Morgunblaðið - 14.11.1990, Page 23

Morgunblaðið - 14.11.1990, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1990 23 Reuter Miklar óeirðir í Berlín Svona var umhorfs í Friedrichshain-hverfinu í austurhluta Berlínar í gærmorgun að loknum mestu óeirðum í tíu ár í borginni. Rúmlega þúsund manns mótmæltu því að lögregla ruddi þijú hús þar sem heimilislaust fólk, svokallaðir hústökumenn, höfðu komið sér fyrir. Eins og sjá má reistu óeirðaseggirnir sér götuvígi til að veijast sókn lögreglunnar. Um 150 lögreglumenn slösuðust í átökunum en ekki er vitað um meiðsl á öðrum. Allt var með kyrrum kjörum í hverfinu í gær en hústökumenn hafa enn hátt í hundrað hús á valdi sínu. Albanía: Trúarathafnir leyfðar að nýju í ríki guðleysisins Tirana. The Daily Telegraph. FYRSTU opinberu trúarathafnirnar í Albaníu síðan ríkið var lýst fyrsta guðleysisríki heims fóru fram á sunnudag. Um það bil fimm þúsund múhameðstrúarmenn og rómversk-kaþólskir komu þá saman í Shkoder í norðurhluta landsins til að hefja endurreisn mosku og kirkju þar í borg. Eftir stund við viðgerðir á kirkju sinni efndu kaþólikkarnir til guðs- þjónustu að viðstöddu miklu fjöl- menni. Albanir sem aðhyllast rétt- trúnað í anda grísk-kaþólsku kirkj- unnar héldu einnig sínar fyrstu opinberu trúarsamkundur í áratugi í ýmsum smáþorpum í suðri sem einkum eru byggð fólki af grískum uppruna. Það var árið 1967 að Albanía var lýst -,,fyrsta ríki guðleysis í heimin- um“. Andi menningarbyltingar Mao Danski Framfara- flokkurinn: Glistrup rek- inn úr þing- flokknum Kaupmannahöfn. Frá Nils Jorgen Bruun, fréttaritara Morgunbladsins. MOGENS Glistrup, er stofnaði Framfaraflokkinn í Danmörku snemma á áttunda áratugnum, var í gær rekinn úr þingflokki Framfaramanna. Glistrup var gefið að sök að hafa brotið gegn flokksaga með því að stofna nýjan flokk, Velmegunarflokk- inn. Við atkvæðagreiðslu í þing- flokknum vildu átta reka stofn- andann en sjö voru á móti og fylgdu þrír þeirra Glistrup úr flokknum. í samtali við blaðið Jyllandspost- en segir Glistrup að nýi flokkurinn muni hvorki hafa formann né skráða félaga. Formaður Framfara- flokksins, Pia Kjærsgaard, reyndi árangurslaust að komast hjá klofn- ingi og fá Glistrup til að undirrita yfirlýsingu þar sem hann héti því að hlíta flokksaga en hann neitaði. Ágreiningur hefur ríkt lengi milli tveggja fylkinga í Framfaraflokkn- um. Glistrup sakar Kjærsgaard um að svíkja hugsjónir flokksins og reyna um of að þóknast hefðbundn- um borgaraflokkum. Glistrup hefur í mörg ár gagnrýnt stefnu stjórn- valda í innflytjendamálum, rætt um „innrás“ innflytjenda og sagt að íandið verði á endanum byggt stór- um minnihlutahópum, þ. á m. músl- imum. Þótt aðrir Framfaramenn séu á móti auknum innflytjenda- straumi vilja þeir ekki taka jafn Þingflokkur Framfaraflokksins hefur nú sagt Glistrup að taka pokann sinn. Hér sést stjórn- málaforinginn á leið í fangelsi fyrir skattsvik árið 1983. sterkt til orða og Glistrup. Hann sagðist á sínum tíma hafa stofnað Velmegunarflokkinn sem eins kon- ar björgunarbát ef til þess kæmi að honum yrði vikið úr þingflokkn- um. Glistrup er félagi í aðalstjórn Framfaraflokksins, var kjörinn þar til ævilangrar setu, auk þess sem hann býr í heiðursbústað flokksins. Hann verður aðeins sviptur þessu tvennu ef tveir þriðju atkvæðis- bærra á landsfundi samþykkja það. Kazakhstan: Lítið ijón í jarðskjálftanum Moskvu. Reuter. MANNTJÓN varð ekki í hinum öfluga jarðskjálfta sem átti upptök sín í Sovétlýðveldinu Kazakhstan í fyrradag, að sögn embættismanna í Alma- Ata, höfuðborg lýðveldisins. Jarðskjálftinn mældist 6,3 stig á Richter-kvarða og voru upptök hans um 100 km suður af Alma- Ata, eða skammt frá kínversku landamærunum. Aðeins lítilshátt-. ar tjón varð á mannvirkjum en þau eru flest byggð eftir skjálfta sem jafnaði höfuðborgina við jörðu 1911 og því þannig úr garði gerð að þau geti standist öfluga skjálfta. Gerasímov útnefndur sendiherra Moskvu. Reuter. GENNADÍJ Gerasímov hefur látið af starfi talsmanns so- véska utanríkisráðuneytisins og mun hann taka við starfi sendiherra, að sögn TASS- fréttastofunnar. Að sögn TASS hefur Vítalíj Tsjúrkín, einn nánasti samverka- maður Edúards Shevardnadze ut- anríkisráðherra, verið skipaður eftirmaður Gerasímovs. Hann er sagður hafa öðrum fremur mótað stefnu sovésku stjórnarinnar gagnvart sameiningu þýsku ríkjanna. Fréttastofan gat þess ekki hvar Gerasímov yrði sendiherra, ein- ungis að það yrði í Evrópu. Tse Tungs formanns í Kína hafði þá hrifið albanska leiðtoga. 2.169 kirkjum, moskum og klaustrum var lokað. Enver Hoxha heitinn, fyrr- verandi leiðtogi landsins, lýsti því eitt sinn yfir að kirkjur væru „mið- stöðvar dulhyggju og aftuhalds- semi“. Eina trú Albana væri alban: ismi, eins og hann orðaði það. í þessum anda var reist Safn guðleys- isins í borginni Shkoder þar sem mestmegnis var boðið upp á andka- þólskan áróður og dómkirkju borg- arinnar var breytt í íþróttahöll. Albönsk stjórnvöld hafa margoft lýst því yfír á þessu ári að komið verði á trúfrelsi í landinu og ekki verði beitt hinum hörðu viðurlögum sem legið hafa við trúariðkan. En allt þar til nú hafa þessi fyrirheit reynst orðin tóm. Kommúnistar með öryggislögregluna Sigurimi í þjónustu sinni hafa ekki viljað af- sala sér alræðistökum sínum á þjóð- félaginu. Ekki nú er ekki annað vitað en lögreglan hafi fylgst að- gerðarlaus með þessum nýmælum sem urðu um helgina. Nafn féll niður í frásögn í blaðinu í gær af sameig- inlegum fundi þingmanna frá ríkjum Fríverslunarbandalags Evr- ópu (EFTA) og af þingi Evrópu- bandalagsins féli niður nafn íslenska fulltrúans, Jóns Sæmundar Siguijónssonar, þingmanns Alþýðu- flokksins úr Norðurlandskjördæmi vestra. Er beðist velvirðingar á þeim mistökum. NÁM í FERÐAÞJÓNUSTU Kynning verður haldin í Menntaskólanum í Kópavogi, laugardaginn 17. nóvember. Hyggst þú sækja námskeið eða stunda nám í ferðaþjónustu? Nú gefst þér tækifæri til að afla þér upplýsinga hjá þeim sem til þekkja! FERÐABRAUT MK, FERÐAÞJÓNUSTUNÁMSKEIÐ 1 MK, HÓTEL OG VEITINGASKÓLINN, LEIÐSÖGUSKÓLINN, FERÐAFRÆÐI, HÓTELSTJÓRNUN, FLUGREKSTUR. — DAGSKRÁ — Ávarp: Kristín Halldórsdóttir, formaður Ferðamálaráðs. Atvinnuhorfur í ferðaþjónustu: Magnús Oddsson, ferðamálastjóri. Háskólanám í ferðafræði: Þorleifur Þór Jónsson, atvinnumálafuillrúi Akureyri. Nám við Hótel- og veitingaskólann: Friðrik Gislason, skólastjóri. Háskólanám í hótel- og veitingagreinum: Sigrún Magnúsdóttir, fræðslustjóri Sambands Veitinga- og Gistihúsa. Ferðabraut MK og háskólanám í flugrekstrargreinum: Sveinn Viðar Guðmundsson, deildarstjóri Ferðabrautar Menntaskólans í Kópavogi. Námskeið í ferðaþjónustu: Birna Bjarnleifsdóttir, forstöðumaður Leiðsöguskólans. Kaffihlé Kynning á skólum í eftirfarandi löndum: Noregur — Danmörk — Bandaríkin — Bretland — Frakkland — Skotland — Holland ísland: Ferðabraut Mcnntaskólans í Kópavogi ~ Ferðaþjónustunámskeið í MK Hótel og Veitingaskólinn — Leiðsöguskólinn Fulltrúar frá eftirfarandi stofnunum munu veita upplýsingar: Lánasjóður lslenskra Námsmanna: Reglur LlN. Fulbrightstofnunin: Nám i Bandaríkjunum. Kynningarstjóri: Matthías Kjartansson, framkvæmdastjóri. Tími: Laugardaginn 17. nóvember kl. 13:00 Námskynningin er öilum opin. Aðgangseyrir: Ókeypis. Kaffiveitingar verða seldar á staðnum. Upplýsingar veitir Sveinn Viðar Guðmundsson, í sima 14166. Menntaskólinn í Kópavogi stendur við Digranesveg. Þegar komið er frá Reykjavík er ekið til vinstri yfir seinni brúna á Kópavogshálsi og sem leið liggur framhjá Kópavogsskóla og áfram þar til Menntaskólinn í Kópavogi blasir við á vinstri hönd. i FERÐABRAUT MENNTASKÓLANS í KÓPAVOGI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.