Morgunblaðið - 11.08.1990, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1990
„ Sjúkrab'iLL -e&a ejtrki, Ijúfur, þú
hljópst burt afsLysstcCb."
Ást er —
. . . að fanga hann.
TM Reg. U.S. Pat Off.—all righta reserved
© 1990 Los Angeles Times Syndicate
Ég gef nú heimsspaugaran-
um okkar orðið ...
Með
morgunkaffinu
Vegna hins sveigjanlega
vinnutíma gerir það að verk-
um að þú mátt koma hvenær
sem þú vilt fyrir kl. 9 og
hætta hvenær sem þú vilt
eftir kl. 5 á daginn.
Segja frá því þegar
mikið er af frjókornum
Stjörnuna
eða Eff
Emm norður
Til Velvakanda.
Ástæða þess að ég skrifa þetta
bréf er sú að mig langar til að taka
undir með „ungum útvarpshlust-
anda á Akureyri" sem vill fá Stjörn-
una eða Eff Emm hingað norður.
Ég er hjartanlega sammála honum.
Þetta er að verða algjörlega óþol-
andi. Ég hvet alla unglinga á Akur-
eyri að láta í sér heyra varðandi
þetta mál svo að það verði eitthvað
gert í þessu.
Einn sem er búinn að fá nóg.
Bréf frá
o
Alandi
Velvakanda hefur borist bréf frá
Þórgunni Ulriku frá Álandi í
Svíþjóð. Hún biður þá 13 íslendinga
sem voru í HOSTA-skólanum í Sviss
haustið 1988 og vorið 1989 að
skrifa sér. Hún þakkar fyrir öll jóla-
kortin sem hún fékk og segist ekki
hafa gleymt ykkur og lofar að
skrifa til baka.
Til Velvakanda.
Ég heyrði í útvarpsfréttum fyrir
stuttu að fólk með frjókornaofnæmi
hefði verið mjög slæmt einn tiltek-
inn dag í byrjun ágústmánaðar og
flykkst til lækna.
Ég er ein af þeim sem er með
slíkt ofnæmi og þennan tiltekna dag
hélt ég að ég væri nú komin með
þessa flensu sem búin er að hijá
marga að undanförnu því ég var
með stíflað nef og hnerraði með
reglulegu millibili. En þegar ég svo
heyrði það í fréttunum að mikið
væri af fijókornum í umhverfinu
áttaði ég mig á því að ég var ekki
búin að næla mér í neina kyefpest
heldur var þetta ofnæmið. Ég styð
eindregið þá hugmynd sem rætt
hefur verið um að Segja einskonar
fijókornaveðurspá í fjölmiðlum. Þá
gæti fólk undirbúið sig undir slíkt
með lyíjatöku eða öðrum fyrir-
byggjandi aðgerðum. Væri ekki
möguleiki að koma þessu á hið
fyrsta? Það er það mikill fjöldi ís-
lendinga sem hafa slíkt gróðurof-
næmi að það hlýtur að teljast
ástæða til að hafa slíkar fréttir og
segja frá því þegar óvenjumikið er
af fijókornum í umhverfínu.
Anna B.
Bindindismenn notfæri
sér byrinn sem þeir íéngn
Til Velvakanda.
Nú er verslunarmannahelgin um
garð gengin og virðist Bindindis-
mótið í Galtalæk hafa haft vinning-
inn í aðsókn þetta árið og er það
vel viðeigandi þar sem haldið var
bindindismót í 30. sinn.
Skemmtanir eru í góðum hönd-
um hjá templurum og óskandi að
bindindismót sitji áfram í fyrirrúmi
og fleiri átti sig á að það er vel
hægt að skemmta sér án áfengis.
Þó fannst mörgum skrítið þegar
fréttir bárust þess efnis að ölvun
hefði verið einhver í Galtalæk þótt
í lágmarki væri. Þetta er ótrúlegt
að jafnvel bindindismóti skuli spillt
af nokkrum vandræðagaurum.
Réttast að þeir skömmuðust sín
ærlega og létu ekki veikleika sinn
spilla gleði fyrir öðrum.
Bindindishreyfingin á vaxandi
fylgi að fagna og má þar nokkru
og e.t.v. mestu þakka breyttum
viðhorfum og breyttum lífstíl fólks.
Þetta sýnir hinn mikli áhugi á
mótinu og er vonandi að bindindis-
menn notfæri sér byrinn sem þeir
fengu þessa helgi.
Sigurður.
Skrifið eða hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetúr lesendur til
að skrifa þættinum um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur til —
eða hringja milli kl. 10 og 12,
mánudaga til fostudaga, ef þeir
koma því ekki við að skrifa. Með-
al efnis, sem vel er þegið, eru
ábendingar og orðaskiptingar,
fyrirspumir og frásagnir, auk
pistla og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrituð, en
nöfn, nafnnúmer og heimilisföng
verða að fylgja öllu efiii til þáttar-
ins, þó að höfúndur óski nafh-
leyndar. Ekki verða birt nafnlaus
bréf sem eru gagnrýni, ádeilur
eða árásir á nafngreint fólk.
Sérstaklega þykir ástæða til að
beina því til lesenda blaðsins utan
höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti
sinn hlut ekki eftir liggja hér í
dálkunum.
HÖGNI HREKKVlSI
„ HLEVPTIiePU KETTIHUM ÚT ? "
Víkverji skrifar
Hressingarskálinn í Austur-
stræti hefur verið endurnýj-
aður og er nú rekinn af nýjum aðil-
um. Kunningi Víkveija fór í hádeg-
inu fyrir skömmu á þennan gróna
veitingastað í miðborginni og var
mjög ánægður með þá þjónustu sem
hann fékk, þó svo honum fyndist
breytingar á innréttingum ekki til
bóta. Hádegismatseðillinn er fjöl-
breyttur og miðast við vinnandi
fólk í nágrenninu. Þessi kunningi
Víkverja er mikill tedrykkjumaður,
en segist vera farinn að sætta sig
við það að íslensk veitingahús bjóði
helst ekki upp á annað te en það
allra lélegasta og þá einungis eina
tegund. Það hefði því komið honum
skemmtilega á óvart að á Hressó
var honum boðið upp á fjölbreyttar
tegundir af tei. Það er e.t.v. ekki
við því að búast að venjuleg veit-
ingahús bjóði upp á vönduðustu
tetegundirnar, en þó ættu ráða-
menn veitingahúsa að fara að hugsa
sinn gang, því Víkveiji verður var
við það, að sífellt fleiri læra að
meta vandaðar tetegundir. Verslan-
ir á borð við Te og kaffi hafa flutt
inn í auknum mæli tegundir sem
menn keyptu áður aðeins í sérversl-
unum í útlöndum. Sama þróun er
í nágrannalöndunum, þar vaxa
einnig vinsældir tedrykkju og hefur
Víkveiji fregnað að meira að segja
sé hafinn rekstur sérstakra tehúsa
til að fullnægja kröfum þeirra vand-
fýsnu. Sjálfsagt er ekki langt að
bíða þess að sú menning haldi einn-
ig innreið sína hér. Þó svo kunningi
Víkverja sé kræsinn segist hann
ekki gera kröfu um það að óspjall-
aðar meyjar bruggi teið — þó að
ítrustu kröfur mæli svo fyrir.
XXX
Eftir að sett voru sérstök jafn-
réttislög var m.a. bannað að
auglýsa sérstaklega eftir konum
eða körlum til starfa. Samkvæmt
lögunum áttu bæði kynin jafnan
að hafa sama rétt til auglýstra
starfa. Fundu þá auglýsendur upp
á því að nota orðið starfskraftur
sem dulnefni á konur undir því yfir-
skyni að starfskraftur gæti_ verið
hvort heldur karl eða kona. í þeim
tilfellum sem menn vilja höfða bæði
til karla og kvenna.væri auðvitað
réttast að auglýsa eftir starfs-
manni, því þó að sumir þingmenn
vilji láta kalla sig þingkonur, þá eru
þeir hinir sömu nú kvenmenn þrátt
fyrir allt. Starfskraftur er orðskrípi
sem giarnan má missa sig.
xxx
Eftir allt fjaðrafokið í kringum
500 kr. lokunargjald Stöðvar
tvö kemur í ljós að vilji menn hvíla
sig á sjónvarpi t.d. í sumarleyfi, og
spara sér afnotagjöldin þann tíma,
þá verða menn að láta innsigla sjón-
varpið með því að fara með það
undir hendinni í innheimtudeild
Ríkisútvarpsins ellegar greiða fyrir
1.622 krónur — og fá ekki innsiglið
rofið fyrr en þremur mánuðum
seinna eins og fram kemur í Morg-
unblaðsfrétt í gær. Skyldi þetta
flokkast undir þjónustu? Það sem
vekur þó mesta undrun eftir lestur
fréttarinnar er að þeir sem láta inn-
sigla tæki sín skuli sjálfkrafa vera
settir á lista yfir grunaða lögbrjóta,
og þeir heimsóttir til að kanna heið-
arleik þeirra. Já, Stóri bróðir gætir
þín!