Morgunblaðið - 17.11.1990, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 17.11.1990, Qupperneq 34
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1990 , 34 Minning: Elísabet Guðmunds■ dóttir Andersen Fædd II. nóvember 1915 Dáin 11. nóvember 1990 Ekki grunaði mig þegar Beta mágkona mín og Tage maður henn- ar kvöddu okkur í ágúst síðastliðn- um að það yrði í hinsta sinn í þessu lífi sem ég sæi hana. Hún virtist svo glöð, hressileg og ánægð. Þau héldu þá til heimilis síns í Kaup- mannahöfn. Eftir heimkomuna fór hún að kenna sjúkleika sem ágerð- ist svo að hún var lögð inn á spítala. Þann 10. þessa mánaðar versnaði henni mjög skyndilega og lést hún að morgni næsta dags, 75 ára af- mælisdags síns, eftir stutta legu. Lát hennar var sorglegt og mikið áfall fyrir alla fjölskylduna. Þórdísi konu minni þótti mjög vænt um Betu systur sína og tók þessa sorgarfregn afar nærri sér. Það gerðu ég og börn okkar líka. Elísabet, eða Beta eins og hún kaus að kalla sig, fæddist að Bíldsfelli í Grafningi 11. nóvember 1915 dóttir hjónanna Guðmundar Þorvaldssonar bónda þar og konu hans Guðríðar Finnbogadóttur. Húnólst þar upp í stórum systkina- hópi á miklu myndarheimili. Hún stundaði nám í Kvennaskóla Reykjavíkur og brautskráðist þaðan árið 1935. Til Danmerkur fór hún rétt fyrir byjjun síðari heimsstyrjaldarinnar 1939 og dvaldi þar öll stríðsárin. Þar kynntist hún mannsefni sínu Tage Andersen. Þau felldu hugi saman og giftu sig í stríðslok. Skömmu síðar komu þau hingað til íslands og dvöldu hér um tveggja ára skeið. Á þeim árum fæddust þeim tvær dætur, Kiddy og Lene. Móðir Þórdísar, Kristín Jósefsdóttir ljósmóðir, tók á móti báðum stúlk- unum við fæðinguna að Bíldsfelli. Þegar Beta og Tage fluttu aftur til Danmerkur ásamt dætrunum stofnuðu þau heimili í Kaupmanna- höfn og hafa búið þar síðan. Þau komu öðru hvoru í heimsókn hingað til landsins og við Þórdís heimsóttum þau einnig þegar við fórum til Danmerkur. Það fór alltaf mjög vel á með okkur. Þau hjónin urðu góðir vinir mínir. Við hjónin höfum oft gist hjá þeim í skemmtilegu einbýlishúsi sem þau byggðu sér á góðum og rólegum stað í Hvidovre, einni út- borg Kaupmannahafnar, nálægt ströndinni. Umhverfis það er óvenjufallegur tijágarður með fjölda blóma því húsmóðirin var mikil blómakona og þau hjónin voru raunar bæði mikið fyrir blóm. Þau ræktuðu enn fremur allskonar mat- jurtir og ávexti. Þar var gott að koma og njóta mikillar gest.risni. Beta var fyrirmyndar húsmóðir og kunni vel til matargerðar. Tage Notaðu AKRA með öðruúrvals hráefni.... og útkoman verður frábær! Súkkulaðiterta með rommkremi Léttþeytið 70 g AKRA smjörlíki, 90 g sykur, 90 g púðursykur og 3 egg. Hrærið saman við 150 g hveiti, V2 tsk. natron, 2 tsk. salt, 25 g kakó og 150 g mjólk. Bakið við 190°C í 20 mínútur. Rommkrem Hrærið saman 50 g kakó, 500 g flórsykur og 350 g AKRA smjörlíki og bætið í rommdropum eftir smekk. Skreytið kökuna. Verði ykkur að góðu! -------------f SMJÖRLÍKISGERÐ Akureyri var góður og vanur gestgjafi. Hann hafði rekið veitinga- og matsölu- staði og oftast hafði Beta verið með honum í því starfi. Það var ekki í kot vísað að gista hjá þeim. Annars vann Beta langtímum saman við hjúkrunarstörf þótt hún væri ekki lærður hjúkrunarfræðing- ur, en hafði verið á námskeiðum í því fagi. Hún hafði mikinn áhuga á hann- yrðum, einkum útsaumi allskonar og var stórvirk í þeim. Við eigum meðal annars eftir hana veggteppi og stóra innrammaða mynd, hvort- tveggja mjög vel gert og fallegt. Dætumar eru báðar lærðir hjúkr- unarfræðingar og löngu giftar. Kiddy sem er eldri 0g hefur sér- hæft sig í hjúkrun eldra fólks er forstöðukona á elliheimili. Hún er gift egypskum verkfræðingi Arafa E1 Kholy og eiga þau eina dóttur, Hönnu að nafni. Þau búa í Lyngby. Lene starfar líka við hjúkran. Hún er gift endurskoðanda. Flemm- ing Sivertsen. Þau eiga.einn son sem Henrik heitir og búa í Slagelse. Þórdís kona mín veiktist um 1950 0g þurfti að dvelja á sjúkrastofnun í Danmörku um hálfs árs skeið. Þá heimsótti hún Betu og Tage alloft og þau hana. Eftir að hún útskrifað- ist buðu þau henni að búa á heim- ili þeirra um tíma sér til hressing- ar. Þessi tími varð hálft ár og hefur Þórdís oft sagt mér að hún gleymi aldrei hve vel systir hennar og mágur reyndust henni þá, einsog þau raunar alltaf hafa. gert. Með árunum hef ég kynnst þeim báðum náið, glaðværum, vel gefn- um og raungóðum manneskjum. Við munum sakna Betu mjög mikið og eigum erfitt með að átta okkur á því að hún sé horfin okkur fyrir fullt og allt. Margar og góðar minningar eigum við þó 0g þær verða ekki frá okkur teknar. Við Þórdís, börn okkar og fjöl- skyldur þeirra sendum Tage, dætr- um hans, tengdasonum og fjöl- skyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hjartanlega þökkum við Betu alla vináttu hennar og ánægjulegar samverustundir. Vð biðjum henni Guðs blessunar á þeim leiðum sem hún nú hefur lagt út á. Blessuð sé minning hennar. Útförin fer fram í Kaupmanna- höfn í dag. Erlingur Þorsteinsson ■ AÐALFUND UR Leigjenda- samtakanna verður haldinn á skrif- stpfu samtakanna,' Hafnarstræti 15, 3. hæð, í dag, laugardaginn 17. nóvember, og hefst kl. 14.00. Auk venjulegra aðalfundarstarfa mun Jón Rúnar Sveinsson félagsfræð- ingur hjá Húsnæðisstofnun ríkis- ins koma á fundinn og segja frá gildandi reglum um húsaleigustyrki á Norðurlöndum. Húsnæðisbætur til leigjenda eru nú á undirbúnings- stigi hér á landi og verða þau mál eitt helsta umræðuefni fundarins, auk reksturs skrifstofu samtak- anna. Á aðalfundinum gefst leigj- endum kostur á að kynnast betur starfi Leigjendasamtakanna. ■ KVENNADEILD Reykjavík- urdeildar Rauða krossins heldur sinn árlega basar á morgun kl. 14.00 í Hótel Lind, Rauðarárstíg 18. Þar verður á boðstólum margs konar handavinna, kökur og jóla- kort deildarinnar. Állur ágóði renn- ur til bókakaupa fyrir sjúklinga- bókasöfn spítalanna í Reykjavík. Tlutancb Heílsuvörur nútímafólks stelnsteypu. S“® Léttir meöfærilegir viðhaldslitlir. Avalll lyflrllgg|andl. Þ.ÞORGRÍMSSON &G0 Ármúla 29, Reykjavík, sími 38640

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.