Morgunblaðið - 14.11.1990, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NOVEMBER 1990
19
Athugasemd um bókastefnu o g skáld
eftirJakob S. Jónsson
Á ferðalagi í Danmörku kemst
ég fyrir tilviljun í Morgunblaðið frá
31. október sl. og les þar stutta
ádrepu eftir Jón Oskar, rithöfund,
þar sem hann finnur — með réttu
— að því, að hið ágæta skáld, Jón
úr Vör, var ekki meðal þeirra
íslensku rithöfunda, sem hampað
var á nýlega afstaðinni bókastefnu
í Gautaborg. Jón Óskar biður um
að „réttir aðilar“ svari og skýri frá
því hvers vegna Jón úr Vör var
hafður útundan. Get ég að vísu
ekki talist vera sá „rétti aðili“ þótt
ég hafi átt dálítinn þátt í að kynna
höfunda á bókastefnu; það er af
annarri ástæðu, sem ég legg orð í
belg.
Þannig vill til, að ég lagði fyrir
nokkru þá hugmynd fyrir sænska
Þjóðleikhúsið, Dramaten, og nor-
rænu menningarmiðstöðina Háss-
elby slott, að standa fyrir dagskrá
með íslenskum ljóðum. Aðdragand-
inn var sá, að þessar stofnanir tvær
höfðu staðið fyrir dagskrám með
ljóðum frá Danmörku, Noregi og
Finnlandi. Þær dagskrár voru liður
í röð ljóðadagskráa, sem Dramaten
hefur staðið fyrir um langt árabil
í forsvari leikkonunnar Barbro
Hiort af Ornás, og var talsvert
meira lagt í þessar norrænu dag-
skrár en venjan er. En mér þótti
ljóður á annars góðu framtaki að
vantaði íslensk ljóð og hafði orð á
því. Árangurinn varð sá, að ég var
beðinn um að taka saman íslenska
ljóðadagskrá og var henni umsvifa-
laust bætt inn í þá röð norrænna
ljóðadagskráa sem fyrir var.
Ég tók saman sjötíu ljóð eftir
þekkt og óþekkt íslensk ljóðskáld.
Sjálfsagt má benda á að margt
gott skáldið vanti, en einhvers stað-
ar verður að setja mörk, og úrvalið
var gert í tvennum tilgangi; annars
vegar var ætlun mín að þeir leikar-
ar, sem fram kæmu, veldu sér til
lestrar þau ljóð sem þeim líkaði;
hins vegar var það von mfn, að þau
ljóð, sem ekki yrðu valin í hina
endanlega dagskrá, gætu samt orð-
ið flytjendum til halds og trausts —
gefið þeim mynd af gróskumikilli
og vandaðri ljóðmenningu á ís-
landi, sem oýttist þeim við flutning
dagskrárinnar.
Eitt skáldanna, sem var að sjálf-
sögðu að finna í áðurnefndu úrvali,
var Jón úr Vör, og þar er ég kom-
inn að eiginlegu erindi þessarar
hugleiðingar:
Flytjendur íslensku Ijóðadag-
skrárinnar voru, auk Barbro Hiort
af Ornás, leikararnir Palle Grand-
intsky, Bergljót Árnadóttir og Hjalti
Rögnvaldsson. Bergljót hefur sem
kunnugt er starfað sem leikari í
Svíþjóð frá því hún lauk námi, en
Hjalti var fenginn sérstaklega frá
Rogaland teater í Stavanger í Nor-
egi, þar sem hann hefur starfað
undanfarin ár. Palle Grandintsky
er velþekktur leikari og fyrrum leik-
hússtjóri í Svíþjóð — og hann tók
sérstöku ástfóstri við ljóð Jóns úr
Vör og las þau á dagskránni ásamt
stuttri sögu eftir sænska skáldið
Jan Fridegárd, sem honum þótti
eiga heima við hlið Jóns. Þannig
skipaði Jón úr Vör eins konar heið-
urssess í dagskránni, sem var ákaf-
lega ánægjulegt, ásamt Hannesi
Péturssyni, Þorsteini frá Hamri,
Ingibjörgu Haraldsdóttur, Sigfúsi
Daðasyni, Þórarni Eldjárn — já,
lengi mætti telja enn.
Þótt ég taki hiklaust undir orð
Jóns Óskars, að Jón úr Vör hafi
ómaklega „gleymst" á bókastefn-
unni — og lenti þar reyndar á bekk
með mörgum góðum íslenskum
skáldum: Stefáni Herði Grímssyni,
sem einnig var gefinn út á sænsku
fyrir skemmstu, ungu skáldunum
Gyrði Elíassyni, ísak Harðarsyni
og Sjón, svo fáir einir séu taldir —
þá vil ég með þessu skrifi benda
á, að bókastefna í Gautaborg ein
og sér sker ekki úr um þá virðing,
sem íslerisku skáldi er sýnd í
Svíþjóð. Á bókastefnunni var marg-
ur höfundur maklega kallaður, en
týndist kannski í ysnum og þysnum,
og við því verður lítt gert. En sá
áhorfendaskari, sem hlýddi á
„Þannig skipaði Jón úr
Vör eins konar heiðurs-
sess í dagskránni, sem
var ákaflega ánægju-
legt.“
íslensk ljóð viku síðar á Dramaten
og í Hásselby slott í ágætum flutn-
ingi leikaranna (og heyrðu og sáu
Margaretu Byström flytja upphafs-
kafla Völuspár ásamt songvara og
dansara) tók eftir ljóðunum og
kunni vel að meta — þótt minna
færi kannski fyrir þeirri uppákomu
en bókastefnunni, sem von er.
Höfundur er leikhúsfræðingur og
leikstjóri, búsettur i Stokkhólmi.
Jakob S. Jónsson
HELSTU SÖLUSTAÐIR:
Amaro, Akureyri • Embla, Hafnarfírði •
Fell, Mosfellsbæ • H. bú&in, Garöabæ •
Kaupsta&ur í Mjódd • KF.Þ. Húsavík •
KF.VH. Hvammstanga • KF.H. Egilsstöðum
• Mikligar&ur v. Sund <t
Perla, Akranesi • Rut, Glæsibæ/Kópavogi
• Vöruhús KÁ, Selfossi
Schiesser^
Er Macintosh eyland ?
Ráðstefna um tölvutengingar
í Veltubæ, (gamla Tónabíói), Skipholti 33, Rvk.
15. nóvember 1990,
K1
13:10 Ávarp ráðstefnustjóra Jóhann Pétur Malmquist professor.
13 20 Madntosh í netumhverfi (LocalTalk, Ethernet, Tókahringur, Novelltengingar og MS-DOS)
Fyrirlesari: Jón Georg Aðalsteinsson, tölvunarfræðingur hjá Apple-umboðinu.
14:00 Macintosh í AS/400- og System 36-umhverfi
Fyrirlesari: Gunnbjörn Marinósson, tölvunarfræðingur hjá Reykjavíkurhöfn.
14:25 Macintosh í 370-umhverfi
Fyrirlesari: Bjarni Birgisson, foistöðumaður Upplýsingamiðstöðvar Reiknistofu bankanna.
14:50 Ráðstefiiuhlé
Kaffi og meðlæti
15:10 Macintosh í Unix-umhverfi
Fyrirlesari: Kjartan Guðmundsson, tölvunarfræðingur hjá Reiknistofnun H.í.
15:35 Macintosh í Client Server-umhverfi (Data Access Language, Oracle.)
Fyrirlesari: Viktor B. Kjartansson, tölvunarfræðingur hjá Hagstofu íslands.
l6:00 Apple's strategy in Networking
Fyrirlesari: Peder Bjoriiolm, hjá Apple í Danmörku. (Fyrirlesturinn verður á ensku.)
16:40 Pallborðsumræður
17:00 Ráðstefnulok
Aðgangur er ókeypis.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku hjá Apple-umboðinu, Skipholti 21, Rvk.
fyrir kl. 18:00 í dag, miðvikudag, í síma: 91-624800.