Morgunblaðið - 10.10.1990, Blaðsíða 39
0(ÍG! H38ÖTH0 .0 HUOAQUHr/QIM GHIA.IHMU05I0I
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 1990
Minning:
Friðjón Sveinbjöms-
sonf Borgamesi
Enda þótt þetta verði nokkuð
síðbúin minningarorð, sem stafar
af því að ég var staddur erlendis
undanfarnar vikur, langar mig til
þess að minnast örfáum orðum
míns ágæta vinar til margra'ára,
Friðjóns Sveinbjörnssonar, spari-
sjóðsstjóra í Borgarnesi, sem nú er
nýlátinn langt um aldur fram.
Mér fannst eins og syrti snögg-
lega fyrir hugarsjónum mínum þgar
mér barst sú frétt seint á laugar-
dagskvöldi 1. september síðastlið-
inn, að hann hefði orðið bráðkvadd-
ur þá um daginn þar sem hann var
staddur á bernskuheimili sínu
Snorrastöðum í Kolbeinsstaða-
hreppi. Mér virtist það einhvem
veginn svo ótrúlegt, að hann Friðjón
sem alltaf var svo kátur og hress
og hafði jafnan eitthvað notalegt á
takteinum þegar maður átti við
hann orðræðu, skyldi svo snögglega
vera horfinn sjónum okkar fyrir
fullt og allt. En þannig er það jafn-
an, að enda þótt dauðinn sé það sem
óumflýjanlega bíður okkar allra,
emm við aldrei viðbúin ef hann ber
snögglega að.
Friðjón fæddist að Snorrastöðum
í Kolbeinsstaðahreppi 11. mars árið
1933 og var því rúmlega 57 ára
gamall er hann lést. Hann mun
hafa verið um tvítugt er hann réðst
til starfa í Borgarnesi og þar varð
seinna heimili hans og starfsvett-
vangur allt til æviloka. En alla ævi
unni hann heimasveit sinni og
bernskuheimili fölskvalaust og fór
gjarnan vestur að Snorrastöðum
eins oft og hann gat því við komið
og þar var hann staddur, þegar
sláttumanninn slynga bar að, sem
sló fyrirvaralaust.
Árið 1957 réðst hann til starfa
hjá Sparisjóði Mýrasýslu, en vegna
langvarandi veikinda Halldórs Sig-
urðssonar, þáverandi sparisjóðs-
stjóra, lenti það nokkuð fljótt og í
auknum mæli á herðum Friðjóns
að koma fram sem staðgengill hans
við rekstur sparisjóðsins. Það var
um það leyti sem kunningsskapur
okkar Friðjóns hófst, sem átti eftir
að endast meðan við lifðum báðir.
Við lát Halldórs Sigurðssonar,
um mitt árið 1961, var svo Friðjón
þá 28 ára gamall ráðinn eftirmaður
hans sem sparisjóðsstjóri og gegndi
hann því starfi meðan ævin entist.
Einhvern tíma síðar sagði Friðjón
mér að um það leyti er hann tók
við hinu nýja starfi hafl sér oft
fundist sem hann væri að færast
of mikið í fang og myndi engan
veginn valda þessu verkefni, en
þáverandi formaður sparisjóðs-
stjómarinnar hefði stutt sig með
ráðum og dáð og stappað í hann
stálinu. Kvaðst Friðjón æ síðan
hafa talið sig standa í þakkarskuld
við hann fyrir þennan stuðning á
erfíðum tíma. Atvik höguðu því
svo, að árið eftir að Friðjón tók við
starfí þessu hófst samstarf okkar
varðandi málefni Sparisjóðs Mýra-
sýslu, er áttu eftir að standa næstu
18 árin, eða þar til ég fluttist burt
frá Borgarnesi.
Eftir að Friðjón hafði tekið við
sparisjóðsstjórastarfínu mátti segja
að hann væri vakandi og sofinn í
því að leggja sig allan fram við að
leysa það af hendi á sem farsælast-
an hátt. Oft var vinnutími hans
langur, stundum með ólíkindum.
Skipti oft litlu máli hvort um virka
daga eða helgar var að ræða ef
Guðlaug Jóhannes-
dóttir — Minning
Fædd 4. maí 1902
Dáin 28. september 1990
í dag kveðjum við elsku ömmu
okkar. Hún var dóttir hjónanna
Jóhannesar Jónssonar og Helgu
Þórðardóttur, þau bjuggu að Múla-
koti í Lundarreykjadal. Amma gift-
ist afa 1932, Helga J. Magnússyni
frá Hofí í Dýrafirði. Eignuðust þau
fjögur börn: Jóhanna fædd 18. sept.
1930, gift Haraldi Helgasyni,
Magnea fædd 29. maí 1933, gift
Siguijóni Guðjónssyni, Magnús
fæddur 13. apríl 1939, giftur Kol-
brúnu Ástráðsdóttur, Dóra Stína
fædd 4. okt. 1942.
Gæfan er stundum fallvölt þó um
úrvalsfólk sé að ræða og slitu þau
amma og afi samvistum 1948.
Amma var mikil saumakona og
vann ætíð fyrir sér og sínum með
saumaskap og annarri vinnu til sjö-
tugs. Alltaf var gott að koma til
ömmu er við komum til Reykjavíkur
því hún var alltaf svo ljúf og góð
við okkur systkinin, aldrei sagði hún
styggðaryrði við okkur. Gott var
að leita til ömmu því hún var alltaf
svo jákvæð og róleg gagnvart öllu.
Amma var alla tíð orðvör og aldrei
heyrðum við hana hallmæla nokkr-
um manni. Hún var mikið fyrir
hannyrðir enda bar heimili hennar
þess merki þar sem klukkustrengir,
myndir og púðar voru mjög áber-
andi, alltaf var gaman að sjá ný
og ný verk eftir ömmu. Amma bjó
síðustu þijú árin hjá Johönnu dóttur
sinni, því hún átti við heilsuley_si
að stríða og eiga þau hjónin Jo-
hanna og Halli þakkir skilið fyrir
þá umönnun sem hún fékk hjá þeim.
Söknuðurinn er mikill en minning-
arnar eru góðar, við getum sætt
okkukr við dauðann er sjúkir fá
hvíid.
Guð veri með henni ömmu okkar.
Ragna, Helgi, Ingibjörg
í dag verður lögð til hinstu hvílu
föðursystir mín eftir erfiða sjúk-
dómslegu. Mig langar að minnast
hennar nokkrum orðum. Hún var
alltaf boðin og búin að lofa mér og
mínu fólki að gista hjá sér, þegar
ég var að ferðast milli staða. Og
alltaf var stoppistöð hjá Laugu
frænku, frá því ég var barn. Það
var eftirsótt að halda til hjá þeim
því dætur hennar og ég erum á
svipuðum aldri og höfum alltaf
haldið hópinn. Guðlaug var fædd
4. maí 1902 og var því 88 ára er
hún lést. Hún giftist Helga Magnus-
syni frá Hofi í Dýrafirði og eignuð-
ust þau fjögur börn, þijár dætur
og einn son. Snemma lærði hún
fatasaum og tók saumaskap heim
til sín. Einu sinni bað ég hana að
sauma fyrir mig kjól, en ekki mátti
nefna borgun. Það var alltaf sjálf-
sagt að rétta öðrum hjálparhönd
án jiess að taka neitt fyrir.
Eg vil þakka henni alla tryggð
við mig fyrr og síðar.
Hvíli hún í friði.
Frænka
hann taldi brýna nauðsyn á að leysa
úr einhveiju máli. Það var honum
og sparisjóðnum því mikið happ
þegar hann réði Sigfús Sumarliða-
son sem aðalbókara sjóðsins, en
Sigfús hefur frá fyrstu tíð reynst
frábær starfmaður og um mörg
undanfarin ár var hann staðgengill
Friðjóns og aðstoðarmaður og létti
af honum störfum í vaxandi mæli.
Um störf Friðjóns með spari-
sjóðsstjóra treysti ég mér vart til
að ijölyrða frekar, þar sem Magnús
Sigurðsson, núverandi formaður
sparisjóðsstjórnar, gerði þeim að
mínum dómi svo frábær skil í minn-
ingargrein éftir hann í Morgunblað-
inu hinn 8. september síðastliðinn
að ég held að þar sé vart hægt að
bæta án þess að úr yrði einskonar
bergmál.
Þrátt fyrir mjög annasamt starf
auk þess sem hann starfaði mikið
í þágu sambands sparisjóðanna
hafði Friðjón þó tíma til að sinna
ýmsum þeim efnum, sem honum
voru hugleikin. Eins og annars stað-
ar hefur verið getið, var hann söng-
maður ágætur og söng lengi í
kirkjukór Borgarneskirkju og einn-
ig í Kveldúlfskórnurm Einnig var
hann í forystu fyrir Tónlistarfélagi
Borgarfjarðar um langt skeið. I
Lionsklúbbi Borgamess var hann
félagi í um 30 ára bil og var þar
sem annars staðar hinn trausti liðs-
maður. Á þeim vettvangi áttum við
allmikið samstarf í ýmsum nefnd-
um, og á ég margar ánægjulegar
endurminningar frá því samstarfi,
en þar sem annars staðar var
ánægjulegt með honum að starfa.
Um árabil á áttunda áratugnum
var það föst venja hjá mér, vegna
starfs þess er ég þá var í að ég
færi síðari hluta gamlársdags í
sparisjóðinn til fundar við Friðjón,
og unnum víð þar saman ákveðið
verk, er ljúka þurfti fyrir áramótin.
Á þeim 11 árum, sem liðin eru frá
því ég fluttist úr Borgarnesi brást
það ekki ef ég var heima á gamlárs-
dag, að Friðjón hringdi til mín síðari
hluta dagsins og áttum við þá jafn-
an ánægjulegt spjall saman er hann
sagði mér það nýjasta af mönnum
og málefnum úr héraði, á þann
hátt er honum einum var lagið.
Hann vildi þannig halda hefðinni —
hafa samband. Slíkur var Friðjón —
hann gleymdi ekki þótt vík væri
milli vina.
í einkalífi sínu var Friðjón gæfu-
maður. Hann kvæntist árið 1961
hinni ágætustu konu, Björku Hall-
dórsdóttur, sem er dóttir hjónanna
Halldórs Sigurðssonar og Sigríðar
Sigurðardóttur. Björk og Friðjón
eignuðust 3 dætur, en allar lifa
föður sinn.
Þau ungu hjónin reistu sér íbúð-
arhús á Gunnlaugsgötu 7 í Borgar-
nesi og þar bjó Björk manni sínum
og dætrum indælt heimili, en skilj-
anlega hefur slíkt mætt mest á
henni, þar sem húsbóndinn var jafn-
an mjög svo önnum kafinn vegna
starfs síns svo og annarra starfa
útá við. Öllu því hefði hann eigi
getað komið í verk, nema af því
að hann átti konu sem stóð dyggi-
lega við hlið manns síns. Þá áttu
þau og sameiginlegt áhugamál þar
sem tónlistin var, en Björk er mús-
íkölsk í besta lagi svo sem hún á
kyn til og mun t.d. hafa sungið í
kirkjukór Borgarneskirkju.
Við hjónin sendum Björku og
dætrum, svo og öðru venslafólki
dýpstu samúðarkveðjur og biðjum
þess að þeim megi veitast styrkur
í sorginni.
Ég vil svo að lokum kveðja þenn-
an ágæta vin minn um leið og þökk-
uð er áratuga vinátta og drengskap-
ur.
Góði fomvin farðu vel,
finnumst aftur bak við hel.
Allt það gott vér gerum hér
græðir hver þá héðan fer.
(M. Joch.)
Þorkell Magnússon
STARFSLOK
Fræðslumiðstöð Rauða kross fslands gengst fyrir fræðslufundi um
„Starfslok" að Hótel Lind laugardaginn 13. október nk. frá kl. 10-16.
Dagskrá:
- Trygginga- og lífeyrismál aldraðra.
Margrét H. Sigurðardóttir, deildarstjóri
- íbúðamál aldraðra.
Ásgeir Jóhannesson, framkvæmdastjóri.
- Skipulag á þjónustu við aldraða í Reykjavík.
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, félagsráðgjafi.
- Námskeið fyrir eldri borgara í bandarískum háskólum og
kvöldnámskeið í Háskóla íslands.
Margrét S. Björnsdóttir, endurmenntunarstjóri HÍ.
- Önnur námstækifæri.
Guðrún Friðgeirsdóttir, skólastjóri.
Hádegismatur í boði RKÍ
- Fjármál við starfslok.
Sigurður B. Stefánsson, hagfræðingur.
- Undirbúningur starfsloka.
Ásdís Skúladóttir, félagsfræðingur.
- Ábyrgð á eigin heilsu.
Grímur Sæmundsen, læknir.
- Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra.
Soffía Stefánsdóttir, íþróttakennari.
- Félag eldri borgara.
Bergsteinn Sigurðsson.
- Sjálfboðaliðar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar RKÍ.
Karítas Bjargmundsdóttir, formaður Kvennadeildar RRKÍ.
Umræður - námskeiðsmat - námskeiðsslit.
Námskeiðið er öllum opið en fólk sem komið er um og yfir sextugt er
sérstciklega velkomið.
Námskeiðsgjald er kr. 1200.
Vinsamlega skráið ykkur í síma 91-26722 fyrir kl. 17 á föstudag.
FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ
RAUÐA KROSS ÍSLANDS
Rauðarárstíg 18 - Reykjavík - sími: 91-26722