Morgunblaðið - 14.11.1990, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1990
Frumvörp um reiðvegi:
Reiðvegir verði viðurkenndir
sem hluti af samgöngukerfinu
- segir flutningsmaður, Guðmundur G. Þórarinsson
GUÐMUNDUR G. Þórarinsson (F/Rv) mælti í gær fyrir tveimur laga-
frumvörpum i neðri deild til að greiða fyrir gerð reiðvega. Sam-
hliða þessum frumvörpum hefur verið lögð fram þingsályktunartil-
laga um gerð reiðvegaáætlunar. Guðmundur er þar fyrsti flutnings-
Lagafrumvarp
um breytingar á
húsbréfakerfinu
ÚTBÝTT var í gær í efri deild frumvarpi til laga um breytingu á
lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins. Frumvarpið breytir og eykur
hlutverk húsbréfakerfisins.
maður.
Guðmundur telur hestamennsku
njóta sívaxandi vinsælda og óhjá-
kvæmilegt sé að umferð ríðandi
manna verði viðurkennd sem hluti
af samgöngukerfí landsmanna en
lagning reiðvega hafi ekki fylgt
útreiðaráhuganum eftir. Hið fyrra
lagafrumvarp, sem hann mælti fyr-
ir, kveður á um að Vegagerð ríkis-
ins sjái um gerð og viðhald reiðvega
samkvæmt sérstakri reiðvegaáætl-
un sem samgönguráðherra láti gera
í samráði við samtök hestamanna
og sveitarfélaga. Áætlun sú skal
kveða á um forgangsröðun verk-
efna og vera til fjögurra ára í senn.
Þingsályktunartillaga þess efnis
hefur þegar verið lögð fram.
Fjármögnun þessa átaks í reið-
vegalagningu var efni næsta frum-
varps, til laga um breytingu á lög-
um um fjáröflun til vegagerðar.
Gert er ráð fyrir að leggja sérstakt
gjald — hóffjaðragjald — á hverja
hóffjöður. Og skal gjald þetta nema
2. kr. á hveija hóffjöður. Gjald þetta
skal fylgja vísitölu byggingarkostn-
aðar. Tekjum af hóffjaðragjaldi
skal varið til að gera reiðvegi sam-
kvæmt reiðvegaáætiun. Þar að auki
skal ríkissjóður leggja til gerðar
reiðvega jafnvirði hóffjaðragjalds
næsta ár á undan.
Guðmundur sagði að gera yrði
ráð fyrir að í erfiðleikum ríkissjóðs
yrði erfitt að fá fé til reiðvegagerð-
ar nema hestamenn legðu nokkuð
að mörkum sjálfir og þá væri eðli-
legt að ríkið legði nokkuð á móti.
Guðmundur sagði reiðvegalagning-
ar ekki dýrar framkvæmdir en
nauðsynlegar og breyttu miklu til
batnaðar þegar framkvæmdar
væru.
Frumvarpið gerir ráð fyrir að um
7-8 þúsundir manns stundi hesta-
mennsku og eigi hver að meðaltali
fjóra hesta. Gert er ráð fyrir að 30
hóffjaðrir fari í járningu og járnað
að jafnaði fimm sinnum á ári. Mið-
að við þessar forsendur gæti hóf-
fjaðragjald gefið tekjur sem næmu
um 10 milljónum króna. Þess má
geta að til reiðvegagerðar árið 1989
nam reiðvegafé um 4 milljónum
króna.
Guðmundur G. Þórarinsson lagði
til að fyrra frumvarpinu um reið-
vegina yrði vísað til samgöngu-
nefndar en hinu síðara um hóf-
fjaðragjaldið til fjárhags- og við-
skiptanefndar. Atkvæðagreiðslum
um þessi frumvörp var frestað.
í athugasemdum við frumvarpið
segir m.a. að með þessu frumvarpi
sé að mestu brúað það bil sem ver-
ið hefur á milli húsbréfakerfisins
og lánakerfisins frá 1986, þannig
að þeir lánamöguleikar sem eru
innan þess lánakerfis verði einnig
innan húsbréfakerfisins. Einnig
segir að gerðar séu breytingar á
húsbréfakerfinu svo það þjóni betur
þörfum þeirra sem hafa lágar eða
miðlungstekjur og eru eignalitlir.
í fyrstu grein frumvarpsins er
m.a. kveðið á um að húsbréfadeild
Húsnæðistofnunar sé heimilt að
skipta á húsbréfum og fasteigna-
veðbréfum vegna meiri háttar end-
urbóta eða endurnýjunar á notuðu
íbúðarhúsnæði. Sömu reglur gilda
um framkvæmdir þegar húsbréfum
verður skipt fyrir fasteignaveðbréf-
in og nú eru við afgreiðslu lána
vegna meiri háttar viðbygginga,
endurbóta eða endurnýjunar á not-
uðu íbúðarhúsnæði úr Byggingar-
sjóði ríkisins. Miðað er við að 80%
af lánshæfum framkvæmdum sé
lokið áður en skuldabréfaskipti fari
fram.
Frumvarpið gerir ráð fyrir því
að skipta megi fasteignaveðbréfum
fyrir húsbréf: a) Fyrir allt að 75%
að eðlilegu matsverði fasteignar ef
matsverðið er undir 6,2 milljónum.
b) Fyrir allt að 4,65 milljónir ef
matsverðið er á bilinu 6,2-7,154
milljónir. c) Fyrir allt að 65% ef
matsverðið er 7,154 milljónir eða
meira.
Ennfremur er ákvæði til bráða-
birgða í frumvarpinu þess efnis að
húsbréfadeild verði heimilt fyrstu
12 mánuðina eftir gildistöku lag-
anna að skipta á húsbréfum og
fasteignaveðbréfum sem gefin eru
út með veði í íbúðarhúsnæði til
greiðslu á skuldum íbúðareigenda
í greiðsluerfiðleikum.
Sameinað þing:
Afgreiddar
6 ályktanir
á aukafundi
í FYRRADAG tafðist afgreiðsla
mála i nefndir vegna fjarvista
þingmanna. Guðrún Helgadóttir
boðaði sérstakan aukafund sem
var haldinn í gær. Sex þings-
ályktunartillögur voru af-
greiddar tafarlaust að þessu
sinni.
Þijár tillögur voru afgreiddar til
félagsmálanefndarinnar, ein til-
laga var afgreidd til utanríkismála-
nefndar, ein til íjáiveitingarnefnd-
ar og einni var vísað til allsheijar-
nefndar.
Ekki var annað að merkja en
að allir þingmenn, sem vettlingi
gátu valdið og atkvæði gátu greitt,
íjölmenntu til þingfundar. At-
kvæðagreiðsla gekk fljótt og vel
og voru öll atkvæði samhljóða.
Þingfundur þessi stóð einungis yfir
í nokkrar mínútur.
Breyting á verðlagslögum:
Stuðlar að heilbrigðri sam-
keppni á auglýsingamarkaði
Vélræn vinnsla persónuupplýsinga:
Óskað heimildar að
fullgilda samning mn
vernd einstaklinga
AÐILD íslauds að ýmsum alþjóðlegum gjörningum, sáttmálum og
samningum og alþjóðastofnunum er háð heimild Alþingis. í gær var
útdeilt í sameinuðu þingi þremur þingsályktunartillögum er hefjast á
orðunum: „Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að fullgilda ..."
- segir viðskiptaráðherra
Viðskiptaráðherra, Jón Sigurðsson, hafði framsögu fyrir frum-
varpi um breytingu á lögum nr. 56 16. maí 1978 um verðlag, sam-
keppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti. Lagt er til að nýjum
kafla um auglýsingar verði bætt inn í lögin.
Fyrsta þingsályktunartillagan er
um fullgildingu fyrir íslands hönd á
samningi um stofnun Endurreisnar-
og þróunarbanka Evrópu, sem gerð-
ur var í París 29. maí 1990. En í
gær mælti Jón Sigufðsson viðskipta-
ráðherra fyrir frumvarpi sem flutt
er í tengslum við þessa þingsálykt-
unartillögu um hlut íslands í stofnfé
þessa banka. I ræðu ráðherrans kom
m.a. fram að hlutverk bankans er
að stuðla að umbreytingu á hag-
skipulagi í ríkjum Mið- og Austur-
Evrópu í átt frá miðstýrðum áætlun-
arbúskap til markaðshagkerfís.
Einnig lét hann þess getið að banki
þessi gæti reynst mikilvægur við,
fjármögnun samstarfsverkefna sem
gætu greitt fyrir útflutningi á
íslensku hugviti.
Önnur þingsályktunartillagan er
um heimild ríkisstjórninni til handa
um að fullgilda Evrópusáttmála um
sjálfstjórn sveitarfélaga sem gerður
var í Strassborg 15. október 1985.
Megintilgangur sáttmála þessa er
að vernda réttindi sveitarstjórna og
þannig véita íbúum sveitarfélaga
tækifæri til að hafa áhrif á ákvarð-
anir sem sneita næsta umhverfí
þeirra.
Þriðja þingsályktunaitillagan ef
samþykkt verður mun heimila ríkis-
stjórninni að fullgilda samning um
vernd einstaklinga varðandi vélræna
vinnslu persónuupplýsinga sem
gerður var í Strassborg árið 1981.
Samningurinn var undirritaður af
íslands hálfu 27. september 1982
en dregist hefur að leita eftir full-
gildingarheimild. Ástæða þess er
fyrst og fremst sú að lög um vernd
persónuupplýsinga hafa verið bundin
við ákveðin gildistíma. Með setningu
laga um skráningu og meðferð per-
sónuupplýsinga nr. 121/1989 telst
loks vera fenginn ótvíræður grund-
völlur fyrír staðfestingu sámnings-
ins.
Viðskiptaráðherrann gerði grein
fyrir því að frumvarp þetta mætti
rekja til þingsályktunaitillagna um
auglýsingalöggjöf. Nefnd hafi verið
skipuð 1988 til að huga að löggjöf
um þessi efni. Ekki hafi verið talið
rétt að ganga svo langt að steypa
dreifðum ákvæðum laga og reglna
um auglýsingar saman í eina heild-
arlöggjöf, heldur þótti heppilegra
að setja í eitt frumvarp ákvæði er
byggðust á hinni almennu grein
verðlagslaganna um villandi aug-
lýsingar en einnig væri tekið á
ýmsum atriðum öðrum. Frumvarpið
var lagt fram seint á síðasta þingi
en varð ekki útrætt. Það var sent
ýmsum aðilum til umsagnar í sum-
ar og bárust nokkrar athugasemdir
en ekki þótti ástæða til að gera
breytingar og er frumvarpið endur-
flutt óbreytt.
Frumvarpið gerir m.a. ráð fyrir
að skipuð verði fimm manna auglýs-
inganefnd til að tryggja að ákvæð-
um þessa lagakafla verði fram-
fylgt. Formaður skal vera lögfræð-
ingur er ráðherra skipi, annar
nefndarmaður skal hafa sérþekk-
ingu á sviði fjölmiðlunar en að öðru
leyti skulu nefndarmenn skipaðir
samkvæmt tilnefningu Sambands
íslenskra auglýsingastofa, Verslun-
arráðs íslands og neytendasam-
takanna.
I lögunum er m.a. kveðið á um
að auglýsingar skuli vera á lýta-
lausri íslensku. Þær skuli vera skýrt
aðgreindar frá öðru efni fjölmiðla.
Komi börn fram í auglýsingum skal
þess gætt að sýna kvorki né lýsa
hættulegu atferli eða atvikum er
leitt geti til þess að þau eða önnur
börn komist í hættu eða geri það
sem óheimilt er.
Flutningsmaður bendir m.a. á að
hin síðari ár hafi mikið verið fjallað
um greiðsluerfiðleika fólks, alvarleg-
an fjárhagsvanda og aðstoð við gjald-
þrota fólk og eignalaust. Oft er þessi
vandi vegna ytri aðstæðna en í öðrum
tilfellum hefur verið um offjárfest-
ingu að ræða sem rekja megi til
vanþekkingar í meðferð fjármála.
Rannveig leggur því til að Alþingi
álykti að fela menntamálaráðherra
að láta semja námsgögn um almenna
fjármálaumsýslu fyrir 10. bekk
grunnskólans og framhaldsskólann
og gera fræðslu um hana að skyldun-
Það kom fram í framsögu við-
skiptaráðherra að rétt þótti að hafa
lagaákvæðin fá en setja ítarlegri
útfærslu í reglugerð sem auðvelt
væri að breyta eftir þöt'fum í tímans
rás. I lok ræðu sinnar sagði Jón
Sigurðsson að markmiðið með setn-
ingu þessara lagaákvæða og reglu-
gerða væri að stuðla að heilbrigðri
samkeppni á auglýsingamarkaðn-
um og vernda betur hagsmuni neyt-
enda, fyrst og fremst barna. Við-
skiptaráðherra lagði til að frum-
varpinu yrði vísað til ijárhags- og
viðskiptanefndar.
ámsgrein í efsta bekk grunnskólans
og kjarnagrein í framhaldsskólum.
Markmið fræðslunnar verði m.a: Að
kenna sem flest er við kemur al-
mennri fjármálaumsýslu, þar með
talið gerð greiðslu- og kostnaðar-
áætlana. Að kynna nemendum með-
ferð greiðslukorta og notkun tékk-
hefta. Að kynna nemendum almenn-
ar reglur um lántökur, svo sem víxla-
og skuldabréfaviðskipti, vaxtamál og
hvaða ábyrgð felst í því að gerast
ábyrgðarmaður á skuldaviðurkenn-
ingum.
Þingsályktunartillaga
um fjármálafræðslu
RANNVEIG Guðmundsdóttir (A/Rn) vill stuðla að því „að ungt fólk
verði betur búið undir þá fjármálalegu umsýslu sem nútímaþjóðfélag
krefst af hverjum einstaklingi“, og hefur hún lagt frain þingsályktuna-
tillögu til að auka peningavit og þekkingu ungdómsins á fésýslu.