Morgunblaðið - 11.08.1990, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1990
Torfhildur Sigurð-
ardóttir - Minning
Fædd 31. maí 1912
Dáin 30. júlí 1990
Sumarið sem nú er að líða verður
lengi í minnum haft hér sunanlands
fyrir einstök hlýindi og mikinn jarð-
argróða. Stráin falla fyrir stórvirk-
um vélum bændanna og verða þátt-
takendur í hringrás lífsins, viðhaldi
þjóðarinnar og bústofnsins sem hún
nærist á.
Dauðinn slær árið um kring með
ljá sínum og skeytir engu hvernig
árar hjá mannfólkinu. Högg hans
eru þung. Sumir falla við fyrsta
högg en á aðra bítur eggjárn hans
seint. Hann gerir þá hveija atrenn-
una á fætur annarri uns yfir lýkur
og maðurinn fellur fyrir hendi hans
eins og stráin fyrir vélknúnum ljá
bóndans.
Að kvöldi 30. júlí síðastliðins lést
á Landakotsspítala Torfhildur Sig-
urðardóttir, sem lengst af kenndi
sig við Hallormsstað í Vestmanna-
eyjum. Barátta hennar við dauðann
var ströng og hún bugaðist ekki
fyrr en þjáningar hennar voru orðn-
ar svo óbærilegar að ekkert fékk
linað þær. Þá bað hún skapara sinn
að liðsinna sér og hann gerði það.
Torfhildur fæddist á Bryggjum í
Austur-Landeyjum og voru foreldr-
ar hennar Sigurður Sæmundsson
og Guðbjörg Björnsdóttir. Hún var
skírð í höfuðið á móðurbræðrum
sínum, þeim Tyrfingi, bónda á
Bryggjum, og Stefáni, útvegsbónda
í Skuld í Vestmannaeyjum. Torf-
hildur var elst fjögurra systkina.
Hún ólst upp í Landeyjunum,
fluttist með foreldrum sínum að
Tjörnum árið 1918 og_ aftur að
Bryggjum árið 1922. Árið 1923
fluttist íjölskyldan til Vestmanna-
eyja og stofnaði heimili að Hall-
ormsstað þar í bæ og kenndi Tolla,
eins og hún var kölluð, sig jafnan
við það hús.
Heimili þeirra Guðbjargar og
Sigurðar var rómað fyrir gestrisni
og þangað komu margir. Húsfreyj-
an var einkar ræðin og skemmtileg
og hafði ákveðnar skoðanir á mönn-
um og málefnum. Sigurður var
mildur maður í skapi og bæði voru
þau hjón ákaflega barngóð. Laðað-
ist enda að þeim ungt fólk. Þau
voru bæði vel máli farin og höfðu
gaman af að segja frá enda voru
þau margfróð og langminnug á
margt. Tolla erfði þessa eðlisþætti
foreldra sinna. Snemma fór hún að
taka til hendinni og hún var ekki
há í lofti þegar hún vildi fara að
gera gagn. „Munar ekki mikið um
mig?“ spurði hún þegar hún var á
6. ári.
Þegar til Vestmannaeyja kom
varð Tola fljótlega vinsæl af öllum.
Hún var lífsglöð og félagslynd. Hún
hafði mikið yndi af söng og gekk
til liðs við kór Landakirkju þrettán
ára að aldri, en honum stjórnaði
þá Brynjólfur Sigfússon, mikill tón-
listarmaður og góður kórstjóri.
Tolla söng með kirkjukórnum og
Vestmannakór í um tvo áratugi.
Þá' söng hún oft á skemmtunum
tvísöng ásamt vinkonum sínum og
má geta þess að hún frumflutti
meðal annars hið landskunna lag
Oddgeirs Kristjánssonar Ágústnótt
árið 1940.
Árið 1940, hinn 26. október, gift-
ist Tolla Óskari Friðbjörnssyni, lög-
regluþjóni í Vestmannaeyjum og
stofnuðu þau heimili á Brekastíg
33. Upp frá þessu voru þ_au kennd
hvort við annað, Tolla og Óskar eða
Óskar hennar Tollu.
Árið 1946 fluttust þau hjónin til
Reykjavíkur og starfaði Óskar þar
í lögreglunni rúma þijá áratugi. Þau
bjuggu á nokkrum stöðum þar
syðra uns þau reistu myndarlegt
íbúðarhús árið 1959, Akurgerði við
Nesveg ásamt hjónunum Elínborgu
Guðjónsdóttur og Gunnbirni Gunn-
arssyni, en þær Tolla og Elínborg
voru nátengdar. Varð sambýli
þeirra hið farsælasta uns þau Gunn-
björn og Elínborg seldu efri hæð-
ina. En vinátta hélst með þeim eft-
ir sem áður.
Óskar og Torfhildur eignuðust
tvö börn: Birnu, sem fædd er 12.
maí 1942, og Sigþór, fæddan 9.
febrúar 1949.
Birna er gift Paul Richard Fawc-
ett og búa þau hjón í Bandaríkjun-
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
GEIRFRÍÐUR JÓELSDÓTTIR,
Breiðumýri, Reykjadal,
áðurtil heimilis á Siglufirði,
verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju mánudaginn 13. ágúst
kl. 14.00.
Björg Arnþórsdóttir, Sigtryggur Jósepsson,
Hörður Arnþórsson, Gréta Guðmundsdóttir,
Örn Arnþórsson, Svanborg Dahlmann,
barnabörn og barnabarnabörn.
Móðir mín og fósturmóðir okkar,
VALGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR
Ijósmóðir,
HvammiíKjós,
verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju í Saurbæ, Hvalfjarðarströnd,
í dag, laugardaginn 11. ágúst, kl. 14.00.
F.h. systkina hennar og annarra ættingja,
Karl Karlsson,
Erla Jónsdóttir,
Guðbjörn Jónsson.
t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
MAGNÚS GUÐMUIMDSSON
frá Odda, Reyðarfirðí,
lést á heimili sínu, Miðvangi 11, Egilsstöðum, fimmtudaginn
9. ágúst. Unnur Gunnlaugsdóttir, Þórunn A. Magnúsdóttir, Yngvi G. Magnússon, Helgi Þ. Magnússon, Harpa Jónsdóttir og fjölskyldur.
•.« ,t -;* .n*s -iíí .1 ;t .1 * 1 m t * , ....
um þar sem Birna starfar sem
sjúkraliði. Eiga þau þijú börn, Þór-
unni Anette, Torfhildi Ósk og Pál
Ríkharð.
Sigþór er kvæntur Halldóru Ás-
geirsdóttur. Hann hefur verið flug-
stjóri hjá CargoLux um árabil og
búa þau hjónin í Lúxemborg. Þau
eiga einnig þijábörn, Óskar Braga,
Ásgeir og Ástu Björk.
Þá eru barnabarnabörnin orðin
þijú og fæddist hið þriðja fimm
dögum áður en Tolla lést. Hún
gladdist yfir fæðingu þess einsog
hún hafði áður fagnað fæðingu af-
komenda sinna, sem voru líf hennar
og yndi.
Fyrstu búskaparár þeirra Tollu
og Öskars í Reykjavík bjó hjá þeim
föðursystir Tollu, Þórunn Sæ-
mundsdóttir, og ætíð var mann-
margt á heimili þeirra. Stundum
bjuggu þar ættingjar um lengri eða
skemmri tíma. Skólapiltar áttu þar
aðsetur og þegar jarðeldur kom upp
í Heimaey árið 1973 tóku þau á
móti öldruðum foreldrum Tollu
ásamt frænkum hennar, mæðgun-
um Eygló og Margréti frá Skuld.
Hér að framan var þess getið að
Tolla hafði unun af söng. Hún hafði
ekki verið búsett í Reykjavík lengi
þegar hún gekk til liðs við kór
kvennadeildar Slysavarnafélags Is-
lands og söng með honum um ára-
bil. Einnig söng hún með kór Nes-
kirkju nokkuð fram á 8. áratuginn.
Tolla vann jafnan utan heimilis.
Meðal annars starfaði hún í Efna-
lauginni Hjálp, Prjónastofunni Ið-
unni og á Hótel Sögu vann hún við
fatagæslu svo árum skipti.
Það sem einkenndi lyndiseinkunn
Tollu var skapfesta, trygglyndi og
hjálpsemi. Heimili þeirra Tollu og
Óskars varð brátt eins konar gisti-
hús. Fjölmargir Vestmanneyingar
leituðu þangað og ættingjar austan
úr sveitum. Jafnan voru þau hjónin
reiðubúin að veita aðstoð sína þegar
á þurfti að halda. Reyndust þau
ávallt vinir í raun og studdu við
bakið á ættingjum sínum og vinum,
hvort sem þeir leituðu suður til
mannfagnaðar eða til lækninga.
Guðrún Stefánsdóttir, frænka Tollu
og vinkona, gefur henni þann vitnis-
burð að hún hafi verið svo sterk
að hún hafi alls staðar getið orðið
að liði og komið fram til góðs. „Þeg-
ar veikindi sóttu að var alltaf hægt
að treysta á Tollu og Óskar,“ sagði
Guðrún.
Tolla var fram úr hófi verklagin
kona. Hún heklaði mikið og saum-
aði út og féll raunar aldrei verk úr
hendi. Hún var sífellt að gefa fólki
listrænar hannyrðir sínar eða Ijúf-
fengan, íslenskan mat. Ekki mátti
gesti bera að garði án þess að
þiggja veitingar. Henni sárnaði við
menn færu þeir hjá án þess að
þiggja vott eða þurrt. Þau hjónin
voru samhent í því að búa heimili
sitt vel úr garði og var Tolla annál-
' uð fyrir snyrtimennsku. Frænkur
hennar og vinkonur gerðu stundum
góðlátlegt gys að henni fyrir snyrti-
ínennskuna og sögðu sín á milli:
„Það er eins gott að hún Tolla sér
ekki draslið hjá mér núna.“ En
svona var allt sem hún kom nærri.
Það varð að vera slétt og fellt og
ekki mátti sjást misfella á neinu.
Tolla var reyndar sjálf hrein og
bein og sagði umbúðalaust það sem
henni bjó í bijósti. Hvers vegna
skyldi þá vera einhver misfella á
útljti heimilisins?
■! 'm m J* ■»4» m a 1* a ?* ■.1 a 5* * m m a ;# ** m m m m # 1 s a u 'm m ar 3
Sá, sem þessa grein ritar, var
ekki hár í lofti þegar hann fór að
hugsa um gjafmildi Tollu og rausn-
arskap þeirra hjóna. Hann hafði
reyndar hrifist af heimili þeirra í
Akurgerði og þóttist aldrei hafa séð
jafn vel búið heimili. Hann fékk því
fljótlega á tilfinninguna að þau
hjónin hlytu að vera stórefnuð. Ein-
hverntíma þegar hann var á 11. ári
og þóttist vera farinn að hafa vit á
tölum tók hann Tollu frænku sína
tali og spurði um laun þeirra hjóna.
Eftir það samtal komst hann að því
að ríkidæmi skiptir engu þegar gjaf-
mildi og hjálpsemi eru annars veg-
ar, heldur hugprýði og hjarta-
gæska. Þessi uppgötvun festi rætur
í barnssálinni og hefur geymst í
huga hans síðan.
Árið 1985 fluttust þau hjónin í
íbúðir aldraðra við Skólabraut á
Seltjarnarnesi. Þar varð Tolla brátt
hrókur alls fagnaðar og liðsinnti
nágrönnum sínum á meðan stætt
var. Á Skólabrautinni héldu þau
hjónin áfram þeirri reisn sem ein-
kennt hafði búskap þeirra í Akur-
gerði og hver heimsókn til þeirra
varð stórveisla. Börn þeirra, Birna
og Sigþór, aðstoðuðu þau dyggilega
við flutningana og í hvívetna reynd-
ust þau foreldrum sínum miklar
hjálparhellur.
Árið 1984 kenndi Tolla þess
meins sem ágerðist og dró hana að
lokum til dauða. Hún gekkst undir
nokkra mjög erfiða uppskurði en
alltaf stóð hún upp aftur og hélt
lífsglöð áfram að njóta þess sem
að höndum bar. Þegar veikindi
hennar ágerðust fyrir rúmum mán-
uði var ákveðið að kalla börn henn-
ar hingað til lands. Þau komu bæði
og voru við dánarbeð móður sinnar
ásamt Óskari. Guðrún Margeirs-
dóttir, hjúkrunarkona, studdi Tollu
í veikindum hennar og reyndist ijöl-
skyldunni einstök hjálparhella í
hvívetna.
Raunar trúðum við í fjölskyld-
unni því að hún næði sér eftir þessi
veikindi. Guðrúnu frænku hennar
dreymdi hana í nýrri kápu, blárri,
en blátt boðar jafnan gæfu í draumi.
Ef til vill hefur draumur Guðrúnar
boðað lausn hennar frá óbærilegum
þrautum veikindanna.
Torfhildur var um margt sígild,
íslensk alþýðukona. Hún var marg-
fróð um fyrri tíð og kunni glögg
skil á ætt sinni og uppruna. Hún
var reyndar svo ættfróð að væri
minnst á einhvern sem hún þekkti
lítil eða engin deili á gat hún oftast
rakið ættir hans ef’ hún fékk að
vita hverra manna hann var.
Nú er ævi þessarar góðu konu á
enda. Hún kannaðist svo vel við
uppruna sinn að hún óskaði þess
eindregið að verða jarðsett austur
í Þykkvabæ, þar sem foreldrar
hennar hvíla ásamt nánum ætt-
mennum, og verður utför hennar
gerð frá Hábæjarkirkju þar í sveit
laugardaginn 11. ágúst kl. 17.
Tolla var að vissu leyti foringi
ákveðinnar stórljölskyldu sem ættir
átti að rekja austur í Rangárvalla-
sýslu og efldist með búsetu í Vest-
mannaeyjum og víðar. Þessi stór-
fjölskylda verður aldrei söm eftir
að Tolla er farin héðan. Tilvera
ættingjanna verður reyndar aldrei
söm eftir brottför hennar. En Guði
almáttugum bætist góð bústýra í
Himnaríki enda hlýtur hún að taka
til hendinni við að taka á móti þeim
sem þar ber að garði, Iiðsinna þeim
og veita þeim beina.
Eiginmanni Torfhildar, börnum
og afkomendum þeirra eru fluttar
einlægar samúðarkveðjur. Þau hafa
misst mikið. Maður hennar, afkom-
endur og heimili voru henni allt og
þeim vann hún til hinstu stundar.
En minningin um hana lifir og arf-
ur hennar geymist í óbornum kyn-
slóðum.
Arnþór Helgason
Þriðjudaginn 30. júlí lést á Landa-
kotsspítala góð vinkona mín og fjöl-
skyldunnar allrar. Hún var búin að
fara margoft á sjúkrahús og heyja
lángt veikindastríð við krabbamein.
Þrátt fyrir veikindin lét hún aldrei
bugast og má með sanni segja að
hún stóð á meðan stætt var. Mynd-
arlegt og þrifalegt heimilið skyldi
ekki bera þess vitni að neitt væri
AÆmiKii:S4&*• »*'» 13 &s itm s s 3 a * .1 $ a 11
að. Hún fór ekki svo á sjúkrahús
að ekki væri eitthvað tekið í gegn
áður.
Ég á þessari konu margt að
þakka, allt frá barnæsku. Ég man
fyrst eftir hlýlegu viðmóti hennar,
er ég lítið stúlkubarn sóttist eftir
að koma á heimili hennar og manns
hennar Óskars Friðbjörnssonar. Við
bjuggum í sama húsi á Tómasar-
haga og heimili þeirra var rólegt
og mér fannst gott að komast úr
skarkala stóru fjölskyldunnar í ris-
inu.
Vinskapur okkar Sigþórs, sonar
þeirra, varð til að festa samgang
okkar enn frekar. Við tókum lífinu
með ró og lékum okkur saman þrátt
fyrir stríðni leikfélaganna á þann
veg að stelpa og strákur ættu ekki
að leika sér saman. Þegar þau fluttu
burtu, í nýja húsið, Akurgerði á
Seltjarnarnesi, héldum við áfram
að hittast og fengum þá oft Tótu
(Þórunni Sæmundsdóttur) til þess
að spila við okkur. Hún var ein af
ijölskyldunni, föðursystir Tollu, og
átti sinn þátt í þessu notalega heim-
ilislífi ijölskyldunnar.
Svo komu unglingsárin og þá var
maður að keppast við að verða full-
orðinn — tíminn leið hratt, og ferð-
unum fór fækkandi í Akurgerði.
Ég þurfti þó að sýna Tollu minni
nýja kærastann, þegar þar að kom,
og fór með hann í heimsókn. Það
stóð ekki á hreinskilnum viðbrögð-
um hennar og minnumst við oft
athugasemda hennar um hann. Hún
talaði altaf tæpitungulaust og eng-
inn þurfti að fara í grafgötur um
hvað hún var að meina. Hreinskilni
var hennar aðalsmerki, sögð á ein-
lægan hátt og særði engan. Þannig
mun ég alltaf minnast hennar.'
Á fullorðinsárum mínum höfum
við hist af og til en þó aldrei eins
oft og ég hefði óskað. Hraði nú-
tímans gerir ekki ráð fyrir að fólk
heimsæki hvert annað. Þó fannst
mér alltaf tilheyra að Tolla og Óskac
tækju þátt í sem flestum ijölskyldu-
hátíðum okkar.
Það er undarlegt að leiða hugann
að því að aldrei fann ég fyrir því
að einhver aldursmunur væri á okk-
ur þegar við ræddum saman þó
hann væri rúm 30 ár. Svo full af
lífi var hún vinkona mín, létt í lund
og spaugsöm. í heimsóknum mínum
til hennar á sjúkrahúsið gat hún
fengið mig til að gleyrfta að hún
væri veik, með léttu spjalli og gam-
anyrðum.
Hún þekkti urmul af fólki og lét
sér annt um alla og mátti ekkert
aumt sjá. Hún var alltaf að greiða
götu annarra með ýmsu móti. Hún
hafði gott minni og skemmtilega
frásagnargáfu og auðvelt var að
gleyma tímanum með henni. Ég
mun ávallt minnast hennar sem
góðrar og heilsteyptrar manneskju.
Ég vil þakka henni samfylgdina.
Ég og fjölskylda mín vottum að-
standendum hennar innilega sam-
úð.
Eva Örnólfsdóttir
Tengdamóðir mín er dáin. Sú
stund er upprunnin er ég hélt í óra-
fjarska. Svó lifandi lífsglöð og svo
stórt hlutverk fór hún með í okkar
lífi, að við héldum hana eilífa.
Sá tími er við áttum saman Tolla,
Óskar og fjölskyldan í Lúxemborg
um síðustu jól og áramót lifir sterkt
í minningu okkar. Tolla var alltaf
tilbúin að ferðast eða flakka eins
og hún kallaði það jafnan sjálf og
fannst ekkert mikið um þó hún
skryppi til Austurlanda fjær eða
Afríku með syni sínum. í haust var
ferðinni heitið til Flórida í heimsókn
til dóttur og íjölskyldu hennar, nýtt
barnabarnabarn hafði bæst í fjöl-
skylduna, og var hún búin að búa
til gjöfina handa því. Gjafmildi Tollu
var hennar einkenni hvort sem var
handa íjölskyldunni, vinum eða
ókunnugum, hún var alltaf gefandi.
Ferðina til Flórída fer hún örugg-
lega þó ferðalagið verði farið á
annan hátt en upphaflega var áætl-
að.
Ferðalaginu á þessari jörð er lok-
ið og vil ég þakka henni samfylgd-
ina, sem var alltof stutt, en þess
betri og ógleymanleg.
• Tengdaföður mínum bið ég Guðs-
blessunar.
Tengdadóttir