Morgunblaðið - 11.08.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARÐAGUR 11. ÁGÚST 1990
25
Jón Fnðriksson á
Hömrum — Minning
Fæddur 25. nóvember 1898
Dáinn 30. júlí 1990
Það eru sextán ár liðin frá því að
ég hitti Jón bónda Friðriksson á
Hömrum í Reykjavík í fyrsta sinn.
Það var að vori austur á Fáskrúðs-
firði og hann var þá 75 ára. Það sem
einkum vakti athygli mína var kímni-
gáfa hans og frásagnarlist. Eg hafði
ekki komið í Þingeyjarsýslur og hann
tók að sér að leiða mig í allan sanleik-
ann um þetta merkilega byggðarlag.
Aldrei hafði ég heyrt sagt frá jafn
fríðu landi og gjöfulu fyrir menn og
sauðkindur. Og aldrei heyrt getið um
jafn frækna íþróttagarpa, mikla
söngmenn, leikara og hagyrðinga er
byggðu þetta iand. Né heldur hlust-
anda með annarri eins andakt á ná-
kvæmar lýsingar á byggingu glæsi-
legra skólahúsa, sláturhúsa og vega
og ég gerði þennan dag. En hugsaði
reyndar: Hvílíkur sögumaður. Sá
kann aldeilis að hagræða sannleikan-
um öðrum til skemmtunar.
Það var ekki fyrr en nokkrum
árum síðar að ég fiuttist sjálf í Þing-
eyjarsýslur og kynntist Jóni. betur
og þingeyskum veruleika að ég skildi
að hann hafði ekki verið að skemmta
mér, heldur dregið upp aldeilis sanna
mynd af lífinu þar. Ekki svo að skilja
að ég upplifði veruleikann eins og
hann hafði lýst honum heldur hitt,
að í hans augum var lífið aldrei
hversdagslegt og hann horfði á dal-
inn sinn, héraðið, heiminn allan og
mennina með — af sjaldgæfum kær-
leika sem gerði flest einhvers virði,
stækkaði það og fegraði.
- Eins og áður segir kynntist ég
Jóni þegar allnokkuð var liðið á ævi
hana,. Að baki var æska hans í
Reykjadalnum, en þar fæddist hann
25. nóvember árið 1898, þegar þin-
geysk bændamenning stóð í hvað
mestum blóma; að baki þroska og
menntunarárin í Bændaskólanum á
Hvanneyri og íþróttakennaraskólan-
um í Ollerup á Sjálandi; að baki
brautryðjendastarfi hans á kotbýlinu
Hömrum í Reykjadal sem hann af
bjartsýni og elju gerði að stórbýli;
að baki hamingjurík búskaparár hans
með Friðriku Sigfúsdóttur frá Hall-
dórsstöðum og uppeldi-barna þeirra
sex, þeirra Sigrúnar, Jóns Aðal-
steins, Sigríðar, Valgerðar, Unnar
og Þórdísar. Og að baki þau ár er
hann reið um héiuð á rauðum gæð-
ingi og hélt uppi söng og gleði. En
enn átti Jón Friðriksson mikið að
gefa og miðla. Áhugi hans á stjórn-
málum, íþróttum og landbúnaðar-
málum var óslökkvandi fram til
síðasta dags. Og aldrei glataði hann
hæfileikanum að hrífa mann á vit
frásagnar, lyfta áheyrandanum upp
úr gráum hversdagsleikanum og
fylla hann trú á lífið og landið. Minni
hans var ótrúlegt og hann var sjóður
af sögum og söngvum. Mikilvægast
fyrir okkur vini hans var þó sá kær-
leikur sem áður er nefndur og ein-
hvern veginn fékk allt til að lifna
og hlæja í návist hans. Fyrir það vil
égþakka Jóni áþessari kveðjustund.
Tilviljun réð því, að þegar ég ýfir-
gaf heimabyggð mína og mikinn
ættmannaskara til að setjast að á
fjarlægum slóðum, þá bjó hvar sem
ég kom, I næsta húsi við mig, ein-
hver dóttir Jóns, eða dótturdóttir.
Og þar hef ég alla jafna geta leitað
þess skjóls og fundið þá gleði er
ættmenni manns einatt ein gefa.
Þessa gæfu hefur mér ætíð fundist
ég geta rakið aftur til Jóns Friðriks-
sonar. Fyrir það vil ég einnig þakka.
Og nú þegar sá maður kveður sem
ég veit að hefur hvað best lifað, óska
ég þess, að hans trú sé rétt: að ein-
hvers staðar í eilífðinni bíði hans á
hlaði reisulegs býlis allir ástvinir
hans sem hann hefur svo lengi treg-
að. Og þangað stefni hann nú á
mjúku tölti á sínum rauða gæðingi.
Þar veit ég að í kvöld verður mikið
sungið, hlegið og kysst.
María Kristjánsdóttir
Þegar ég kvaddi hann afa minn
fyrir mánuði síðan fann ég að það
gæti allt eins orðið í síðasta sinn.
Valgerður Guðmunds
dóttir, Hvammi
Fædd 2. mai 1906
Dáin 6. ágúst 1990
„Ekkert líf án dauða, enginn.dauði
án lífs“
Með fráfalli Valgerðar Guðmunds-
dóttur, bónda, Hvammi í Kjós, hverf-
ur af sjónarsviðinu verðugur fulltrúi
hinnar svonefndu aldamótakynslóð-
ar, og Valgerður lét ekki sitt eftir
liggja í baráttu fyrir þeim framförum
sem orðið hafa frá aldamótum.
Ferðamönnum sem um Hvalfjörð
fara er augnayndi að líta heim að
Hvammi, einkum á góðviðrisdögum,
það er eins og bærinn dormi þarna
umflotinn sjó og fjöllin spegla sig í
haffletinum. Þarna bjó Valgerður
lengst af ævi sinnar og var svo ná-
tengd staðnum að þeir sem til þekkja
gátu vart hugsað sér Hvamm án
Valgerðar eða Valgerði án Hvamms.
Dugnaður Valgerðar var mikill og
hún lét ekki deigan síga þó á móti
blési, sem dæmi má nefna að þegar
Bretar hertóku land hennar á
stríðsárunum og reistu þar mikil
hernaðarmannvirki lét hún ekki
breska heimsveldið breyta þeirra
ætlan sinni að búa á jörðinni.
Þegar styijöld lauk og braggar
ásamt öðru sem herinn hafði komið
fyrir þarna var fjarlægt hóf Valgerð-
ur búskap af krafti. Ein var sú bygg-
ing er herinn byggði sem eftir stóð
og var það radarstöð hersins á toppi
bæjarhólsins en þar er víðsýni mikið
til allra átta.
Árið 1963 keyptum við hjónin af
Valgerði það sem eftir stóð af þess-
ari radarstöð og var það upphaf vin-
skap okkar og bama okkar við Val-
gerði og náin kynni allt fram á andl-
átsdag hennar, því að hún dvaldi
einmitt hjá okkur á Hólnum síðdeig-
is þann 5. ágúst. Það kom okkur því
nokkuð á óvart morguninn eftir að
heyra um andlát hennar þá um nótt-
ina.
Valgerður lét sér ekki nægja sinn
hefðbundna búskap auk æðarvarps,
hún var einnig ljósmóðir í sinni sveit
og hjálparhella á'!mörgum sviðum.
Þó Valgerði yrði ekki sjálfri barna
auðið átti hún einn kjörson og auk
þess tvö fósturbörn, einnig tók hún
í mörg ár börn til sumardvalar, þar
á meðai syni okkar.
Valgerður hafði gott lag á börnum
og mörg þeirra sem hjá henni dvöldu
héldu vinfengi við hana alla tíð síðan.
Valgerður ólst upp í stórum hópi
systkina, þessi systkinahópur er
gjarnan kenndur við Miðdal, sam-
gangur og gagnkvæm hjálpsemi er
þessum hópi eðlislægur og nábýli við
Miðdal og Eileifsdal kom sér vel þeg-
ar heilsu Valgerðar hrakaði.
Hrakandi heilsu tók Valgerður
með æðruleysi og hún naut sérstakr-
ar umönnunar skyldmenna og
venslafólks, í því sambandi vil ég
sérstaklega minnast á Erlu fóstur-
dóttir hennar og mann hennar.
Kynni og samskipti okkar hjóna
við Valgerði voru allnáin og breyttist
fljótt í gagnkvæma vináttu, það var
ávallt sjálfsagt að heilsa upp á Völu
þegar við vorum á ferð og nú síðast
um verslunarmannhelgina. Hún sat
í stól sínum við suðurgluggann og
horfði til ijalls og á eril dagsins fyr-
ir utan, veiðimenn að dorga í lóninu,
menn á hestum, golfleikara og fólk
í tjaldbúðum en Laxalón keypti
Hvamminn fyrir nokkrum ánim og
rekur þar margháttaða starfsemi.
Það var svo umsamið að svo lengi
Valgerður lifði og vildi dveldi hún
áfram í Hvammi, enda undi hún sér
best þar og þar var hugur hennar
allur og víst er að þar vildi hún lifa
og deyja.
Það er því vel að sú ósk hennar
rættist, en hún lagðist til svefns í
rúmi sínu aðfaranótt .6. ágúst við
suðurgluggann og vaknaði ekki aftur
til þessa lífs.
Um leið og við hjónin þökkum
henni góð og löng kynni óskum við
henni velfarnaðar og guðsblessunar
á þeim leiðum sem hún gengur nú.
Öllum aðstandendum sendum við
samúðarkveðjur.
Unnur og Bergsteinn
t
Móðir okkar og fósturmóðir,
ALDÍS HUGBJÖRT KRISTJÁNSDÓTTIR,
Bergþórugötu 16a,
lést í Landspítalanum 9. ágúst.
Þórdis Kareisdóttir,
Matthías Karelsson,
Aldís Matthíasdóttir.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÞORSTEINN HALLDÓR ÞORSTEINSSON
fulltrúi,
Hólabraut 5,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkrikju, mánudaginn 13. ágúst
kl. 13.30.
Kristfn Sigurbjörnsdóttir,
Sigrún Þorsteinsdóttir,
Viggó Þorsteinsson,
Hjördís Þorsteinsdóttir,
Sigurbjörn Þorsteinsson,
Þorsteinn Þorsteinsson,
og barnabörn.
Sigurður Halldórsson,
Margrét Bjarnadóttir,
Gísli Sigurgeirsson,
Margrét Hafsteinsdóttir
Sú kveðja þýddi að stór hluti af lífi
mínu var horfinn. Frá því að ég man
eftir mér hefur afi verið einn af föstu
punktunum í tilverunni. Óumbreyt-
anlegur eins og lífið sjá'.ft. Hann virt-
ist ekkert eldast þótt líkaminn hörn-
aði. Hugurinn var síungur og hann
fylgdist vel með öllu sem var að
gerast. Enda fyrirleit hann ellina.
Dáði æsku, hreysti og karlmennsku,
íþróttamennsku bæði líkama og sál-
ar. Allt framundir það síðasta var
hann fastagestur á öllum íþróttavið-
burðum og hvatti afkomendur sína
til dáða. Roluskapur og linka voru
eitur í hans beinum og sennilega er
„vertu hörð“ sú setning sem ég minn-
ist oftast af hans vörum í uppvextin-
um. Það veganesti sem hann lagði
mér til í lífsbaráttuna var að standa
sig og láta hvörki meðlæti né mót-
læti bijóta sig niður. Halda sínu
striki og reyna að raða tilverunni
þannig saman að hún yrði ánægjuleg
sjálfum rnanni og öðrum. Lífið er það
sem maður sjálfur gerir úr því. Það
var hans lífsspeki. Þess vegna er
hann afi ekki dáinn fyrir mér. Hann
lifir áfram í minningunni og I öllu
því sem hann kenndi mér.
Lífssaga Jóns Friðrikssonar er mér
ekki kunn í smáatriðum, en stærstu
punktana þekki ég þó. Hann ólst upp
hjá foreldrum sínum, Friðrik Jóns-
syni landpósti og Guðrúnu Þorgríms-
dóttur á Helgastöðum í Reykjadal.
Systkinahópurinn var stór og þar
réðu gleðin og íþróttamennskan
ríkjum. Ungur stundaði hann nám
við bændaskólann á Hvanneyri og
við íþróttaskóla í Hollerup í Dan-
mörku. Hann kvæntist Friðriku Sigf-
úsdóttur þann tuttugasta og fjórða
júní 1923 og þau hófu búskap í föður-
garði hennar, Halldórsstöðum í
Reykjadal. Seinna fluttu þau að
Hömrum í sömu sveit þar sem þau
í sameiningu byggðu upp sitt bú. Þau
eignuðust sex börn: Sigrúnu, sem
nú er nýlátin, Jón Aðalstein, Sigríði,
Valgerði, Unni og Þórdísi, sem lést
1971. Barnabörnin eru tuttugu og
þijú og barnabarnabörnin fjölmörg
auk nokkurra barnabarnabarna-
bama. Allur þessi skari var alltaf
vélkominn að Hömrum og oft líf í
tuskunum þegar hamast var í fót-
bolta eða fijálsíþróttum heilu dag-
ana, afa til óblandinnar ánægju.
Hann vildi hafa ungt líf í kringum
sig og taldi ekki eftir sér að hafa
okkur systkinin með sér við verkin,
þótt eflaust höfum við til að byija
méð frekar verið til trafala en gagns.
Honum þótti gaman að syngja og
mér er í fersku minni rnargt vetrar-
kvöldið er við gengum í rólegheitum
á eftir ánum niðpr heiðina og sungum
„Svífur að haustið" eða „Nú blika -*l.
við sólarleg", milli þess sem afi
fræddi okkur á einhveiju í sambandi
við lífið og búskapinn. Gleðin var
ríkjandi tilfínning á þessum ánim og
þannig vildi afi líka hafa það. Hann
bar höfuðið hátt og horfi frekar til
þess bjarta en hins dökka. Árið 1971
rnissti hann bæði Friðriku ömmu og
yngstu dóttur sína, Þórdísi. Það varð
honum erfið raun. Ammii hafði verið
honurn sönn stoð í öllum þeirra bú-
skap og yngsta barnið er oft auga-
steinninn. Eftir þetta dró hann sig
að mestu út úr búskapnum, enda
farinn að lýjast, en aldrei missti hann
þó áhugann á lífinu. Ekkert var hon-
um óviðkomandi og hann fylgdist
með hringekju lífsins fram á síðasta
dag. Hann varð fyrir þungu áfalli nú v
í sumar er Sigrún dóttir hans lést,
en bar sig karlmannlega að vanda.
Og nú er hann farinn á vit ástkærr-
ar eiginkonu og dætra. Við sem sitj-
•um eftir minnumst hans með þakk-
læti og gleði og óskum honum góðr-
ar ferðar.
Friðrika Benónýs
+
Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
FRIÐRIKKU GUÐMUNDSDÓTTUR.
Færum starfsfólki á deild 11-A, Landspítalanum, alúðarþakkir
fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur öll.
Haukur Einarsson frá Miðdal.
Hafsteinn Austmann, Guðrún Þ. Stephensen.
Rúnar Hauksson, Brynja Guttormsdóttir,
Erla Hauksdóttir, Kjell Gustavsson,
Aðalheiður Ólaf sdóttir.
+
Innilegt þakklæti til allra, er sýndu okkur vináttu og hlýhug við
andlát og útför bróður okkar, mágs, sambýlismanns og frænda,
JÓNS JÓNSSONAR
frá Þjórsárholti.
Sérstakar þakkir fyrir góða hjúkrun á Landspítalanum.
Halldóra Jónsdóttir, Haukur Kristófersson,
Elísabet Jónsdóttir, Guðmundur Árnason,
Bergþóra Jónsdóttir
og systrabörn.
+
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð
og vinarhug við andlát og útför sonar
míns, föður okkar og bróður,
ÞORFINNS VILHJÁLMS KARLSSONAR.
Sigríður Margrét Vilhjálmsdóttir,
Ingvi Páll Þorfinnsson,
Sigríður Margrét Þorfinnsdóttir,
Aron Njáll Þorfinnsson,
Kristinn Máni Þorfinnsson,
Gunnlaugur Karlsson.
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
RAGNARSÓLASONAR
fyrrverandi verksmiðjustjóra,
Byggðavegi 89,
Akureyri.
Sérstakar þakkir sendum við Sambandi íslenskra samvinnufélaga.
Ragnheiður Valdemarsdóttir,
Valdemar Ragnarsson,
Ásgerður Ragnarsdóttir,
Óli Þór Ragnarsson,
Árni Ragnarsson,
Guörún Ragnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
Sirkka Ragnarsson,
Gunnar Eydal,
Ingibjörg Marinósdóttir,
Edda Ásrún Guðmundsdóttir,
Valdimar Einisson,