Morgunblaðið - 14.11.1990, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1990
Bækur og bóklestur
2. grein
eftirHeimi Pálsson
Vitanlega má öllum vera ljóst að
fjölmiðlar nútímans hafa mjög
dregið úr bóklestri almennings á
undanförnum tveim áratugum eða
svo. Við þurfum engar kannanir til
að sannfærast um það. Sjónvarpið
hefur tekið að sér umtalsverðan
hluta afþreyingarinnar, myndbönd-
in höggvið stórt skarð í þann tíma
sem áður var unnt að veija til bók-
lestrar. Við því er nákvæmlega ekk-
ert að segja og vitaskuld hljótum
við að fagna nýjum miðlum sem
auka okkur yfírsýn og þekkingu
með jafnstórfenglegum hætti og
myndmiðlar nútímans hafa gert.
Spumingin er aðeins hvort og þá
hversu mikið þessir miðlar geta
komið í stað annarra.
Að tjá sig í mynd
Stundum heyrir maður reynda
kennara segja sem svo: Þetta er
nútíminn og þess sér stað í því að
bömin sem nú eru í skólum eiga
miklu léttara með að „tjá sig í
myndum" en börn fyrr á tímum.
Ég skal játa að mér finnst þetta
dálítið umhugsunarefni og raunar
vemlegt efunarmál.
Í fyrsta lagi held ég að sé afar
ósennilegt að við getum með nokkm
móti tjáð skoðanir okkar og hugsan-
ir með jafnmarkvissum hætti í
mynd og texta. Myndir geta að vísu
verið afar skýrar og ljósar en það
getur texti líka verið. Myndir eru
aftur á móti alltaf með einhveijum
hætti endanlegar. Með hæfilegri
einföldun og með því að horfa fram-
hjá myndlist má nefnilega staðhæfa
sem svo: „Myndin segir: Svona er
þetta, hér er allt á hreinu og engar
kröfur þarf að gera til ímyndunar-
afls eða eigin framlags neytand-
ans.“
í þessu samhengi verður mér
tíðhugsað til viðtals sem ég las ein-
hveiju sinni við þann mikla meist-
ara í myndskreytingu bamabóka,
'Ilon Wiklund. Hún benti á — og tók
dæmi úr myndskreytingu á bókum
Astrid Lindgren — að það væri afar
varhugavert að draga upp teikning-
ar af illmennum eða „hinu illa“ (t.d.
riddaranum Kató í „Elsku Míó
minn“) vegna þess að lesandinn
ætti sjálfur heimtingu á að fá að
ráða því hversu ljótt eða ógnvæn-
legt hið illa væri. Börn yrðu að fá
að stilla ljótleikann sjálf, þau ein
væru fær um að ákveðja hvað þau
þyldu og færu í hugmyndum sínum
aldrei fram úr þoli sínu. Þetta er
athyglisvert og þá ekki síst ef við
skoðum hryllingsmyndir, leiknar
eða teiknaðar, sem mjög er haldið
að börnum í ákveðnum menningar-
heimi. Samkvæmt kenningu Ilonar
er bömum andlega misþyrmt með
mörgu því sem þar er borið á borð.
Hið orðræna samfélag
I öðm lagi megum við ekki
gleyma því að við búum í afskap-
lega „orðrænu“ samfélagi. Við höf-
um fyrir óralöngu vanist á að gefa
öllu nöfn, að orða tilveru okkar.
Skilningur okkar á velferðarsamfé-
laginu er t.a.m. mjög háður skiln-
ingi okkar á þeim orðum sem höfð
eru um fyrirbæri samfélagsins.
Gildir þar einu hvort um er að ræða
öldrunarþjónustu eða vísitölur. Sá
sem ekki er læs á orð þessa samfé-
lags býr við raunverulega hömlun,
því hann getur ekki gert sér grein
fyrir réttindum sínum og skyldum,
hann er verr settur en sá sem orðin
skilur. Kemur síðar að því nánar.
í þriðja lagi er vert að minnast
þess að myndin, hvort heldur er í
sjónvarpsútsendingu eða á mynd-
bandi, en langoftast einnotafyrir-
bæri. Það er fjarska sjaldgæft að
fólk horfi oftar en einu sinni á bíó-
mynd. Enn sjaldgæfara að horft sé
oft á sama fréttaskýringarþáttinn.
Og neytandinn ræður ekki hraðan-
um á sýningunni. Hann verður að
fylgja öðrum í því og missi hann
af einhveiju þá er engin leið að
bakka.
Þessu er augljóslega gerólíkt far-
ið þegar prentað mál á í hlut. Bók-
in hleypur ekki frá okkur, dagþlaða-
textinn gefur okkur færi á að marg-
lesa með okkar eigin hraða. Þessum
yfirburðum prentmiðlanna hættir
okkur til að gleyma. Það er sama
hvort um er að ræða bók eða blað,
hið prentaða orð erþarna þegar við
þurfum á að halda. Það er svo auð-
vitað okkar mál hvort við höldum
skipulagi á bóka- og blaðasafni
okkar þannig að efnið sé alltaf jafn-
tiltækt.
Orð og málþroski
Annað hygg ég þó enn mikilvæg-
ara: Málþroski nútímamannsins
verður ekki algjör nema hann glími
við fjölbreyttan orðaforða sem
sjaldan eða aldrei heyrist heldur
aðeins sést. Það er oft staðhæft að
í 20.000 algengustu orðum tung-
unnar séu saman komin um 80%
af orðaforða daglegs máls. Ef við
gerum okkur orðalista yfir tvö þús-
und algengustu orð málsins erum
við samkvæmt því komin með átta
af hveijum tíu orðum sem við notum
dagsdaglega. Líti menn hins vegar
á Islenska orðabók Menningarsjóðs
má lesa þar í formála að þar sé að
finna yfir 80.000 orð.
Nú er það auðvitað mál að eng-
inn íslenskumælandi maður hefur á
hraðbergi öll orð tungunnar og
sjálfsagt hefur aldrei verið uppi sá
málnotandi að hann skildi hvert orð
málsins, a.m.k. ekki svo að hann
gæti útskýrt merkingu þess ná-
kvæmlega. Því marki dettur engum
í hug að ná. En það má leiða að
því gild rök að það sé samt sem
áður markið sem stefna ætti á. I
samræmi við það sem áður sagði
um hið orðræna samfélag má nefni-
lega álykta sem svo að því meiri
málskilning sem hver einstaklingur
hafi þeim mun betri möguleika eigi
hann til að nota sér kosti samfélags-
ins, skilja rétt sinn og skyldur
o.s.frv.
Önnur hlið þessa máls er svo
sjálfsskilningurinn, sjálfsmyndin,
sem felst í málþroska okkar og
málnotkun. Margir halda því a.m.k.
fram að sá sem naumast geti tjáð
sig með öðru en „Bara!“ eða „Ég
meina það!“ eigi talsvert langt í
land með að finna sjálfsmynd sína
(og er hér haft sem staðgengill er-
lenda orðsins identitet/identity).
Aðeins með því að eiga tryggan
samastað í tungumáli sínu geti
maður gert sér grein fyrir sjálfum
sér, hafi forsendur til að sjá sig í
ákveðhu og helst eðlilegu samhengi
við aðra þætti tilverunnar.
Þetta er allt saman ijarri því að
vera einfalt mál og sjálfsagt að við-
urkenna að margt er okkur hulið.
Hins vegar geta menn borið saman
líðan sína þegar þeir tala móðurmál
sitt við landa sinn annars vegar og
erlent mál við þann sem á það að
heimamáli hins vegar. Antti Tuuri
hefur sagt spaklega: „Á finnsku
get ég sagt allt sem ég vil, á sænsku
get ég bara sagt það sem ég kann!“
Þetta er kjarni málsins. Það hlýtur
að vera ósk okkar og vilji að hver
einasti málnotandi geti sagt það
sem hann vill, treysti málfæmi sinni
svo að hann hlífist ekki við að segja
álit sitt, einslega eða opinberlega,
á hveiju því sem hann telur máli
skipta.
Höfundur er kennari og
framkvæmdastjóri Félags
íslenskra bókaútgefenda.
■ ÚT ER komin skýrsla um ráð-
stefnu sem haldin var á Akureyri
14.-16. ágúst sl. á vegum Alþjóða-
málastofnunar Háskóla íslands
og Henry L. Stimson Center í
Washington D.C. um takmörkun
vígbúnaðar og traustvekjandi að-
gerðir á höfunum. Skýrslan er
tvískipt. í fyrra hluta er samantekt
á helstu niðurstöðum ráðstefnunnar
eftir Barry M. Blechman stjómar-
formann Henry L. Stimson Center
og Gunnar Gunnarsson lektor við
Félagsvísindadeild Háskóla íslands
en þeir höfðu umsjón með ritun
skýrslunnar. í seinni hluta rekur
Cathleen Fisher sem starfar við
Henry L. Stimson Center þá um-
ræðu sem fram fór á ráðstefnunni.
Skýrslan sem er á ensku er 45 bls.
að stærð. Islensk þýðing verður
gefin út á næstu dögum. Háskólaút-
gáfan sér um að gefa skýrsluna út.
(Fréttatilkynning)
■ GAMANLEIKHÚSIÐ mun
hafa aukasýningar á Línu Lang-
sokk eftir Astrid Lindgren í
Gamla Bíói næstkomandi laugar-
dag og sunnudag. Tólf sýningar
voru á leikritinu í Iðnó í síðasta
mánuði og var uppselt á þær allar,
en vegna fjölda áskorana og mikill-
ar aðsóknar hefur verið ákveðið að
efna til aukasýninganna.
HREINSIVELAR
RYKSUGUR
Mikiö úrval af ryksugum
fyrir blautt og þurrt.
. . •
TEPPAHREINSIVÉLAR
Margar stærðir af hinum
vinsælu teppahreinsivélum
frá KÁRCHER.
SÁPUR í úrvali
Teppasápa RM 60
0.8-10-20 kg.
GÓLFÞVOTTAVÉLAR
Léttar og meðfærilegar
vélar fyrir íþróttahús,
verksmiðjur, verzlanir,
hótel o.fl.
Sölu- og þjónustuaðilar
Geisli - Vestmannaeyjum, Glitnir - Borgarnesi
Póllinn - ísafirði, Rafgas - Akureyri
RAFLAGNIR - TÖLVULAGNIR - MÓTORVINDINGAR
VERZLUN - ÞJÓNUSTA
SlMI 91-82415-82117 • TELEFAX 1-680215
SKEIFAN 3E-F. BOX 8433. 128 REYKJAVlK
Ráöstefnur og fundir af öllum
stærðum er sérgrein okkar á
Hótel Sögu. Við önnumst
allan undirbúning, skipulag
og veitingar, setjum upp
þann tækjakost sem á þarf
að halda og sjáum til þess að
ekkert fari úrskeiðis.