Morgunblaðið - 10.10.1990, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 10.10.1990, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 1990 9 Láttu reglulegan sparnað verða að veruleika og pantaðu áskriít að i spariskírteinum ríkissjóðs Áskriítar- og þjónustusímar: 91-62 60 40 og 91-69 96 00 ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Þjónustumiðstöð rikisverðbrcfa, Hverfisgötu 6, 2. hæð. Síml 91-62 60 40 ORG og Össur á meðan báðir voru í Alþýðubandalaginu. Gamla kommaklíkan kvödd Ástandið í Alþýðubandalaginu verður alvarlegra með hverjum deginum sem líður. Flokkurinn er klofinn í fylkingar vegna átaka um grundvallaratriði og ekki síður afstöðu til foringjanna. Þetta hefur haft í för með sér vaxandi flótta úr Alþýðubandalaginu og síminnkandi fylgi í skoðanakönnunum. Brotthlaup Fyrir síðustu helgi gerðist það, að einn af áhrifamestu félögum í Alþýðubandalaginu síðari ár sagði sig úr því. Hann er Ossur Skarphéðinsson, sem um árabil var sá félaginn, sem einna mest var i sviðsljósinu, enda einn af ritstjórum flokksmál- gagnsins, Þjóðviljans, og borgarfulltrúi. Ossur bætist í hóp fjölda margra fyrrum áhrifamanna í flokknum, sem hafa sagt sig úr hon- um síðustu árin. En sl. sumar jókst brotthlaupið enn, ekki sízt i kjölfar borgarstjórnarkosning- anna og ævintýrsins í kring um Nýjan vett- vang. Meðal þeirra, sem sagt hafa skilið við Al- þýðubandalagið siðustu vikumar, má nefna Kristínu Ólafsdóttur, fyrrum borgarfulltrúa þess, nú borgarfulltrúa Nýs vettvangs, Óskar Guðmundsson, fyrrum ritstjómarfuUtrúa Þjóð- vUjans, Margréti Bjöms- dóttur, fyrrum formann Alþýðubandalagsfélags Reykjavíkur (ABR), Tryggva Þór Aðalsteins- son, sem hefur verið í framboði fyrir flokkinn, og Guðna Jóliannesson fyirum formann ABR. Allir þessir framan- greindu félagar eiga það sammerkt að hafa um árabU lofað og prísað Alþýðubandalgið og hlut- verk þess í íslenzkri pólitík. Ekki sízt Óssur Skarphéðinsson, sem skauzt upp á stjömuhim- in vinstrimanna vegna mergjaðs orðaflaums um ágæti Alþýðubandalags- ins og sósiaUsmans. Þeir, sem létu hrífast (eða blekkjast) af málflutningi hans í sjónvarpi og ann- ars staðar t.d. fyrir borg- arstjómarkosningamar 1986, hefðu gott af því að lesa lýsingar hans á Alþýðubandalaginu við úrsögn hans nú. í frétt i Þjóðviljanum sl. laugar- dag um úrsögn Óssurar segir m.a.: Stefnuleysi Óssur segir ástæðuna vera tvöfalda. í fyrsta lagi sé Alþýðubandalagið hugmyndalega staðnað og hafi engan kjiu-k tU þess að endumýja sig og laga sig að breyttum að- stæðum í nútímanum. „Flokkurinn er stefnu- laus í hinum veigamestu málum. í sjávarútvegs- málinn hefur flokkurinn ekki haft kjark tíl að samþykkja vel gmndaða og ítarlega stefnu sem Birting hefur lagt fram í sjávarútvegsmálum. Sömu sögu er að segja um landbúnaðarmálin. Þá sýna atburðir síðustu daga sem tengjast álveri þetta líka glöggt Þar vilja menn ekki ræðast við með rökum, heldur nota andstæðingar Ólafs Ragnars málið tíl að Iæsa saman klónum og þjarma að honum einvörðungu." Þá sagði Össur að í öðm lagi væri ljóst að flokkurinn verður áfram óstarfhæfur vegna innri ófriðar. Erindisleysi „Það er (jóst að þau öfl sem nú em orðin ofan á i flokknum hugsa hvorki um velferð flokks- ins né samfélagsins," sagði Össur. Hann bætti við, að nú sé fullreynt. Eins og Alþýðubandalag- ið hafi þróast sé það er- indislaust í íslenzkum stjómmálum. Kommúnistamir Morgunblaðið ræddi einnig við Össur um úr- sögn hans og birtust ummæli hans sl. sunnu- dag. Þar hnykkir hann á þvi, sem liaim sagði við ÞjóðvUjaim. Hann sagði, að tök flokksins á álvers- málinu á undanförnum dögum væri ein ástæðan fyrir þvi að hann hefði kvatt gamla flokksbræð- ur. Enginn væri hann sérstakur álverssinni, en hann vUdi að flokkurinn tæki á því máli með rök- um, en sér sýndist „gamla klíkan í flokkn- um, kommúnistamir," ætli að nota það tU stjóm- arslita og nota svo stjóm- arslitin m.a. tíl að skipta um formann að loknum kosningum. Múrarnir í viðtali Morgunblaðs- ins við Össur segir ma.: „Þá varð mér (jóst að það verður aldrei friður í flokknum og á meðan haim er ekki starfhæfur vegna átaka, verður aldr- ei hægt að móta þar stefnu. Þar að auki sýnist mér að i flokknum séu þeir að verða ofan á, sem fylgja þeirri gömlu hug- myndafræði, sem er búið að rústa i Austur-Evr- ópu. A meðan múramir falla í austri er verið að byg83a þá í Alþýðu- bandalaginu." Þessar lýsingar fyrr- um ritstjóra flokksmál- gagnsins á Alþýðubanda- laginu hefðu einhvem tímaim verið afgreidd:ir sem „Moggalygi". Röng mynd I DV sl. mánudag var birt niðurstaða úr könn- un á fylgi stjómmála- flokkanna. Samkvæmt henni minnkaði fylgi Al- þýðubandalagsins úr 10,1% í síðustu kömiun í ágúst í 8,2% nú. Rætt var við formann flokksins, Ólaf Ragnar Grimsson, og leitað álits hans á nið- urstöðunni. DV hefur þetta eftir honum: „Niðurstaða könnun- arinnar lofar góðu fyrir Alþýðubandalagið. Hún endurspeglar þó að hluta þá neikvæðu umræðu sem hefur verið um ál- málið. Sú ranga mynd hefur verið dregin upp af flokknum, að hami væri andvígur byggingu álvers. Alþýðubandalag- ið styður byggingu ál- vers, en vill láta þróa sjunningsgerðina nánar.“ Össur Skarphéðinsson, eins og reyndar þjóðin upp til hópa, hefur mis- skilið hamaganginn i ráð- hcmtnum Svavari Gests- syni og Steingrími J. að undanförnu, ef marka má orð flokksformanns- ins. HLUTAFJARUTBOÐ Hlutabréf í EIMSI 8. -19. október 11 Nú er hafið almennt útboð hlutabréfa í Eimskip að nafn- verði rúmar 41 milljón króna. Hlutabréfin eru seld með áskriftarfyrirkomulagi og geta allir óskað eftir bréfum að nafnverði 5-25 þús. kr. á genginu 5,60. Þeir sem óska að kaupa bréf að nafnverði 25 þús. og allt að einni milljón króna geta gert í þau tilboð á ekki lægra gengi en 5,60. Utboðsgögn liggja frammi hjá VIB, öðrum verðbréfa- miðlurum og útibúum Islandsbanka. Askriftar- og tilboðs- blöðum þarf að skila inn fyrir 19. október nk. Verið velkomin í VÍB. VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. — Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26. Símsvari 68 16 25.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.