Morgunblaðið - 17.11.1990, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NOVEMBER 1990
Dalvík:
Segjum engum upp
nema í ítrustu neyð
- segir yfirverkstjóri frystihússins
„VIÐ SEGJUM ekki upp okkar starfsfólki nema í ítrustu neyð,“ sagði
Sigurður Jörgen Óskarsson yfirverkstjóri á frystihúsinu á Dalvík.
Hann sagði að menn tryðu því ekki að til boðaðs verkfalls yfirmanna
á fiskiskipum kæmi.
Mikið hefur venð að gera í frysti-
húsinu á Dalvík að undanförnu og
aila þessu viku hefur vinna hafist
ki. 6 á morgnana og er unnið í 10
tíma. Sigurður sagði að eingöngu
væri unnið í dýrustu pakkningar á
Bandaríkjamarkað, en það hefði
■ STUÐNINGSHÓPUR fyrir
aðstandendur aldraðra efnir til
fundar á heilsugæslustöðinni á
Akureyri næstkómandi mánudag,
19. nóvember. Fundurinn verður
haldinn á 4. hæð og hefst kl. 17.30.
Starfsmenn þjönustuhóps aldraðra
koma á fundinn og kynna nýtt vist-
unar/þjónustumat.
m.a. í för með sér að starfsfólki
hefur verið fjölgað í frystingunni og
þar vinna nú um 65 manns.
Nægur kvóti er fyrir hendi til að
halda uppi vinnu til 22. desember
og sagði Sigurður að að því væri
stefnt. „Við gerðum áætlanir fyrir
vinnsluna fyrir allt þetta ár og það
hefur staðist ágætlega. Það hefur
ekki fallið niður klukkutími vegna
hráefnisskorts á þessu áriv“
Sigurður sagði að reksturinn
gengi þokkalega, öll skilyrði væru
hin ákjósanlegustu og það hefði í för
með sér mikinn bata í rekstri. „Við
getum ekki annað en horft björtum
augum til framtíðarinnar," sagði
Sigurður.
HEILSUGÆSLUSTÖÐIN Á AKUREYRI
Hjúkrunarfræðingar - sjúkraliöar
Hjúkrunarfræóingar
Staða deildarstjóra við ung- og smábarnaeftirlitið
er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. mars nk.
Afleysingarstaða almenns hjúkrunarfræðings við
ung- og smábarnaeftirlit er veitt til eins árs og einnig
frá 1. mars nk. Er hér um að ræða 80% stöðugildi.
Staða hópstjóra við heimahjúkrun er laus nú þegar
eða eftir samkomulagi. Hálf eða heil staða kemur til
greina.
Mk
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Bergur Már í fangi föður síns, Flosa, við hlið þeirra er bróðirinn Hrólfur, þá föðuramman, Margrét,
og lengst til vinstri er Halldóra móðir hans.
Sex mánaða barn hvarf í tvo tíma:
Hræðileg reynsla en erum
ánægð með hversu vel fór
- segja foreldrar barnsins
„ÞETTA var alveg hrikaleg lífsreynsla og tíminn var óskaplega
lengi að líða,“ sögðu hjónin Halldóra Krisfjánsdóttir og Flosi Jóns-
son, en sex mánaða gamall sonur þeirra, Bergur Már, hvarf í gær
þar sem hann svaf í kerru sinni fyrir framan gullsmíðaverslun
þeirra, Skart í Hafnarstræti. Hvarfið var tilkynnt til lögreglu laust
fyrir kl. 12 á hádegi í gær, en barnið fannst í anddyri Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri skömmu fyrir kl. 13.
Drengurinn svaf í kerru fyrir
utan verslunina og var hans sakn-
að nokkru fyrir kl. 11.30. Foreldr-
ar drengsins leituðu hans fyrst í
nágrenninu ásamt fleira verslunar-
fólki í miðbænum, en hvarfið var
tilkynnt til lögreglu kl. 11.48.
Gunnar Randversson varðstjóri
lögreglunnar sagði að lögregla
hefði fengið vísbendingar, sem
leiddu til þess að leit var m.a. beint
að Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur-
eyri. Barnið fannst sofandi í kerru
sinni í anddyri sjúkrahússins. Talið
er að sjúklingur á sjúkrahúsinu
hafi ekið kerrunni með barninu
þangað. Sjúklingurinn, sem er
kona, á við andlega vanheilsu að
stríða.
„Hann svaf allan tímann og vissi
ekkert af þessu. En það eru allir
afar ánægðir með hversu vel þetta
fór að lokum, meðan á leitinni stóð
var þetta svo óraunverulegt, eins
og þetta væri ekki að gerast í al-
vörunni,“ sögðu foreldrar drengs-
ins.
Sjúkralióar
Staða sjúkraliða við heimahjúkrun er laus til umsókn-
ar, hálf eða heil staða.
Komið eða hringið í Heilsugæslustöðina á Akureyri
og kynnið ykkur starfsemi heilbrigðisstétta á heilsu-
gæslustöð.
Hafið samband við hjúkrunarforstjóra, deildarstjóra
ung- og smábarnaeftirlits eða deildarstjóra heima-
hjúkrunar og fáið nánari upplýsingar.
Símatími daglega í síma 96-22311 milli kl. 11.00-
13.00. Umsóknarfrestur er til 1. desember nk.
Hrísey:
Borg kaupir Skarðsvíkina
BORG hf. í Hrísey hefur fest kaup á Skarðsvík AK-205 frá Akra-
nesi. Skipið er væntanlegt til nýrrar heimahafnar á morgun, sunnudag.
Borg hf. á fyrir bátana Eyborgu
EA og Isborgu EA, en auk þess er
í smíðum skip í Portúgal fyrir fyrir-
tækið. Skarðsvíkin er loðnuskip, 347
tonn að stærð. Skipið er smíðað í
Noregi árið 1975 og yfirbyggt árið
1977.
Páll Siguijónsson, einn hluthafa
í Borg hf., sagði að ætlunin væri
að nota skipið til síldveiða í haust,
en fyrirtækið hefur yfir allmiklum
síldarkvóta að ráða. Komi hins vegar
til boðaðs verkfalls yfirmanna á
fiskiskipum yrði að líkindum farið
að undirbúa skipið fyrir vetrarvertíð.
. Skipið, sem hlotið hefur nafnið
Asborg EA-259, er væntanlegt til
heimahafnar, Hríseyjar, síðdegis á
morgun, sunnudag.
FJÓRAR NÝJAR!
Q* Allt stakar sögur
ásútgáfan Glerárgötu 28 - 600 Akureyri - Sími 96-24966
Framleiðum snjóblásarann BARÐA
Sterkur og afkastamikill fyrir íslenskar aðstæður.
Einnig fáanlegar fleiri gerðir og stærðir.
Hringið og fáiö nánari upplýsingar.
VÉLSMIMN VÍK HF.,
610 Grenivík, símar 96-33478 og 96-33216.