Morgunblaðið - 17.11.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.11.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NOVEMBER 1990 21 A I gæsluvarð- hald vegna þjófnaða MAÐUR hefur að kröfu Rann- sóknarlögreglu ríkisins verið úr- skurðaður í gæsluvarðhald til 9. janúar næstkomandi vegna gruns um endurtekin afbrot. Þar á meðal innbrot í Hraðfrysti- hús Grundarfjarðar um mánaða- mót. Þar var stolið sjötékkheftum. Stálu stöðu- mælum LÖGREGLAN handtók á niið- vikudagskvöld tvo menn um tvítugt sem stolið höfðu sex stöðumælum af bílastæðum við Tryggvagötu og Pósthússtræti. Vegfarendur sáu til tveggja manna á Fiat-bíl skera stöðumæla af staurum og gerðu lögreglu við- vart. Skömmu síðar var Fiat-bíll stöðvaður í Vesturbænum og við leit í honum fundust sex stöðumæl- ar, hasspípa, auk ýmissa verkfæra, svo sem rörskera, sem talið er að notaður hafi verið við verknaðinn. Mennirnir gistu fangageymslur lögreglunnar en voru síðan færðir til yfirheyrslu. Grunur lék á að þeir hefðu áður gerst sekir um þjófnað af þessu tagi. MORATEMP AUÐSTILLT MORATEMP blöndunar- tækin eru með auðveldri einnar handar stillingu á hitastigi og vatnsmagni. MORA sænsk gæðavara fyrir íslenskar aðstæður. Fást í byggingavöruverslunum. mein anægja í Kaupmannahöfn ’ FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGA RÁÐHÚSTORGI Tónleikar tveggja kóra SAMKÓR Trésmíðafélags Reykjavíkur og Reykjalundarkórinn halda tónleika í dag, laugardaginn 17. nóvember, kl. 16.00 í Fella- og Hóla- kirkju. Á efnisskrá eru aðallega íslensk og erlend lög sem verða á geisladiski sem Tónlistarsamband alþýðu gefur út nú fyrir jólin. Stjórnendur eru * Olögleg lyfjanotkun vaxtarræktarmanna: Island í keppnisbann endurtaki slíkt sig á næsta alþjóðamóti Á heimsmeistaramóti áhugamanna í vaxtarrækt, sem haldið var 28.-31. október sl. í Kuala Lumpur í Malasíu, kepptu 86 þjóðir og samtals 187 keppendur. Af þessum keppendafjölda voru 40 keppend- ur lyfjaprófaðir, þar af einn frá íslandi, ívar Hauksson, og féll hann á prófinu og var dæmdur í eins árs keppnisbann af Alþjóðlega vaxt- arræktarsambandinu. Kjartan Ölafsson og Lárus Sveinsson og undirleikarar Hólmfríður Sigurð- ardóttir og Ingibjörg Lárusdóttir. Á myndinni er Reykjalundarkórinn. Samtals féllu 11 keppendur á lyfjaprófinu, segir í fréttatilkynn- ingu frá Félagi áhugamanna um vaxtarrækt, FAV. Þessir keppendur Borgarstjórn: Byggðastofnun leyft að hækka hús sitt BORGARSTJÓRN Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að veita leyfi til hækkunar á húsi Byggðastofn- unar og Framkvæmdasjóðs við Rauðarárstíg um eina hæð. Agreiningur varð í borgarráði á þriðjudag um tillögu frá skipulagsnefnd þar að lútandi og var málinu vísað til af- greiðslu borgarstjórnar. Ágreiningurinn var um útlitsleg atriði og hvort byggingin þyldi eina hæð til viðbótar með tilliti til nálægra húsa. Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokks, Kvennalista og Framsókn- arflokks greiddu atkvæði með því að leyft yrði að hækka húsið en Sigurjón Pétursson, borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins og borgar- fulltrúar Nýs vettvangs, þær Ólína Þorvarðardóttir og Kristín Á. Ól- afsdóttir, voru því andvíg. taka nú allir út eins árs keppnis- bann frá dagsetningu mótsins að telja þar eð þetta var þeirra fyrsta brot. Svanur Kristjánsson, hjá FÁV, sagði að þetta atvik hefði þau áhrif á vaxtarræktarmenn hér á landi að ef slíkt endurtæki sig á næsta alþjóðlega móti yrðu allir keppnismenn frá íslandi settir í eins árs keppnisbann á alþjóðamótum. Almennur félagsfundur FÁV verður haldinn sunnudaginn 18. nóvember næstkomandi og verða þessi mál þar til umfjöllunar. Einn- ig verður þar rætt um hvort félagið sækir um aðild að íþróttasambandi íslands. T VELKOMIN st llJOLAIANMÐ Blómaval er komið í jólabúninginn. Fallegar jólaskreytingar upp um alla veggi og út um allt. Mannskapurinn er í jólaskapi og margt verður skemmtilegt gert. ÞESSAHELGI: Sérstök kynning á JÓLASTJÖRNUM. Hafsteinn Hafliðason verður á staðnum á laugardag og sunnudag frá kl. 13-18. Hann veitir góð ráð og aðstoðar við val á Jólastjömum. JÓLASVEINALANDIÐ Heimsækið Jólasveinalandið, sannkallaðan ævintýraheim fyrir jólaböm á öllum aldri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.