Morgunblaðið - 11.08.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1990
23
Gunnlaugiir J. Karlsson
húsasmiður - Minning
Fæddur 23. ágúst 1940
Dáinn 2. ágúst 1990
Þegar þorri fólks var að gera
áætlanir um hvert halda skyldi um
verslunarmannahelgina lagði vinur
okkar og frændi, Gunnlaugur Jón
Karlsson, upp í ferð ferð sem við
öll eigum víst að þurfa að fara,
aðeins spurning hvenær. Þegar
kallið kemur gerir það oft engin
boð á undan sér og þér er nauðug-
ur einn kostur, ferðin skal farin.
Þannig bar andlát Gunnlaugs
Karlssonar frá Birnustöðum að.
Ég sá Gunnlaug fyrst vestur í
Bolungarvík sumarið 1964. Við
Haukur fórum að heimsækja hann
þar. Hann var þá kvæntur fyrri
konu sinni, Helgu Ingimundardótt-
ur, og átti með henni soninn Karl.
Þetta var að kvöldi til og húsmóðir-
in ekki heima. Gunnlaugur tók með
eindæmum vel á móti okkur, bauð
okkur upp á kaffi og meðlæti og
sat rólegur og spjallaði um landsins
gagn og nauðsynjar.
Nokkru síðar skildu leiðir þeirra
Helgu og í hönd fóru erfiðir tímar
hjá Gunnlaugi. Það var einmitt á
þessu tímabili, sem ég kynntist
honum mest. Ég komst þá að raun
um að þarna var á ferðinni tilfinn-
ingarík persóna, sem gætti þess
vandlega að enginn kæmist inn fyr-
ir skelina sem hún hjúpaði sig með.
Hann var barngóður og bónlipur
og jólaskreytingin sem hann færði
okkur þá fyrir jólin opinberaði
smekk hans og tilfinningar.
En „öll él birtir upp um síðir“
og þannig var það í lífi Gunnlaugs.
Hann var svo lánsamur að kynnast
elskulegri stúlku, Ásdísi Sæmunds-
dóttur. Þau gengu í hjónaband og
eignuðust tvö mannvænleg börn,
Magnús og Guðrúnu. Þau byggðu
sér fyrst heimili í Hrau.nbænum en
fluttu síðar í Bergholt 6 í Mosfells-
bæ. Heimili þeirra ber vott um
snyrtimennsku og blóma- og græn-
metisrækt húsbúndans sýnir þörf-
ina fyrir að hlúa að því sem lifir.
Það var ekki ætlunin að rekja
hér ættir Gunnlaugs Karlssonar
enda ég ekki rétta manneskjan til
þess. Við Haukur viljum aðeins
þakka honum samfylgdina.
Elsku Ásdís, Maggi, Rúna, Kalli,
Rúna á Birnustöðum svo og allir
sem eiga um sárt að binda. Guð
blessi ykkur öll og veiti ykkur styrk
til að takast á við lífið sem heldur
áfram.
Við Haukur kveðjum Gunnlaug
með versi skáldsins Valdimars Bri-
ems:
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og ailt.
Sig'urbjörg Björgvinsdóttir
í dag, þann 11. ágúst, verður
elskulegur bróðir minn, Gunnlaugur
Jón Karlsson, jarðsettur frá Lága-
fellskirkju. Fregnin um andlát hans
kom svo óvænt, eins og reyndar
slíkar fregnir oftast gera. Fyrstu
viðbrögðin verða gjarnan: Nei, ég
trúi því ekki.
Reyndar á ég enn erfitt með að
trúa því að hann Nonni bróðir sé
horfinn yfir móðuna mikiu. Að ekki
gefist lengur færi á að rifja upp
með honum sameiginlegar minning-
ar, eða hlusta á léttar veiði- og
gamansögur af hans vörum.
En svo sárt sem það er, þá var
kallið sem enginn flýr komið til
hans.
Gunnlaugur var fæddur í Hraun-
prýði í Grafningi, en fluttist korn-
ungur með foreldrum okkar að
Birnustöðum í Laugardal. Þar sleit
hann sínum barnsskóm við öll al-
menn sveitastörf, og þótt hann
færi ungur að heiman til annarra
starfa, áttu samt bernskuslóðirnar
ákaflega ríkan sess í huga hans
alla tíð. Þótt hann ásamt sinni fjöl-
skyldu hefði búið sér indælt heimili
í Mosfellsbæ, heimili sem gott er
að koma á og honum var innilega
kært, þá leitaði hugurinn iðulega
vestur að Djúpi, ekki síst þegar
voraði. Og víst er það, að fríum
sínum vildi Gunnlaugur helst eyða
í Laugardalnum og undi sér þá
gjarnan löngum með veiðistöngina
við vötnin eða ána, enda oft feng-
sæll veiðimaður.
Og margt sumarkvöldið, einkum
fyrr á árum, dró Gunnlaugur upp
harmónikkuna að lokinni vel heppn-
aðri veiðiferð — ógleymanlegar
stundir.
Gunnlaugur var þriggja barna
faðir. Með fyrri konu sinni, Helgu
S. Ingimundardóttur, eignaðist
hann soninn Karl, fæddur 4. febrú-
ar 1961. Þau Helga slitu samvistir.
Börn Gunnlaugs og síðari konu
hans, Ásdísar Sæmundsdóttur, eru
Magnús, fæddur 15. maí 1968, og
Guðrún, fædd 1. október 1970.
Nú tekur hinu íslenska ör-
skamma sumri brátt að halla. í
húmi ágústnæturinnar hvarflar það
að manni hve skammt er frá vori
gróandans til hrímkaldra haust-
nátta — og þó falla sum grösin á
miðju sumri.
Með þessum fátæklegu kveðju-
orðum vil ég þakka elskulegum
bróður samfylgdina. Hafi hann
hjartans þökk fyrir allt og allt.
Góður guð gæti hans og ástvina
hans ævinlega.
Þóra Karlsdóttir
LÖGTÖK
Lögtaksúrskurður
Að beiðni Innheimtu ríkissjóðs mega fara
fram lögtök fyrir virðisaukaskatti fyrir tímabil-
ið janúar, febrúar, mars og apríl 1990 álögð-
um í Hafnarfirði, Garðakaupstað, Seltjarnar-
nesi og Kjósarsýslu og söluskatti 1990 sem
í eindaga er fallinn, svo og fyrir viðbótar- og
aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tíma-
bila.
Lögtök fyrir framangreindum gjöldum geta
farið fram án frekari fyrirvara á kostnað gjald-
enda en á ábyrgð ríkissjóðs, að liðnum átta
dögum frá birtingu þessa lögtaksúrskurðar,
ef full skil hafa ekki verið gerð.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði,
Garðakaupstað og á Seltjarnarnesi.
Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu.
9. ágúst 1990.
NA UÐUNGARUPPBOÐ
Nauðungaruppboð
Að kröfu Ásgeirs Thoroddsen, hdl., Guðmundar Kristjánssonar, hdl.,
Fjárheimtunnar hf., Gjaldskila sf., Skarphéðins Þórissonar hrl., Ás-
geirs Þ. Árnasonar hdl., Margeirs Péturssonar, hdl., Sigurmars K.
Álbertssonar, hrl., Steingríms Þormóðssonar, hdl., Arnmundar Back-
man, hrl., Sigríðar Thoroddsen, hdl., Tryggva Guömundssonar, hdl.,
og innheimtu ríkissjóðs, fer fram opinbert nauðungaruppboð á eftir-
töldu lausafé.
Bifreiðar:
P-1271 GMC árg. 1973, P-2846 Volvo 744 árg. 1987, R-76411 GMC
Jimmy árg. 1986, R-50863 Suzuki árg. 1983, R-71368 VW Derby
G.L.S. árg. 1979, P-1196 Saab 99 árg. 1974, vörubifreiðin P-1874
Ford árg. 1974, P-1488 Bedford árg. 1973, P-1158 Volvo 244 árg.
1987, B-264, dráttarvél Bd-339, R-18797.
Annað:
Xenon sjónvarp og myndbandstæki, Nordmende sjónvarp og mynd-
bandstæki.
Uppboðið fer fram í samkomuhúsinu f Grundarfirði laugardaginn 18.
ágúst 1990 kl. 14.00.
Uppboðsskilmálar eru til sýnis á skrifstofunni, Aðalgötu 7, Stykkishólmi.
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Sýslumaður Snæfellsness- og Hnappadalssýslu.
Bæjarfógetinn i Ólafsvik.
Stykkishólmi 10. ágúst 1990.
Nauðungaruppboð
Að kröfu ýmissa lögmanna verður haldið uppboð til sölu á eftirtöldu
lausafé:
Fólksbifreiðir og vörubifreiðir:
R-52489, H-2755, H-3116, R-412, L-573, DN-929, H-1595, R-22698,
H-3519, A-1473, R-64760, H-769, V-990, R-23868, H-2040, H-2599,
H-494, H-2537, H-625, A-13014, H-3740, G-21975, Þ-8181,
Dráttarvél Belarus árg. '81 Hd-1931,
Tenzai litasjónvarp 20" árg. 1989, Tenzai sjónvarp 20“-VIDEO Mark,
Nordmende sjónvarp, 24“ sjónvarp, 20“ litasjvarp Sony, Nordmende
VIDEO, Finlux litasjónvarp, litasjónvarp Grundig 22“, Fisher VHS
VIDEO,
Dekkjavél:„tip-top" automatic, 2 veturgamlir folar, grár og svartur.
Uppboðið fer fram við lögreglustöðina á Blönduósi, miðvikudaginn
15. ágúst 1990, kl. 17.00.
Uppboösskilmálar eru til sýnis á skrifstofu sýslumanns, Hnjúkabyggö
33, Blönduósi, sími 95-24157.
Munir seljast i þvi ástandi sem þeir eru i við uppboðið.
Greiðsla við hamarshögg.
Blönduósi 7. ágúst 1990.
Sýslumaðurínn í Húnavatnssýslu.
Wélagslíf
ÚTIVIST
GRÓFINHI1 • REYKJAVÍK • SÍMI/SÍMSVARI14606
Sunnudagur12.ágúst
kl. 08.00
Básar - Þórsmörk
- dagsferð
Þórsmerkurgangan kl. 8.00.
Athugið breyttan
brottfarartíma
Móeiðarhvolsalda - Lambey.
Gengin verður áfram gamla
þjóðleiðin um Hvolhrepp með
viðkomu á Stórólfshvoli. Síðan
um Dufþaksholt (Dufþekju) út í
Lambey og inn eftir henni. í
Lamb ey er eitt fegursta útsýnið
í Fljótshlíðinni. Staðfróöir
Rangæingar verða fylgdarmenn.
Missið ekki af göngu i Þórsmerk-
urgöngunni, þessari einstæðu
ferðaröð. Farið verður frá BSÍ,
bensínsölu, Árbæjarsafni og frá
Fossnesti á Selfossi kl. 09.00
og Grillskálanum á Hellu kl.
09.30. Fargjald er kr. 1.500,- frá
Reykjavík, kr. 750,- frá Selfossi
og Hellu. Fritt fyrir börn í fylgd
með fullorðnum.
Skálafeil á Hellisheiði
kl. 13.00:
Létt ganga á Skálafell. Af fe.lliny
er fagurt útsýni. Brottför frá
BSÍ, bensínsölu, stansað við
Árbæjarsafn. Verð kr. 1.000,-
Frítt fyrir börn í fylgd með full-
orðnum.
Sjáumst!
Útivist.
Skyggnitýsingafundur
Þórhallur Guðmundsson, miðill,
heldur skyggnilýsingafund
þriðjudaginn 14. ágúst kl. 20.30
í Skútunni, Dalshrauni 14, Hafn-
arfirði. Húsið opnað kl. 19.30.
Miðar seldir við innganginn.
Þar sem jökulinn ber við loft
Söng-og
hljómleikasamkoma
í Fíladelfíukirkjunni í kvöld kl.
20.30. 20 manna æskulýðskór
frá Noregi syngur og vitnar.
Verið velkorninl
Hjálpræðisherinn.
FERÐAFELAG
ÍSIANDS
ÖLDUGÖTU 3 & 11798 19533
Skipholti 50b, 2. hæð
Samkoma í kvöld kl. 20.30. Gest-
ir frá Livets Ord i Uppsölum.
Allir innilega velkomnir!
Fræðslu- og bænastund í Grens-
áskirkju í dag kl. 10. Ársæll Þórð-
arson fjallar um markvissa bæn.
Allir velkomnir, .
Sunnudagur 12. ágúst:
Kl. 08.00 Þórsmörk - dags-
ferð
Það er mikið eftir af sumrinu í
Þórsmörk og þvi tilvalið tækifæri
að dvelja hjá Ferðafélaginu í
Langadal.
Verð í dagsferð kr. 2.000,-
Kl. 10.00 Afmælisgangan
9. ferð. Miðdalur - áleiðis
að Geysi
Ennþá verður gengið um
„kóngsveginn" en vel markar
fyrir honum hluta gönguleiðar-
innar. Spurningin í þessari ferð
er: Hver eru upptök Brúarár?
Verð kr. 1.500,-
Brottför frá Umferöarmiðstöð-
inni, austanmegin. Farmiðar við
bíl. Fritt fyrir börn að 15 ára aldri.
Ferðafélag Islands.
2. skoðunarferð helgina
17.-19. ágúst.
Snæfellsnes
Fjölbreytt ferð um áhugaverða
staði undir Jökli. M.a. skoðaðir
hellar, eldstöðvar og fornar og
nýjar verstöðvar. Staökunnugur
leiðsögumaður. Einstakt tæki-
færi til að fræðast um hið fjöl-
breytta og mikilfengna umhverfi
á Snæfellsnesi.
Upplýsingar og pantanir í síma
93-66825.
Gistih. Gimli, Veitingast. Sjólist,
Hellissandi.
UTIVIST
GRÓFINNI1 • REYKJAVtK • SÍMIAÍMSVARI14 bOt
Sumarleyfisferðir
Feröist um fsland í sumarleyfinu
i góðum félagsskap.
Hornstrandir
Það er ógleymanleg upplifun að
ganga um stórbrotið landslag
þessa eyðisvæðis. Aðeins ein
ferð eftir í sumar.
23/8-31/8 Snæfjallaströnd -
Reykjafjörður.
Bakpokaferð. Gengið um fjöl-
breytt svæði frá Bæjum til
Grunnavíkur, i Leirufjörð,
Hrafnsfjörð og yfir til Reykja-
fjarðar. Fararstjóri Rannveig Ól-
afsdóttir.
Nokkrar góðar
bakpokaferðir
15/8-18/8 Héðinsfjörður -
Tröllaskagi
Gangan hefst á Siglufirði. Geng-
ið í hinn tilkomumikla eyðifjörð
HéðinSfjörö og dvalið þar heilan
dag. Þaðan verður gengið til
Ólafsfjarðar. Fararstjóri: Arnold
Bjarnason.
26/8-31/8 Landmannalaugar -
Þórsmörk. Hinn vinsæli Lauga-
vegur óbyggðanna sem allir geta
gengið. Svefnpokagisting. Dag-
ur í Básum í lok ferðar.
28/8-4/9 Skaftárdalur -".Laki
Ekin Fjallabaksleið að Skaftár-
dal. Gengið um áhugavert svæði
frá Leiðólfsfelli, norðurhluti
Lakagíga skoöaöur, Miklafell
með Hverfisfljóti að Orrustuhól.
Göngutjöld.
Hjólreiðaferðir
Ódýr og heilsusamlegur ferða-
máti.
15/8-19/8 Reykjanesskagi.
Hjólað um fáfarnar slóðir á
Reykjanesskaga. Endað i.Bláa
lóninu.
Pantið tímanlega i sumarleyfis-
ferðirnar!
Sjáumst.
Útivist.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Samkoma Hjálpræðishersins kl.
20.30 i kvöld.
Allir hjartanlega velkomnir.
Dagskrá vikunnar framundan:
• Sunnudagur:
Safnaðarsamkoma kl. 11.00.
Ræðumaður Indriði Kristjáns-
son. Barnagæsla.
Almenn samkoma kl. 20.00.
Ræðumaður Haraldur Guðjóns-
son. Barnagæsla.
Miðvikudagur:
Biblíulestur kl. 20.30.
Föstudagur:
Æskulýðssamkoma kl. 20.30.
Laugardagur:
Bænastund kl. 20.30.
Félagið „Zion-vinlr israels"
heldur fund í Hvitasunnukirkj-
unni, Völvufelli sunnudaginn 12.
ágúst kl. 16.00. Fyrirbænir
vegna hins alvarlega ástands í
Mið-Austurlöndum. Kynning á
starfsemi félagsins. Fyrirspurn-
ir, sæmræður, kaffi.
Allir israelsvinir velkomnir.