Morgunblaðið - 10.10.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. OKTOBER 1990
17
um sig mun hins vegar ráða úrslit-
um um, hvort einhver brenglun af
henni er þoluð eða gripið til þeirra
ráða, sem við höfum beitt. Gunnar
þarf ekkert að fræða okkur um,
hvað séu gild vinnubrögð utan land-
steina, þar sem hlutaðeigandi stofn-
anir halda uppi fullu sambandi þar
að lútandi án hans milligöngu.
Um 4. lið þarf ekki að ræða, þar
sem hann vísar aðeins til hinna
þriggja.
Svo að lesendur séu nokkru nær
um efni þessa máls, skal þess get-
ið, að vitnað er til greina okkar
Kristjóns Kolbeins í 1. og 2. hefti
Fjármálatíðinda 1990: Lánsfjár-
magn í þjóðbúskapnum og Raun-
vaxtagjöld og hlutdeild þeirra j
þjóðarbúskapnum 1986—1990. í
síðari greininni er það reifað, að
meðan vaxtabyrðin, þ.e. raunvaxta-
gjöld af innlendu og erlendu lánsfé,
jókst frá 1986 til ’88 úr 8,3% í
10,3% af vergum landstekjum, eða
um 2% af heild, jukust laun og
tengd gjöld úr 63,8% í 70,4% eða
um 6,6% af heild. Miðað við vergar
þjóðartekjur er mun krappara ris á
raunvöxtum, enda þá einungis af
innlendu lánsfé, úr 3,6% í 7,6%
sömu ár, eða um 4% af he'ild, en
launatekjur höfðu þó einnig vinn-
inginn á þann kvarða, úr 67,1% í
72,5% eða um 5,4% af heild. Fram
til áranna 1989 og ’90 hafa afstöð-
urnar færst mjög nær fyrra horfi
og virðast tiltölulega eðlilegar.
Verður að telja, að tíðrædd „þjóðar-
sátt“ feli það ekki síst í sér, að laun-
þegasamtökin hafi viðurkennt
tekjuhlutdeild raunvaxta við hlið
launa og að þessir þættir til samans
megi ekki þrengja um of að rekstr-
arafkomunni. Eg hefi hvatt við-
skiptafréttamann Morgunblaðsins
til að kynna þetta efni lesendum
blaðsins og ítreka það hér með.
Höfundur er aðstoðarbnnkastjóri
Seðlabankans.
Ásgeir Valdimarsson
skattþrep í staðgreiðslukerfinu hef-
ur aukið verulega skattbyrði fólks
með meðaltekjur. Væri jaðartekju-
skattur hafður stighækkandi, til
dæmis 20, 30 og 40% svipað og var
fyrir 1988 yrði skattbyrði meðal-
tekjufólks mun sanngjarnari. Af-
leiðingin af háum jaðarskatti á lág-
ar tekjur og meðaltekjur er eins og
við vitum minni vinnuvilji fólks og
minni eftirspurn eftir vörum og
þjónustu og minni nýbyggingar-
framkvæmdir. Nýjustu fréttir af
lítilli sementssölu og lækkandi
markaðsverði fasteigna á föstu
verðlagi eru merki um afleiðingarn-
ar. Er þetta það sem við Islending-
ar viljum?
Höfundur er hagfræðingur.
■ BANDARÍKIN burt-gegn
stríðsaðstoð, er yfirskrift umræðu-
fundar um stríðsátök í Arabalönd-
um, sem haldinn verður í kvöld,
miðvikudaginn 10. október, klukk-
an 20. Frummælendur verða Sal-
man Tamini, stjórnarmaður í fé-
laginu Ísland-Palestína og Ottó
Másson, einn af aðstandendum
vikublaðsins Militant. Aðstandend-
ur blaðsins standa að fundinum,
sem verður haldinn í húsakynnum
Pathfinder-bóksölunnar, Klapp-
arstíg 26, 2. hæð.
Innilega þakka ég öllnm þeim nœr og fjœr, sem glöddu mig á sjötugsafmœli mínu 7. október með blómum, skeytum og gjöfum. Erlendur Pálsson. Hjartans þakklœti til vina og vandamanna fyr- ir heimsóknir og gjafir á 85 ára afmœlinu. Guö blessi ykkur öll. Lilja Finnsdóttir.
Alúöarþakkir til vina og vandamanna, nœr og
Hjartans þakkir sendi ég öllum, sem glöddu fœr, sem glöddu mig með nœrveru sinni, gjöf-
mig meö heimsóknum, gjöfum, skeytum og um, blómum, skeytum og símtölum á 70 ára
blómum á 75 ára afmœli mínu 6. október. afmœlisdaginn þann 20. september 1990.
Guð blessi ykkur öll. Guð blessi ykkur öll.
Haraldur Sigurgeirsson, Asa Hjartardóttir,
Spítalavegi 15, Hörðalandi 8,
Akureyri. Reykjavík.
Hf. Eimskipafélag íslands býður nú til sölu á almennum markaði
hlutabréf í félaginu að nafnverði 41.315.802 kr.
Bréfin eru seld með áskrift. Öllum er geíinn kostur á að
skrá sig íyrir hlutafé að nafnverði 5.000-25.000 kr. á
genginu 5,60. Þeir sem óska eftir að kaupa íyrir hærri
fjárhæð geta gert tilboð í hlutabréf á hærra gengi.
Eigið fé EIMSKIPS hinn 30. júní sl. var 3,2 milljarðar
króna. Áætluð velta félagsins árið 1990 er um 7 milljarð-
ar króna og fyrstu 6 mánuði ársins nam hagnaður samtals 257
milljónum króna.
Nánari upplýsingar um útboðið liggja frammi hjá Verðbréfa-
markaði íslandsbanka hf., Armúla 13a, Reykjavík, útibúum
íslandsbanka hf. og Fjárfestingarfélagi íslands hf., Hafharstræti 7,
Reykjavík.
EIMSKIP
Umsjónaraðili útboðsins er Verðbréfamarkaður (slandsbanka hf., Ármúla 13a, 108 Reykjavík, sími: 681530.
IITBOÐ fl
HLUTAFÉ
EIMSKIPS