Morgunblaðið - 17.11.1990, Side 12

Morgunblaðið - 17.11.1990, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NOVEMBER 1990 Ríkisstjórnin hækkar raunvexti á almennum húsnæðislánum eftirHalldór Blöndal Fréttir hafa verið að berast. af því, að Guðmundur J. Guðmundsson og Ögmundur Jónasson séu að taka fé verkalýðshreyfingarinnar úr ís- landsbanka, af því að vextir hafi hækkað lítilsháttar í samræmi við vaxandi verðbólgu. í fljótu bragði virðist þetta sýna mikinn þráa og sterkan vilja til þess að raunvöxtum sé haldið niðri. En ekki er allt sem sýnist. Síðustu vikur hefur verið að koma í ljós, að Byggingasjóður ríkisins er nánast galdþrota. Jó- hanna Sigurðardóttir hefur brugðist þeirri embættisskyldu sinni að tryggja sjóðnum nægilegt fjármagn af fjárlögum til þess að hann geti staðið undir þeim skuldbindingum, sem hann hefur tekið á sig. Þar við bætist, að hún og ríkisstjórnin eru staðráðin í að standa ekki við þá samninga, sem gerðir voru við aðila vinnumarkaðarins í febrúar 1986 um lánveitingar til húsnæðismála. Það þýðir, að veruleg vaxatahækk- un verður á lánum til íbúðarkaupa á almennum markaði. Það sýnir óskammfeilni ríkis- stjórnarinnar að í íjárlagafrum- varpinu er ekki gert ráð fyrir einni einustu krónu til Byggingarsjóðs ríkisins. Á hinn bóginn hefur verið boðuð veruleg vaxtahækkun á þeim lánum sem þegar hafa verið veitt. Þeim umsóknum um ián, sem fyrir liggja, á að fleygja í ruslakörfuna. Þjóðráð Jóhönnu Sigurðardóttur er að vísa öllum þeim, sem ekki vilja búa í kaupleiguíbúðum eða búsetaíbúðum og ekki eiga kost á íbúðum í félagslega kerfinu á hús- bréfakerfið. Dagprísar verða á af- föllum bréfanna, gagnstætt því sem áður var. Gefið er upp að raunvext- ir séu 7%t en þó munu 7,3% vera nær lagi. I félagskerfinu eru vextir 1%, en 4,5% í kaupleigu- og búseta- íbúðum. Þetta þýðir, ef gengið er út frá 500 þús. kr. láni, að árleg vaxtabyrði verði með þessum hætti: VERTU MEÐ - ÞAÐ ER GALDURINN UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI: 681511 LUKKULINA: 991000 Halldór Blöndal „Með hliðsjón af því að staðgreiðsluskattar eru 40%, í lífeyrissjóði fer 4% og a.m.k. 1% til stéttarfélaga, kemur í ljós, að sá sem þarf að fjármagna íbúð sína með húsbréfum, verður að hafa 44 þús. kr. meiri tekjur á mánuði en hinn, sem nýtur hins félagslega kerfis.“ í félagslega kerfinu er vaxta- byrðin 50 þús. kr. eða rúmlega 4 þús. kr. á mánuði, í kaupleigu- og búsetaíbúðum, ef fólk hefur góðar tekjur, 225 þús. kr. eða 18.750 kr. á mánuði.- í húsbréfakerfinu er vaxtabyrðin miðað við 7%, sem er lágmark, 350 þús. kr. eða 29.167 kr. á mánuði. Með hliðsjón af því að stað- greiðsiuskattar eru 40%, í lífeyris- sjóði fer 4% og a.m.k. 1% til stéttar- félaga kemur í ljós, að sá sem þarf að fjármagna íbúð sína með hús- bréfum, verður að hafa 44 þús. kr. meiri tekjur á mánuði en hinn, sem nýtur hins félagslega kerfis. Ef jafnframt er tekið tillit til styttri lánstíma húsbréfa er mismunurinn á greiðslubyrðinni enn meiri. Þetta er mikil mismunun, ég kalla hana siðlausa og ólíðandi. Félagsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi, þar sem gert er ráð fyrir, að þeir sem fá greiðsluerfiðleikalán, skuli fá hús- bréf í stað fyrirgreiðslu úr Bygging- arsjóði ríkisins. Það þýðir vaxta- hækkun úr 4,5% í 7—7,3%. 6. des- ember fyrir ári hækkuðu.vextirnir úr 3,5% í 4,5%. Guðmundur J. Guðmundsson og Ögmundur Jónasson hafa dregið fé sitt út úr Islandsbanka vegna lítils- háttar og tímabundinnar vaxta- hækkunar. Þeir seja á hinn bóginn ekkert við því, þó að ríkisstjórnin hækki raunvexti á húsnæðislánum verulega og mismuni launafólki svo, að nemur hundruðum þúsunda á ári. Sú spurning hlýtur að vakna, hvaða hagsmunum þeir séu að þjóna. Höfundur er þingmnður Sjálfstæðisflokksins i Norðurlandskjördæmi eystra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.