Morgunblaðið - 14.11.1990, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1990
Reuter
Frönsk leikskólabörn virða fyrir sér bifreið sem skemmd var og velt um koll í uppþotum í París í fyrra-
kvöld.
Franska sljórnin hélt hlífiskildi yfir mótmælendum;
Stj órnarandstaðan krefst
afsagnar stjómar Rocards
París. Reuter.
LEIÐTOGAR stjórnarandstöðunnar sökuðu stjórn Michels Rocards for-
sætisráðherra Frakklands í gær um að hafa skipað lögreglunni að
skerast ekki í leikinn meðan á mótmælum menntaskólanema stóð í
fyrradag með þeim afleiðingum að skemmdarverkamenn í röðum náms-
manna hefðu fengið að leika lausum hala. Kröfðust leiðtogar stjórnar-
andstöðunnar afsagnar stjórnar Rocards af þessu tilefni.
Bretland:
••
Oryggismál á olíu-
borpöllum gagnrýnd
Saint Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðs ins.
Spjótum var beint að Pierre Joxe
innanríkisráðherra í franska þinginu
í gær vegna uppþotanna. Jacques
Toubon, einn af foringjum hægri
manna, sagði að skemmdarverkin í
París yrði að skrifa á reikning ríkis-
stjómarinnar því hún hefði gefið lög-
reglu fyrirmæli um að láta ekki sker-
ast í odda. „Stjóm sem hefur ekki
kjark til að takast á við þjóðfélags-
vandann á að víkja fyrir þeim sem
þora að axla ábyrgð,“ sagði Toubon.
Pierre Verbrugghe, lögreglustjóri
í París, tók á sig ábyrgð á því hvem-
ig fór í samtali við fjölmiðla. Menn
sínir hefðu ekki áttað sig nógu fljótt
á því að nokkrir vandræðagemlingar
myndu leynast meðal hins fjölmenna
hóps friðsamra námsmanna. Talið
er að um 200.000 menntaskólanemar
hafi tekið þátt í mótmælaaðgerðum,
í fyrradag en nemendumir kreíjast
fleiri kennara og betri aðbúnaðar í
skólum sínum.
Hundruð sérstakra óeirðalög-
reglumanna vom á vettvangi en þeir
stóðu í þrjár stundir og hlífðu sér á
bak við skildi sína meðan óeirðaseg-
gimir létu grjóti rigna yfir þá. Enn-
fremur hafðist lögreglan ekkert að
þegar kveikt var í bifreiðum og eldur
lagður að járnbrautarstöð. „Við gæt-
um ráðið niðurlögum þessara geml-
inga á 10 mínútum," sagði svekktur
lögreglumaður við fréttamenn meðan
ólætin stóðu sem hæst.
Jacques Chirac, borgarstjóri París-
ar, sagði að Joxe innanríkisráðherra
bæri ábyrgð á óöldinni í borginni í
fyrrakvöld en ekki lögreglan. „Þeir
sem gáfu fyrirmælin, sem sköpuðu
þetta ástand, þeir sem gerðu lögregl-
una óvirka, bera ábyrgðina. Sökin
liggur hjá innanríkisráðherranum,"
sagði Chirac.
Alls munu um 234 lögregluþjónar
hafa slasast í uppþotunum í fyrra-
kvöld. í haldi eru 184 unglingar
vegna skemmdarverka en meðal þess
sem ónýtt er eftir hamfarir ungling-
anna eru 190 bifreiðar.
Talsmenn menntaskólanema
sögðu óeirðaseggina sér óviðkom-
andi. Um hefði verið að ræða fá-
mennan hóp skemmdarverkamanna
sem misnotað hefðu mótmælin til að
fá hvötum sínum fullnægt. Hefðu
þeir ekki látið segjast þó tugþúsund-
ir friðsamra námsmanna hefðu hróp-
að í kór slagorð eins og „menntskæl-
ingar gegn ofbeldi."
Francois Mitterrand Frakklands-
forseti hefur lýst yfir stuðningi við
kröfur menntskælinganna og veitt
forsprökkum þeirra áheyrn.
ÖRYGGISMÁL á breskum olíu-
borpöllum í Norðursjó eru gagn-
rýnd harkalega í skýrslu opin-
berrar rannsóknarnefndar um
slysið á Piper Alpha-borpallinum
árið 1988, sem kom út á sunnu-
dag. 167 menn fórust þegar Pi-
per Alpha-pallurinn sprakk í loft
upp vegna gasleka, og er þetta
mesta slys sem orðið hefur við
olíuvinnslu í sjó.
Þegar eftir slysið var komið á fót
opinberri rannsóknarnefnd undir
forsæti Cullens lávarðar, skosks
dómara. Nefndin skilaði 1.000 síðna
skýrslu sinni til orkumálaráðuneyt-
isins fyrir skömmu.
I skýrslunni eru 100 tillögur um
úrbætur í öryggismálum breskra
olíuborpalla. Sú sem er mikilvægust
er að yfirumsjón öryggismála hverfí
úr orkumálaráðuneytinu til sér-
stakrar stofnunar sem verði óháð
ríkisvaldinu. Verkalýðsfélög hafa
lengi gagnrýnt öryggiseftirlit á veg-
um ríkisins á þeim forsendum að
tekið hafi verið alltof mikið tillit til
hagsmuna olíufélaganna. í skýrsl-
unni er því hins vegar hafnað að
verkalýðsfélög fái aukin áhrif í ör-
yggismálanefndum olíuborpall-
anna.
Cecil Parkinson, þáverandi orku-
málaráðherra, hét því, þegar nefnd-
in var stofnuð, að farið yrði að til-
lögum hennar. John Wakeham,
núverandi orkumálaráðherra, lýsti
því yfir, þegar hann gerði þinginu
grein fyrir efni skýrslunnar á
sunnudag að farið yrði að öllum
tillögum_ hennar. Orkumálaráðu-
neytið hefur ævinlega neitað því
fram til þessa, að láta öryggismál
borpallanna í hendur annarra, en
nú ákvað ráðherrann að snúa við
blaðinu.
Talsmenn Verkamannaflokksins
gagmýndu stjórnvöld harkalega
fyrir seinagang við að sinna örygg-
ismálum starfsmanna borpallanna.
Aðstandendur þeirra, sem létust á
Piper Alpha fyrir tveimur árum
hafa krafíst þess að skoski ríkissak-
sóknarinn hefji mál á hendur Occi-
dental-olíufélaginu, sem á borpall-
inn.
Slysið á Piper Alpha hefur kostað
olíufélögin marga milljarða ísl.
króna. Engin olía hefur verið unnin
á Piper-svæðinu frá því slysið varð
og ekki er búist við að vinnsla hefj-
ist þar fyrr en 1992. Talið er, að
olíufélögin í Norðursjó hafí eytt um
15 milljörðum ísl. króna í bætt ör-
yggi frá því að slysið varð á Piper
Alfa.
Bretar loka
herstöðvum
í Þýskalandi
London. Reuter.
BRETAR munu loka tveimur af
fjórum herstöðvum breska flug-
hersins í Þýskalandi, að því er
varnarmálaráðuneytið tilkynnti
í gær.
Annars vegar er um að ræða
herstöð við Wildenrath við hol-
lensku landamærin og hins vegar
við Gutersloh sem er skammt frá
Essen. Fyrrnefndu stöðinni verður
lokað á næsta ári og hinni árið
1992.
Ákvörðunin er tekin að viðhöfðu
samráði við þýsk yfirvöld og yfir-
stjórn Atlantshafsbandalagsins
(NATO). Hún er sögð vera í sam-
ræmi við stefnu bresku stjórnarinn-
ar um að draga saman landvarnir
sínar vegna þeirrar slökunar sem
orðið hefur í Evrópu vegna umbóta-
þróunarinnar í Austur-Evrópu.
Breski flugherinn rekur íjórar
stöðvar í Þýskalandi og verða tvær
hinar stærri reknar áfram. Alls
munu 10.860 liðsmenn hafa aðset-
ur í stöðvum breska hersins í
Þýskalandi.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir JAROSLAV NOVAK
Tékkóslóvakía:
Pólitískur raunveruleiki
kemur í stað byltingaranda
ÁR ER nú liðið frá hæglátu „flauels“-byltingunni í Tékkósló-
vakíu er kommúnistar létu af einræði en á afmælinu er fátt sem
veldur bjartsýni um framtíðina. Þótt grundvallarkröfurnar hafi
verið uppfylltar; vald kommúnistaflokksins verið brotið á bak
aftur, Vaclav Havel gerður að forseta og efnt til frjálsra kosn-
inga, finnst fólki sem afar fátt hafi breyst. Gert er ráð fyrir að
efnahagsumbótum verði ekki hrundið í framkvæmd fyrr en í
janúar, vitað er að þær munu hafa í för með sér mörg vandamál
og fórnarlund almennings er mun minni en í hrifningu byltingar-
daganna í nóvember sl.
Driffjöður byltingarinnar, sam-
tökin Borgaravettvangur, giatar
nú vinsældum sínum, hægt en án
afláts og gífurleg starfsorka al-
mennings sem leyst var úr læð-
ingi eftir byltinguna var ekki nýtt
á gagnlegan hátt. Borgaravett-
vangi, þar sem fólk með allar
hugsanlegar skoðanir bast sam-
tökum, tókst frá upphafí ekki að
tala með einni rödd í mikilvægum
málum. Þetta hefur m.a. komið
fram í því hve dregist hefur á
langinn að koma á efnahagsum-
bótum, einkum hefur verið rifíst
um hve hratt ætti að ganga til
verks. Það var rökrétt niðurstaða
af þessu vandræðaástandi að
Vaclav Klaus, hinn hægrisinnaði
fjármálaráðherra landsins, skyldi
vera kjörinn leiðtogi samtakanna
nýlega.
Margir gagnrýnendur Borgara-
vettvangs segja að byltingin hafí
verið of hæglát, of varfærin og
aðgerðir stjórnvalda eftir hana
hafi verið gagnslitlar. Staðreyndin
er að stjórnin gerði ekki nóg af
því að losa þjóðina við handbendi
sem gegnt höfðu störfum fyrir
gömlu stjórnina. Þetta mikiivæga
verkefni var falið yfírvöldum á
hveijum stað (eða einstaklingum).
Af þessum sökum sést sama fólk-
ið enn í valdastöðum hvarvetna í
samfélaginu, einnig í sveitar-
stjórnum en það ætti þó að breyt-
ast eftir sveitarstjómarkosningar
sem verða 24. þ.m. Venjulegt fólk,
sem áratugum saman hefur vanist
því að aðrir tækju allar ákvarðan-
ir fyrir það, er orðið þreytt á að
ræða um þessa valdsmenn sem
eru siðferðislega óalandi og ófeij-
andi. Það fyllist örvæntingu þegar
fyrrverandi flokkshundar komm-
únista, sem nú eru sagðir „ómiss-
andi“ vegna reynslu sinnar og
sérþekkingar, vísa umkvörtunum
almennings á bug. í þessum efn-
um hefur Borgaravettvangur
valdið stuðningsmönnum sínum
ómældum vonbrigðum og svikið
hugsjónir sínar.
Sveitarstjórnarkosningar
framundan
Allar þessar hræringar munu
hafa áhrif á niðurstöðu kosning-
anna í lok mánaðarins. Þær eru
ekki jafn mikilvægar og fyrstu
fijálsu þingskosingamar, sem
fóru fram í júní því að allir leggja
nú áherslu á að kosnir,verði hæf-
ir einstaklingar og ekki einblínt á
Fögnuður á Vaclav-torgi í Prag í desember sl. er tilkynnt var
um nýja ríkisstjórn þar sem kommúnistar voru ekki í meirihluta.
flokksmerki frambjóðenda. Nær
helmingur kjósenda studdi Borg-
aravettvang í kosningunum í júní
en þetta gæti gerbreyst núna.
Búast má við því að fjöldi manna
sitji heima vegna óánægju og
óþoljnmæði yfir því hve efnahags-
umbæturnar ganga hægt. Allir
em sammála um að mikilvægasta
málefnið sé að koma á markaðs-
búskap en óánægjan gæti fengið
marga til að kjósa kommúnista í
mótmælaskyni við núverandi
stjórnvöld. I mörgum sveitaþorp-
um gegnir kommúnistaflokkurinn
mikilvægu hlutverki þar sem hann
er þar eini raunverulegi stjóm-
málaflokkurinn auk Borgarvett-
vangs er glatað hefur trausti
margra sem finnst að barist hafi
verið til einskis.
Sjálfræði Slóvaka
Aðskilnaðarstefna meðal Sló-
vaka hefur skyndilega en ekki
óvænt stefnt ríkjasambandinu í
hættu og Havel forseti ákvað að
fara í þriggja daga heimsókn til
Slóvakíu til að reyna að lægja
öldurnar. Ásteytingarsteinninn
var að þessu sinni lög sem róttæk-
ir þjóðernissinnar úr röðum Sló-
vaka, þ. á. m. talsmenn menning-
arstofnunarinnar Matice slo-
venska, vilja setja og kveða á um
að slóvakíska verði eina opinbera
tungumálið í landshlutanum. í
suðurhluta Slóvakíu búa nokkur
hundruð þúsund Ungverjar.
Frumkvöðlar tillögunnar eru úr
Slóvakíska þjóðarflokknum sem
nýtur víðtæks stuðnings og boðar
aðskilnað Slóvakíu frá sambands-
ríkinu.
Höfundur er blnönmndur í Prag.