Morgunblaðið - 10.10.1990, Side 36

Morgunblaðið - 10.10.1990, Side 36
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 1990 36 Sigurbjörg Guimars dóttir - Minning Fædd 27. maí 1963 Dáin 1. október 1990 í dag verður til moldar borin elskuleg vinkona okkar, Sigurbjörg Gunnarsdóttir. Það er stór hópurinn sem hefur beðið og vonað svo heitt og innilega að hún fengi að lifa. Það er hörmu- leg staðreynd að svo varð ekki. Hinn sérstaki hlátur, sem var ein- kennandi fyrir hana, heyrist ekki framar. Hláturinn sem endurspegl- aði lífsgleði hennar og bjartsýni. Sigurbjörg hafði óvenjulega og já- kvæða afstöðu til fólks, enda var hún vinmörg og gæfumanneskja í sínu einkalífi. Elsku Bjarni. Við vottum þér, litlu dótturinni, Hólmdísi, og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúð. Anna Rós og Hugrún. Við kynntumst Sibbu og Bjama fyrst er þau fluttu hingað í húsið til okkar og við urðum nágrannar. Maður tók strax eftir hlýja brosinu og smitandi hlátrinum sem ein- kenndi Sibbu enda leið ekki á löngu þar til við vorum orðnar góðar vin- konur. Er ég skrifa þessar línur fyllist hugurinn minningum um garð- vinnu, sultugerð og allar þær ljúfu stundir sem liðu með notalegu spjalli og ráðagerðum. Sibba hafði þann einstaka hæfileika að vera gædd því sem við kölluðum svo oft „Pollyönnu-hugsunarhátt" og með þakklæti geymi ég í hjarta mér það sem hún kenndi mér, en það var að vera ekki dómhörð og sjá það jákvæða í öllu. Við stöndum ráðþrota gagnvart skyndilegu fráfalli Sibbu en það er þó huggun harmi gegn að þó hún sé 'farin þá skildi hún eftir hluta af sér í litlu prinsessunni þeirra sem mun verða okkur gleðigjafi um ókomin ár. Elsku Bjarni, dóttir og fjölskyld- ur, við sendum ykkur okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Elín og Kristján. Ég sá Sibbu síðast í lok júlí þeg- ar-hún kom til að kveðja mig en ég var á leið til útlanda til náms. Ég man ég sagði við hana að það væri nú eiginlega henni að kenna að ég væri að fara og sæi hana, Bjama og barnið, sem þau áttu von á, ekki fyrr en um jólin. Sibba var nefnilega sú sem alltaf hvatti mig til að fara til framhaldsnáms. Það er skiýtið til þess að hugsa að hún muni ekki vera til staðar þegar ég kem heim, að við munum ekki hlæja saman um jólin. Ég kynntist Sibbu í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti fyrir sjö árum. Við höfðum valið sömu braut og höfðum því svipaðar stundatöfl- ur. Báðar stóðum við okkur nokkuð vel og fengum góðar einkunnir, a.m.k. í flestum fögum. En þó margt hafí gerst í Fjölbraut þá eru mér vissir tímar minnisstæðastir. I þeim sátum við alltaf eins aftarlega og hægt var, átum poppkorn og slúðruðum eins og okkur einum var lagið. Það verður því að viðurkenn- ast að ekki státuðum við okkur af glæsilegum einkunnum í því fagi. í Fjölbraut varð til hópur sem enn heldur saman og á Sibba svo sannarlega heiðurinn að því. Við erum sex stelpur sem höfum hist á þriggja vikna fresti í nokkur ár. Er þetta einn hinna svokölluðu saumaklúbba, þar sem meira er borðað en saumað. Fyrir tilstilli Sibbu höfum við, ásamt mökum, haldið a.m.k. eitt „grillpartý“ á ári hveiju, bakað saman iaufabrauð fyrir hver jól og á hveiju vori farið út að borða. Var það venjulega gert á afmælisdegi Sibbn, þann 27. maí. Það er því stórt skarð höggvið í þennan lita vinahóp okkar þar sem Sibbu nýtur ekki lengur við. Sibba var fædd og uppalin á Húsavík eins og allir vita sem hana þekktu. En þar sem ég kynntist henni ekki fyrr en í menntó þá veit ég ekki mikið um uppvaxtarár hennar. Ég man þó að hún sagði mér að hún hefði verið óþolandi unglingur og að hún dáði mömmu sína fyrir að hafa þolað sig. En hafi hún verið óþolandi unglingur, sem ég á reyndar þágt með að trúa, þá breyttist hún mjög mikið. Sibba var nefnilega hreinskilin, jarðbund- in og svo sannarlega vinur í raun. Ég á því mjög erfitt með að sætta mig við að hún sé farin, að ég eigi aldrei eftir að hitta hana aftur. En ekki má þó gleyma því að við brottför sína skildi Sibba eftir litla stúlku sem þarfiiast ástar og um- hyggju, litla stúlku sem aldrei fær að kynnast móður sinni nema gegn- um vini hennar og ættingja. í hjarta mínu er sess Sibbu svo stór að hann rúmar vel bæði litlu dóttur henriar og Bjarna. Ég veit að Bjami mun reynast þessu óskabarni þeirra beggja góður faðir og það vissi Sibba líka. Elsku Bjami, ég veit að ég tala fyrir hönd þessa litla vinahóps okk- ar þegar ég votta þér, dóttur þinni, mömmu Sibbu, öllum aðstandend- um hennar og vinum, samúð mína. Orð milli vina gerir daginn góðan. Það gleymist ei en býr í hjarta þér sem lítið fræ. Það lifir og verður að blómi. . Og löngu seinna góðan ávöxt ber. (Gunnar Dal) Guðlaug Sturlaugsdóttir, Heidelberg. Mig langar að skrifa hér fáein fátækleg þakklætisorð til minning- ar um yndislega vinkonu mína, Sig- urbjörgu Gunnarsdóttur, sem langt fyrir aldur fram, er til moldar borin í dag. ÞaK að eiga góðan vin sem hægt er að treysta í einu og öllu eru forréttindi og þeirra forréttinda naut ég í tíu ár. Við Sibba kynnt- umst á svo hversdagslegan hátt sem hugsast getur. Við vomm báðar að vinna í fiskvinnu á Húsavík að sum- arlagi og drógumst einhvem veginn hvor að annarri. Um haustið urðum við samferða suður til Reykjavíkur, báðar að fara í skóla. Framtíðin blasti við og allt var svo gaman. Þó svo að aðstæður okkar væru ólíkar, Sibba laus og Iiðug og fjarri foreldmm og systkinum, en ég komin með mann og barn og með annan fótinn í foreldrahúsum, var sambandið á milli okkar svo þægi- legt. Við brölluðum ýmislegt sam- an, hvort sem það var að fara á ball, út að borða pizzu eða kíkja í heimsóknir hvor til annarrar. Það var svo nærandi og orkugefandi að hitta Sibbu. Við gátum endalaust hlegið saman að vitleysum sem önnur hvor hafði gert eða bara set- ið og talað saman um lífið og tilver- una. Svö varþað um jólaleytið 1982 að hún kynnti fyrir okkur vin sinn, Bjarna Sverrisson, sem okkur leist strax vel á sem mannsefnið henn- ar. Það var svo gaman að fylgjast með velgengni þeirra og dugnaði við að komast í eigin íbúð og búa sér notalegt heimili. Oft sátum við í stofunni á Ásveginum og skoðuð- um myndir og hlustuðum á ferða- sögur. Það var sama hvort Sibba var að lýsa ferðalagi út í Flatey á Skjálfanda þar sem íslenska sumar- ið verður ekki fallegra á góðviðris síðkvöldum, og þar sem hún átti sínar rætur eða hvort það var ferða- saga frá ísrael og Egyptalandi þar sem hún og Bjarni eyddu síðustu jólum og áramótum. Það var alltaf jafn stórkostlegt að hlusta á hana Sibbu segja frá og bara vera í ná- vist hennar. Hún hafði líka einstaka hæfileika að smala saman ólíku fólki og láta það kynnast. Það fengum við nokkr- ar kellur að reyna í fyrra. Sibba stóð fýrir því að við fórum nokkrar saman út að borða og skemmtilegra kvöld er vandfundið. Þessar ferðir urðu fleiri og alltaf bættust nýjar í hópinn sem eflaust eiga jafngóðar minningar og ég. Þessar yndislegu og óborganlegu stundir með henni Sibbu verða ekki fleiri. Það er svo ótrúlega sárt að hugsa til þess. Það eina sem linar þennan ömurlega sársauka eru minningar og litla fallega dóttirin sem hún skildi eftir hjá okkur. Elsku Bjami. Það er svo erfítt að segja eitthvað á þessari stundu. En þú hefur litlu prinsessuna ykkar sem þarf á öllum þínum kröftum að halda núna og eitt er víst að hún er sannarlega í öruggum höndum hjá þér. Mig langar að lokum að senda móður, systkinum og öllum öðrum aðstandendum Sibbu mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Sigurbjargar Gunnarsdótt- ur. Guðný Bára Magnúsdóttir „Þeir deyja ungir sem guðirnir elska.“ Skjótt skipast veður í lofti jafnt í mannlífinu sem í náttúrunni. Ekki óraði mig fyrir þessu skjóta andláti hennar Sibbu minnar. Ég er harmi slegin, og mér vefst tunga um tönn. En Iífíð er svo óskiljanlegt og örlög- in stundum svo óskiljanlega grimm. Kornung er hún hrifín úr þessum heimi frá okkur og á merkilegasta tímabili lífs hennar sem hún var búin að hlakka svo óskaplega til og búin að undirbúa svo á fullkom- inn hátt, það að eignast sitt fyrsta barn, sem var svo hjartanlega vel- komið í þennan heim. Allt hafði gengið svo vel á meðgöngunni, hún var svo hamingjusöm og ánægð og svo mikið eftirvæntingarfull eftir frumburði sínum. Ekkert blasti við nema framtíðin björt, framtíðar- áætlanirnar voru aldeilis glæsileg- ar. En á hamingjustundinni hrundi um leið heimurinn. Sibba eignaðist 17. september yndislega fallega og heilbrigða dóttur, sem hún aldrei fékk að sjá, örlögin réðu því. Sibba lést tveimur vikum síðar. Það er ekki hægt að sætta sig við að hún Sibba sé dáin, þessi lífsglaða skemmtilega manneskja, svo glaðvær og kát. Hún var svo orðheppin, hnitmiðuð í tilsvörum með svo sérlega skondinn og skemmtilegan „húmor“ og alveg með einstaklega smitandi hlátur sem við reyndar vinkonumar köll- uðum „hrossahlátur". Frásagnar- gáfa hennar var sérstök, og ekki höfum við vinkonurnar ósjaldan velst um af hlátri svo tímunum skiptir er hún hafði orðið. Félags- vera var sannmæli um Sibbu, hún hafði yndi af því að vera innan um fólk í góðra vina hópi, enda átti hún ógrynni af vinum og kunningjum, var í þremur vinkvenna „klúbbum" og er í þeim oft kátt á hjalla, mik- ið skrafað og rökrætt um landsins gagn og nauðsynjar. Það er mikið hlegið og síðast en ekki síst er tek- ið vel til matar síns, því í þessum klúbbum eru gjarnan höfðinglegar veislur, sem við stelpurnar eigum eftir að sakna hennar svo mikið úr. í þessum félagsskap var hún allt- af hrókur alls fagnaðar en við stelp- umar höldum áfram í hennar minn- ingu og enn bætist við nýtt um- ræðuefni, lífið og tilgangur þess, ■hvers vegna? Hvers vegna? En hveijar svo sem spumingarnar em breyta þær engu um þá nöturlegu staðreynd að hún Sibba vinkona mín var hrifsuð frá okkur í blóma lífsins, þegar hún og Bjami litu svo björtum augum til framtíðarinnar, hlökkuðu svo mikið til að fá ávöxt ástar sinnar, sú ást var óijúfanleg, þau sem vom svo fullkomlega ham- ingjusöm, eins og sköpuð hvort fyr- ir annað. Ekki veit ég hvað fyrir æðri máttarvöldum vakir með þess- ari snöggu og óhugnanlegu burt- köllun, en einhver hlýtur tilgangur- inn að vera, og vonandi líður Sibbu vel þar sem hún er nú. Eitt veit ég þó með vissu að skarð það er Sibba skilur eftir sig verður aldrei fyllt. Eftir stendur fólk með frosin orð á vörum og fleyg í hjarta og ekkert getur linað sársaukann nema tíminn. Ég þakka Sibbu fyrir yndis- legar stundir sem við áttum saman. Fallin er hjartans fópr rós og fðl er kalda bráin. Hún sem var mitt lífsins Ijós ljúfust allra er dáin. Þú alltaf verður einstök rós • elsku vinan góða. í krafti trúar kveiki ljós og kveðju sendi hljóða. (Jóna Rúna Kvaran) . Elsku Bjarna, litlu dótturinni svo og öllum aðstandendum, votta ég mína dýpstu samúð. Megi góður Guð styrkja okkur í sorginni. Stína Við drúpum höfði í hljóðum sökn- uði og djúpri sorg, því hún Sibba er dáin. Hver hefði getað trúað því að hún yrði tekin frá okkur svona fljótt? Við stöndum eftir agndofa, reynum að trúa því að tilgangurinn sé einhver, en hver getur séð til- Sigríður Jóns- dóttir — Minning Fædd 27. október 1907 Dáin 28. september 1990 Nú er hún amma okkar farin og það verður skrítið að koma á Hring- brautina og engin amma situr við eldhúsborðið að hekla. Það er margs að minnast, við munum öll eftir henni svo traust- vekjandi og örugg, hún sem engum mátti gleyma, skjólið sem við gátum alltaf leitað til þegar eitthvað bját- aði á. Og alltaf hafði hún amma ráð við öllu, þannig að lífíð og tilver- an virtust svo einföld. Við munum öll sakna hennar elsku ömmu, kveðjum hana með góðum mínningum og þökkum henni fyrir allt. Fyrst sipr sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. (Vald. Briem) Brynja, Sigga, Sverrir og Víkingur. Hún amma mín er dáin. Okkur mönnunum hættir svo oft til að vilja halda í lífíð, hversu dapurlegt eða erfitt sem það kann að vera orðið. Við viljum ávallt hafa alla í kringum okkur, engan missa frá okkur. Svo eigingjöm vil ég samt ekki vera þegar ég hugsa til hennar ömmu minnar, sem sannarlega var búin að skila sínum vinnudegi, sátt við Guð og menn. Hún var áreiðanlega vel að hvfidinni komin. Hún var fædd í Reykjavík. Gift afa mínum, Magnúsi Hannessyni, en hann lést 1948 og varð þeim fjögu.rra dætra auðið: Ingveldar sem lést um aldur fram, hinar sem lifa em Amelía móðir undirritaðrar, Kolbrún og Sigríður. Með góðri hjálp dóttur sinnar gat hún dvalist á heimili sínu til hinsta dags. Atti ég þangað margar ferðir ýmist til að aðstoða hana eða bara sjá hvemig hún hefði það. Þessar heimsóknir voru ávallt vel metnar. Mér fannst það þroskandi að heyra hana segja frá ýmsu sem á daga hennar hafði drifíð um langa ævi. Eg á margar skærar perlur í minn- ingasafni mínu, margar þeirra gaf hún amma mér, gamla fólkið á oft svo margt að gefa bara ef við gef- um okkur tíma í erli dagsins að staldra við og hlusta. - Að lokum þakka ég ömmu minni fyrir ómetanlega samfylgd og votta bömum hennarog ástvinum samúð. Með sálminum fagra kveð ég ömmu með ósk um að hún hvíli í friði. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti sipaði Jesú mæti. Magný Jóhannesdóttir í gær var borin til hvíldar í kyrr- þey elsku amma okkar Sigríður Jónsdóttir. Okkur langar að minn- ast hennar í örfáum orðum. Hún fylgdist með öllum hún amma og átti orðið mörg barnaböm og barna- bamabörn. Alltaf þegar bam fædd- ist var hún búin að hekla milliverk í sængurföt, og einmitt daginn sem hún skildi við, auðnaðist henni að sjá einn nýfæddan ijölskyldumeð- lim. Eins var það þegar einhver átti afmæli, varð að útbúa smá- glaðning. Amma var mjög skýr í hugsun og þegar maður kom til hennar fræddist maður um gamla tíma og ættina. Við biðjum þess að amma hafí það gott þar sem hún er núna og að hún hvíirí friði. Hugsa ég góðri höfn að ná ef hugurinn bilar ekki láti ég skipið skríða hjá skeijunum sem ég þekki. (Páll Ólafsson) Ástvinum Sigriðar Jónsdóttur sendum við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Sólveig, Svala, Svanhildur, Sonja, Sæunn og Magnús í Svíþjóð. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stupd. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og ailt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Kveðja frá langömmuhörnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.