Morgunblaðið - 11.08.1990, Síða 35

Morgunblaðið - 11.08.1990, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1990 35 KNATTSPYRNA / 2. DEILD Morgunblaðið/RAX Keflvíkingar náðu að hrista af sér slenið og sigra Fylkismenn, sem sátu á toppi 2. deildar. Fimm leikmenn einblína hér á knöttinn, f.v.: Kristinn Tómasson, Jóhann Júlíusson, Ingvar Guðmundsson, Guðmundur Baldursson og Jóhann Magnússon. Víðismenn á toppinn Víðismenn skutust á topp 2. deildar í gærkvöldi er þeir sigr- uðu Grindvíkinga sannfærandi, 4:1, á heimavelli sínum. Það voru þó Grindvíkingar sem Björn náðu forystunni í Blöndal leiknum er Einar skrifar Daníelsson skoraði á 13. mín. Sjö mín. síðar jafnaðj Steinar Ingimundar- son eftir að Ólafur Róbertsson hafði átt skot að marki Grindvíkinga, sem markmaðurinn varði en tókst ekki að halda. Björn Vilhelmsson náði forystu fyrir Víðismenn á 37. mín. Grétar Einarsson átti laglega fyrirgjöf á Björn sem skallaði boltann í netið. Á markamínútunni, þeirri 43., var Grétar Einarsson á ferðinni og bætti þriðja markinu við með skalla eftir sendingu Steinars Ingimund- arsonar. Meiri harka færðist í leikinn í síðari hálfleik, og það endaði með því að Hjálmar Hallgrímsson, Grindvíkingur, fékk að sjá rauða spjaldið og annar úr liðinni, Grétar Smith, var talinn hafa fótbrotnað eftir samstuð. Atvikið átti sér stað um miðjan síðari hálfleik. Síðasta markið gerði Hlynur Jó- hannsson undir lok leiksins, en hann hafði komið inn á sem varamaður. Hlynur komst einn inn fyrir vörn Grindvíkinga, lék á markvörðurinn og setti boltann af öryggi í netið. Innsiglaði þar með sanngjarnan og sannfærandi. Víðismenn voru áberandi betra liðið, áttu mun hættulegri færi. Lið- ið situr nú á toppi deildarinnar og ekki er ólíklegt að liðið spili í 1. deild næsta sumar ef því tekst að halda sama flugi. Stórsigur Selfyssinga Selfyssingar vígðu nýjan gras- völl í gærkvöldi með stórsigri yfir KS, 5 mörkum gegn 1. Það var Baldur Benónýsson, KS, sem gerði ^■■■■1 fyrsta mark leiksins Sigurður úr vítaspyrnu á 15. Jónsson mín. Júgóslavinn skrifar Porca j afnaði á loka- mínútu fyrri hálf- leiks, einnig úr vítaspyrnu. Selfyssingar sóttu meira í síðari hálfleik og uppskáru fjögur mörk til viðbótar. Porca skoraði á 78. mín., og Heimir Karlsson skoraði síðan tvívegis með stuttu millibili. Á lokamínútu leiksins gerði Sævar Sverrisson fímmta markið. Markalaust í Kópavogi Breiðablik og ÍR skildu jöfn í tilþrifalitlum og markalausum leik á Kópavogsvelli. Fátt markvert gerðist. Willum Þór Þórsson átti laglegan skalla rétt yfir mark ÍR um miðjan fyrri hálfleik og Tryggvi Gunnarsson skáut þrumuskoti markstöng Breiðabliksmanna skömmu fyrir hlé. í síðari hálfleik varði Eiríkur Þorvarðarson, mark- vörður Blika mjög vel frá Braga Björnssyni sem slapp inn fyrir vörn UBK og stuttu síðar skaut Stefán Ólafsson himinhátt yfir mark Breiðabliks í góðu færi. Þar með eru færin upptalin. _ hKF. Öruggt hjá Tindastól Tindastóll vann sanngjarnan sig- ur, 2:0, á Leiftri á Sauðárkróki í gærkvöldi. Guðbrandur Guð- brandsson skoraði fyrra markið eft- ir stundarfjórðungs leik og Jónas Björnsson það síðara skömmu fyrir leikslok. Þorvaldur Jónsson, mark- vörður Ólafsfirðinga, bjargaði liði. sínu frá stærra tapi. Hann lenti í samstuði í fyrri hálfleik, lék haltur eftir það, en bjargaði þrátt fyrir það nokkrum sinnum frábærlega í síðari hálfleik. - BB. HANDKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Einar Falur Haukar voru fastir fyrir í gær og rúlluðu yfír Þórsara. En þrátt fyrir þéttan vamarvegg heimamanna náðu gestimir að skora beint úr aukakasti eftir að fyrri hálfleikur var úti. Myndin er einmitt frá atvikinu. Haukar sannfærandi Haukar unnu stórsigur á Þór frá Akureyri í fyrsta leik aukakeppninn- ar um sæti í 1. deild. Leikurinn endaði með tuttugu marka sigri Hauka 33:13, en staðan í leikhléi var 15:7. Tékkinn Petr Baumruk var markahæstur í liði Hauka með 6 mörk. Sveinberg Gíslason gerði 5 og Óskar Sigurðsson, Snorri Leifsson og Steinar Birgisson gerðu 4 mörk hver. Hjá Þór gerði Árni Páll Jóhannsson 5 mörk og Ólafur Hilmarsson 'og Jóhann Samúelsson tvö mörk hvor. ÍBK vann Fylki KEFLVÍKINGAR komu á óvart í gærkvöldi er þeir lögðu Fylki á Árbæjarvelli með tveimur mörkum gegn engu. Með þess- um sigri færðust þeir upp um tvö sæti og eru nú í fjórða neðsta sæti. Fylkismenn létu aftur á móti af hendi efsta sætið. Keflvíkingar voru sterkari aðil- inn og sigurinn því sanngjarn. Allir leikmenn liðsins börðust vel og voru ákveðnir í að ná í stig — ^■■■■1 höfðu sigurviljann Skúli Unnar sem þarf. Fylkis- Sveinsson menn voru hins veg- skrifar ar iangt frá sínu besta og það var sama hversu nærri markinu þeir komust, ekki tókst þeim að koma boltanum í netið. Fyrra markið skoraði Marko Tanasic á 21. mínútu úr vítaspyrnu sem dæmd var er Páll markvörður Fylkis felldi Óla Þór. Óli komst einn í gegnum vörnina eftir laglega stungusendingu langt aftan af velli. Gestur Gylfason skoraði síðara mark ÍBK á 33. mínútu með góðu skoti rétt innan vítateigs. Skömmu áður átti Indriði Einarsson lúmskt skot frá vítateigshorni í þverslána á marki ÍBK. Gestur var aftur á ferðinni í upp- hafi síðari hálfleiks er hann skor- aði. Markið var dæmt af vegna rangstöðu en línuvörðurinn veifaði flaggi sínu seint þannig að flestir töldu markið löglegt. Fylkismenn sóttu nokkuð í síðari hálfleik en þeir voru óttalegir klauf- ar þegar nálgaðist vítateig IBK, enda var vörn Keflvíkinga þétt og hörð af sér. Undir lok leiksins fengu gestirnir tvívegis færi á að bæta við marki en Páll varði vel í fyrra skiptið en í því seinna tókst Keflvíkingum að koma knettinum framhjá markinu. Ingvar Guðmundsson var geysi- lega sterkur í vörn ÍBK og Rúnar Georgsson einnig. Óli Þór og Gestur voru duglegir frammi. Reyndar eiga allir leikmenn ÍBK hrós skilið fyrir ódrepandi baráttu. Hjá Fylki stóð ekki steinn yfir steini. Þokkalegt spil úti á velli en engin hætta er nær dróg markinu. Fj. leikja u j T Mörk Stig VÍÐIR 12 7 4 1 20: 12 25 FYLKIR 12 7 2 3 25: 10 23 BREtDABLiK 12 6 4 2 17: 9 22 SELFOSS 11 6 1 4 25: 15 19 l'R 12 6 1 5 16: 18 19 TINDASTÓLL 12 4 2 6 12: 19 14 ÍBK 11 4 1 6 9: 12 13 KS 12 4 1 7 15: 22 13 CRINDAVÍK 12 3 2 7 14: 25 11 LEIFTUR 12 1 4 7 9: 20 7 KNATTSPYRNA ■ ■ Oruggur sigur Arsenal Arsenal sigraði Aston Villa 2:0 og ítalska liðið Sampdoria sigraði Real Sociedad frá Spáni, •eftir vítaspyrnukeppni, er fjögurra liða knattspyrnumót hófst á Wemb- ley leikvanginum í London á Eng- landi í gærkvöldi. Svíinn Anders Limpar, sem Ars- varnarmenn Villa ekkert við hann. Limpar skoraði fyrra mark Arsenal á 34. mín. og Kevin Campbell það síðara á 75. mín. Villa lék án lands- liðsmannsins David Platt, sem er meiddur, og átti liðið í vök að verj- ast allan leikinn. Tékkinn Josef Venglos, þjálfari liðsins, byrjar því ekki vel. Í hinúm ‘léiE gærkvöldins skildu Real Sociedad og Sampdoria jöfn, 1:1, en Italirnir unnu 5:3 í víta- keppni. Juan Larranga náði foryst- unni fyrir spánska liðið á 25. mín. en aðeins þremur mín. síðari hafði Gianluca Vialli jafnað. Það verða því Arsenal og Samp- doria sem leika til úrslita en Aston Villa og Sociedad leika um þriðja sætið. SUND / HEIMSBIKARKEPPNIN Engin bæting Þrír íslendingar kepptu í gær á heimsbikarkeppninni í sundi, en það fer fram í Róm á Ítalíu. Enginn þeirra náði að bæta sig, og enginn komast upp úr riðlakeppninni. Helga Sigurðardóttir keppti í 200 m skriðsundi og fékk tímann 2.08,80 mín. Hún varð í 23. sæti af 35 keppendum. Ragnar Guðmundsson keppti í 400 m skriðsundi. Ragnar synti á 4.07,41 mín. og varð númer 29 af 35 keppendum. Þá synti Arnþór Ragnarsson 100 bringusund. Hanm tvíbætti eigið íslandsmet fyrir skemmstu þannig að ekki var reiknað með að Amþór bætti um betur nú. Hann varð í 29.-30. sæti af 37 keppendum á tímanum 1.06,97 mín.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.