Morgunblaðið - 14.11.1990, Page 4

Morgunblaðið - 14.11.1990, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1990 Nýr húsbréfaflokkur með 6% vöxtum: Afföll á húsbréfum niður undir 10% RÍKISSTJÓRNIN féllst í gær á tillögu húsnæðismálastjórnar um að gefinn verði út nýr flokkur húsbréfa með 6% vöxtum, í stað 5,75% vaxta eins og verið hefur. I umsögn Seðlabanka var lagt til að vextir yrðu 6,5%. Þá samþykkti ríkisstjórnin að heildarupphæð nýs flokks verði þrír milljarðar króna. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráð- herra segir vaxtahækkunina þýða að afföll af bréfunum mninnki, fari niður undir 10%. Hún segir greiðslubyrði aukast um 1.800 krónur á ári fyrir hverja milljón króna láns. Jóhanna segir, að alla tíð hafi Hún segir þessa breytingu hækka verið litið svo á að húsbréfin ættu greiðslubyrði lántakenda um 1.800 MorgunblaOið/Þorkell að hafa sömu stöðu og spariskírteini ríkissjóðs, sem bera hærri vexti. „Eins er ljóst að ávöxtunarkrafan hefur farið nokkuð upp að því er varðar húsbréfín. Þessi tillaga mun minnka afföllin af húsbréfunum og hækka gengið á þeim og gæti líka komið í veg fyrir að íbúðaverð hækki í kjölfar hækkunar á ávöxtunarkröfu Landsbréfa. Enn sem komið er hafa kaupendur ekki þurft að bera afföllin í hærra íbúðarverði, en þegar afföllin voru komin upp í 11,7% gat það leitt til þess. Núna munu afföllin minnka og fara niður undir 10% með þessari leið,“ segir Jóhanna. VEÐUR krónur fyrir hveija milljón króna láns á ári og um 5.800 krónur á ári mið- að við meðal húsbréfalán, sem er 2,2 milljónir. „Þetta eru töluvert lægri vextir heldur en almennt gerist á markaðnum. Raunvextir af verð- tryggðum skuldabréfum hjá bönkum eru allt upp í 9,5%, meðaltal á raun- vöxtum hjá bönkum er núna 8,2% og lífeyrissjóðirnir eru með 7-8% vexti, þannig að þetta er enn veru- lega undir því og stór hluti af lántak- endum mun fá þetta bætt upp í vaxtabótum, fólk sem er með lágar og meðaltekjur," segir Jóhanna Sig- urðardóttir. Olíutankarnir í Örfirisey. Bætt aðstaða til lestunar og losunar olíu: Viðlegukantur fyrir olíuskip er besta en dýrasta lausnin - segir hafnarstjórinn í Reykjavík NOKKUR hundruð milljónir króna kostar að gera viðlegukant fyrir oliuskip, sem þau gætu lagst upp að við dælingu olíu og bensíns í birgðastöð olíufélag- VEÐURHORFURIDAG, 14. NÓVEMBER YFIRLIT I GÆR: Yfir Norðaustur-Grænlandi er 1030 mb hæð en 983ja mb lægð um 400 km suður af Dyrhólaey þokast norður. 8PÁ: Hæg austlæg átt og skúrir eða slydda á Norðurlandi en hæg vestlæg átt og skúrir sunnanlands. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG:Suðvestlæg átt og skúrir vestanlantis, en vestan- eða norðvestanátt og þurrt að mestu austanlands. Sæmilega hlýtt í veðri. TAKN: y, Norðan, 4 vindstig: ' Uii Vindörin sýnir vind- jO Hitastig: 10 gráður á Celsius stefnu og fjaðrirnar • Skúrir Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður V er 2 vindstig. * V Él Léttskýjað r r r r / / / Rigning = Þoka r r r ' Þokumóða Hálfskýjað * r * 5 5 ? Súld Skýjað r * r * Slydda r * r oo Mistur * * * 4 Skafrenningur Alskýjað * * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður anna í Örfirisey, að sögn Hannes- ar Valdimarssonar hafnarstjóra í Reykjavík. „Aðalmálið er að bæta aðstöðu til Iestunar og Ios- unar á olíu og ég reikna með að mjög fljótlega verði viðræður á milli Reykjavíkurhafnar og allra olíufélaganna um það. Viðlegu- kantur er besta en jafnframt dýrasta lausnin og nokkur ár eru þar til hann gæti verið tilbúinn til notkunar," segir Hannes. Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs hf., segist ætla að senda hafnaryfirvöldum bréf, þar sem far- ið verði fram á viðræður um bygg- ingu viðlegukants fyrir olíuskip. „Eftir að olíuslysið varð í Laugar- nesi kom bréf frá Olís, þar sem þeir fóru fram á viðræður um bætta aðstöðu," segir Hannes Valdimars- son. „Það hefur ekki verið kannað hversu mikið viðlegukantur fyrir olíufélögin myndi kosta og segja má að það sé nokkur vandi, þar sem tvær olíustöðvar eru í Reykjavík, önnur í Örfírisey og hin í Laugar- nesi. Það er spuming hvort hægt væri að komast af með eina bryggju, sem þjónaði báðum olíu- stöðvunum. Þá yrði hins vegar er- fitt að leiða leiðslurnar á milli þeirra," segir Hannes. Hann upplýsir að bygging við- legukants yrði mjög dýr fram- kvæmd en meta þyrfti hvaða kröfur um viðleguró ætti að gera, til dæm- is hvort skapa yrði algjört skjól. „Það kemur margt til álita og við höfum ekki komist að niðurstöðu um þetta mál. Ég reikna með að Reykjavíkurhöfn tæki þátt í að greiða kostnaðinn við slíka bryggju og yrði jafnvel eigandi að henni ef hún kæmi. Flest hafnarmannvirki í Reykjavíkurhöfn eru í eigu hafnar- innar og hún tekur gjöld fyrir afnot af þeim. Eina undantekningin í því tiiviki er sú að áburðarverksmiðjan hefur eigin bryggju," segir Hannes. Fimmtán hundruð at- vinnulausir í október ATVINNULEYSI í októbermánuði var 14% meira en í mánuðinum á undan. Atvinnuleysisdögum fjölgaði um 3.800 og er aukningin innan marka reglubundinnar árstíðasveiflu. Skráð atvinnuleysi í október samsvaraði því, að 1.500 manns hefðu að meðaltali verið án atvinnu í mánuðinum, eða 1,1% af mannafla. Þetta kemur fram í yfirliti um atvinnuástandið frá Vinnumálaskrifstofu félagsmála- ráðuneytisins. f VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hlti veður Akureyri 2’ rigning Reykjavík 10 skýjað Bergen 8 rigning Helsinki 1 snjókoma Kaupmannahöfn 8 þokumóða Narssarssuaq B skýjað Nuuk 5 aiskýjan Osló 2 þoka Stokkholmur 3 þoka Þórshöfn 10 alskýjað Algarve vantar Amsterdam 12 þokaumóða Barcelona 18 hálfskýjað Berlin 8 þokumóða Chicago vantar Feneyjar 15 þokumóða Frankfurt 9 þokumóða Glasgow 12 rign. á síð.klst. Hamborg 10 þokumóða Las Palmas vantar London 13 súld Los Angeles 16 heiðskírt Lúxemborg 6 súld Madrid 13 mistur Malaga 19 léttskýjað Mallorca 19 léttskýjað Montreal +B alskýjað New York 2 hálfskýjað Orlando vantar Paris vantar Róm 17 heiðskírt Vin 10 skýjað Washington vantar Winnipeg +4 skýjað í októbermánuði síðastliðnum voru skráðir 32 þúsund atvinnuleys- isdagar á landinu öllu. Þar af voru 18 þúsund dagar hjá konum og 14 þúsund hjá körlum. Atvinnuleysi kvenna jafngildir 1,6% af heild, en hjá körlum 0,8% af heild. Síðasta virka dag mánaðarins voru 1.600 manns á atvinnuleysisskrá. Mest atvinnuleysi, sem hlutfall af mannafla, mældist á Vesturlandi og á Norðurlandi eystra, 2,3%. Á Suðurnesjum var atvinnuleysi 1,9%, á Austurlandi 1,8%, á Norðurlandi vestra 1,6%, á Suðurlandi 1,3%, á höfuðborgarsvæðinu 0,8% og minnst atvinnuleysi mældist á Vest- fjörðum, 0,2%. í yfirlitinu kemur fram að at- vinnuhorfur séu nokkuð óvissar á næstunni. Auk venjulegrar árstíða- sveiflu komi einkum tvennt til, óvissa um framhald veiða vegna boðaðs verkfalls yfírmanna á fiski- skipum svo og dökkar horfur um síldarsöltun vegna óvissu um sölu á Rússlandsmarkað. Heilbrigðisráðherra: Styrkir til rannsókna á öldrunarsjúkdómum HEILBRIGÐIS- og tryggingamálaráðherra, Guðmundur Bjarnason, lagði til á ríkisstjórnarfundi í gær að ríkið styrkti þátttöku íslenskra lækna í umfangsmikilli rannsókn á orsökum astma- og ofnæmissjúk- dóma. Samstarfshópur íslenskra lækna er þátttakandi í fjölþjóðlegri rannsókn á þessum öndunarfærasjúkdómum og er kostnaður áætlað- ur sjö milljónir króna. Ráðherra lagði til að ríkið tæki á sig helming kostnaðarins og veitti tveimur milljónum króna til verksins á næsta an. Tíðni þessara sjúkdóma fer vax- andi og ný lyf hafa ekki skilað til- ætíuðum árangri. Rannsókninni er því beint að áhrifum umhverfis á sjúkdómana. Er hún þegar hafin og mun taka tvö ár. Læknarnir hafa safnað framlögum til að hefja rannsóknina frá ýmsum styrktarað- ilum. Þetta er umfangsmikið verk- efni sem beint er að 3600 manna úrtaki, þar af verða 600 manns látn- ir gangast undir ítarlega rannsókn. Þarf dýran tækjakost til að fram- kvæma hana. „Ég lagði til að ríkið kæmi inn í þetta og fjármagnaði um helming kostnaðarins og legði til tvær millj- ónir á næsta ári. Það fékk góðar undirtektir í ríkisstjórn,“ sagði Guð- mundur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.