Morgunblaðið - 10.10.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.10.1990, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 229. tbl. 78. árg. MIÐVIKUDAGUR 10. OKTOBER 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins „ Reuter Lögreglumaður í bænum Qalansowa í Israel skýtur táragasi á ísraelska araba sem mótmæltu í gær drápum her- og lögreglusveita á að minnsta kosti nítján Palestínumönnum í Jerúsalem í fyrradag. Einn- ig var efnt til mótmæla í írak, Jórdaníu og á hernumdu svæðunum. Stjórnvöld í írak fyrirskipuðu þriggja daga þjóðarsorg vegna drápanna. Upplýsingamálaráðherra írakssljórnar í samtali við Morgunblaðið:. Búumst við stríði hvenær sem er en hefjum það ekki Sænskir hægrimenn: Sótt verði um EB- aðild næsta haust Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Mórgunblaðsins. FORYSTUMENN sænska Hægri flokksins (Moderata samlingspartiet) telja að Svíum beri að sækja um aðild að Evrópubandalaginu (EB) haustið 1991 og þykir fullvíst að þessi afstaða verði staðfest á þingi flokksins í næsta mánuði. Fyrir þinginu liggja . níu tillögur varðandi samskipti Svía og EB og kveða þær allar á um að sækja beri um aðild að bandalaginu. Af hálfu EB liggur fyrir að bandalagsríkjum verður ekki fjölgað fyrr en eftir 1. janúar 1993 er sameiginlegur mark- aður EB-ríkjanna verður orðinn að veruleika. Talsmenn sænsku ríkis- stjórnarinnar hafa sagt að þá fyrst verði tímabært að taka málið á dag- skrá en sænskir hægrimenn eru á hinn bóginn þeirrar skoðunar að af- staða Svía þurfi þá þegar að liggja fyrir. Forystumenn Hægri flokksins telja á hinn bóginn ekki hyggilegt að sækja nú þegar um aðild að Evr- ópubandalaginu en vilja að slík um- sókn verði lögð fram eftir að þing- kosningar hafa farið fram í septem- ber á næsta ári. í máli talsmanna Hægri flokksins hefur komið fram að þeir álíta hlut- leysisstefnu Svía á vettvangi utanrík- ismála ekki standa í vegi fyrir aðild að EB en þeir telja á hinn bóginn ekki tímabært að ræða hugsanlegt samstarf á sviði varnarmála. Bagdad. Frá Jóhönnu Kristjónsdóttur, blaðamanni Morgunblaðsins. „VIÐ búumst við stríði hvenær sem er en það verður ekki Irak sem hefur það,“ sagði Latif al- Jassinij upplýsingamálaráð- herra Iraks, í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi en hann er að flestra mati þriðji valda- mesti maðurinn hér í Irak. Hann var hvassyrtur vegna mann- Skógar Asíu eyðasttvisvar sinnum hrað- ar entalið var Bangkok. Reuter. SKÓGAR Asíu eyðast meira en tvisvar sinnum hraðar en talið hefur verið til þessa, að því cr S.A.M.S. Kibria, fram- kvæmdastjóri ESCAP, þeirrar stofnunar Sameinuðu þjóð- anna sem fer með málefni Asíu- og Kyrrahafsríkja, skýrði frá í gær. Kibria sagði á blaðamanna- fundi að eyðing skóganna væri ein af helstu ástæðum flóða og skriðufalla í Asíu, sem kosta hundruð manna lífið árlega. Hann sagði að nú væri áætlað að fimm milljónir hektara af skógum Asíu eyddust á ári hveiju. Tveir þriðju af uppruna- legum heimkynnum dýra og jurta hefðu orðið eyðingunni að bráð með þeim afleiðingum að um 600 dýrategundir og 5.000 plöntutegundir væru í útrýming- arhættu. drápa ísraelskra hermanna í Jerúsalem á mánudag. Hér ríkir nú þriggja daga þjóðarsorg vegna þessara atburða. Saddam Hussein forseti flutti ávarp í gær og notaði tækifærið til að kunngera að írakar hefðu þróað nýtt vopn og gaf í skyn að því yrði beitt gegn Israelum í hugs- anlegum átökum. Vopnið er kallað „Steinninn" og sagt er að með því megi hæfa skotmörk í mikilli fjarlægð af mikilli ná- kvæmni. „Steinninn kemst þó ekki til Washington,“ sagði Jass- im aðspurður. Hamed Saeed, ritstjóri stærsta blaðs íraks, Byltingin, og mjög áhrifamikill maður þér, sagði í gær að viðskiptabann Sameinuðu þjóð- anna, hefði þau áhrif nú að lyf og sjúkragögn væru að ganga til þurrðar. Sömuleiðis er skortur á mjólk en hann sagði að hert hefði verið á allri matvælaframleiðslu og írakar ættu í landi sínu góða möguleika á að framleiða meira. Hamed Saeed sagði að þó svo írakar hefðu áreiðanlega ekki allt- af verið einhuga um forystumenn þjóðarinnar gæti hann fullyrt að nú stæði þjóðin öll sem einn maður að baki Saddam. Hann benti á sögulegt tilkall íraka til Kúvæt og sagði að það væri skoðun sín að færi frjáls atkvæðagreiðsla fram meðal Kúvæta myndi meirihluti vera fylgjandi því að vera áfram hluti af Irak. Eftir að hafa verið hér í Irak í sólarhring er auðvitað ekki nokkur leið að segja til um hvernig al- menningi er innanbijósts. En svo virðist þó sem stolts gæti hjá fólki yfir framgöngu Saddams forseta. „Hann hefur hrætt heiminn upp úr skónum og það er nú ekki á allra færi“ heyrist sagt og enn- fremur: „Hann þarf ekki annað en lyfta litla fingri þá nötra Bush og hans pótintátar," og fleira í svipuð- um dúr. Hér virðist ekki hörgull á neinu í fljótu bragði hvað sem viðskipta- banni líður. Gnægð ávaxta og grænmetis var á markaðinum í gærmorgun og þar voru húsmæður að kaupa inn eins og venjulega. Að því frátöldu virðist vera ákaf- lega lítil umferð hér í Bagdad að deginum til, andstætt því sem áður tíðkaðist. Fáir eru á götum og eft- ir klukkan 10 í gærmorgun var varla sálu að sjá nema hermenn, gráa fyrir járnum sem eru alls staðar á vappi. Myndatökur eru takmarkaðar þó svo að Jassim ráð- herra fullyrti hið gagnstæða. Iraki einn af kúrdískum uppruna sem ég hitti á kvöldgöngu sagði að fæstir hér byggjust við að stríð brytist út. Hann sagði að Francois Mitterrand Frakklandsforseti hefði brotið ísinn með því að viðurkenna að Persaflóadeiluna ætti að leysa með tilliti til hagsmuna Palestínu- manna og það væri sannarlega eftirtektarvert að meira að segja Bandaríkjamenn væru farnir að tala á þessum nótum þó veikt væri slegið. „Það sýnir að Saddam er að vinna taugastríðið.“ Reuter Friðarboðskapur á afinæli Lennons Ekkja tónlistarmannsins og frið- arsinnans Johns Lennons, Yoko Ono, hvatti þjóðir heims i gær til að minnast afmælis hans með því að láta drauma hans um ást og frið rætast. Yoko Ono flutti ávarp við athöfn hjá Sameinuðu þjóðunum er þess var minnst að fimmtíu ár voru liðin frá fæðingu Lennons. Athöfninni var útvarp- að frá meira en 1.000 útvarps- stöðvum í 130 löndum, meðal annars Rás 2. Eitt af þekktustu lögum hans, „Imagine", var einnig flutt, svo og upptaka með rödd Bítilsins fyrrverandi. „Hugsið bara um börnin ykkar. Viljið þið að þau verði drepin? Þetta er einmitt það sem um er að velja - stríð eða friður,“ heyrðist Lennon segja. Lennon féll fyrir morðingja hendi 8. des- ember árið 1980. Bush segir þolinmæði sína gagnvart Irökum á þrotum Nicosíu. Reuter. LEIÐTOGAR Evrópu- og Asíuríkja fordæmdu í gær dráp ísraelskra her- og lögreglusveita á að minnsta kosti nitján Palestínumönnuib í Jerúsalem í fyrradag. George Bush Bandaríkjaforseti gagnrýndi einn- ig Israela og sagði að her og lögregla þeirra þyrftu að sýna „meiri stillingu". Forsetinn hafnaði hins vegar tilraunum Saddams Husseins til að tengja Persaflóadeiluna við Palestínumálið. Hann ítrekaði kröfu sina um að írakar flyttu hersveitir sínar á brott frá Kúvæt og varaði við því að þolinmæði sín gagnvart írökum væri á þrotum. Roland Dumas, utanríkisráðherra Frakklands, sagði að drápin á Pal- estínumönnunum væirn „vatn á myllu Saddams Husseins", sem væri orðinn „sjálfskipaður foringi í baráttu araba gegn ísraelum". Fulltrúar arabaríkja hjá Sameinuðu þjóðunum kröfðust þess að öryggisráðið gi’ipi þegar í stað tii aðgerða gegn Israelum. Heimildarmenn hjá Sameinuðu þjóð- unum sögðu að Bandaríkjamenn hefðu lagst gegn tillögum um að drápin yrðu fordæmd með ályktun og vildu almenna yfirlýsingu sem arabaríkin gætu ekki sætt sig við. Stjórn Sovétríkjanna varaði við því að drápin gætu valdið klofningi meðal ríkjanna sem hafa sameinas gegn írökum. Ilún krafðist þess a Sameinuðu þjóðirnar bæru söm umhyggju fyrir Palestínumönnum o Kúvætum. Bush vísaði því á bug að hæg væri að tengja blóðbaðið í Jerúsalei við Persaflóadeiluna og sagði eng hættu á klofningi á meðal andstæc inga íraka. „ísraelskar öryggissveit verða að vera betur undirbúnar o þurfa að sýna meiri stillingu," sag( forsetinn. „Við hörmum manndrápi og þetta má ekki gerast," bætti han við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.