Morgunblaðið - 16.01.1991, Side 1

Morgunblaðið - 16.01.1991, Side 1
56 SIÐUR B I STOFNAÐ 1913 12. tbl. 79. árg. MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Rúmiega 1200 þúsund hermenn albúnir til bardaga fyrir botni Persaflóa: Höfum fullreynt allar leiðir til að koma í veg fyrir styrjöld - segir talsmaður Bush Bandaríkjaforseta - Saddam Hussein kynnir sér viðbúnað innrásarliðsins í Kúveit, úti- lokar málamiðlanir og boðar heilagl stríð til frelsunar Pal- estínu - Framkvæmdasljóri SÞ birtir írökum lokaákall sam- takanna - Israelar boða að nýjum vopnabúnaði verði beitt Níkósíu, Lundúnum, Sameinuðu þjóðunum, Washington, Tel Aviv, Damaskus. Reuter. SEX bandarísk flugmóðurskip, sem samtals bera um 450 orrustu- og sprengjuþotur, voru í gærkvöldi búin undir bardaga á hafsvæðum í nágrenni Iraks. Fréttir bárust einnig af miklum liðsflutningum Sýr- lendinga við landamæri ísraels. Herafla ísraela var skipað í viðbragðs- stöðu og almenningur bjó sig undir að sæta efnavopnaárásum af hálfu Iraka. Utvarpið í Irak kvað Saddam Hussein forseta hafa hafnað öll- um málamiðlunum, boðað heilagt stríð og sagt að hvergi yrði hvikað frá þessari lokaafstöðu í Persaflóadeilunni. I Bagdad fóru hundruð þúsunda manna um götur borgarinnar og hrópuðu í kór: „Kúveit til- heyrir okkur“ og „Grimmdarseggirnir verða sigraðir." í Washington var haft eftir George Bush Bandaríkjaforseta að hann teldi nánast útilokað að Saddam Hussein virti samþykktir Sameinuðu þjóðanna (SÞ) og kallaði heim innrásarliðið frá Kúveit. Franskir ráðamenn sögðu harmleik blasa við, og Hussein Jórdaníukonungur sagði í ávarpi til þjóðarinnar að stríð væri yfirvofandi. Frestur sá sem SÞ hafði veitt Iraksforseta til að kalla liðsaflann heim rann út klukkan fimm að íslenskum tíma í nótt og stóðu þá 680.000 hermenn bandamanna grá- ir fyrir járnum andspænis um 545.000 íröskum hermönnum í og nærri Kúveit. Javier Perez de Cuellar, fram- kvæmdastjóri SÞ, birti kl. 23 að ísl. tíma í gærkvöldi lokaákall samtak- anna til íraka eftir að fulltrúar í Öryggisráði SÞ höfðu fundað dag- langt um friðartillögu frönsku ríkis- stjórnarinnar og drög sem Bretar lögðu fram að lokasamþykkt SÞ í deilunni. De Cuellar, sem birti ákall- ið í eigin nafni, sagði að dagurinn örlagaríki 15. janúar væri senn á enda og að heimsbyggðin öll stæði frammi fyrir þeirri óvissu hvort styrjöld skylli á eða friður héldist. „Eg hvet því í allri einlægni Saddam Hussein forseta til að snúa við blað-1 inu, hverfa af braut hörmunga og beina sjónum sinum að nýjum tímum réttlætis og samkenndar sem byggj- ast á grundvelli stofnskrár Samein- uðu þjóðanna." Lagði de Cuellar að Saddam að hefja án tafar brottflutn- ing innrásarliðsins frá Kúveit. í gærkvöldi höfðu engin svör við ákalli framkvæmdastjórans borist frá írökum en útvarpið í Bagdad kvað Saddam hafa í gær og í fyrra- dag kynnt sér viðbúnað liðsaflans í Kúveit. Var haft eftir honum að Reuter ísraelskur hermaður kannar stýribúnað skotpalls fyrir loft- varnarflaugar á Vesturbakkan- um í gær. málamiðlanir í deilunni kæmu ekki til greina. Háð yrði heilagt stríð til frelsunar Palestínu og gegn „trúvill- ingunum". „Þetta er endanleg af- staða okkar og frá henni munum við ekki hvika," hafði útvarpið eftir forsetanum. Marlin Fitzwater, talsmaður Ge- orge Bush Bandaríkjaforseta, ítrek- aði fyrri yfirlýsingar þess efnis að látið yrði til skarar skríða „frekar fyrr en síðar“ gegn Irökum yrði herlið þeirra enn í Kúveit eftir mið- nætti að New York-tíma. Banda- ríkjamenn hefðu gert allt sem í þeirra valdi stæði til að koma f veg fyrir styrjöld í Mið-Austurlöndum. Deilt um tillögu Frakka Mikil spenna ríkti í höfuðstöðvum SÞ í New York í gær er fulltrúar þeirra ríkja sem eiga sæti í Öryggis- ráðinu fjölluðu um tillögu þá sem Frakkar kynntu óvænt til lausnar Persaflóadeilunni á mánudagskvöld. Tillagan gerði ráð fyrir því að írakar tilkynntu án tafar að þeir hygðust flytja liðsaflann frá Kúveit. Lokalið- ur áætlunarinnar og sá umdeildasti kvað hins vegar á um að SÞ gengj- ust fyrir ráðstefnu um frið í Mið- Austurlöndum. Seint í gærkvöldi varð ljóst að tillaga Frakka myndi ekki ná fram að ganga. Roland Dumas, utanríkis- ráðherra Frakklands, sagði að íraks- forseti væri nú ábyrgur fyrir fram- haldi málsins. John Major, forsætisráðherra Bretlands, lýsti yfir því á þingi að hann væri ósáttur við orðalag frönsku tillögunnar, sagði efnahags- legar refsiaðgerðir gagnvart Irökum ekki hafa skilað tilætluðum árangri og kvað herafla bandainanna við Persaflóa tilbúinn til að hrekja inn- rásarlið Saddams frá Kúveit virti hann ekki samþykktir SÞ. Lét hann þessi orð falla skömmu áður en þing Bretlands lýsti yfir stuðningi við afstöðu ríkisstjórnarinnar í Persa- flóadeilunni. Bandaríkjamenn lýstu einnig yfir andstöðu sinni við tiliögu Frakka og bentu á að gert væri ráð fyrir því að heimkvaðning innrásar- liðsins frá Kúveit yrði beinlínis tengd ráðstefnu um málefni Austurlanda nær. Viðvaranir Israela Fulltrúar ísraelsku ríkisstjórnar- innar voru sammála mati Breta og Bandaríkjamanna og í ísrael bjuggu menn sig undir stríð en Saddam forseti og undirsátar hans hafa margoft lýst yfir því að írakar muni ráðast á Israel láti hersveitir þj.nda- manna við Persaflóa til skarar skríða. Yfirmaður ísraelska flug- hersins varaði íraka við slíkri árás og sagði Israela að undanförnu hafa þróað nýjan vopnabúnað sem gera myndi þeim kleift að leggja eld- flaugaskotpalla íraka í allt að 1.000 kílómetra ijarlægð í rúst. í tilkynningu sem birt var í nafni íraska stjórnarflokksins í gær voru ísraelar og Bandaríkjamenn sakaðir um að hafa skipulagt morð á þrem- ur háttsettum liðsmönnum Frelsis- samtaka Palestínu (PLO). Mennirnir voru myrtir í Túnis í fyrrinótt og sagði í tilkynningunni að það væri engin tilviljun að morðin hefðu verið framin á sama tíma og haft væri í hótunum við íraka. Sjá fréttir á bls. 22-23. Reuter Víða kom til mótmæla vegna yfirvofandi átaka við Persaflóa í ríkjuin múhameðstrúarmanna í gær. A myndinni sem tekin var í höfuðborg Pakistans, Islamabad, sjást aðdáendur Saddams Husseins Iraksfor- seta brenna brúðumynd af George Bush Bandaríkjaforseta. Gorbatsjov ver aðgerðir Sovétstjóniarimiar í Eystrasaltsríkjunum: Verndum íbúana fyrir ofríki sjálfstæðissinna Moskvu,_ Riga, Vilnius, Tallinn. Reuter, Daily Telegraph. MÍKHAÍL S. Gorbatsjov Sovétleiðtogi réðst í gær harkalega á Borís Jeltsín, forseta Rússlands, og sagði að hann virtist vera að ganga af göflunum. Jeltsín hefur lýst stuðningi við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóðanna þriggja, Eistlendinga, Letta og Litháa. Einnig hefur hann lagt til að Rússar komi sér upp eigin herafla til að verja fullveldi sitt og hvatt rússneska hermenn í Rauða hcrnum til að neita að ráðast á óbreytta borgara. Gorbatsjov gagnrýndi einnig leiðtoga Eystrasaltsríkjanna, sagði að ekki mætti láta „nýtt ofríki" taka þar við af gömlu. Auk Jeltsíns hafa leiðtogar Úkraínu fordæmt ofbeldisverk Rauða hersins í Eystrasaltsríkjun- um og forystumenn í Moldovu, Armeníu og Georgíu hafa tekið í sama streng. „Þetta er ekki aðeins ögrun við æðstu valdastofnanir í Sovétríkjun- um heldur getur þetta valdið aukn- um deilum í landinu þar sem fyrir ríkir mikil spenna," sagði Gorb- atsjov Sovétleiðtogi á fundi Æðsta ráðsins er hann ræddi hugmynd Jeltsíns urn sjálfstæðan, rússnesk- an her. „Stjórnvöld verða að láta til sín taka til að tryggja öryggi almennings," sagði Gorbatsjov og sakaði lettneska forystumenn um að hundsa óánægju fólksins. Hann sagðist hafa fengið fjölda bréfa frá fólki í Eystrasaltsríkjunum þar sem spurt væri hvers vegna hann hefði skilið það eftir á köldunt klaka. Fjölmennir, rússneskumælandi minnihlutahópar eru í öllum lönd- unum þrem. Harðiínumenn úr t'öðum Moskvuhollra kommúnista í Lett- landi efndu til íjöldafundar í Riga í gær. Ræðuntenn hvöttu til alls- hetjarverkfalls og báðu Rauða her- inn að hindra að „borgaralegt ein- ræði“ næði að skjóta rótúm í landinu. Lettneskir ráðamenn hafa búist til varnar í þinghúsinu ásamt fjölda sjálfboðaliða og ríkir mikil spenna í borginni. Reist voru götu- vit'ki við þinghúsið og víðar í mið- borginni. Margir hétu því að vetj- ast árásum sovéskra hermanna þar til yfir lyki þótt fæstir hefðu öflugri vopn en lurka. Möt'g þúsund andstæðingar sjálfstæðis í Eistlandi héldu útifund við þinghúsið í Tallinn í gæt'. Kraf- ist vat' afsagnar stjórnar sjálfstæð- issinna. fíetifers-fréttastofan sagði sovéska hermenn itafa fjölgað vegatálmum og eftirlitsstöðvum í Viínius, höfuðborg Litháens, í gær. Litháar héldu áfram að treysta víggirðingar og annan varnarbún- að við þinghúsið. Sjá fréttir á bls. 20-21.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.