Morgunblaðið - 14.11.1990, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1990
MEÐAL ANNARRA ORÐA
Hver á að seíj a lög?
eftir Njörð P.
Njarðvík
Stefán Valgeirsson alþingis-
maður lýsti því yfír nýlega, að
hann óskaði eftir að umboðsmaður
Alþingis fjallaði um bráðabirgða-
lög ríkisstjómarinnar margum-
ræddu, er skertu kjör háskóla-
menntaðra ríkisstarfsmanna.
Kvaðst hann mundu greiða at-
kvæðí gegn staðfestingu laganna,
ef umboðsmaðurinn kæmist að
þeirri niðurstöðu að lögin brytu í
bága við stjómarskrána. Var á
honum að skilja, að ella myndi
hann styðja bráðabirgðalögin.
Þetta er að mörgu leyti athyglis-
verð yfirlýsing. Svo er að sjá sem
þingmaðurinn taki siðferðilega af-
stöðu til starfa sinna á Alþingi.
Hann lítur svo á að sér beri skylda
til að virða stjórnarskrána, enda
var á horium að heyra, að hann
teldi fráleitt að nokkur þingmaður
styddi bráðabirgðalög er umboðs-
maður Alþingis áliti fela í sér brot
á stjómarskránni. Hins vegar virð-
ist hann ekki treysta sér til að
meta þetta sjálfur. Með því er
hann í raun að afhenda umþoðs-
manni Alþingis atkvæði sitt í þýð-
ingarmiklu máli. Ekki er nú víst
að aðrir þingmenn fari að dæmi
hans. Ég held að ýmsir þeirra telji
sig fullfæra að túlka ákvæði
stjómarskrárinnar upp á eigin
spýtur og vilji tæpast steja það
vald í hendur lögfróðra utanþings-
manna. Enda hlýtur það að end-
ingu að vera á valdi löggjafarsam-
kundunnar sjálfrar. Það- er hún
sem á að setja lög — og stjórnar-
skrá.
Onnur hlið
En bráðabirgðalögin eiga sér
aðra siðferðilega hlið en þá er
snýr beint að stjórnarskránni, og
er hún bæði augljósari og einfald-
ari í túlkun. Hún snertir blátt
áfram almenn mannleg samskipti
og réttlætiskennd. Ríkisstjórn sem
gerir kjarasamninga við sína eigin
starfsmenn og riftir svo sínum eig-
in samningum með sínum eigin
bráðabirgðalögum, hún er slegin
slíkri siðferðilegri blindu, að það
hlýtur að hafa langvarandi áhrif
í þjóðlífi okkar, löngu eftir að sú
sama ríkisstjórn er farin frá völd-
um. Fordæmið er svo geigvæn-
legt. Hvernig eiga ríkisstarfsmenn
að standa að kjarasamningum í
framtíðinni? Setjum nú svo að
sama ríkisstjóm sitji áfram eftir
næstu kosningar. Er yfírleitt hægt
að gera kjarasamning við hana?
Og ef önnur tekur við — hefur hún
þá ekki fengið fordæmi til að
hegða sér nákvæmlega eins? Höf-
um við ekki mýmörg dæmi þess
að stjómmálaflokkar framkvæmi
glaðir í ríkisstjórn það sem þeir
fordæmdu í stjórnarandstöðu? Ef
við lítum í huganum nokkur ár
aftur i tímann og rifjum upp við-
horf til bráðabirgðalaga, sjáum við
þá ekki býsna greinilega, að
stjórnarandstaðan er yfírleitt á
móti bráðabirgðalögum, en grípur
svo til þeirra feginshendi þegar
hún er komin í stjórn og sest í
ráðherrastóla? Þetta er að mínum
dómi ein helsta meinsemdin í
íslensku stjómmálalífi — stað-
festuleysi og ósamkvæmni
íslenskra stjómmálamanna — og
það hefur öðru fremur orðið til
þess að rýra álit stjórnmálamanna
í augum þjóðarinnar. Og jafnframt
hefur þetta því miður einnig orðið
til þess að rýra álit Alþingis sjálfs,
enda er þingið ekkert annað í
huga fólksins en þeir sem þar sitja
hverju sinni. Hversu oft heyrum
við ekki: „Það er sama hvað mað-
ur kýs, það er sami rassinn undir
þeim öllum.“ Það sem við er átt
er kannski fyrst og fremst sú til-
fínning að stjórnmálamenn telji sig
hafna yfir lög og reglur þegar
þeir setjast í ríkisstjórn, af því að
þá geti þeir sett sínar eigin reglur
og sín eigin lög — bráðabirgðalög.
Skipting valds
Við búum í orði kveðnu við
þrískiptingu valds í löggjafarvald,
íramkvæmdavald og dómsvald, en
svo er ekki í raun. Ekki er ýkja
langt síðan okkur var bent á það
erlendis frá, að það gengi ekki í
réttarríki að sami aðili hefði með
höndum rannsókn refsimáls og
dæmdi í því. Kannski þarf að
benda okkur á það erlendis frá,
að ríkisstjóm á ekki að setja lög.
Ríkisstjóm á að framkvæma lög
sem Alþingi setur. Ríkisstjórn á
að sækja vald sitt til Alþingis.
Virðing manna fyrir Alþingi hefur
farið þverrandi, af því að Alþingi
hefur að miklu leyti afsalað sér
sjálfsvirðingu sinni með því að
gerast í raun afgreiðslustofnun
ríkisstjórna. Það heitir að hafa
hausaskipti á hlUtunum. Hin
dæmalausu bráðabirgðalög frá því
í sumar gefa beint tilefni til þess
að afnema beri með öllu heimild
ríkisstjórna til setningar bráða-
birgðalaga. Þess á ekki að gerast
nein þörf. Alþingi á vitanlega að
sitja árið um kring. Það getur
auðvitað tekið sér eðlilegt sumar-
leyfí, svo sem eins og í einar sex
vikur. En það er engin ástæða til
Baldur Gunnarsson
Fyrsta skáld-
saga Baldurs
Gunnarssonar
FRÓÐI HF. hefur sent frá sér
fyrstu skáldsögu Baldurs Gunn-
arssonar sem nefnist Völundar-
húsið.
Baldur fæddist 1953. Hann lauk
cand. mag. prófi í ensku frá Há-
skóla íslands og M.A. í banda-
rískum bókmenntum frá State Uni-
versity of New York at Stony Brook
í Bandaríkjunum. Hann vinnur nú
að ritstörfum og kennir bókmennta-
fræði við Háskóla íslands.
í kynningu útgefenda segir m.a.:
„Völundarhúsið gerist í Reykjavík
á öndverðum sjötta áratugnum með
sterkum skírskotunum til fortíðar-
innar. Margir ólíkir Reykvíkingar
koma við sögu en örlög þeirra flétt-
ast saman í fjölskrúðugu mannlífi
borgarinnar.“
Völundarhúsið er 174 bls. og
prentuð og bundin hjá Prentsmiðj-
unni Odda. Teiknideild Fróða hann-
aði kápu.
★ GBC-Pappírstætarar
Þýsk framleiðsla
Ýmsar stærðir og gerftlr fáanlegar
OTTO B. ARNAR HF.
Skipholti 9 -105 Reykjavik
Símar 624631 / íjg4699._