Morgunblaðið - 17.11.1990, Qupperneq 10
MORQUNBLAPIP LAUGARDAGL'R 17- NÓVKMBEH 1990
10| f
■ AL-ANON verða með opinn
afmælis- og kynningarfund sunnu-
daginn 18. nóvember kl. 16.00 í
Bústaðakirkju. Al-Anon-samtökin
voru stofnuð á íslandi árið 1972
og eru félagsskapur ættingja og
vina alkóhólista. Al-Anon-samtökin
hafa aðeins einn tilgang, að hjáipa
aðstandendum alkóhólista. Á fund-
inum munu koma fram og segja
sína sögu þrír Al-Anon-félagar,
einn félagi frá AA-samtökunum,
sem eru samtök alkóhólista, og einn
félagi frá Alateen, sem er félags-
skapur aðstandenda alkóhólista
12-20 ára. Kaffiveitingar.
■ / VESTURSAL Kjarvalsstaða
stendur yfir sýning á skúlptúr eftir
Brynhildi Þorgeirsdóttur. í aust-
ursal stendur yfir Inuasýning. Sýnd
eru munir frá menningarheimi esk-
imóa í Vestur-Alaska. Sýningin er
á vegum Menningarmálanefndar
Reykjavíkurborgar og Menning-
arstofnunar Bandaríkjanna.
Kjarvalsstaðir eru opnir daglega frá
kl. 11.00 til 18.00 og er veitinga-
búðin opin á sama tíma.
OHKfl 91Q7fl LÁRUS Þ. VALDIMARSS0N framkvæmdastjóri
L I IuU'lIO/U KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. löggiltur fasteignasali
Til sýnis og sölu auk annarra eigna:
Nýtt einbýlishús við Fannafold
Á útsýnisstað ein hæð, 117,6 fm með 4ra-5 herb. íb. Bílskúr 37 fm.
Húsið er tekið til íbúðar næstum fullgert. Ræktuð lóð. Skipti mögul. á
3ja herb. íb. í nýja miðb.
Á vinsælum stað í Vogunum
í tvíbýlishúsi, 3ja herb. samþ. kjíb. um 80 fm. Rúmg. herb. Ræktuð
lóð með háum trjám. Laus 1. feb. nk. Verð aðeins 4,8 millj.
í fjórbýlishúsi við Hofsvallagötu
2ja herb. íbúð á 1. hæð töluvert endurbætt. Ágæt sameign. Geymslu-
og föndurherb. í kj. Sérþvottaaðstaða. Vinsæll staður.
Á efri hæð við Skeggjagötu
Mjög góð 3ja herb. lítil (b. á efri hæð í austurendanum. Nýtt eldhús.
Nýl. sturtubað. Mikil og góð lán áhv. Latis fljótl.
2ja herb. íbúðir við:
Stelkshóla, 2. hæð. Góð suðuríb. m. ágætum bílsk.
Vallargerði Kóp, jarðh., öll ný endurb. Allt sér.
Einarsnes, í kj. Öll eins og ný. Allt sér. Tvíb.
Nýtt steinhús - eignask. möguleg
Einbýlishús við Bæjargil í Garðabæ með 4ra-5 herb. íb. á tveimur
hæðum, 153,6 fm samtals. Góður bílskúr 24 fm. Húsið er tekið til af-
nota ekki fullg. Blómaskáli og heitur pottur. Húsnæðisl. kr. 4,6 millj.
Tilboð óskast.
Nýtt einbýlishús - eignaskipti
Glæsilegt einnar hæðar einbhús, 170 fm, auk bílsk. um 40 fm. Langt
komið i byggingu á útsýnisstað á Álftanesi. Stór ræktuð eignarlóð.
Fullb. u. trév. nú þegar. Skilast þannig eða lengra komið. Margskonar
eignaskipti möguleg.
Gott skrifstofuhúsnæði
í miðborginni eða nágr. óskast. Rétt eign verður borguð út.
• • •
Opið í dag kl. 10.00-16.C
Viðskiptum hjá okkur
fylgir ráðgjöf og
traustar upplýsingar.
AIMENNA
FASTEIGHASALAW
TKvÉGMBSÍMAR 21150-21370
i n\!I riL a n
1 \Ji 1
í BLÁU TÓNLEIKARÖÐINNI
laugardaginn 17. nóvemberkl. 15.00
í Háskólabíói.
Tónlist fyrir þá, sem eru að leita eftir
nýjum straumum og hlusta með
opnum huga á það, sem er að gerast
á sviði tónlistar í nútímanum.
EFNISSKRÁ:
Guðm. Hafsteinsson: Ljóðskap (Lyric Shape).
Arnold Schönberg: Fimrn þættir op. 16.
Wiiold-Luiosiavskí: „Bók fvrir hljómsveir.
STJÓRNANDIJAN KRENZ
Aðgöngumiðar seldir við innganginn.
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS.
á íslandi er styrktaraðili SÍ
starfsárið 1990-91.
Kammersveit Reykjavíkur
_________Tónlist_______________
Jón Ásgeirsson
Kammersveit Reykjavíkur hóf
sitt 17. starfsár með skemmtileg-
um tónleikum í Áskirkju. Á efnis-
skránni voru verk eftir Natra,
Faure, Ravel og Francaix. Flytj-
endur voru Elísabet Waage
(harpa), Rut, Unnur María og Inga
Rós Ingólfsdætur (fiðlur og selló),
Guðmundur Kristmundsson (lágf-
iðla) og Blásarakvintett Reykjavík-
ur en þar leika, svo sem allir vita,
Bemhard Wilkinson (flauta), Einar
Jóhannesson (kiarinett), Daði Kol-
beinsson (óbó), Joseph Ognibene
(horn) og Hafsteinn Guðmundsson.
Tónleikamir hófust á verki sem
Sergiu Natra samdi fyrir Nicanor
Zabaleta, hörpusnillinginn fræga,
sem eitt sinn hélt hér tónleika á
vegum Tónlistarfélagsins. Verkið
er samið fyrir hörpu, flautu, klarin-
ett og strengjákvartett. Þetta er
sérkennilegt verk en svo sem höf-
undurinn tilgreinir um hraða kafl-
anna, er líklegt að hröðu kaflamir
hafi verið nokkuð of hægir og heild-
ai-mynd verksins því verið einum
of einhæf að því leyti, þó margt
væri þar fallegt að heyra, bæði í
blæ og fallega mótuðum tónhend-
ingum.
Þijú lög fyrir flautu og höi-pu,
eftir Faure, voru fallega flutt og í
Kammersveit Reykjavíkur.
leik Bernharðs og Elísabetar,
glampaði á yndislegar tónhending-
ar þessa ljóðræna höfundar. Inn-
gangur og Allegro eftir Ravel er
samið fyrir sömu hljóðfæraskipan
og verkið eftir Natra en hjá Ravel
er hlutverk hörpunnar mun viða-
meira og lék Elísabet þetta
skemmtilega verk mjög vel og ekki
má gleyma fagurlega mótuðum
samleik flautu, klarinetts og
strengj akvartetts.
Blásarakvintett Reykjavíkur
flutti í lokin kvintett eftir Francaix,
sem er snilldarlega vel skrifaður
fyrir hljóðfærin, leikrænn, fjörugur
og fullur upp með alls konar gríni,
er var frábærlega útfært af þeim
snjöllu félögum, sem seint verða
ofhlaðnir lofi fyrir vandaðan og
músíkalskan leik.
Þetta voru skemmtilegir tónleik-
ar en líklega verða næstu það ekki
síður, því þar mun gefa að heyra
fimm unga einleikara spreyta sig
á verkum frá átjándu öldinni og
leika á trompett, lágfiðiu, selló,
altbásúnu og flautu.
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 564. þáttur
Kristján skáld frá Djúpalæk
sendir mér bréf sem ég þakka
honum kærlega og tek undir í
öllum atriðum. Þarf ekki um
athugasemdir hans að bæta af
minni hálfu:
„Kæri Gísli.
Málfar breytist hratt. Ég
þakka þér fyrir elju þína við að
halda okkur við efnið í meðferð
íslenskrar tungu á meðan aðrir
láta fjölina fljóta.
Satt að segja tekur mig oft í
hjartað er ég hlusta á fjölmiðl-
ana okkar. Það eru ekki aðeins
málvillur sem angra, heldur hin
dæmalausa orðafátækt og
hvernig hver étur upp eftir öðr-
um sama ávanaglamrið. Dæmi:
fyrir allnokkru byijaði einhver á
að segja „óöryggi" í stað örygg-
isleysis. Ég kann þessu ekki,
án þess að segja að það sé vit-
leysa.
Hitt er verra að nú segja
menn yfirleitt „var við“, óháð
kyni og tölu. Karlar eru ekki
lengur varir við, konur varar
við og þau bæði vör við. Þá
sýnist mér að öld þágufallssýk-
innar sé að renna upp aftur. Er
þetta einkum áberandi í þáttum
þar sem almenningur kemur
fram í símaviðtölum. Tökum
þáttinn Þarfaþing (sem raunar
er hið mesta þarfaþing). Þar er
mjög notað „honum vantar“,
„henni Iangar í“, o.s.frv. Mér
dettur oft í hug gamall seinni
partur af vísu sem mun hafa
verið lagður í munn Vestur-
íslendingi: „Honum langar hana
í,/ henni vantar manninn"!
Þá kem ég að því sem angrar
mig einna mest en það er hvern-
ig menn styðjast við hækjur
hjálparsagnarinnar „mundi“.
Menn virðast hafa gleymt við-
tengingarhætti af flestum sögn-
um! „Ef ég mundi fara“ er sagt
í stað ég færi; „svo þeir mundu
læra meðferð málsins" í stað svo
þeir lærðu. Úr viðtali: „Svo var
ákveðið að ég mundi skipta kyn
og ef fólkið þar mundi ekki við-
urkenna mig mundi ég aldrqi
finna ró í minni sál.“
Verða eignarfallsendingar
nafnorða alveg horfnar um alda-
mótin? í sama fréttatíma um
daginn heyrði ég bæði „lækkun
olíuverð" (í stað verðs) og
„framlög til Byggðastofnun
ríkisins“ (í stað -stofnunar).
Mikið að þeir skyldu ekki segja'
„vegna lækkun olíuverð"! Það
kemur næst. Með tímanum
verða orðin eins og halaklipptur
hundur, haldi þessu áfram.
Nú verða skólarnir að hefja
sams konar baráttu og hrundið
var af stað' fyrir nokkrum ára-
tugum gegn hljóðvillunni: gegn
þágufallssýki, hjálparsagna-
hröngli og eignarfallsflótta.
Kær kveðja."
★
í 2. hljóðskiptaröð er ekki allt
jafn-einfalt og í fyrstu röð, sjá
næstsíðasta þátt. Algengast er
að í fyrstu kennimynd sé jó eða
jú, síðan au og loks u, en það
u hefur breyst í o fyrir lifandi
löngu. Dæmi af 2. röð eru þá
bjóða, bauð, buðum, boðinn
og fljúga, flaug, flugum, flog-
inn.
Til eru svo sagnir í 2. röð sem
ekkert j hafa framan við stofn-
sérhljóðið, svo sem lúta og súpa,
og fyrrmeir var sagt lúka, þar
sem flestir segja nú ljúka.
Það er sama sagan í 2. röð
og hinni fyrstu: ef g er í stofni,
kann það að setja allt á annan
endann í þátíð eintölu. Geta orð-
ið til tvenns konar býsna ólíkar
myndir. Þetta gerist (gat gerst)
í sögnunum fljúga, ljúga, sjúga
og smjúga. Fuglinn flaug ekki
aðeins fjaðralaus, hann fló líka,
Gunnar Lambason „ló frá víða“
í lýsingu sinni á Njálsbrennu,
og Siggi, sem var úti með ærnar
í haga (texti sr. Jónasar Jónas-
sonar) vissi að lágfóta smó=
smaug dældirnar. Lakast hefur
mér gengið að finna *só fyrir
saug.
Þá hefur verið til sögnin að
*tjúga, *taug, *tugum„ því að
af henni kemur fyrir í bókmennt-
um lýsingarháttur þátíðar t.og-
inn. Eyvindur Finnsson skálda-
spillir (laust fyrir 1000) kvað:
Sátu döglingar
með sverð of togin
með skarða skjöldu
og skotnar brynjur.
(Hákonarmál 9.)
Togin merkir þarna dregin
úr slíðrum.
Fleira er athugavert við sagn-
ir eftir 2. röð. Danskur maður
er nefndur Karl Adolf Verner
(1846-1896). Hann uppgötvaði
lögmál forn sem við hann eru
kennd. Þau eru um röddun nokk-
urra samhljóða, eftir því hvernig
áhersla lagðist á nágrannasér-
hljóðin í fjörrustu fyrnsku. Eitt
var það með öðru að s gat í
áranna rás breyst í r. Kemur
þetta við sögu tveggja sagna
eftir 2. röð, frjósa og kjósa, og
veldur því að þær hafa tvenns
konar lýsingarhátt þátíðar. Af
kjósa er til bæði kosinn og kjör-
inn, en af frjósa ýmist frosinn
eða freðinn. Hefur þarna margt
gerst sem ekki verður rakið hér,
og þar að auki ,þykjast sumir
kenna merkingarmun á frosinn
og freðinn, og eru menn ekki
alls kostar sammála um hvor
orðmyndin tákni meiri frost-
hörku. Hvað finnst ykkur: Er
t.d. munur á því að vera stokk-
frosinn og stokkfreðinn?
Af mörgum sögnum eftir 2.
röð eru myndaðar orsakarsagn-
ir (verba causativa). Þær koma
af 2. kennimynd með i-hljóð-
varpi og merkja að láta það
gerast sem felst í móðursögn-
inni. Af fauk kemur feykja =
láta fjúka, af draup dreypa,
rauk reykja, braut breyta,
hraut hreyta, sauð seyða
(= sjóða iengi), þaut þeyta,
flaug fleygja og smaug
smeygja.
★
Vilfríður vestan kvað:
þeir sögðu um Gústa í Götum
að af girnd honum slægi ekki flötum,
í ástarlífsbransa
tæki’ann ógjarna sjansa
og á brúðkaupsnótt færi ekki úr fötum.