Morgunblaðið - 11.08.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.08.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. AGUST 1990 19 omast olraun in úr Virkinu í Norðri. Einar Falur. Úlfar Þórðarson augnlæknir voru 3u yfír hafíð frá Danmöörku til ís- af sökkvandi togara sem sökk í miðri innsiglingunni eftir loftárás. Við sáum skipið mara í kafi og fréttum að það hefðu verið Færeyingarnir sem björguðu mönnunum. Annars þótti mér ekki byssusting- irnir eða duflin verst á þessu ferða- lagi. Hræddastur var ég við tæki á skipinu, prímusvél með pumpu sem suðaði eins og í myndar býflugna- búi. Ekki var hún geðsleg tilhugsun- in um að apparatið spryngi svo kviknaði í bátnum," sagði Björgvin. „En Úlfar, kokkurinn í leiðangrin- um, var laginn við vélina og töfraði úr henni fyrirtaks mat, þótt aðeins færu gæðin eftir veðri. Þegar vont var í sjó sauð hann einn blikkdunk af eggjum og það varð að duga með sem þegar eru sýktir en Mayers seg- ir þær ekki gefa rétta mynd af virkni mótefnis. Tilraunadýrin verða að vera ósýkt til að hægt sé að vita hversu virkt mótefnið er en óleyfilegt er að gera tilraunir á ósýktum dýrum og verður sennilega næstu árin. Mayers telur forvarnastarf skipta gífurlegu máli og ættu fjárveitingar aðallega að renna til forvarna þótt erfitt sé að meta árangur af þeim. Mestu máli skiptir að fræða fólk um hættulausa hegðun, eða hvernig það á að komast hjá smiti. Mayers telur alnæmi munu valda byltingu í heilsu- gæslu í Bandaríkjunum, vegna þess hve meðferð sjúklinga er kostnaðar- söm. Sjúklingar verða í framtíðinni ekki lagðir á sjúkrahús fyrr en þeir verða orðnir mjög veikir. bjórnum. En ef betur gaf fengum við dýrindis beikon, niðursuðu og fínerí. Eftir ijögurra sólarhringa legu við Færeyjar héldum við ferðinni áfram. Siglingin til íslands gekk betur en við þorðum að vona, en mikið var mannskapurinn glaður þegar sást til lands. Raunar komum við ekki á heppilegasta tíma til Vestmanna- eyja. Þetta var snemma morguns eftir Þjóðhátíð í Eyjum og virtist ekki sála á ferðinni. Við ætluðum i land til að snyrta okkur eftir volkið. Kemur þá ekki askvaðandi grút- timbraður maður og segir Gísla að hvergi megi taka land við ísland nema í Reykjavík, á Seyðisfirði og Akureyri. Við hugðumst forða okkur með það sama og fýsti ekki að verða innlyksa svona skammt frá áfanga- stað. Það var aldrei að vita hvað tveir Bretar sem við sáum hraða sér niður að bátnum hefðu við ferðir okkar að athuga. Úlfar var að und- irbúa veislu í tilefni þess að komið væri að landi án þess að nokkur væri dauður af matareitrun. Þegar við snöruðumst aftur á sjóinn heyrð- um við Bretana dásama beikonlykt- ina. Þeir fundu þó aldrei nema þef- inn af réttunum, blessaðir mennirnir. Ekki vorum við hólpnir við syo búið, en lentum í mesta óþverra- veðri úti fyrir Reykjanesi. Þarna settum við upp segl í eina skiptið á ferðalaginu. Annars var þetta gassa- veður uppreisn fyrir okkur Úlfar, við þóttumst býsna harðir sjóarar orðnir að vera orðnir ágætlega sjóað- ir og dugandi seglamenn í Röstinni. Mikill var fögnuðurinn um kvöldið þegar við sáum týruna á Gróttu. Og Ijósadýrðin í Reykjavík var ekk- ert minna en opinberun, eftir myrkv- -unina í Danmörku og Noregi. Enda vorum við svo óþreyjufullir að kom- ast í land að Lárus lét ekki ljóskast- ara og merki Bretanna trufla sig en stýrði beint upp að Sprengisandi, þar sem nú heitir Grófarbryggja. Reglur segja að læknir og lóðs skuli fara um borð áður en skip að utan leggjast að bryggju. Eflaust hafa bresk yfii-völd eitthvað vilja ræða við okkur líka og ég man að Bretarn- ir voru dálítið reiðir yfir skeytingar- leysinu í okkur. Við vorum kallaðir beint inn í Hafnarhús að gefa skýr- ingar á ferðum okkar og þar var aðkoman einkennileg. Húsið var auðvitað troðfullt af breskum hermönnum, þeir lágu þar maðut' við mann á gólfinu og rumsk- uðu ekki þegar við stigum yfir þá til að komast leiðar okkar. Það varð að samkomuiagi að við fengjum að fara í land, með því fororði að við gæfum okkur fram í bftið daginn eftir við bresku leyniþjónustuna sem aðsetur hafði við Laugaveg. Við kafteinn Lárus fórum þó aftur um borð, til vonar og vara, og vorum þar þangað til hallaði í fimm um morguninn. Af íslenskri gestrisni lét hann mig sækja það eftir var af öli niður í lest og bauð Bretunum dús. Ég held við Úlfar getum báðir verið sammála um að ferðinn gekk blessunarlega og stórslysalaust, hvað sem öllum hrakspám og tund- urduflum leið. Það er okkur minnis- stætt þegar kafteinn Neuman varaði okkur við siglingunni til íslands sumarið 1940. Hann bað okkur blessaða að halda kyrru fyrir í Dan- mörku, við gætum drepið okkur á þessari vitleysu. Svo bætti hann því við, stríðinu er lokið. Allir verða komnir heim fyrir jól, foringinn hef- ur sagt það.“ Viðtal: Þórunn Þórsdóttir. Aðspurð um það hvernig bregðast ætti við þegar sjúklingar, sem vita að þeir eru sýktir, smita aðra við samræði, sagði Mayers að ekki væri hægt að refsa sjúklingnum því við samræði þarf tvo til og það er jafn- mikið ábyrgðarleysi af rekkjunauti að sænga með einhverjum sem hann veit ekkert um eins og af sjúklingi að smita. Mayers sagði^ að foi'varnastarf væri mjög gott á íslandi og að greini- lega væri mikil almenn fræðsla í gangi. Hún sagði að íslendingar þyrftu ekki að óttast að hinn mikli fjöldi ferðamanna sem hingað kemur myndi fjölga alnæmistilfellum meðal íslendinga. Við værum hins vegar mikil ferðaþjóð og þyrftum að gæta okkar á ferðum okkar erlendis. Úr Marardal. Þetta svæði heitir því háðulega nafni Lyngbrekka! ÞÉR BLÆÐIR MÓÐIR KÆR höggnir, rifnir og beittir svo víðast er ekkert eftir þar sem áður voru víðáttumikil skógarsvæði. í dag er hætt að höggva skóg og rífa hrís til orkugjafar, enda engir skógar eftir, sem heitið getur, nema örfáir ræktaðir og afgirtir blettir. Víðast hvar er þó beitt á þær litlu kjarr- og skógarleifar sem enn finnast. Þannig er það eins víst, að þær náttúrulegu skógarkræður sem enn tóra eiga eftir að hverfa með tímanum, ef ekkert er að gert. Þetta er sjálf- skaparvíti okkar skammsýnna manna. í dag höfum við næga þekkingu og kunnáttu til að vita hvert stefnir með þessu áfram- haldi. Hvað ráðamenn eru að hugsa er ráðgáta. Þeirra er að gera ráðstafanir til úrbóta. Þeirra er ábyrgðin. Við erum að verða að viðundri, að stunda rányrkju á okkar viðkvæma og illa farna gróðurlendi. Við getum vel búið í þessu landi eins og vitiborið fólk og stundað skipulagðan rækt- unarbúskap fyrir þær skepnur, sem við þurfum til kjötfram- leiðslu, það gera aðrar þjóðir. Það ætti að heyra fortíðinni til að láta búpening valsa fijálst um landið og naga upp allan nýgræð- ing, oft áður en plönturnar bera fræ. Það er von að illa fari. Lands- menn allir hljóta að sjá, að fram- tíðarbúseta á landinu fyrir afkom- endur okkar er háð því, að við eyðileggjum ekki að óþörfu það sem eftir er af náttúrulegri gróð- urþekju landsins okkar. Getum við, sem nú lifum, horf- ið'héðan með þann bagga á bak- inu? Viljum við vita af ákæru niðja okkar? Getum við gerst slíkir landníðingar? Kæru samlandar, réttum þessu meidda og særða landi okkar líknar- og friðarhönd, áður en í algert óefni er komið. Nú segja kannski margir: Var ekki mikið skógræktarátak í sum- ar, til að græða landið? Svo sannarlega var það virðing- arvert framtak sem vakti eftirtekt og áhuga fólks að verðleikum. En nokkrir afgirtir skógarblettir, eins og frímerki á landakorti, duga skammt til að græða sárin. Friðun fyrir lausabeit búfjár er eina færa leiðin, til að hægt sé að snúa vörn í sókn. Höfimdur er formaður Lífs og lands. eftirHerdísi Þorvaldsdóttur Brakandi þurrkur og sól í nokkra daga hér á Suðurlandi í byijun júlí. Allir verða glaðir og góðir. Börnin stækka og blómin spretta, fólk fær hraustlegt útlit og- allir dásama blessaða sólina. Þetta er gott fyrir okkur sem höfum svo oft suðvestanátt með alkunnu votviðri. En gleðin er blandin. Þessir þurrviðris dagar með svolitlum strekkingsvindi kosta landið okkar mikið. Landið er svo illa farið af okkar völdum að ekki má hreyfa vind í þurru veðri, svo ekki blæði úr sárum landsins og gróðurmoldin sem tekur náttúruna aldir að mynda fýkur á haf út í tonna tali. í sumar ferðast fjölmargir um landið, sér og sínum til yndis og ánægju. Ennþá eru til hlýlegir staðir heim að sækja og þá fyrst og fremst friðuð og gróin svæði, svo sem Þingvellir, Skaftafell, Þórsmörk, Hornstrandir, Mývatn (sem er orðið eins og vin í eyði- mörk) o.fl. Sumir hafa hug á ör- æfaferðum en aðrir vilja klífa fjöll. Hvert sem við förum skulum við skoða umhverfið með athygli og taka eftir ástandi gróðursins á þessu meidda landi okkar. Því Herdís Þorvaldsdóttir „Réttum þessu meidda og særða landi okkar líknar- og friðarhönd.“ miður sjáum við að það fer stöð- ugt versnandi. Á hveiju ári minnka náttúruleg gróðursvæði og skógar rýrna. Á árum áður voru skógar í Nátthaga eru ennþá skepnur að naga síðustu stráin, þar til allt er orðið eyðimörk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.