Morgunblaðið - 10.10.1990, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. OKTOBER 1990
37
gang í því að hún sé tekin í burtu
frá litlu stúlkunni sinni sem þau
Bjarni eignuðust fyrir 3 vikum.
Hvernig er hægt að sætta sig við
að heyra ekki framar smitandi hlát-
urinn og sjá ekki fram brosið henn-
ar? Við skynjum en skiljum vart,
að hlátur og gleði liðins dags skuli
svo skjótt verða að víkja fyrir sökn-
uði og sorg. En við yljum okkur við
minningamar um þann tíma sem
við áttum með henni, bæði í sauma-
klúbbum og utan þeirra. Þá var
talað um heima og geima og mikið
hlegið. Elsku Bjarni. Við vottum
þér og litlu stúlkunni þinni okkar
innilegustu samúð og biðjum guð
að styrkja þig í þessari miklu sorg.
Móður.hennar, systkinum og öðrum
sem eiga um sárt að binda sendum
við einnig samúðarkveðjur.
Ég vildi ég gæti fléttað þér fagran
rainniskrans.
En fyrir augun skyggja heitu tárin.
Svo vertu sæl, mín systir! í faðmi
fannklædds lands
Þú frið nú átt, við minninguna og sárin.
(H. Hafstein)
Þóra Geirsdóttir,
Zanný Sigurbjörnsdóttir,
Hafdis Hilmarsdóttir.
Skjótt hefir sól brugðið sumri,
því séð hef ég fljúga
fannhvita svaninn úr sveitum
til sóllanda fegri.
(J. Hallgr.)
Það var síðsumars fyrir tæpum
áratug að bernskuvinkona hringdi
frá Húsavík og spurði hvort ég
hefði tök á að hýsa dóttur sína sem
væri á leið til náms í Reykjavík.
Samtali okkar lauk með jáyrði
mínu. Eflaust fékk ég bakþanka
næstu daga. Því fylgir ábyrgð að
taka ungling í sína umsjá. Ofar í
huga mér var þó sú staðreynd að
traustir stofnar stóðu að þessari
stúlku. Aldrei reyndi ég annað en
gott eitt af hennar frændliði í Flat-
ey á Skjálfanda.
Og Sigurbjörg birtist, björt yfir-
litum, stór og gerðarleg. Hún virt-
ist ekki feimin, ekki frökk, heldur
hispurslaus og hressileg. Hún kom
sér fyrir í litla skotinu sem kröfu-
harðir unglingar myndu varla kalla
herbergi.
Ekki hafði hún lengi setið við
eldhúsborðið er mér fannst hún
heimamanneskja enda fann ég
ýmsa skemmtilega takta í fasi
hennar, sem komu mér kunnuglega
fyrir sjónir. Já, áhyggjur vegna
óharnaðs unglings hurfu eins og
dögg fyrir sólu.
Hún var kölluð Sibba af vinum
og skólasystinum og við heimafólk
gerðum svo líka, en ijölskylda henn-
ar kallaði hana Diddu. Fljót var hún
að samlagast heimilislífinu en hélt
þó sínum venjum eins og t.d. að
ganga snemma til náða þrátt fyrir
kvöldgöltur okkar hinna. Og ekki
var matvendninni fyrir að fara þó
ýmislegt væri ófullkomið sem boðið
var upp á. Samskiptin voru eins
ánægjuleg og best varð á kosið.
Það var því ekki vegna ósamkomu-
lags sem Sibba fann sér annan
dvalarstað eftir eins og hálfs vetrar
dvöl á mínu heimili. Ekki gat farið
■ fram hjá neinum að birtan og gleð-
in sem geislaði frá Sibbu var orðin
enn djúpstæðari en fyrr. Orsök
hamingjunnar var ungur maður,
sem hún hafði kynnst. Og nú bauðst
henni að búa hjá afa hans og ömmu
í mun betra herbergi.
Sannarlega var eftirsjá í Sibbu.
Henni fylgdi alltaf þessi hressilegi
andblær, aldrei víl og vol heldur
gengið til starfa með bjartsýni og
festu. Bót var í máli að þau Bjarni
og Sibba gáfu sér tíma til að líta
inn öðru hverju. Alltaf varð bjartara
í ranni við komu þeirra því að ást-
fangið fólk, með gott hjartalag,
sendir óafvitandi ylgeisla hlýja allt
um kring.
Ekki leið iangur tími uns ráðist
var í íbúðarkaup. Þá var ekki verið
að reisa sér hurðarás um öxl. Það
var annars makalaust hve föstum
fótum þetta ástfangna par stóð á
jörðinni og hve skynsamlegar, og
hnitmiðaðar ákvarðanir voru teknar
í efnahagsmálum. Þau unnu bæði,
meira en mörgum gæti reynst hollt
á meðan verið var að klífa erfiðasta
hjallann. .Ýmsum verður hált á of
miklu vinnuálagi en hjá þeim virtist
það auka gleði og bjartsýni.
Atvik, sem getur virst ómerki-
legt, er mér þó ógleymanlegt. Sibba
kom og sagði frá því að þvotti var
stolið af snúru hjá henni. „Einmitt
sparipeysunni og skárri gallabux-
unum,“ sagði hún og gat ekki var-
ist hlátri þó að hún yrði að fá föt
iánuð hjá vinkonu, því peningar
lágu ekki á lausu í svipinn. Þessi
hæfileiki, að sjá alltaf eitthvað
spaugilegt — jafnvel í erfiðleikum,
er ómetanlegur.
Og svo var unnið og safnað og
loks var hægt að fara í utanför til
góðra vina, Þarna voru ekki slegnir
víxlar fyrir skemmtiferðum eins og
margar sögur fara af að fólk geri.
Allt virtist leika í lyndi. Og nú
kom hápunktur hamingjunnar. Von
á barni. Dásamlegt var að fylgjast
með framvindu mála næstu mán-
úði. Þó að blóðþrýstingur yrði of
hár og innlögn á sjúkrahús vikuleg-
ur viðburður voru viðbrögð Siggu
alltaf jafn æðrulaus ogjákvæð. Hún
sagðist hafa nógan tíma til að
liggja, úr því að hún mátti ekki
vinna. Mánaðardagurinn 9.9. 1990
þótti sérlega fágætur sem afmælis-
dagur. Ég hringdi til þess að for-
vitnast að kvöldi þess dags og þá
var svarið: „Nei, það er allt í lagi.
Barnið kemur þegar það á að
koma.“ Þetta svar, ásamt fleiru
segir mér meira um traust þessarar .
ungu konu á æðri máttarvöldum
og tengsl hennar við guðdóminn en
nokkurt guðsorðahjal.
En svo kom reiðarslagið. At-
burðarás síðustu vikna virðist okkur
ófullkomnum mannverum óraun-
veruleg, óbærileg, með öllu ótíma-
bær. Lítilli stúlku bjargað í heiminn
á síðustu stundu. Föðurarmar hafa
nú þégar tekið hana í hlýjan faðm.
Enginn sem til þekkir efast um
nærfærni Bjarna til ástúðar og
umönnunar. Aðstæður valda því að
um sinn vega þær salt - sorgin og
gleðin.
En ef við beinum sjónum okkar
að sterkasta aflinu í sálarlífi Sibbu,
lífsgleðinni og æðruleysinu, þá
sjáum við að minning hennar verður
best heiðruð með því að efla ein-
mitt þessa þætti í eigin barmi. Litli
„sólargeislinn" á eftir að sindra og
gneista góðvilja í allar áttir eins og
móðirin gerði. Við hin getum stuðl-
að að því að með brosum og heit-
um, hljóðum fyrirbænum.
Guð gefi ykkur, aðstandendum,
styrk til þess að sigrast á sorginni
og fylla hjörtun friði og kærleika.
Jesús sagði: „Ég lifi og þér munuð
lifa.“ Þeirri trú og vissu helga ég
minningu Sigurbjargar Gunnars-
dóttur.
Þórný Þórarinsdóttir
Fyrsta myndakvöld
Ferðafélagsins
FYRSTA myndakvöld Ferðafé-
lagsins í vetur verður miðviku-
dagskvöldið 10. október í Sóknar-
salnum, Skipholti 50a. Það hefst
stundvíslega kl. 20.30.
A myndakvöldunum í vetur er
ætlunin að sýna frá hinum fjölmörgu
ferðum sem félagið hefur farið á
árinu, ekki síst sumarleyfisferðun-
um.
Efni þessa myndakvölds er helgað
tveimur mjög sérstökum ferðum frá
í sumar. Fyrir hlé munu Jóhannes
I. Jónsson og' félagar hans sýna
myndir og segja frá gönguferð frá
Vonarskarði um og meðfram vestuij-
aðri Vatnajökuls í Jökulheima. Eftir
hlé mun Kristján M. Baldursson sýna
myndir frá Noregi, úr gönguferð
Ferðafélagsins um Jötunheima,
þekktasta ijallasvæði Norðmanna,
siglingu um Sognfjörð o.fl. Kaffiveit-
ingar verða í hléi í umsjá félaga FÍ.
Allir velkomnir, jafnt félagar sem
aðrir.
Anna Hallgríms-
dóttir - Kveðjuorð
Nú þegar haustið er komið til að
undirbúa tijágróður og blómin undir
vetrarhvílu, sem þau eiga flest aftur-
kvæmt úr er vorar á ný með hækk-
andi sól, þá fellur ein blómarós æsku
minnar, Dídí eins og hún var kölluð
af flestum sem hana þekktu. Fullu
nafni hiét hún Ósk Pálína Anna
Hallgrímsdóttir. Þessi náfrænka mín
ólst upp hjá ömmu minni og afa,
Halldóru Sigurðardóttur og Þorsteini
Péturssyni í Aðalgötu, 9 á Siglufirði
og var sem yngsta föðursystir mín.
Miklir kærleikar voru með Dídí, föð-
ursystkinum og foreldrum alla tíð.
Mér eru þær stundir í fersku
minni, er hún kom í heimsókn til
okkar til Reykjavíkur sem tánings-
stelpa full af fjöri og glaðværð og
tók okkur krakkana í göngutúra og
ærslaleiki. Einnig hafði .hún gaman
af að spila á gítar og syngja fyrir
okkur. Seinna þegar foreldrar mínir
fluttu til Siglufjarðar árið 1950 þá
bjuggum við fyrst hjá ömmu og afa,
og þar var Dídí og setti hún mikinn
svip á annars fastformað heimilislíf
með glaðværð sinni og lífsgleði, sem
hún hélt alla tíð. Hún þurfti að hafa
töluverð afskipti af mér, enda var
ég baldinn á þessum árum. Var að
byija í barnaskóla á nýjum stað og
mikið athafnalíf í bænum, sem var
miklu meira spennandi heldur en að
hanga inni í skólastofu allan daginn
og reyndi ég að laumast út án skóla-
tösku, en Dídí fékk það verkefni að
sjá um að ég slyppi ekki og stund-
aði skólann svikalaust.
Hún hafði gaman af að segja mér
söguna af því þegar hún var skírð,
þá svolítið stálpuð, og stóð fyrir
framan séra Bjarna Þorsteinsson og
sagði honum sjálf hvað hún ætti að
heita, Ósk Pálína Anna, áður en hún
var vatni ausin. Afi hafði gaman af
þessum nöfnum og kallaði hana ósk-
ina sína enda hét hún í höfuðið á
Önnu dóttur hans sem lést á unga
aldri. Svo nú átti hánn á ný tvær
dætur, sem hann var mjög stoltur af.
Amma og afi áttu sjö börn, 6
drengi og eina dóttur, og eina fóstur-
dóttur sem hér er minnst. Af þeim
eru nú látin Vilhjálmur er lést korna-
barn, Anna barnung, Vilhelm Friðrik
1952, Pétur 1983 og Ásmundur
1989, eftir lifa Þorvaldur Bjarni og
Guðný, sem nú sjá á eftir fóstursyst-
ur sinni og Ásmundi bróður sínum
með rúmu árs millibili og er söknuð-
ur þeirra mikill. Þó eru það nú ljúfu
minningarnar um góð systkini, ætt-
ingja og vini sem koma til manns á
stund sorgar sem ljós sem á endan-
um lýsir upp myrkrið svo það hverf-
ur með tímanum svo eftir sitjum við
í ylnum af björtum endurminning-
um.
Dídí kynntist í Siglufirði Hreini
Sumarliðasyni, siglfirskum æsku-
manni, og giftust þau ung en sett-
ust að í Reykjavík þar sem þau stun-
duðu verslun með nýlenduvörur á
ýmsum stöðum í borginni, þó lengst
af í Laugarásnúm. Þau stunduðu
verslun með miklum dugnaði og
samheldni enda nutu þau mikilla
vinsælda í starfi. Þau eignuðust þijár
dætur sem voru þeim afar kærar.
Þær heita Sigurlína, Ágústa og Jona
Margrét og eru þær allar búsettar'
í Reykjavík og eiga samtals sex
börn, sem nú sjá á eftir elskaðri
ömmu svo allt of fljótt.
Dídí og Hreinn áttu glæsilegt og
fallegt heimili í Erluhólum 5 sem
ber húsráðendum gott vitni um list-
rænan smekk og hlýjan heimilisbrag,
þar sem gott var að koma og vel á
móti tekið, og öllum sem þar komu
og kynntust þeim góðu hjónum leið
vel í návist þeirra.
Ég veit að Hreinn getur tekið
undir með Hannesi Jonassyni bók-
sala í Siglufirði er hann í minningar-
ljóði um Þorstein Pétursson, afa
minn, segir á einum stað um ömmu
sem getur einnig átt við um Dídí
fósturdóttur þeirra:
Gekkst þú Guðs á braut
með góðri konu.
Styrk var hún sjálf.
styrkti einnig þig.
Ég bið góðan Guð að styrkja ykk-
ur öll sem um sárt eigið að binda,
sérstaklega eiginmann, dætur,
tengdasyni, barnabörn og aldraðan
föður.
Ég kveð nú frænku mína með
blíða brosið og björtu augun, sem
sögðu svo mikið. Hún var glæsilegur
fulltrúi sinnar kynslóðar og skilaði
sínu vel til framtíðarinnar.
Ásgeir Pétursson
Glitnir hf.
,kt. 511185-0259
Ármúla 7, Reykjavík
Skuldabréfaútboð 1. flokkur 1990
Heildarfjárhæð kr. 210.000.000.-
Útgáfudagur 15. ágúst 1990
Flokkur
Gjalddagi Upphæð
1.H.A1990
l.fl.B 1990
1.11.C1990
15.09.1993
15.09.1994
15.09.1995
70.000.000
70.000.000
70.000.000
Skuldabréfin eru verðtryggð skv. lánskjaravísitölu.
Grunnvísitala er 2925
Ávöxtun yfir hækkun lánskjaravísitölu nú 6,8%
Umsjón: Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf.
VlB
VERÐBRÉFAM ARKAÐUR ÍSLANDSB ANKA HF.
Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26.
(Fréttatilkynning)