Morgunblaðið - 16.01.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.01.1991, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUÐAGUR 16. JANUAR 1991 9 Lattu reglulegan sparnað verða að veruleika og pantaðu áskriít að spariskírteinum nkissioðs Áskriftar- og þjónustusímar: 91-62 60 40 og 91-69 96 00 Áhrif eða áhrifaleysi? Birgir Árnason, fv. aðstoðarmaður Jóns Sig- urðssonar, viðskiptaráðherra, vísar því á bug í grein nýlega, að íslendingaryrðu næráhrifa- lausir, jafnvel um eigin málefni, sem aðilar að Evrópubandalaginu. Ekki er úr vegi að kynna sjónarmið höfundar enda nauðsynlegt, að landsmenn kynnist rökum bæði þeirra, sem hug hafa á aðild að EB, og hinna, sem andvígir eru aðild. EFTA-ríkin ogEB Birgir ritaði nýlega greiní Vísbendingil, rit Kaupþings hf., um efna- hagsmál. Hann starfar nú sem hagfræðingur hjá EFTA í Genf. Birgir fjall- ar um með hvaða hætti ákvarðanir eru teknar innan EB og hvaða áhrif EFTA-þjóðirnar, og þ. á m. ísland, kynnu að hafa innan EB með aðild. Birgir Árnason segir. m.a.: „Vaxandi líkur eru á þvi að Evrópska efna- hagssvæðið, ef af verður, verði aðeins biðstöfa fyr- ir EFTA-ríkni — að ís- landi undanskildu, í bili a.m.k. — þar til þeini verður hleypt inn í Evr- ópubandalagið sennilega á síðari helmingi þessa áratugar. Þetta á örugglega við um Austurríkismenn sem þegar haTa sótt um aðild að Evrópubandalaginu. Þetta á ekki síður við um Svia, en sænska þingið samþykkti nýverið með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða að sótt skyldi um aðild síðar á þessu ári. Ólíklegt er, að Norð- menn og Finnar verði þá langt undan. Norðmenn hafa m.a. lýst áhuga sinum á nánari tengslum við Evrópubandalagið með því að tengja gengi norsku krónunnar við evrópsku _ mynteining- una, ECU. í Sviss vex því sjónarmiði nú rnjög fylgi að Svisslendingum beri fyrr en síðar að leggja fram aðildarumsókn. Þó hefur engin þjóð lagt jafnmikla áherslu á sjálfsákvörðunarrétt sinn og lilutleysi og ein- mitt þeir. Er nú hafin undirskriftasöfnun í landinu til að knýja fram þj óðaratkvæðagreiðslu um aðild og er ekki ólík- legt að af henni verði hman tveggja ára. Fari svo sem horfir mun Evrópubandalagið trauðla geta hafnað að- ildarumsókn þessara þjóða. Þá mun sú spum- ing brenna heitt á íslend- ingum hvort þeir hyggist feta sömu leið eða heltast úr lest. Akvarðana- takaEB Ráðherraráðið, þar sem saman koma ráð- herrar aðildarþjóðanna, er æðsta valdastofnun Evrópubandalagsins og hinn eiginlegi löggjafi þess. Völd framkvæmda- sljómarinnar em einnig tnikil ekki sist þar sem hún ein getur lagt tillög- ur og lagafrumvörp fyrir ráðherraráðið. Það gerir hún að vísu ekki fyrr en að höfðu víðtæku sam- ráði við aðildarþjóðimar og samtök hagsmunaað- ila. Til þessa hafa völd og áhrif þings Evrópu- bandalagsins verið afar takmörkuð. Almenna reglan er sú að leitast er við að af- greiða mál í Evrópu- bandalaginu með sam- komulagi allra aðildar- þjóðanna og hefur fram- kvæmdastjórnin þá það hlutyerk að miðla mál- um. í flestum veigamikl- um málum hefur hver aðildarþjóð neitunarvald. Þetta átti til dæmis Við um þær breytingar á Rómarsáttmálanum — stofnsáttmála Evrópu- bandalagsins — sem fól- ust í Einingarlögum Evr- ópu frá árinu 1985. Áætl- unin um innri markað Evrópubandalagsins byggist í ríkurn mæli á þessum Einingarlögum. í vaxandi mæli frá samþykkt Einingarlag- anna gerist það þó að mál eru afgreidd með atkvæðagreiðslu. í slíku tilviki hefur hver aðildar- þjóð sinn atkvæðafjölda í ráðherraráðinu. Við at- kvæðagreiðslu nær til- laga fram að ganga ef henni eru greidd a.m.k. 54 atkvæði en fellur ef greidd eru 23 eða fleiri atkvæði á móti henni. Einfaldur meirihluti at- kvæða nægir því ekki og ekki geta heldur neinar tvær þjóðir stöðvað framgang máls. Það eru einkum mál sem varða innri markaðinn sem hafa verið afgreidd með atkvæðagreiðslu og þyk- ir sýnt að framkvæmd áætlunarinnar um hann hafi verið auðvelduð og henni flýtt með þessu. í þessu sambandi skiptir þó mestu að at- kvæðavægi hinna fá- mennari aðildarþjóða er miklu rneira en hinna fjölmemiari. Sem dæmi má taka að á bak við hvert ' atkvæði Þýska- lands í ráðherraráðinu standa næstum 8 miHjón- ir Þjóðveija (eftir sam- einingu þýsku ríkjanna) en ekki nema 190 þúsund I.úxemborgarar á bak við hvort atkvaiði Lúx- emborgar. Þetta þýðir einfaldlega að lítil ríki geta haft umtalsverð áhrif á þróun mála í ráð- herraráðinu sérstaklega ef inynda þarf kosn- ingablokk til að hindra samþykkt tillögu. Því fer fjarri að liin stærri aðild- arríki geti hunsað af- stöðu hinna minni. Atkvæðavægi EFTA-ríkj- anna Gert er ráð fyrir því að Svíþjóð fengi 5 at- kvæði Austurríki og Sviss 4 hvort og Finnland og Noregur 3 hvort. Langlíklegast er að ís- lendingar fengju jafn- mörg atkvæði og Lúxem- borgarar hafa nú eða 2. Það er alls ekki svo lítið þegar þess er gætt að 2 atkvæði yrðu um 2% af heildaratkvæðafjölda stækkaðs ráðherraráðs en Islendingar yrðu inn- an við 0,1% af íbúafjölda Evrópubandalagsins eft- ir fjölgun aðildarríkj- anna. Auðvitað myndu 2 at- kvæði út af fyrir sig ekki vega þmigt en í samfloti með öðrum gætu þau rið- ið baggamuninn. Norð- urlöndin með samtals 16 atkvæði gætu t.d. mynd- að sterka heild innan Evrópubandalagsms sem ekki væri hægt að snið- ganga þótt formlega dygðu 16 atkvæði ekki til að stöðva framgang mála. Vettvangnr sjónarmiða En hvað sem líður talnaleikjum af þessu tagi er ekki síður mikils um vert að í ráðherraráð- inu gæfist Islendingum færi á því að koma sjón- armiðum sínum þ. á m. um málefni sjávarútvegs- ins, beint á framfæri við forystumenn aðildarrikj- anna sem jafnan hafa sýnt sérstöðu íslendmga meiri og betri skilning en fulltrúar fram- kvæmdastjórnarhuiar. Það getur vart vafist fyr- ir nokkrum að hægara verði fyrir íslendinga að halda sjónarmiðum sínum á lofti og vinna þeim stuðning eigi þeir sæti í ráðherraráðinu en þurfi þeir einir að kepp- ast við að ná eyrum for- ystumanna Evrópu- bandalagshis frammi á gangi.“ SJÓÐSBRÉF 4 8,9% Hæsta ávöxtun ársins 1990 ÞJ0NUSTUMIÐST0Ð RÍKISVERÐBRÉFA Í'AN^ Sv: ■ Þjónustumlðstöð ríkisveröbrcfa, Hverflsgötu 6, 2. hæð. Sími 91-62 60 40 ™ *' ^'Tiaifliiii1 fiimiii]iiiin'i'[ Ávöxtun Sjóðs 4 var 8,9% umfram verðbólgu á árinu 1990, hæst allra innlendra verðbréfasjóða. Velgengni sjóðsins má þákka hagstæðri eignaskiptingu hans, en allt að helmingur af eignuin Sjóðs 4 eru ávaxtaðar í hlutabréfum innlendra fyrirtækju. Gengi hlutabréfa hækkaði verulega á síðasta ári og er ársávöxtun Sjóðs 4 miðað við síðustu 3 mánuði komin upp í 9,1% um- fram verðbólgu. Verið velkomin í VÍB. VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Simi 68 15 30. Telefax 68 15 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.