Morgunblaðið - 11.08.1990, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.08.1990, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1990 11 LISTKYNNING að íslenzk sendiráð erlendis tækju upp þennan sið svona end- rum og eins. Ekki þekki ég til listakonunnar Ginger Hale Crowell, en vinnu- brögð hennar leiddu hugann að ýmsu í amerískri listhefð, sem er mjög ijarlægt og frábrugðið því sem við eigum að venjast hér og þá einkum húsamyndirnar. Minntu þær mig sumar eilítið á Leland Bell. En hvað hugarflugs- myndirnar snerti, sem eru málað- ar í Bandaríkjunum eftir minni af íslenzku landslagi, þá komst maður í mun nær þeim. Fannst sem listakonan næði öllu betra sambandi við blæbrigði landsins en í húsamyndunum, sem voru málaðar á staðnum og virkuðu nokkuð harðar og eintóna. En það er alveg víst að þetta er ein hlið á amerískri myndlist- arhefð, sem ber ekki að vanmeta og máður þakkar með virktum fyrir sig. KLÁRFORM Ýmsar hræringar eru í list- heiminum eins og margur veit, og listamenn leita með logandi ljósi að einhverri haldfestu. Allt er opið þannig að engin ein stefna er á oddinum í augnablikinu, þótt ekki.skorti á viðleitni í þá áttina og eru hér hin áhrifameiri listhús helst í sviðsljósinu ásamt þeim er reka erindi þeirra á rit- vellinum. Þó vill það hæglega gleymast þegar horft er á hlutina úr ijar- lægð, sem ér mjög áberandi á Norðurlöndum, og þá einna greinilegast hér á útskerinu, að menn eru jafnan í kafi í margt fleiru en því sem listhúsin og listtímaritin auglýsa hvað grimmast. Engum listamanni í París eða öðrum möndlum heimslistarinnar dettur í hug að gerbreyta um stíl á einni nóttu þótt hann kunni að verða fyrir mikilli hugljómun af kynnum við list annarra þjóða. Og eins og ég hefi þráfaldlega vísað til í skrifum mínum þá halda flestir hinna stóru bóga myndlistarinnar áfram að yrkja sinn garð sallarólegir hvað sem öllum hræringum líður í kringum þá. Ef svo væri ekki þá væri harla kostulegt að líta yfir sviðið og ættu menn slundum að staldra við og hugsa til þess. Ein af þeim stefnum, sem skotið hafa upp kollinum á und- anförnum árum, er eins konar afbrigði af strangflatalistinni svonefndu, er átti miklu fylgi að fagna á sjötta áratugnum, en þó iðulega í mýkri og einfaldari bún- ingi. Nefnist stefnan „Neu-Geo“ á þýsku og er- það orðið að sér- heiti. Þessi vinnubrögð eru þó engin nýjung enda rata slíkar myndheildir allt eins ósjálfrátt úr pentskrúf málara, án þess að um hnitmiðaðan ásetning sé _að ræða. Fegurð rökréttrar fiataskipun- ar er ótvíræð og því er ekki að undra þótt alltaf séu til einstakl- ingar sem laðast að strangri og nitmiðaðri uppbyggingu forma Þórunn Hjartardóttir og lita á myndfleti. Og hér sem annars staðar má segja, að sér- hvert form sem fæðist af innri hvöt sé sigur og hátturinn hvern- ig formin fléttast saman afhjúpar í hve miklum mæli gerandinn og verk hans eru gædd andlegum sveigjanleika. Þessar línur eru settar á blað eftir innlit á sýningu Þórunnar Hjartardóttur í Listhúsinu éinn einn á Skólavörðustíg. Þórunn útskrifaðist úr Nýlistadeild MHÍ vorið .1987 og er þetta fyrsta einkasýning hennar. Það eru ein- ungis sjö myndir á sýningunni og er ekki að 'vænta að svo fá verk segi mikið um gerandann, en þó má greina að hún hefur orðið fyrir nokkrum áhrifum af nýgeometríunni svonefndu og er hér að þreifa fyrir sér. Eitt verk vakti öðrum fremur athygli og nefnist sú mynd „End- urgerð" og er nr. 7 á skrá. Hér kemur fram sterkasta og ótv- íræðasta samspiiið á milii lita og forma og gefur myndin ótvírætt til kynna að Þórunn mætti voga meiru í listsköpun sinni og að átök við viðfangsefnin liggi betur fyrir henni en yfirdrifin hógværð. Myndlist BragiÁsgeirsson Fimmtudaginn 2. ágúst var dálítið óvenjuleg listkynning í sendiráði Bandaríkjanna við Laufásveg. Óvenjuleg fyrir það að hér gafst ýmsum boðsgestum tæki- færi til að kynnast verkum lista- konunnar Ginger Hale Crowell og henni sjálfri í mörg svo vist- leguin húsakynnum sendiráðsins. Varla er slík kynning tilefni til alvarlegrar umfjöllunar enda dálítið erfitt að átta sig á mynd- unum þar sem þær hengu á hin- um ýmsu stöðum á veggjunum og þetta er ekki opinber sýning, en yfir þessari kynningu allri var einstaklega menningarlegur og virðulegur blær sem athygli vakti. Menn eru enda ekki vanir því að listamenn séu kynntir á þennan hátt hérlendis, en mikið væri það nú annars gaman ef Utflutning'sverðmæti þorsks um 30 milljarðar króna 1991 Tillögur Hafrannsóknastofnunar: Þar af 5 milljarðar fyrir Grænlandsþorsk Hafrannsóknastofnun leggur til að veidd verði 300 þúsund tonn af þorski á næsta ári, eða 50 þúsund tonnum meira en stofnunin hefði að öllum likindum lagt til ef hún reiknaði ekki með þorski frá Grænlandi til hrygningar á íslandsmiðum árin 1991 og 1992, að sögn Jakobs Magnússonar aðstoðarforstjóra Hafrannsóknastofnun- ar. Miðað við þessar tillögur, svo og verð og útflutningshlutfall á frystum, söltuðum og ísuðum þorski nú verður útflutningsverðmæti þorsks uin 30 milljarðar króna á næsta ári, þar af um 5 milljarðar króna fyrir Grænlandsþorsk. Heildarútflutningsverðmæti sjávarafurða var 56,8 milljarðar króna árið 1989 og útflutningsverð- mæti 50 þúsund tonna af þorski er um 9% af þeirri upphæð. Útflutn- ingsverðmæti sjávarafurða var hins vegar um 25% hærra fyrstu fimm mánuðina í ár en á sama tíma í fyrra en þorskaflinn verður að öllum líkindum um 46 þúsund tonnum minni í ár en í fyrra og mjög litlar birgðir eru nú til í landinu. Hafrannsóknastofnun reiknar nú með"90 þúsund tonnum af þorski til hrygningar á íslandsmiðum árið 1991 og öðrum 90 þúsund tonnum árið 1992 en stofnunin leggur til að veidd verði 50 þúsund tonn af þessum þorski á næsta ári. Þessi spá verður hins vegar end- urskoðuð í byijun næsta árs en þeirri tillögu Hafrannsóknastofnun- ar um að veidd verði 240 þúsund tonn af þorski frá 1. janúar til 31. ágúst á næsta ári verður hins vegar ekki breytt, að sögn Jakobs Magn- ússonar. Næsta kvótatímabil á eftir verður frá 1. september 1991 tii 31. ágúst 1992. Jakob segist vera viss um að þorskur gangi hingað frá Grænlandi á næsta ári en eitt- hvað af þorskinum verði hins vegar eftir við Grænland og hrygni þar. Hafrannsóknastofnun lagði til í fyrra að veidd yrðu allt ,að 250 þúsund tonn af þorski á þessu ári en sjávarútvegsráðherra leyfði hins vegar veiðar á allt að 310 þúsund tonnum af þorski í ár. Þá lagði stofnunin til að í ár yrðu veidd allt að 60 þúsund tonn af ýsu, 90 þús- und tonn af ufsa, 80 þúsund tonn af karfa, 45 þúsund tonn af grálúðu og 90 þúsund tonn af síld. Sjávarút- vegsráðherra fór eftir þessum til- lögum að öðru leyti en því að leyfð- ar voru veiðar á allt að 65 þúsund tonnum af ýsu og 90 þúsund tonn- um af karfa. Fiskifræðingar leggja til að á næsta ári verði veidd allt að 50 þúsund tonn af ýsu, 90 þúsund tonn af ufsa, 80 þúsund tonn af karfa, 30 þúsund tonn af grálúðu og 90 þúsund tonn af síld. Lagt er til að veidd verði 38 þúsund tonn af ýsu frá 1. janúar til 31. ágúst á næsta ári, 65 þúsund tonn af ufsa, 55 þúsund tonn af karfa og 27 þúsund tonn af grálúðu. Þá er mælt með allt að 2.100 tonna humarafla árið 1991, eða sama afla og í ár, en 12.500 tonna hörpudiskafla, sem er eitt þúsund tonnum minni afli en í ár. Hafrann- sóknastofnun leggur einnig til að veidd verði 3.400 tonn af rækju á grunnslóð á næstu vertíð, eða 100 tonnum minna en á síðustu vertíð. Jasstónlcik- ar í Heita pottinum JASSTÓNLEIKAR verða haldnir í Heita pottinum í Duushúsi við Fischersund sunnudagskvöldið 12. ágúst. Fram koma gítarleikarinn Ari Einarsson, kontrabassaleikarinn Tómas R. Einarsson og trymbillinn Pétur Grétarsson. Sérstákur gestur kvöldsins verður harmoníku- og píanóleikarinn Ólafur Stephensen. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.30. ganga allirvinningar út! UPPLVSINGAR: SÍMSVARI 681511 • LUKKULÍNA 991002 ... r V I. ■: r-T-., ■ "i. 1———: T— rrT","TT" " """T"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.