Morgunblaðið - 11.08.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1990
21
Lífríki Mývatns
með besta móti
^ Björk.
ÓHÆTT er að segja að þeir sem fylgst hafa með lífríki Mývatns
í sumar telji það eitt hið gróskumesta sem verið hefur um árabil.
Að margra áliti er talið að veðurfarið í maí og júní hafi verið
lífríkinu sérlega hagstætt, gagnstætt því sem verið hefur undanfar-
in ár.
Mikið íykmý kviknaði strax í
maí, meira en síðustu ár, og hefur
það haldist til þessa, enda blíðviðri
og hiti oft um 20 stig að undan-
förnu. Einnig var bitmýið ágengt
i vor. Áta fyrir fugl og silung virð-
ist nú vera í hámarki. Eldri menn
í sveitinni muna varla fallegri né
feitari silung en nú veiðist. Mikil
Norræna
leikararáð-
ið fundar
NORRÆNA leikararáðið mun
um helgina halda árlegan fund
sinn á Akureyri. Að sögn Guð-
rúnar Alfreðsdóttur, formanns
Félags íslenskra leikara, verður
fundurinn haldinn á Akureyri
vegna sérstakra óska erlendu
þáttakendanna, en ráðið hefur
hingað til fundað í Reykjavík
þegar fundir þess hafa farið
fram hérlendis.
Fundinn sækja fulltrúar frá
leikarasamtökum allra Norður-
landanna. Guðrún sagði, að er-
lendu þáttakendurnir hefðu óskað
eftir því að fundurinn færi að
þessu sinni fram á Norðurlandi,
og hafi Akureyri orðið fyrir val-
inu. Fundarhöldin fara fram í leik-
húsinu.
MÝTT SÍMANÚNAER
BLAÐAAFGRB^^^
fuglamergð er á Mývatni, og
feiknastórir ungahópar, sem ekki
hafa sést um langan tíma. Allt
bendir því til að varpið í vor og
útungunin hafi gengið vel og allir
fuglar hafi haft næga átu. Síðustu
daga hefur sums staðar borið á
leirlosi í vatninu og er það því
orðið skollitað. Silungsveiði er ekki
mikil í Mývatni um þessar mund-
ir, en þó reitingur. Eins og áður
segir er mikill fjöldi unga nú kom-
inn út á vatnið og hörmulegt er
ef það á fyrir þeim að liggja að
lenda í netum og drepast. Fréttir
hafa borist um tugi unga sem far-
ið hafa í net undanfama daga.
Ýmsir telja að draga megi veru-
lega úr ungadauða í netum með
því að láta þau ekki liggja í vatn-
inu yfir daginn. Nú fer að dimma
um nætur og hættan mun minni
fyrir fuglinn, þó net liggi þá.
- Krislján
Viltu stein manni?
Morgunblaðið/Rúnar Mr
Kristófer Finnsson, fimm mánaða gamall Akur-
eyringur, var í könnunarleiðangri um bæinn með
Ingu Völu Birgisdóttur þegar ljósmyndari Morg-
unblaðsins tók þessa’ mynd á dögunum. Hann
var að smakka stein og bauð manninum með
ljósmyndavélina að fá sér bita.
Áhafnir togrira ÍIA kreíj-
ast hækkunar á skiptaverði
Unnið að farsælli lausn, segir Vilhelm Þorsteinsson
„VIÐ ÞETTA ástand verður ekki
unað öllu lengur. Það sjást vart
menn á dekki lengur sem hafa
lífsviðurværi sitt af skipsplássinu
hér, nema um einstæðinga sé að
ræða,“ sagði Jón Jóhannesson,
skipstjóri á Harðbak EA 303, en
áhöfn skipsins hefur sent for-
ráðamönnum Utgerðarfélags
Akureyrar bréf þar sem krafist
er hækkunar á skiptaverði afla.
Sömu sögu er að segja um áhöfn
Kaldbaks og áhafnirnar á Sval-
bak og Hrímbak hyggjast senda
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Margir á ferli í blíðunni
Mikill fjöldi ferðamanna hefur verið norðanlands í sumar. í blíðviðr-
inu í gær voru margir á ferli í göngugötunni á Akureyri.
samskonar bréf. Vilhelm Þor-
steinsson, framkvæmdastjóri út-
gerðarfélagsins, vildi ekki tjá sig
efnislega um málið, en sagði að
unnið væri að farsælli lausn fyr-
ir alla aðila.
Skiptaverð er miðað við ákvörðun
Verðlagsráðs á fiskverði. Landi skip
hins vegar afla sínum hjá eigin
húsi fá þeir viðbót við verðið, svo-
nefnda heimalöndunaruppbót. Sam-
kvæmt ákvörðun Verðlagsráðs fær-
ir uppbótin sjómönnum 12% hækk-
un á grunnfiskverðið.
Sjómennirnir á togurum ÚA
benda á, að skiptaverð það er þeir
fá frá ÚA fyrir fisk sem skipin
leggja upp sé talsvert lægra en
meðalskiptaverð til allra ísfiskskipa
á laiidinu. Þeir segja yfirborganir
tíðar, svo og fái skip sem leggja
upp á mörkuðum betra verð. Sam-
kvæmt útreikningum þeirra er
munurinn á meðalverði ísfiskskipa
og skiptaverði sem Kaldbakur fær
10,34 krónur og um 14 krónur í
tilfelli Harðbaks. „Okkur finnst
ekki hægt að önnur skip fari úr
höfn, fiski í tvo gáma, sendi þá úr
landi og fái fyrir það fleiri krónur
en við fáum fyrir meira af fiski úr
lengri túr,“ sagði Jón. „Okkar
gremja byggist á þeim mikla mun
sem er á skiptaverðinu og verði sem
greitt er á fijálsum markaði, og við
viljum að fullreynt verði í hvert sinn
hvers virði fiskurinn í raun er. Við
vonum að forráðamenn fyrirtækis-
ins átti sig á því á hversu alvarlegu
stigi þetta mál er, því það hefur
verið að hlaðast upp gremja í mönn-
um í töluverðan tíma, ekki síst í
okkur skipstjórunum, og rætt hefur
verið að grípa til einhvers konar
aðgerða. Við trúum því ekki að
þetta fyrirtæki sem orðlagt hefur
verið fyrir styrk sinn geti ekki borg-
að okkur betur. Menn vilja látá í
sér heyra, því það hefur komið fram
hjá einum forstjóranum hérna að
Jón Jóhannesson skipstjóri á Harðbak.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
forráðamenn fyrirtækisins virðist
ekki hafa áttað sig á því að óánægj-
an sé jafn mikil og raun ber vitni."
„Við höfum ekkert um þetta að
segja á þessu stigi málsins,“ sagði
Vilhelm Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri útgerðarfélagsins, í
samtali við Morgunblaðið í gær.
„Þessi mál eru í skoðun hjá okkur
og við vonumst til að leysa þau
með friði og spekt,“ sagði hann
ennfremur.
Vinna er nú nýhafin hjá félaginu
á ný eftir sumarleyfi og komu Kald-
bakur og Harðbakur að landi í vik-
unni með hátt i 400 tonn sem sett.
voru beint í vinnslu. Þeir eru nú '
komnir til veiða á ný, en Svalbakur
er væntanlegur í land. Jón sagði,
að áhafnir skipanna hefðu komið
sér saman um þessar aðgerðir á
miðunum í síðasta úthaldi.
Á fimmta hundrað laxar
komnir úr Leirutj örn
Á FIMMTA hundrað laxar eru nú komnir á land úr Leirutjörn í -
innbæ Akureyrar, en eins og kunnugt er var eldis- og hafbeitarlaxi
sleppt í tjörnina í vor. Sá stærsti sem veiðst hefur var 19 pund, en
mcirihlutinn hefur verið um 4 pund.
Að sögn Gísla Jónssonar hjá
Ferðaskrifstofu Akureyrar, sem
hefur umsjón með tjörninni, er afl-
inn sem kominn er á land um helm-
ingur þess sem sleppt var. „Við
erum að ljúka þessu nú í sumar og
ætlum því að gefa fólki færi á því
að fara og veiða úr tjörninni á til-
boðsverði um helgina," sagði Gísli.
Veitt er á tuttugu stangir frá 9 til
21. Verðið á veiðileyfunum um
helgina verður 800 krónur, en er
venjulega 1750 krónur.