Morgunblaðið - 10.10.1990, Síða 2

Morgunblaðið - 10.10.1990, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 1990 Alyktun Alþýðubandalagsins á Reykjanesi um álver: Sprungin haglabyssa Morgunblaoið/ Kagnar Axelsson. ÞETTA er-ekki þarastöngull, og ekki heldur listaverk úr járni, heldur haglabyssa sem sprakk vegna þess að lítill moldarköggull komst í hlaupið. Sá sem á byssunni hélt slapp ómeiddur, en hún er þó viðvörun til veiðimanna að fara varlega, sérstaklega nú þegar ijúpnaveiðitímabilið er að hefjast. Sverrir Scheving Thorsteinsson hjá Skotveiðifélagi íslands sagði við Morgunblaðið, að alltaf væri hætta á að mold eða snjór kæmist í byssuhlaup með þessum eða verri afleiðíngum, þar sem skriðið væri í skurðum eða vaðið í snjó. Mismunandi mat meðal alþýðubandalags- manna eins og annarra - segir Steingrímur J. Sigfússon STJÓRN kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Reykjanesi hefur samþykkt ályktun þar sem lýst er yfir fullum stuðningi við þau áform ríkisstjórnarinnar að reisa álver á Keilisnesi. Steingrímur J. Sigfússon, landbúnaðarráðherra og varaformaður Alþýðubanda- lagsins, segir að hann telji staðarvalið á Keilisnesi vera ástæðu þess að alþýðubandalagsmenn á Reykjanesi álykti á þennan veg. Það sé líka eðlilegt í máli eins og þessu að mat manna sé mismun- andi og eigi það við um alþýðubandalagsmenn jafnt sem aðra. Steingrímur J. Sigfússon segir að ályktað hafi verið með ýmsum hætti í flokknum um þetta mál eins og menn hefðu orðið varir við, þegar ályktun stjómar kjör- dæmisráðsins á Reykjanesi var borin undir hann. „Maður hefur ástæðu til að ætla að áhugi þeirra skýrist af staðsetningunni en að öðru leyti er alveg ljóst að mat manna á þessum samningsdrögum er nokkuð mismunandi og það má færa rök með og á móti. Þetta gæti orðið okkur hagstætt ef allt gengur upp en gæti líka orðið miður hagstætt. Það þarf ekki koma á óvart að mat manna getur verið mismunandi og á það ekki síður við alþýðubandalagsmenn en aðra.“ Hann sagði málið enn tiltölulega lítið rætt meðal almennra flokks- manna og teldi hann mikilvægt að upplýsingum um það yrði kom- ið á framfæri. „Ég held menn verði að bíða og sjá hvemig þetta þró- ast þegar menn hafa haft tíma til að ræða málið í ljósi þeirrar upp- lýsinga sem fyrir liggja," sagði Steingrímur. Morgunblaðið leitaði einnig álits Svavars Gestssonar, menntamála- ráðherra, á ályktuninni. Hann sagði: „Ég er nú ekki sammála henni í öilum greinum en vísa til álits þingflokks Alþýðubandalags- ins frá í síðustu viku um mínar áherslur á þessu stigi málsins. Ég vil ekki segja meira í tilefni af þessari ályktun." Tveir af stærstu hluthöfum Flugleiða þreifa fyrir sér um söiu; Gæti tekið við hlutabréf- um fyrir milljarð út árið - segir forstjóri Flugleiða um markaðinn fyrir Flugleiðabréf TVEIR af stærstu hluthöfum Flugleiða, Sigurður Helgason, stjórn- arformaður Flugleiða fyrir hönd Klaks sf„ og Jóhannes Markús- son, flugstjóri, hafa að undanförnu þreifað fyrir sér um sölu á hlutabréfum sínum í Flugleiðum. Þeir segjast þó engar ákvarðan- ir hafa tekið um sölu. Markaðsverð hlutabréfa þessara tveggja aðila gæti numið 276,5 milljónum króna ef miðað er við sölugeng- ið 2,15. Stjórn Flugleiða ákvað í síðustu viku að Ieggja til við hlut- hafafund útgáfu nýrra hlutabréfa í félaginu að nafnvirði 331 m.kr. Sigurður Helgason, forsljóri Flugleiða, segist gera ráð fyrir að söluverð nýju bréfanna verði á bilinu 700-750 miiyónir. Telur hann markaðinn geta tekið við Flugleiðabréfum fyrir þúsund milljónum króna fram að áramótum. Reyðarfjörður: Yfir 100 millj- óna gjaldþrot hjá Bergsplani Söltunarstöðin Bergsplan hf. á Reyðarfirði var úrskurðuð gjald- þrota 17. september síðastliðinn, að sögn Sigurðar Eiríkssonar sýslumanns _ í Suður-Múlasýslu. „Þetta er yfir 100 milljóna króna gjaldþrot," segir Sigurður. Fasteign Bergsplans hf., Stuðla- berg, var seld hæstbjóðanda, Iðnþró- unarsjóði, fyrir 10 milljónir króna 18. september síðastliðinn en sjóður- inn átti 1. veðrétt í fasteigninni. Lausafé fyrirtækisins var hins vegar selt mörgum aðilum á uppboði síðast- liðinn laugardag en hátt í eitt hundr- að manns mættu á uppboðið, að sögn Sigurðar Eiríkssonar. Hann segir að ekki liggi fyrir hver fái síldarsöltun- arkvóta Bergsplans hf. Skiptafundur verður haldinn 17. desember næst- komandi. VERÐ á saltfiskafurðum okkar á mörkuðum í Evrópu hefur hækkað í raun um nálægt 60% talið í Bandarikjadölum frá því í septembermánuði 1989, þar af um 14% þann fyrsta þessa mán- aðar. Skilaverð til framleiðenda hefur hins vegar ekki hækkað nema um 53% í íslenzkum krón- um sökum veikari stöðu dollar- ans, sem því nemur. Hækkun afurðaverðs hefur að mestu far- ið til að mæta hækkun á fis- kverði í kjölfar aukinnar sam- keppni um hráefnið. Magnús Gunnarsson, fram- Klak sf. er næststærsti hluthafi Flugleiða. Nafnverð hlutabréfa Klaks er 89,6 milljónir, sem er •6,55% af heildarhlutafé. Jóhannes Markússon er sá einstaklingur sem stærstan hlut á í Flugleiðum og er hann fimmti stærsti hluthafi félagsins. Hlutafé Jóhannesar er 2,84% af heildarhlutafé og er nafn- verð bréfa hans 38,9 milljónir króna. Miðað við sölugengið 2,15 gæti markaðsverðmæti bréfa þess- ara tveggja aðila numið 276,5 milljónum króna. „Við Sigurður ákváðum að at- kvæmdastjóri SÍF, segir að þessar hækkanir hafí verið að koma fram á árinu og sé skýringin fyrst og fremst skortur á saltfíski í helztu markaðslöndum okkar. Þarna sé um viðkæmt vægi milli framboðs og eftirspumar að ræða. Hækkandi verð hljóti að hafa einhver áhrif á neyzlu og því verði að gæta þess að í samkeppninni um hráefnið verði afurðimar ekki of dýrar í verði fyrir neytendur. Þá gerist það sama og árið 1987, þegar eftir- spurn eftir fiskafurðum féll tölu- vert í kjölfar örra verðhækkana. „Ég tel saltfiskvinnsluna nú fylli- huga markaðinn hjá verðbréfafyr- irtækjunum og sjá hvað hægt er að fá fyrir bréf okkar,“ segir Jó- hannes Markússon. „Við eram með þessu.ekki búnir að taka endanlega ákvörðun um hvort við seljum eða ekki. Það fer eftir því hvaða verð býðst fyrir bréfín, en þess má geta að nýlega vora auglýst Flugleiða- bréf til sölu í sunnudagsblaði Morgunblaðsins á lágmarksgeng- inu 2,5.“ Aðspurður um ástæðu þessara þreifínga sagði Jóhannes að engin sérstök ástæða væri fyrir þeim. lega samkeppnisfæra við aðrar verkunar- og útflutningsaðferðir. Það er fyrirsjáanlegur skortur á saltfiski í Evrópu að minnsta kosti fram á næsta vor. Við megum hins vegar ekki gleyma því, að hátt verð á fiskafurðum freistar útflytj- enda á vesturströnd Banda- ríkjanna, en þaðan gæti komið mikið af físki inn á þessa markaði. Við verðum því að gæta okkar og það er ekki gáfulegt að verðleggja sig út af markaðnum," segír Magn- ús Gunnarsson. „Það er hreyfing núna á hlutabréf- um hjá fyrirtækinu sjálfu og þess vegna vildum við athuga hvað við gætum fengið fyrir okkar bréf. Við höfum haft samráð um þetta enda búnir að hafa það lengi og standa saman í þessu frá því hjá Loftleiðum í gamla daga. Margir af okkar félögum sem vora hjá Loftleiðum eru búnir að selja og við fóram að velta því fyrir okkur hvort við ættum að fara út í það líka ef við fengjum rétt verð fyrir. Við höfum ekkert verið að halda þessum áformum okkar leyndum fyrir þeim sem era æðstir í félag- inu. Við eram ekki að vinna gegn hagsmunum Flugleiða." Sigurður Helgason, stjómar- formaður Flugleiða, sem á Klak sf. að langstærstum hluta, segir staðreyndina vera að stórt hluta- fjárútboð sé framundan hjá félag- inu og hann hafí að sjálfsögðu gert sér far um að kanna markaðs- aðstæður fyrir það útboð. „Hvorki ég né aðrir sem standa að þessum bréfum höfum tekið ákvarðanir um sölu. Ég hef verið í sambandi við verðbréfafyrirtæki almennt til að gera grein fyrir stöðu mála á hluta- bréfamarkaðinum á mjög almenn- an hátt. Það er vaxandi áhugi á hlutabréfum. Ég hef mikla trú á þessu félagi, það á framtíð fyrir sér og er góð fjárfesting." Aðspurður um hvort hann hygð- ist s'elja ef rétt verð fengist fyrir bréfín sagði Sigurður: „Ég hef ekki tekið neinar ákvarðanir." Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, segir að mikil eftirspum hafi verið eftir hlutabréfum í Flug- leiðum á markaðinum undanfarið. „Okkur sýnist eftir könnun á markaðinum að það sé hægt að selja hlutabréf í Flugleiðum fyrir um þúsund milljónir fram að ára- mótum. Það samsvarar fyrirhug- uðu hlutafjárútboði Flugleiða og hlutum Jóhannesar og Klaks. Ef verður úr að þeir ákveða að selja þá tel ég að sé markaður fyrir það,“ sagði Sigurður. Hann sagði að enn hefði ekki verið tekin ákvörðun um á hvaða gengi ný hlutabréf yrðu seld ef hluthafa- fundur samþykkti útgáfu þeirra. . Yrði það ákveðið nokkram dögum fyrir hluthafafundinn en hann byggist við að söluverð bréfanna yrði á bilinu 700-750 milljónir króna. Alþingi sett í dag ALÞINGI íslendinga kemur saman I dag. Þing þessa vetrar er 113. löggjafarþing og verður það sett með hefðbundnum hætti. Þingmenn ganga frá þinghúsinu til Dómkirkju laust fyrir klukkan 13.30. Þá hefst guðþjónusta þar sem herra vígslubiskup Sigurður Guðmundsson predikar. Meðal kirkjugesta verða frú Vigdís Finn- bogadóttir forseti íslands, ýmir embættismenn þjóðarinnar og sendimenn erlendra ríkja. Enfrem- ur verður forseti Litháens Vytaut- as Landsbergis viðstaddur. Að messu aflokinni ganga for- seti Islands, alþingismenn og gest- ir til Alþingishússins. Þar les for- seti íslands í sameinuðu Alþingi forsetabréf um að Alþingi skuli koma saman. Fyrsta fundi þings- ins stjómar aldursforseti þing- manna, Stefán Valgeirsson. Minnst verður látinna þing- manna, Ásbergs Sigurðssonar, Páls Þorsteinssonar, Geirs Hall- grímssonar og Stefáns Jónssonar. Alþingi kemur aftur saman til funda á morgun verða þá kosnir embættismenn, forsetar og vara- forsetar og kjörið í nefndir. Frum- varp til fjárlaga verður lagt fram. Einn nýr þingmaður tekur nú sæti á Alþingi, Guðrún Halldórs- dóttir tekur sæti Guðrúnar Agn- arsdóttur sjötta þingmanns Reyk- víkinga sem sagt hefur af sér þing- mennsku. Verðhækkun á saltfiski er um 60% á einu ári Saltfiskskortur fyrirsjáanlegur á mörkuðunum fram á næsta vor

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.