Morgunblaðið - 10.10.1990, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.10.1990, Blaðsíða 48
IBM PS/2 KEYR/R STÝRIKERFI FRAMTÍÐARINNAR: IBM OS/2 ftrginttMiiMfr MIÐVIKUDAGUR 10. OKTOBER 1990 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Hlutdeild ríkissjóðs í kostnaði við tannréttingar: Um þúsund börn og imglingar bíða úrskurð- ar um endurgreiðslu „ÞAÐ eru óneitanlega lög í gildi frá 1. janúar og það er óneitanlega reglugerð komin alla leið upp á skrifborð ráðherra og í raun er samn- ingur í gildi sem báðir aðilar fara eftir, þannig að það hlýtur að vera stutt í það, að fólk geti einfaldlega krafist réttar síns út frá þessum atriðum til að fá endurgreitt," segir Teitur Jónsson formað- ur Tannréttingafélags íslands. Teitur segir fjallháa stafla umsókna um endurgreiðslur bíða afgreiðslu Tryggingastofnunar ríkisins, þar sem reglugerð um endurgreiðslur tannréttingakostnaðar hafi ekki verið gefin út, en láta mun nærri að 1000 börn og unglingar undir 17 ára aldri bíði nú úrskurðar um endurgreiðslu vegna tannréttinga sem þegar hafa verið framkvæmdar. Teitur segir samning milli Trygg- "Vigastofnunar og Tannlæknafélags- ins hafa verið lausan síðan um ára- mót og síðan hafi verið samninga- fundir í gangi. Báðir aðilar hafi unn- ið eftir ákvæðum eldri samningsins, með þeirri undantekningu að tann- réttingar hafí ekki verið endur- greiddar þar sem reglugerð þar um hafí vantað. Hann segir drög að samningi hafa verið gerð, þar hafi verið fjallað um allt nema tannréttingar. „Þessi sammningur var felldur á fundi í Tannlæknafélaginu á þriðjudags- Háskólarektor: Spaug að Happdrætti HÍ greiði endurbygg- ingu Þjóð- minjasafns „ÞAÐ GETUR ekki verið ann- að en spaug, sem kom fram hjá Ólafi Ragnari Grímssyni fjármálaráðherra í sjónvarps- þætti fyrir skömmu, að Happ- drætti háskólans eigi að greiða viðgerð á Þjóðminja- safninu," segir Sigmundur Guðbjarnason háskólarektor. „Fjármálaráðherra á það til að gera að gamni sínu og ég trúi því ekki að honum sé alvara að fara í eitt stríðið við okkur enn,“ segir Sigmundur Guð- bjarnason. Hann segir að um það hafí verið samið -að Happdrætti há- skólans greiddi kostnað vegna tölvukaupa og tölvunets fyrir Þjóðarbókhlöðuna. Einnig hefði verið rætt um að happdrættið tæki þátt í að greiða húsbúnað í lesaðstöðu stúdenta. Söltun hafin á Fáskrúðsfirði SÍLDARSÖLTUN hófst hjá Pól- arsíld hf. á Fáskrúðsfirði í gær. Guðmundur Kristinn SU landaði þar tæplega 40 tonnum af síld, sem fengust í Beruljarðarál að- faranótt þriðjudags. Síldin var söltuð á Finnland og Svíþjóð. Hvanney SF fékk rúm 20 tonn af sfld í Hornafjarðardýpi í fyrrinótt og landaði aflanum hjá KASK á Höfn í Homafírði. Sfldin var 280 grömm að meðaltali og fryst á Evrópumark- að. Þá fékk Ágúst Guðmundsson GK 35 tonn af síld í Berufjarðarál í fyrri- nótt og var aflinn frystur hjá Síldar- vinnslunni hf. á Neskaupstað-. kvöld í síðustu viku,“ segir Teitur. Hann segir tannréttingalækna hafa verið ráðgefandi um reglugerð um tannréttingar. „Niðurstaðan varð sú að okkar tillögur voru af- þakkaðar og í staðinn samþykkti tryggingaráð 11. september síðast- liðinn að flokkun skyldi taka gildi. Það táknar að allir sem fara í tann- réttingu verða að sækja um og fá úrskurð hjá Tryggingastofnun um hvort þeir fá endurgreitt og þá hve mikið." Teitur segir. að með ákvörðun tryggingaráðs séu endurgreiðslur komnar úr höndum tannréttinga- lækna. „Ráðið sendir sína tillögu til ráðherra, en þótt nú sé liðinn mánuð- ur, þá er hann ekki búinn að undir- rita reglugerðina til þess að hún geti tekið gildi.“ Hann segir tryggingatannlækni þegar vera byijaðan að úrskurða umsóknir, með fyrirvara um endur- skoðun, þó að reglugerð sé ekki komin. „Við erum þessa dagana bara að uppgötva að hann er byrjað- ur að samþykkja þetta, af því að engin tilkynning hefur komið frá Tryggingastofnun,“ segir Teitur. Endurgreiðslur fyrir tannrétting- ar, samkvæmt tillögum trygginga- ráðs, eru veittar sjúklingum upp að 17 ára aldri. Þær eru allt frá því að vera engar upp í það sem algeng- ast er, 40% eða 50%, og í sumum tilvikum meira. Fyrir almennar tann- lækningar eru 100% kostnaðar end- urgreidd fyrir 6-16 ára sjúklinga, að sögn Teits Jónssonar. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundssón Fjölmenni ístóðrétt Mikið fjölmenni var í Laufskálarétt í Hjaltadal í Skagafirði á laugardaginn. Um 700 hross voru í réttinni og enn fleira fólk en í þessari rétt eru jafnan fleiri hross en í öðrum stóðréttum landsins á haustin. Afkoma Landsvirkjunar miðað við að orkuverð verði 18,3 mill Fyrirtækið skuldlaust 2008 Eignir 34 milljörðum meiri 2029 ef kemur til stóriðju JÓHANNES Nordal, sljórnarformaður Landsvirkjunar, segir að af- koma Landsvirkjunar verði nokkuð góð ef miðað er við að ný ál- bræðsla greiði að meðaltali 18,3 inills á kílóvattsstund fyrir þá orku sem hún notar. Myndi þetta bæta arðgjöf og eigið fé Landsvirkjunar verulega umfram það sem ella myndi verða. „Það yrði verulegur viðbótarhagnaður samkvæmt þessari forsendu," segir Jóhannes. Hall- dór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að þrátt fyrir þá miklu fjárfestingar sem Landsvirkjun yrði að leggja í vegna nýs 210.000 tonna álvers sé gert ráð fyrir að fyrirtækið verði skuldlaust árið 2008 og að eignir Landsvirkjunar verði 34 milljörðum hærri í árslok 2029 en ef ekki kæmi til nýrrar stóriðju. Halldór segir Landsvirkjun reikna með því að Atlantsálbræðslan hefji rekstur sinn 1. ágúst 1994 og verði komin í fullan gang átta mánuðum síðar. Þá er gert ráð fyrir að samn- ingstíminn verði 25 ár með tíu ára framlengingu, og að bræðslan taki um 90% orkunnar sem forgangs- orku og 10% sem afgangsorku eða að meðaltali 2.940 GWh á ári. Kostnaðarverð orkunnar til ál- versins hefur verið reiknað út 16,3 milI/kWh en samkvæmt þeim út- reikningum sem gerðir hafa verið má reikna með að meðalorkuverðið sem fást mun frá álbræðslunni verði á bilinu 17,1-19,1 milI/kWh en mestar líkur eru á að það verði um 18,3 mill/kWh. Það samsvarar um um 2 mill/kWh yfír kostnaðarverði eða 12%. Áætlaðar árlegar tekjur samkvæmt spá um líklegasta álverð reiknast verða að meðaltali um 53 milljónir Bandaríkjadala eða um 3,3 milljarðar íslenskra króna. Allir útreikningar um orkuverð til nýrrar stóriðju miða við að Lands- virkjun verði að greiða 5,5% raun- vexti af fjárfestingum sínum. Hall- dór sagði þetta vera nokkuð rúmt áætlað og mætti geta þess að Alum- ax notaði 5% raunvexti í útreikning- um sínum á hagkvæmni álvers á íslandi og fulltrúar erlendra banka teldu til lengri tíma litið varla raun- hæft að reikna með hærri vöxtum en 4-5%. Þegar Halldór var spurður um hvað orkukaup álvers á þessu verði gætu þýtt fyrir afkomu Landsvirkj- unar sagði hann, að gert væri ráð fyrir hagnaði af rekstri Landsvirkj- unar sama hvort farið yrði út í nýja stóriðju eða ekki, ef undanskilið væri árið 1995. Hann sagði að eigið fé myndi vaxa mun hægar í byijun ef komi til nýrrar stóriðju miðað við að ekki kæmi til hennar, en á tólfta starfsári bræðslunnar myndi þessi þróun snúast við og eigið fé vaxa mun hraðar en án stóriðju. Meðal- arðgjöf af eigin fé ef kemur til stór- iðju er talin verða 7,1% en 6,7% án hennar. í lok samningstímans árið 2020 yrðu eignir Landsvirkjunar um fjórtán milljörðum hærri ef kæmi til nýrrar stóriðju og 34 milljörðum hærri i árslok 2029. Sagði Halldór að þrátt fyrir hina miklu uppbygg- ingu sem Landsvirkjun myndi þurfa að leggja út i ef kæmi til nýrrar 210.000 tonna álbræðslu yrði fyrir- tækið skuldlaust árið 2008. Halldór Jónatansson sagði Lands- virkjun byggja forsendur sínar á spám sem byggðar væru á upplýs- ingum frá færustu sérfræðingum hérlendis og erlendis. „Við teljum þessar forsendur mjög frambærileg- ar og eins góðar og menn geta orð- ið sér úti um að bestu manna yfir- sýn og með aðstoð fremstu ráðgjafa á hluteigandi sviði.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.