Morgunblaðið - 10.10.1990, Page 25

Morgunblaðið - 10.10.1990, Page 25
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 1990 fttwgiiiifclfifeife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Setning kosningaþings Alþingi verður sett í dag. Störf þingsins munu bera yfírbragð þess að gengið verður til kosninga á næstu mánuðum. Kjörtímabilið rennur út í apríl á næsta ári. Staðan í stjómmálun- um er hins vegar þannig, að til þess kynni að koma að þing yrði rofíð fyrr og efnt til kosninga. Raunar væri það best fyrir þjóð og þing að kosningaþingið starf- aði sem styst og sem fyrst yrði gengið til kosninga þannig að menn með nýtt umboð gætu tek- ist á við vandann sem við blasir. Innan ríkisstjórnarinnar er ekki eining. Tortryggni setur í vaxandi mæli svip á samskipti ráðherranna. Síðustu daga hefur álmálið borið hæst á þeim vett- vangi og skyggt á ágreining vegna stefnunnar í landbúnaðar- málum, Evrópumálum og hús- næðismálum, svo að aðeins þrír málaflokkar séu nefndir. Hús- næðisráðherrann, Jóhanna Sig- urðardóttir, hefur kveðið svo fast að orði, að hún sé í and- stöðu við ríkisstjórnina þar sem hún situr. Á kosningaþingi er erfiðara en endranær að takast á við eitt mikilvægasta verkefni hvers þings, afgreiðslu fjárlaga. Olafur Ragnar Grímsson fjármálaráð- herra hefur alls ekki náð viðun- andi tökum á íjármálastjórn ríkisins. Ríkissjóður hefur ekki verið rekinn með því aðhaldi sem er nauðsynlegt. Ráðherrann gælir nú við hugmyndir um að hækka skatta og notar til þess upplýsingar frá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD), sem byggjast á tölum ráðherran- i um í hag. Líklegt er að yfírboð j innan stjórnarliðsins einkenni i afgreiðslu ljárlaga nú og dæmið : verði sett upp með hinni gamal- j kunnu framsóknaraðferð, að j fyrst skuli útgjöldin ákveðin og j síðan álögurnar, skattarnir á I borgarana. Gangur álmálsins hefur verið með þeim hætti síðustu vikur, að tortryggni í garð Jóns Sig- ; urðssonar iðnaðarráðherra hefur magnast meðal stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar. Þingflokkur Alþýðubandalagsins hefur í beinlínis ályktað gegn ráð- herranum og formaður þing- flokks framsóknarmanna er mjög gagnrýninn á störf hans. Að óbreyttu á þetta ástand eftir að magnast, þegar þingmenn taka að ræða málið. Gagnvart hinum erlendu viðsemjendum hlýtur að skipta miklu að skipu- lega sé staðið að pólitískri lausn álmálsins. Samningarnir sem aðilar vinnumarkaðarins gerðu í febrú- ar síðastliðnum, þjóðarsáttin, hafa veitt ríkisstjórninni skjól við efnahagsstjórnina. Það er hins vegar aðeins tímabundið og þess sjást ekki merki að stjórnin hafí notað svigrúmið til að gera nauðsynlegar kerfísbreytingar. Þingmenn standa frammi fyrir miklum óleystum vanda í efna- hagsmálum og ríkisstjórnin hef- ur enga burði til að taka á honum. Fyrir utan málefnaátök innan stjómarflokkanna á það eftir að setja svip á störf þeirra á þing- inu í vetur, að einn þeirra, Borg- arafiokkurinn, er að lognast út af og annar, Alþýðubandalagið, er klofínn ofan í rót. Að þessu leyti stendur ríkisstjómin einnig höllum fæti. Allt ber að sama bmnni. Það er best að kosningaþingið verði sem styst og þjóðin fái sem fyrst tækifæri til að veita þingmönn- um nýtt umboð. Landsberg- is við þing- setningu Heimsókn Vytautas Lands- bergis, forseta Litháens, til Islands er fagnaðarefni og það er sérstaklega gleðilegt að hann skuli vera gestur við þing- setninguna í dag. Er einstakt að leiðtogi erlendrar þjóðar geri það. Litháen er einnig í ein- stakri stöðu. Litháar lýstu yfír sjálfstæði 11. mars síðastliðinn og Alþingi brást fljótt við þeim atburði. Þorsteinn Pálsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, gekk einnig rösklega fram fyrir skjöldu og krafðist fullrar viður- kenningar á sjálfstæði ríkis- stjómar Litháens og fyrir skömmu var Þorsteini sýndur sá heiður að fá að ávarpa setning- arfund þingsins í Litháen. í ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fyrir skömmu fetaði Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra í fótspor for- manns Sjálfstæðisflokksins og vildi láta umgangast Litháa á alþjóðavettvangi sem sjálfstæða þjóð. Landsbergis veit um hug Is- lendinga og stuðning við sjálf- stæðisbaráttu þjóðar hans og telur að þar sé nánast um for- ystuhlutverk að ræða. Nærvera hans við setningu Alþingis er áminning til þingmanna um að þeir eigi að stíga skrefíð til fulls og samþykkja formlega viður- kenningu á sjálfstæði Litháens strax á fyrstu dögum þingsins. Hluti barnanna sem kom í sunnudagaskólann í Neskirkju. Simnudagaskólar taka tíl starfa Sunnudagaskólarnir eru nú að taka til starfa víðsvegar um landið. Á sunnudaginn komu um 200 böm í sunnudagaskóla Nes- kirkju í Reykjavík. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson sóknarprestur í Neskirkju sagði við Morgunblaðið að alla sunnudags- morgna væri skipulagt bamastarf í kirkjunni þar sem bömin syngja, fara í leiki og fræðast. Þá væri einn- ig leik- og söguskóli fyrir böm sem koma til almennrar guðsþjónustu klukkan 14. Loks væri skipulögð starfsemi fyrir börn og unglinga á aldrinum 10-13 ára á mánudögum og þriðjudögum. Sr. Guðmundur sagði að þátttaka í sunnudagaskólanum væri breytileg en yfirleitt góð. Séra Guðmundur Oskar Olafsson syngur með börn- unum í Neskirkju. Vísifingur vísifingur hvar ert þú? Fyrsta skákin; Skotgrafahemaður __________Skák_____________ Margeir Pétursson EINS og í tveimur síðustu heims- meistaraeinvígjum var fyrsta skák þeirra Karpovs og Ka- sparovs í New York róleg og ein- kenndist af þreifingum. Henni lauk með jafntefli eftir 30 leiki. Skákin veitti þó athyglisverðar upplýsingar um vopnabúr einvíg- ismannanna. Kasparov beitti sinni nýjustu uppáhaldsbyrjun, Kóngsindverskri vörn, en í ein- vígjunum 1986 og 1987 hélt hann sig yfirleitt við Griinfeldsvörn- ina. Karpov svaraði henni á ann- an hátt en hann hefur áður gert gegn heimsmeistaranum, valdi hið hvassa Saemisch afbrigði. Önnur skákin verður tefld í kvöld og hefur þá Kasparov hvítt. Það má segja að það hafi helst komið á óvart að Kasparov skyldi ekki hafa komið á óvart! Vitað er að hann hefur undirbúið sig mjög gaumgæfilega fyrir þetta einvígi og tekið sér mun lengra frí frá skákmótúm en Karpov. Áttu því margir von á að hann hefði ný vopn á takteinum. Val Karpovs á afbrigði gegn Kóngsindversku vörninni kom einn- ig á óvart, því Saemisch afbrigðið hefur átt nokkuð undir högg að sækja síðustu misseri, vegna nýrra leikaðferða gegn því. Karpov hafði hins vegar mikið dálæti á því í æsku. Miðað við þetta varð skákin furðulega róleg. Kasparov vildi ekki kanna hvað Karpov hefði á taktein- um gegn tízkuleiðunum, valdi eldri leið sem gefur hvítum færi á að ná örlítið betri stöðu. Karpov varð hins vegar á smávægileg óná- kvæmni er hann frestaði peðaupp- skiptum of lengi og eftir það jafn- aði Kasparov taflið auðveldlega. Heimsmeistarinn eyddi töluverð- um tíma á klukkunni og svo virtist sem hann hefði lagt fullmikið á stöðuna, en hún var svo einföld að honum veittist auðvelt að leysa hana upp í jafntefli. Þessi skák var nokkuð dæmigerð fyrir Karpov. Þrátt fyrir val sitt á hvassri byijun, beið hann aðeins átekta eftir því að Kasparov veikti sig um of. Ég er þó hræddur um að slík leikaðferð eigi ekki eftir að færa honum heimsmeistaratitilinn að nýju, þótt hún kunni að gefast vel gegn öðrum sterkum stórmeist- urum.' Heimsmeistarinn þekkir stíl Karpovs einfaldlega alltof vel til að slíkur rólegheitastíll geti skilað árangri. Þessi skák gefur líka enn frekar til kynna að Kasparov teflir mun agaðar gegn Karpov en öðrum skákmönnum. Val hans á rólegu afbrigði og það að hann beið ekki með að einfalda stöðuna í 16. leik sýnir það. Ég held að spáin 12’/2-10‘/2heimsmeistaranum í vil eigi því fullan rétt á sér. 1. einvígisskákin: Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Gary Kasparov Kóngsindversk vörn 1. d4 - Rf6 2. c4 - g6 3. Rc3 - Bg7 4. e4 - d6 5. f3 - 0-0 6. Be3 — c6 Það vekur athygli að Kasparov hafnar hvössustu afbrigðunum gegn Saemisch, 6. — Rc6 7. Rge2 — a6, hinu svonefnda Panno af- MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 1990 25 Verð á gas- og svart- olíu hækkar um mán- aðamótm að óbreyttu - segir Arni Olafur Lárusson hjá Skeljungi hf. VERÐ á gas- og svartolíu hækkar hér um mánaðamótin að öllu óbreyttu, að sögn Árna Ólafs Lárussonar framkvæmdasljóra fjár- málasviðs Skeljungs hf. I gær, þriðjudag, voru gasolíu-, svartolíu- og bensínfarmar á leiðinni hingað og verð á þeim hefur áhrif til hækkunar hér. Verð á næstu förmum ræður því hins vegar hvort verðið hækkar hér eða ekki en næstu gasolíu- og bensínfarmar koma hingað í síðari hluta þessa Verð á gas- og svartolíu á Rott- erdam-markaði hefur hækkað um 90% frá því í ágústbyijun en 1. október sl. hækkaði verð á gasolíu hér um 40% og svartolíu um 17%. Árni Ólafur Lárusson segir að ástæðan fyrir olíuverðshækkun- inni undanfarið sé taugatitringur hjá spákaupmönnum vegna ástandsins við Persaflóa. Olíu- birgðir í heiminum hafi sjaldan, eða aldrei, verið meiri en nú. Árni Ólafur Lárusson segir að heims- framleiðslan hafi verið mjög mikil fyrir innrás íraka í Kúvæt og olíu- verðið því lágt. Hins vegar sé framleiðslan ekki orðin jafn mikil og hún var fyrir innrásina, enda þótt Saudi-Arabar hafí aukið sína framleiðslu undanfarið. „Ef styijöld brýst út við Persa- flóann má búast við að olíuverðið mánaðar eða nóvemberbyrjun. hækki,“ segir Árni Ólafur. „Ef hækkunin varir í einhveija mánuði fara hins vegar önnur olíusvæði að verða arðbær og menn geta aukið notkun á öðrum orkugjöfum, til dæmis kolum, kjamorku og vatnsafli. Þannig næst jöfnuður aftur en á hærra verðstigi en var fyrir þessi átök. Það er líklegt að verðið lækki svo aftur smám sam- an, svipað og gerðist eftir árið 1981.“ Árni Ólafur segist ekki hafa trú á að olíuverðið verði mjög lengi svona hátt eins og það hefur verið undanfarið, því þá verði fjöldinn allur af fyrirtækjum, sem nota þessa orku, gjaldþrota. Þannig muni eftirspumin eftir olíu minnka og verðið lækka. „Það þolir ekkert þjóðfélag þetta háa olíuverð til lengdar,“ segir Árni Ólafur. Leikfélag Reykjavíkur: Sigurður Hróarsson valinn leikhússtjóri SIGURÐUR Hróarsson, núver- andi leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, hefur verið valinn úr hópi umsækjenda til að gegna stöðu leikhússtjóra hjá Leikfé- lagi Reykjavíkur. Sigurður Karlsson, formaður stjórnar LR, sagði að stjórnin hefði staðið einhuga að baki valinu en það verður borið undir aðalfund félagsins síðar í þessum mánuði. Sigurður Hróarsson tekur vænt- anlega formlega við starfinu í sept- ember á næsta ári en hann kemur til starfa við leikhúsið um næstu áramót og starfar við hlið Hallmars Sigurðssonar, núverandi leikhús- stjóra LR, síðari helming leikársins 1990-1991. Sigurður Hróarsson Morgunblaðið/Sverrir Aðeins einn styrkþegi gat komið því við að taka sjálfur við styrk sínum, hinir voru uppteknir í námi sínu erlendis og sendu fulltrúa fyrir sína hönd. Hér eru þeir, ásamt stjórn Minningarsjóðs Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar. Fremst sitja Helga Aaberg, Ragnar Ingimarsson og Sigurður Guðmundsson, þau skipa stjórn sjóðsins. í miðröð eru Tómas Jóhannesson, Sigþór Lárusson fyrir Harald Sigþórsson, Þóra Kristín Eiríksdóttir fyrir Gunnar Guðna Tómasson, Björg Aradóttir fyrir Þórð Arason, Þóra Jónsdóttir fyrir Birgi Jóhannesson, Gerður Thoroddsen fyrir Sigurð T. Thoroddsen og Anna Björk Guðjónsdóttir fyrir Orn Almars- son. I öftustu röð eru Lúðvík Leósson fyrir Auðun Lúðvíksson, Bessi Bjarnason fyrir Bjarna Bessason og Kristján Magnús Arason fyrir Þórð Arason. Minningarsjóður Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar: Þremur milljónum króna úthlutað til tíu styrkþega AFHENDING styrkja úr Minningarsjóði Helgu Jónsdóttur og Sigur- liða Kristjánssonar fór fram við hátíðlega athöfn í Skólabæ, húsi Háskóla Islands við Suðurgöru í Reykjavík, í gær. Tíu aðilar fengu styrki, samtals þijár milljónir króna. Tveir fengu 500 þúsund króna styrki og átta fengu 250 þúsund króna styrki. Allir styrkþegar eru langt komnir í framhaldsnámi í raunvísindum. 500 þúsund króna styrki hlutu Sigurður T. Thoroddsen og Tómas Jóhannesson. Sigurður nemur eðlis- verkfræði við Kaliforníuháskóla í Bandaríkjunum, Tómas nemur jarð- eðlisfræði við Washington háskól- ann í Seattle í Bandaríkjunum. 250 þúsund króna styrki hlutu eftirtalin. Auðunn Lúðvíksson, hann nemur eðlisefnafræði við Kali- forníuháskóla. Birgir Jóhannesson, hann nemur efnisfræði við Surrey háskólann í Englandi. Bjarni Bessa- son, hann nemur jarðskjálftaverk- fræði við NTH í Noregi. Gunnar Guðni Tómasson, hann nemur straumfræði við MIT í Bandaríkjun- um. Haraldur Sigþórsson, hann nemur samgöngutækni við háskól- ann í Karlsruhe í Þýskalandi. Sól- veig Grétarsdóttir, hún nemur líffræði við háskólann í Lundi í Svíþjóð. Þórður Arason, hann nem- ur jarðeðlisfræði við ríkisháskólann í Oregon í Bandaríkjunum. Orn Almarsson, hann nemur efnafræði við Kaliforníuháskóla. Alls bárust 39 umsóknir. Ragnar Ingimarsson prófessor og stjórnar- formaður Minningarsjóðsins sagði við afhendingarathöfnina mjög er- fitt hafa verið að velja styrkþega úr þeim hópi. Upphaflega voru aug- lýstir tveir styrkir, hvor 500 þúsund krónur. Þegar ljóst varð hve marg- ir sóttu um og hve góð meðmæli þeir höfðu frá skólum sínum, ákvað stjórn sjóðsins að bæta við átta 250 þúsund króna styrkjum. í erfðaskrá hjónanna Sigurliða Kristjánssonar og Helgu Jónsdóttur er meðal annars ákveðið að eignar- hluta þeirra í fyrirtækinu Silla og Valda skuli varið til stofnunar fimm sjóða. Af þeim skyldi einn hafa það markmið að styrkja góða stúdenta sem leggja stund á raunvísindanám. Styrkjum hefur verið úthlutað úr sjóðnum árlega frá 1984. Alls hafa nú 64 einstaklingar fengið styrk úr sjóðnum og er andvirði styrkja framreiknað til núvirðis 15 milljónir króna. Þróunarsamvinna: Samið við Græn- höfðaeyjar I GÆR var undirritaður samning- ur milli Islands og Grænhöfðaeyj- ar um þróunarsamvinnu í sjávar- útvegi og á öðrum sviðum. Samningurinn gildir til ársloka 1995 og kemur í stað fyrri samninga milli ríkjanna og þróunarsamvinnu í sjávarútvegi. Með þessum samningi er verið að framlengja þróunarsam- vinnu ríkjanna, sem hefur staðið í tíu ár og tryggja að hún taki til fleiri þátta en fiskveiða, segir í frétt frá utanríkisráðuneytinu. brigði, og nýja tízkuafbrigðinu, 6. — c5!?, sem sérfræðingarnir Gelf- and og Nunn beita með góðum árangri. Svartur hefur þá fengið meira en nægar- bætur fyrir peðið eftir 7. dxc5 — dxc5 8. Dxd8 — Hxd8 9. Bxc5 — Rc6. 7. Bd3 - a6 Kasparov hefur tvívegis beitt peðsfórninni 7. — e5 8. d5 — b5!?. Hann vann mikilvæga skák af Timman á heimsbikarmóti Stöðvar 2 1988, en tapaði fyrir Gulko í Lin- ares í febrúar. Nú velur hann mun rólegra afbrigði, sem virðist reynd- ar ekki hæfa stíl hans sérlega vel. 8. Rge2 - b5 9. 0-0 - Rbd7 10. Hcl í skákinni Geller-Fischer, Hav- ana 1965 lék hvítur 10. cxb5 — axb5 11. b4 — Bb7 12. Dd2 - e5 13. Hfdl og stóð örlítið betur. Gell- er vann skákina eftir að Fischer hafði teflt alltof djarft. 10. — e5 11. a3 — exd4 12. Rxd4 - Bb7 13. cxb5 - cxb5! Þar sem Karpov hefur beðið full- lengi með að taka af skarið á drottn- ingarvængnum, ólíkt Geller í skák- inni við Fischer, sér Kasparov sér leik á borði og víkur frá þeirri reglu að drepa skuli að miðborðinu. Þetta hefur þann kost að c peðið byrgir ekki lengur fyrir biskupinn á b7 og svartur hrókur á c8 getur orðið áhrifamikill. Eftir þetta má segja að Kasparov sé nokkuð öruggur með jafnt tafl, það er nú einungis tímaspursmál hvenær hann getur leyst taflið upp með d6- d5. 14. Hel - Re5 15. Bfl - He8 16. Bf2 - d5!? Þar sem Karpov hefur litla kröfu gert til frumkvæðisins lá ekki á þessu. 16. — Hc8 kom einnig til greina. 17. exd5 — Rxd5 18. Rxd5 — Dxd5 19. a4! Loksins lætur Karpov vita af • sér, eftir mjög rólega byrjun. Nú gæti Kasparov auðvitað einfaldlega leikið 19. — bxa4, en hann gefur ekkert rými eftir: 19. - Bh6!? 20. Hal - Rc4 21. axb5 — axb5 22. Hxa8 — Hxa8 23. Db3! - Bc6 Svarta liðið á drottningarvæng myndar tígul, sem virðist ekki alltof traustvekjandi. Næsti léikur Karpovs er bezta tilraunin til að reyna að fá eitthvað út úr dauf- legri stöðunni. 24. Hdl?! er nú auð- vitað svarað með 24. — Re3! Upp- skipti á c6 létta líka aðeins á svörtu stöðunni, skemmtilegt framhald væri t.d. 24. Rxc6 — Dxc6 25. Dc2 - Ha2! 26. Dd3!? (26. De4 - Dxe4 27. Hxe4 — Ha8! leiðir til dauðs jafnteflis) 26. — Bf8 27. b3 — Hxf2!, sem er a.m.k. jafntefli á svart. 24. Bd3! - Rd6! Fórnar peði tímabundið, en tryggir sér um leið jafntefli. 25. Dxd5 — Bxd5 26. Rxb5 — Rxb5 27. Bxb5 - Bg7 28. b4 - Bc3 29. Hdl - Bb3 30. Hbl - Ba2 og hér var samið jafntefli, enda er lítið orðið eftir til að tefla um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.