á ferð, eldurinn var
að loka öllum útgönguleiðum.
Lögregluþjónarnir brutust út um
kvistglugga út á þakið, þrír slíkir
gluggar voru þá á húsinu nr. 11
en hafa nú verið fjarlægðir. SSðan
tókst þeim að koma fólkinu,
drengjunum fyrst, upp á þakið
þar sem það beið þar til slökkvilið-
ið hafði reist nægilega langa stiga
til að bjarga öllum niður á jafn-
sléttu. Áður hafði ung stúlka, er
leigði herbergi í risinu, komist út
á svalir á götuhliðinni ásamt unn-
usta sínum en eldurinn kom í veg
fyrir að fleiri kæmust þá leið.
„Ég hélt mér í gluggakarminn,
sat klofvega í glugganum og
reyndi að skorða mig en svigrú-
mið var heldur lítið, aðeins mjó
sylla fyrir framan gluggann," seg-
ir Ólafur. „Kristján var þá kominn
upp á þakið og tók við fólkinu,
ég handlangaði það til hans.“
Hilmar Poulton segir aðspurður
að þeir bræður, er reyndar hafi
verið sjö og fjögurra ára gamlir,
hafi ekki verið neitt verulega
hræddir. „Þetta voru svo traust-
vekjandi menn, þeir Ólafur og
Kristján, okkur fannst að við
værum í öruggum höndum. Þeir
voru svo fumlausir og góðlegir.
Ég man enn að Kristján brosti til
okkar, þá hlaut allt að vera í lagi.
Þetta voru og eru enn indælis
menn, það er afskaplega gaman
að hitta þá aftur eftir öll þessi ár.“
Kristján minnist þess að þegar
allt var afstaðið tók hann eftir
því að allir hnagparnir á lögreglu-
jökkum þeirra Ólafs, sem hneppt-
ir höfðu verið upp í háls, voru
dottnir af. „Við vorum svo að-
þrengdir af köfnunartilfinningu
að þegar við komumst inn í íbúð-
ina sviptum við jökkunum frá til
að fá loft í lungun." Ólafur ber
enn ör á litla fíngri eftir björgun-
ina, skar sig á glerbrotum í kvist-
glugganum. Hann er nú 76 ára
gamall en Kristján 73. Þess má
geta að þáverandi lögreglustjóri
veitti þeim viðurkenningu fyrir
afrekið.
Akureyn:
Húnn Snædal #
smíðar tvíþekju
NY íslensk flugvél hóf sig til flugs
frá Akureyrarflugvelli nýlega.
Flugvélin er lítil, gul tvíþekja sem
Húnn Snædal, flugumferðarsljóri
á Akureyri, smíðaði. Húnn er
landskunnur áhugamaður um
flugmál og hefur hann sýnt það
á mörgum sviðum. Hann hefur
stundað svifflug frá unga aldri
og var m.a. formaður Svifflugfé-
lags Akureyrar um margra ára
skeið og vélflug hefur hann stund-
að í meira en tvo áratugi. Snemma
snerist hugur hans að flugvél-
asmíði og árið 1971 setti hann
saman þyrilvængju af gerðinni
Benson Gyrocopter, sem hann lék
sér á um margra ára skeið, en
það er saga út af fyrir sig.
Fyrsta flugvélin sem Húnn
smíðaði að öllu leyti sjálfur eftir
teikningum var af gerðinni Evans
VP-1 Volksplane, sem hann flaug
fyrst árið 1981. Þessi flugvél var
fyrsta heimasmíðaða flugvélin til
þess að fljúga hérlendis í meira en
fjörutiu ár, eða frá að „Ögnin“ flaug
árið 1940. Volksplane-vélin, sem er
skrásett TF-KEA og kölluð „Kaup-
félagið" í daglegu tali flugáhuga-
manna, er í mörgu frábrugðin upp-
haflegri teikningu þar sem Húnn
endurbætti hana margsinnis á með-
an á smíðinni stóð. Næsta flugvélin
í röðinni frá „Flugvélaverksmiðju
H. Snædal & Co.“ var tvíþekja af
gerðinni Jungster, TF-KOT, sem
flaug fyrst síðsumars 1986.
Jungster-vélin, eða „Kotið“ eins og
hún var kölluð, er smækkuð eftirlík-
ing af hinni frægu þýsku listflugvél
Bucher Jungmeister og er í stærðar-
hlutföllunum 4:5 og knúin 150 ha.
Lycoming-hreyfli. Það tók Hún um
Stoltur flugvélahönnuður og
smiður á flugi yfir Eyjafirði á
nýja „Kotinu“.
það bil tvö ár að smíða þessa flugvél
í frístundum sínum en þess má geta
að hann smíðar allar sínar flugvélar
sjálfur frá grunni eftir teikningum
og sækir hann smíðaefni í næstu
byggingavöruverslun. Svo óheppi-
lega vildi til að vorið 1987 stór-
skemmdist TF-KOT í lendingu á
Melgerðismelum í Eyjafirði og var
viðgerð vélarinnar ekki talin fýsileg-
ur kostur. Því hóf Húnn flugvél-
asmíði á nýjan leik og sást árangur
þessárar smíðar fljúga fyrsta sinni
nú fyrrihluta júlímánaðar.
Nýjasta flugvél af flæðilínu „Flug-
vélaverksmiðju H. Snædal & Co.“
hefur fengið einkennisstafi gömlu
vélarinnar, TF-KOT, eða „nýja Ko-
tið“. Húnn teiknaði vélina að öllu
leyti sjálfur, en fiún er mjög lík
þeirri gömlu. Útlínur Jungmeister
eru látnar halda sér en nýja vélin
er um það bil tíu af hundraði stærri
en gamla „Kotið“ og mun sterk-
byggðari. Til marks um það hefur
nýja vélin ellefu rif í hveijum væng
í stað sjö í þeirri gömlu. Eins og
. Morgunbladið/PPJ
Húnn við vinnu á verkstæði sínu á Akureyrarflugvelli. Það eru fjöl-
margir smáhlutir sem þarf að huga að við siníði flugvélar og er
smíði minnstu hluta oft og tíðuin tímafrekust.
Húnn framan við fyrstu flugvél-
ina sem hann smíðaði að öllu leyti
sjálfur eftir teikningum, Evans
VP-1 Volksplane TF-KEA eða
„Kaupfélagið". Myndin er tekin
árið 1982 á Melgerðismelum í
Eyjafírði.
Húnn segir sjálfur frá þá gerir hann
eins og flugvélahönnuðir gera í útl-
andinu og fær hugmyndir að láni frá
hinum og þessum og útfærir eins
og honum sýnist henta best. Það tók
hann tæplega þijú ár að smíða nýju
vélina, eða um 2.650 vinnustundir,
en árangri þess er varia hægt að
lýsa með orðum því vandaðri vinnu-
brögð sjást varla í flugvélasmíði.
Skrokkur og vængir „Kotsins" eru
úr tré, klæddir með léreftsdúk, en
hreyfill vélarinnar er sá sami og var
í „gamla Kotinu“. Húnn lætur mjög
vel af hinni nýju vél sinni og sést oft
í fiugi þessa dagana yfir Eyjafirðin-
um við hinar mismunandi listflugs-
æfingar svo sem bakfallslykkjur,
heilveltur og spuna. - PPJ