Morgunblaðið - 10.10.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.10.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 1990 Námsgagnastofnun 10 ára: Um 250 bókatitlar gefnir út árlega UM ÞESSAR mundir eru tíu ár liðin frá því Námsgagnastofnun varð til úr Ríkisútgáfu námsbóka og Fræðslumyndasafni ríkisins. Stofnuninni er ætlað samkvæmt lögum að sjá nemendum í grunnskól- um landsins fyrir námsefni í samræmi við markmið kennslunnar, svo sem kveðið er á um í aðalnámskrá og í lögum um grunnskóla. Umsvifin eru mikil, en á hveiju ári eru gefnir út 250 bókatitlar á vegum stofnunarinnar og er þar af um þriðjungurinn ný útgáfa. Á hverju ári er dreift um 600 þúsund eintökum til nemenda grunnskól- anna eða um 15 eintökum á hvern nemanda. Morgunblaðið/Þorkell Karl Jeppesen, forstöðumaður fræðslumyndadeildar. Sigurður Pálsson og Ingibjörg Ásgeirsdóttir, sem tekur við starfi hans sem yfirmaður námsefnisgerðar Námsgagnastofnunar, en Sig- urður hverfur nú til annarra starfa. Auk fræðslumyndasafnsins, sem varð að sérstakri deild innan Náms- gagnastofnunar við sameininguna, starfrækir stofnunin skólavörubúð og kennslumiðstöð. Skólavörubúðin er sérhæfð verslun með skólavörur, sem býður einnig upp á þjónustu til að afla efnis, sem ekki er til hérlendis, erlendis frá. Kennslumið- stöðin er kynninga- og þjónustu- miðstöð fyrir grunnskólakennara. Þar er að finna allstórt safn inn- lendra og erlendra náms- og hjálp- argagna, sem kennarar geta kynnt sér, og þar er einnig aðstaða til námsefnisgerðar. Þar er einnig að- staða til tölvuvinnslu og skoðunar á kennsluforritum og til að halda kynningarfundi um tiltekin efni, auk þess sem hópar kennara geta komið þar saman til vinnufunda. Námsefnið miðast við kröfur aðalnámsskrár grunnskóla Sigurður Pálsson hefur verið yfirmaður námsefnisgerðar stofn- unarinnar síðastliðin fimm ár eða allt frá því að hún færðist að fullu frá menntamálaráðuneytinu. Hann segir að námsefnisgerðin miði að því að uppfylla þær kröfur sem gerðar séu í aðalnámskrá grunn- skóla og þeim áherslum, sem þar séu settar í hverri námsgrein fyrir sig um það sem ætlast sé til að nemendur fáist við á hveiju aldurs- skeiði. „Það er svo námsefnishöf- undarins að útfæra nánar hvernig á að matreiða efnið fyrir nemendur og fylla út í rammann nánar en gert er í námsskránni. Venjulega stöndum við þannig að verki að við köllum saman hóp kennara, sem er að fást við að kenna námsgrein- ina og jafnvel sérfræðinga í við- komnandi fræðigrein, og felum þeim að setja saman verklýsingu fyrir höfund námsefnisins að fara eftir með hliðsjón af aðalnáms- skránni. Með þessu móti reynum við að nýta reynslu þeirra sem fást við þetta daglega. Stundum er höf- undurinn eða höfundarnir hluti af þessum hóp og 'stundum ekki, en þeim ber að setja efnið saman í náinni samvinnu við starfsfólk stofnunarinnar. Þannig eiga höf- undarnir kost á því að fá viðbrögð jafnóðum og efnið verður til. Þegar handritið liggur fyrir fer það síðan í yfirlestur hjá kennurum og sér- fræðingum. í einstaka tilviki höfum við reynt að láta kenna það til reynslu, en það er afskaplega dýr og flókinn aðferð og því höfum við ekki getað gert það í þeim mæli sem við hefðum viljað," sagði Sig- urður. Höfundar kennsluefnis yfirleitt starfandi kennarar Hann segir ennfremur að það orki tvímælis það gagn sem nem- endur hafa af því að fá námsefnið í fjölriti myndlaust eða með ófull- komnum myndum, eins og þurfi að gera sé námsefnið kennt til reynslu, auk þess sem kennarar sem veljist til kennslunnar hafi yfírleitt mikinn áþuga á efninu og því sé óvíst hvemig kennslan takist hjá öðrum sem minni áhuga hafa. Því sé al- gengast að undirbúa efnið eins vel og kostur sé, prenta það í takmörk- uðu upplagi eða svo það nægi til tveggja ára til dæmis og taka síðan prufur hjá sem flestum kennumm um hvernig hafi til tekist um kennsluna. Hann segir að Námsgagnastofn- un gefí út um og yfir 100 nýjar bækur árlega, smærri og stærri. Það sé mjög breytilegt hve langan tíma taki að semja námsefnið, enda sé bæði mjög mismunandi hve það sé mikið að vöxtum og hvort um fmmvinnu sé að ræða eða ekki. Þá séu nánast allir höfundar kennslu- efnisins starfandi kennarar og þurfi því annaðhvort að vinna þetta í aukavinnu eða minnka við sig kennslu meðan að bókinni sé unnið. Tvö ár séu ekki óeðlilegur tími frá því hugmynd fæðist og námsbók af miðlungsstærð sé tilbúin til dreif- ingar. Aðspurður um námsmefni, sem' hann telji að hafí tekist vel til með, nefnir hann Land og líf nýlegt námsefni um landafræði íslands fyrir böm í 4.-6. bekk eftir Torfa Hjartarson og fylgirit með því sem heiti Landshoma á milli. Dæmi um einfaldari bækur, sem hann telji einnig vel heppnaðar, séu svokallað- ar léttlestrarbækur, en þær séu ætlaðar bömum sem eigi í erfíðleik- um með að ná upp þjálfun í lestri. Á hinn bóginn hafí það einnig kom- ið fyrir að bækur hafi dottið mjög fljótlega úr kennslu vegna þess að þeim hafí ekki verið vel tekið. Æskilegt að hafa fleiri bækur til að velja úr Sigurður segir það mjög æskilegt að kennarar geti haft svolítið val milli bóka í sömu kennslugrein, en því miður sé þetta val miklu minna en stofnunin og kennarar hefðu kosið. Aðspurður hvort kennarar geti neitað að nota námsefni, sem stofnunin bjóði upp á, segir hann að vissulega geti þeir það. Kennari sé ekki bundinn af öðru en náms- skrá og það sé ekki hægt að þvinga hann til að standa að verki með einhveijum ákveðnum hætti. Ef hann telji einhveija eina leið betri en aðra, þá sé hann fijáls að því að fara hana, svo framariega sem það stangist ekki á við náms- skrána. Kennari geti farið tvær leið- ir ef hann vilji kenna bækur, sem gefnar séu út af öðrum útgefenda. Annars vegar geti hann óskað eftir því við Námsgagnastofnun að hún kaupi viðkomandi námsefni og þess séu örfá dæmi. Hins vegar geti hann óskað eftir því við skólann að hann kaupi bækurnar, en þá sé það sveitarfélagsins að bera kostn- aðinn. Þriðja leiðin sé svo auðvitað sú að láta börnin kaupa bækurnar, en það sé mismunandi vinsælt og orki tvímælis þar sem Námsgagna- stofnun eigi að sjá bömum fyrir ókeypis námsefni. Sigurður segir að það hafí orðið mjög mikil endurnýjun á námsefni síðastliðinn áratug frá því Náms- gagnastofnun var sett á fót og það sama gildi raunar um áratuginn þar á undan meðan námsefnisgerðinni var stjómað af skólarannsóknadeild menntamálaráðuneytisins. Jafn- framt sé krafan til skólanna sífellt að aukast um að taka á fleiri við- fangsefnum, heldur en hefðbundn- um námsgreinum. Þannig megi nefna fíkniefnafræðslu, umferðar- fræðslu og kynfræðslu til dæmis. „Það er að sjálfsögðu álitamál hversu mikil og ör endumýjun á að vera á námsefni, en við teljum að við séum ekki enn búin að mæta þeirri kröfu, sem aðalnámsskráin gerir á okkur um nýtt námsefni, auk þess sem titlarnir sem við höf- um gefíð út eru orðnir svo margir að við verðum alltaf í þeirri stöðu að þurfa að endurskoða og end- urnýja. Auðvitað komumst við aldr- ei á leiðarenda, en það má hins vegar spyija hversu mikið á að vera undir hveiju sinni í þeirri sífelldu endumýjun, sem þarf að eiga sér stað ef vel á að vera.“ Sunjar bækijr í notkun í aldarfjorðung Hann bendir á að sumar bækur hafí verið í notkun í aldarfjórðung eða meira og standi ennþá fullkom- lega fyrir sínu, en aðrar þurfí end- umýjunar við. Helst sé það í samfé- lags- og náttúrufræðigreinum, þó hvergi sé þar notað mjög gamalt efni. „Þessi endurnýjun ræðst ann- Feikilegar framfarir hafa orðið í námsefnisgerð - segir Ásgeir Guðmundsson forstjóri Námsgagnastofnunar „Að mínu mati hafa orðið feiki- legar framfarir í námsefnisgerð og þróun þess. Námsefni hefur tekið stökkbreytingum á þessum tíma,“ sagði Asgeir Guðmunds- son, forstjóri Námsgagnastofn- unar, þegar hann var beðinn að líta yfir þróunina síðastliðinn áratug eða frá því Námsgagna- stofnun var sett á fót fyrir tíu árum. „Það sem mér fínnst líka mjög mikilvægt er það samstarf sem við höfum náð við fjölda aðila. Tekist hefur náið samstarf við kennara og sérfræðinga í viðkomandi náms- greinum og það hefur auðvitað fært okkur nær vitneskjunni um þarfír skóla og kennara fyrir náms- efni og gert okkur færari um að meta hvar þörfín er brýnust fyrir umbætur og fyrir liggja áætlanir um námsefni næstu ára. Námsefn- isgerðin færðist ekki til okkar að fullu frá menntamálaráðuneytinu fyrr en fyrir fímm árum og ég tel að við höfum náð góðum tökum á þessu verkefni. Þó er það mála sannast að þetta er verkefni sem verður að vera í stöðugri þróun, því endanlegt námsefni verður aldrei til. Önnur þróunarverkefni hafa tekið stórum brejdingum á undan- fömum árum, svo sem framleiðsia myndefnis og starfsemi Kennslu- miðstöðvarinnar, sem færir okkur nær hinu raunverulega skólastarfí og tengir kennara og stofnunina traustari böndum. Þetta eru allt viðamikil verkefni sem hafa verið stór hluti af starfseminni í heild," sagði Ásgeir. Fjárskortur háir starfseminni Hann sagði að það væri auðvitað fyrst og fremst fjárskortur sem háði starfseminni. „Á hveiju ári höfum við óskað eftir meira fjár- magni en við höfum fengið á fjár- lögum og því ætíð þurft að skera niður framkvæmdaáætlanir og raða upp á nýtt í forgangsröð. Þetta er erfítt og þreytandi og starfsmönn- um fínnst oft lítið miða. Stundum erum við búin að segja kennurum frá efni sem verið er að vinna, en sem á svo lengra í iand en áætlað var vegna fjárskorts. Kennarar gera mjög miklar kröfur til stofnun- arinnar og það getur verið erfítt að hafa ekki möguleika á að sinna þessum kröfum. Þrátt fyrir það tel ég að grettistaki hafí verið lyft og það má meta með hliðsjón af því að um það bil 700 nýir titlar hafa verið gefnir út á þessu tímabili, auk allrar endurútgáfu. Ég dreg ekkert úr því að mér finnst þetta nánast vera kraftaverk og sýnir hvað hægt er að gefa út af námsefni fyrir lítið fjármagn.“ Ásgeir segir að stofnunin sé illa í stakk búin hvað húsnæði snertir og það sé brýnt að bæta þar úr, en húsnæðismál hennar hafí verið á dagskránni allt frá því stofnunin var sett á laggimar fyrir tíu árum og í rauninni miklu lengur. „Árið 1980 fór starfsemin fram á fjórum stöðum í borginni, í Tjarnargötu, Borgartúni, Bráutarholti og við Laugaveg. Um miðjan þennan ára- tug var húsnæðið við Tjarnargötu selt að okkur forspurðum og okkur komið fyrir til bráðabirgða í Víðis- húsinu á Laugavegi 166 og þannig er aðstaða stofnunarinnar enn í dag. Seinustu misserin höfum við barist fyrir því að stofnunin fengi nýtt húsnæði, þar sem öll starfsem- in kæmist fyrir en án árangurs enn sem komið er. Þó þykir nokkuð ljóst að núverandi húsnæði getur ekki verið til frambúðar og heftir alla þróun á starfseminni. Húsnæðisvandann þarf að leysa í skýrslu sem tekin var saman á síðastliðnu ári um starfsemi stofn- unarinnar og framtíðarþróun, af nefnd sem menntamálaráðherra skipaði, kom skýrt fram að brýnt væri að leysa húsnæðisvanda stofn- unarinnar. Nefndin gerði að tillögu sinni að hús Fálkans við Suður- landsbraut yrði keypt í þessu skyni, en það var til sölu á þeim tíma. Á fjárlögum fyrir árið 1990 var samþykkt heimild til ríkisstjóm- arinnar að kaupa hús fyrir Náms- gagnastofnun, en erfiðíega hefur gengið að fá skjót viðbrögð stjóm- valda til að leysa þennan vanda.“ - Hvernig sérðu þróun þessarar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.