Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1990næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 11.08.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.08.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1990 13 Ljósmynd/Philip Fein Nokkrir gesta Sigríðar samankomnir á heimili hennar. Þeir eru, talið frá vinstrij eftir því sem næst hefur verið komist: Kristín H. Halldórsdóttir, Ragna Kröyer, Haraldur Kröyer, Olafur Thorarensen, Thor Ó. Thors, Þórarinn Reykdal, Jóhann Eyfells, Kristjana Eggertsdóttir, Bragi Freymóðsson, Björn Thors, Sigríður Valgeirsdóttir og Bjarni Jónsson. Sigríður stendur fyrir framan arininn, en á arinhill- unni eru myndir af Benóný syni hennar og Fay dóttur hennar, sínu hvorum megin við klukkuna. Mynd- in mun vera tekin 1944. „Móðir Islend- í Berkeley inga“ eftir Torfa Ólafsson í kirkjugarði vestan hafg^ nánar tiltekið í Berkeley í Kaliforníu, eru geymdar jarðneskar leifar íslenskr- ar kónu sem fluttist til Banda- ríkjanna á þriðja tug þessarar ald- ar, bjó þar mikinn hluta ævi sinnar og varð sérstaklega minnisstæð íslenskum námsmönnum og öðrum Islendingum sem þar dvöldust á stríðsárunum síðari og eftir það. Kona þessi hét Sigríður Benónýs, dóttir Benónýs Benónýssonar kaup- manns og Olafar Þorsteinsdóttur, fyrri konu hans, systur séra Bjarna Þorsteinssonar þjóðlagasafnara og Halldórs í Háteigi. Benóný átti og rak Verslun Benónýs sem um all- langt skeið var í húsi Helga Magn- ússonar við Hafnarstræti í Reykjavík, en síðar í litlu húsi við Tryggvagötu. Benóný var í föðurætt kominn af frönskum sjómanni sem varð skipreika hér við land og náði ástum ömmu hans, sem þá var ung og ógefin. Fór sjómaðurinn síðar til heimkynna sinna í Frakklandi og er þar með úr sögunni, en í þessari ætt, eins og ýmsum öðrum hérlend- is, má enn greina hið framandlega, franska yfirbragð á húð og háralit, auk örlyndis í skapgerð. Hafa ýms- ir bent á það með réttu að íslending- um hafi verið fengur að nokkurri blóðblöndun við aðrar þjóðir, hún hafi orðið þjóðinni til góðs og kom- ið í veg fyrir úrkynjun vegna of náins skyldleika. Dætur Benónýs og Ólafar voru: Sigríður, Fanny, Hjö'rdís og Hall- dóra, en syni eignaðist Benóný enga. Olöf andaðist eftir allmargra ára hjónaband og kvæntist Benóný síðar Halldóru Jakobsdóttur frá Hraunsholti, nálægt Hafnarfirði, var hún 33 árum yngri en hann. Þrátt fyrir þann aldursmun var hjónaband þeirra hið ástríkasta og eignuðust þau tvær dætur: Ólöfu Helgu og Hjördísi Halldóru. En víkjum aftur að Sigríði Ben- ónýs, tilefni þessa greinarkorns. Hún fæddist 1. júlí 1889 í Reykjavík og ólst upp hjá foreldrum sínum. Þegar hún var gjafvaxta giftist hún dönskum manni, Vilhelm Jacobsen að nafni. Eignuðust þau soninn Benóný en hjónaband þeirra brast 1922. Fluttist Sigríður með Benóný til Skotlands og gekk þá með annað barn þeirra, dóttur sem fæddist þar í landi 3. febrúar 1922 og var skírð Fanny. Var hún ávallt kölluð Fay sem var að sjálfsögðu dregið af nafninu Fanny. Sigríður ílentist þó ekki til lengd- ar í Skotlandi heldur fluttist til Kaliforníu í atvinnuleit og hafði með sér Benóný son sinn, þá sjö ára gamlan, en skildi dótturina litlu eftir hjá skyldfólki sínu í Skotlandi þar sem hún treysti sér ekki til þess, vegna fátæktar, að taka bæði börnin með sér út í óvissuna. Hugð- ist hún taka Fay til sín þegan hún hefði komið uridir sig fótunum í Bandaríkjunum. Sigríður fékk það starf að gera við föt og breyta þeim fyrir verslun í Berkeley í Kaliforníu og gegndi hún því alla starfsævi sína. Fay ólst upp í Skotlandi en flutt- ist til móður sinnar 1939, þá 17 ára gömul. Hún var mikil fríðleiks- stúlka og giftist 4. ágúst 1945 Charles Kauzer, sem fæddist 28. desember 1923 í Kansas og var sonur þýskfa innflytjenda. Þau eignuðust þijá syni, alla hina mann- vænlegustu, og hafa þeir reynst nýtir borgarar í landi sínu. Sonasyn- ir þeirra Fay og Charles eru nú fjór- ir en dætur engar. Benóný, sonur Sigríðar, kvæntist amerískri konu 1939 og eignuðust þau tvær dætur. Kona hans dó 1985 og kvæntist hann að nýju, en eignaðist ekki fleiri börn. Hann dó 1987. En það sem gerir minningu Sigríðar Benónýs svo merka að mér Þessi mynd var tekin þegar Sigríður Benónýs var sæmd riddara- krossi Fálkaorðunnar. A myndinni eru, talið frá vinstri: Ingi Þórðar- son, Margrét Eymundsson, Sigríður Benónys, Jóhann Hannesson og séra Steingrímur Octavius Thorláksson, ræðismaður íslands í San Francisco. Charles Kauzer og eiginkona hans, Fay (Fanny), dóttir Sigríðar Benónýs. finnst hún ekki mega falla í gleymsku er hið frábæra starf sem hún innti af hendi fyrir íslenska námsmenn og aðra landa í Berke- ley. Heimili hennar stóð þeim alltaf ppið og hún gerði jafnvel boð eftir íslendingum sem hún frétti af, en höfðu ekki ennþá haft samband við hana, til þess að bjóða þeim heim og búa þeim sannkallað félagsheim- ili í hýbýlum sínum. Komst tala gestanna yfir 30 þegar flest var. Hún giftist ekki aftur og varð aldr- ei efnuð kona, en svo vel reyndist hún hinum íslensku gestum sínum að hún var kölluð „móðir íslend- inga“ í Berkeley. Fyrir hið frábæra starf sitt í þágu landa sinna var hún sæmd riddarakrossi Fálkaorð- unnar kringum 1949, og var það mál manna að hún væri betur að henni komin én margir aðrir sem þann heiður hlutu. Sigríður kom aftur heim til ís- lands og dvaldist hér um fjögurra ára skeið. Þá hélt hún enn til Kali- forníu, ætlaði að ganga frá málum sínum þar og búa svo síðustu árin heima á Islandi, en til þess entist henni ekki aldur. Hún andaðist 1952 og var bálför hennar gerð í Berkeley, þar sem duft hennar hvílir nú. Ástæðan til þess að ég set þessi minningarorð á blað er sú að leið mín lá til Kaliforníu sumarið 1989 með vinkonu minni, Olöfu Helgu, hálfsystur Sigríðar, og gistum við hjá Fay, dóttur Sigríðar, og Charles Kauzer, eiginmanni hennar. Stund- um á kvöldin þegar við sátum sam- an og ræddum um daginn og veg- inn fékk ég að heyra brot úr sög- unni af þessari einstæðu konu sem hélt með brostnar vonir burt af landi sínu, haslaði sér völl í framandi landi og tók landa sína þar sér í barna stað. Ég þykist vita að í hug- um þeirra, sem nutu gestrisni Sigríðar og nú eru roskið fólk, geymist enn minningar um glaðar stundir og góðan félagsskap _ á heimili hinnar frábæru „móður Is- lendinga“ í Berkeley. Þess má geta að lokum að Fay, dóttir Sigríðar, og Charles, eigin- maður hennar, sem oftsinnis hafa komið hingað til lands, verða stödd hér síðari hluta ágústmánaðar og búa þá á Holtsgötu 21, hjá Ólöfu H. Benónýs. Kjörvari og Þekjukjörvari — kjörin viðarvöm utanhúss Þurfir þú að mála við utanhúss, hvort sem um er að ræða sumarhús, glugga eða grindverk, þarftu fyrst að ákvcða hvers konar áferð þú óskar eftir. Sé ætlunin að halda viðaráferðinni skalt þú nota Kjörvara sem er gegnsæ viðarvörn og til í ntismunandi litum. Ein til þrjár umferðir nægja, allt eftir ástandi viðar. Kjósir þú aftur á móti hálfhyljandi áferð, scm gefur viðnum lit án þess að viðarmynstrið glatist, mælum við með Þekjukjör- vara sem cinnig fæst í mörgum litum. Tvær umferðir eru í flestum tilvikum nóg. Sé viðurinn mjög gljúpur skal grunna hann fyrst með þynntum glær- um Kjörvara og mála síðan yfir með Þekjukjörvara. Næst þegar þú sérð fallega málað hús - kynntu þér þá hvaðan málningin er . 111 Elvsta t r v-1 VI Jmá/ningh/f - það segir sig sjálft -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 179. tölublað (11.08.1990)
https://timarit.is/issue/123411

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

179. tölublað (11.08.1990)

Aðgerðir: